Morgunblaðið - 08.06.2022, Síða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022
Bætt
hreinlæti
í nýjum heimi
Fáðu ráðgjöf fyrir þitt fyrirtæki
www.hreint.is s: 589 5000 hreint@hreint.is
Endurreistur meirihluti í Reykjavík
boðar fátt nýtt sem sást ágætlega
á því sem Líf Magneudóttir, borgar-
fulltrúi VG, sagði um nýja meiri-
hlutasáttmálann. Hún sagðist ekki
geta „séð að þetta sé
sá breytingarsátt-
máli sem Framsókn
boðaði“, og er ekki
ein um það.
- - -
En í upphafi sátt-
málans eru
samt punktar sem
eiga að heita breyt-
ingar þótt rýrar séu
og ein þeirra vekur
sérstaka athygli. Það
er sú síðasta og hljóð-
ar hún þannig: „Við
ætlum að efna til
samtals við alla borg-
arfulltrúa um bættan starfsanda og
fjölskylduvæna borgarstjórn.“
- - -
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, fulltrúi
fimmta hjóls meirihlutans, fær
það verkefni sérstaklega að fylgja
þessu eftir. Hún segir tækifæri til að
„vinna þvert á flokka“.
- - -
Og Þórdís Lóa ætlar að ræða við
alla borgarfulltrúa um leiðir í
þessu sambandi.
- - -
Það vekur óneitanlega athygli að
meirihluti sem er myndaður á
þeim forsendum að tilteknir flokkar í
borgarstjórn, þar með talið innan
þessa meirihluta, sem hafa útilokað
samstarf við aðra tiltekna flokka í
borgarstjórn, skuli nú í meirihluta-
yfirlýsingu tala um bætt samstarf.
- - -
Hvað þýðir það? Það getur ekki fal-
ið neitt annað í sér en að minni-
hlutinn, sérstaklega Sjálfstæðisflokk-
urinn, eigi að vera leiðitamur. Er það
verkefni minnihlutans, jafnvel eftir
útilokunina sem myndaði meirihlut-
ann?
Líf Magneudóttir
Starfsandi
útilokunar
STAKSTEINAR
Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Guðmundur Ingi
Gunnlaugsson, fyrrver-
andi bæjarstjóri í
Grundarfirði og sveit-
arstjóri á Hellu, lést á
Landspítalanum 4.
júní, 71 árs að aldri.
Hann fæddist 14. sept-
ember 1951 í Reykja-
vík og var sonur þeirra
Elínar Bjarnveigar
Ólafsdóttur þjóns og
Gunnlaugs Birgis
Daníelssonar sölu-
manns. Þau skildu.
Guðmundur fór
tveggja mánaða gamall
til fósturforeldra sinna í Hvera-
gerði, þeirra Ingibjargar Jónsdóttur
húsmóður og Guðmundar Ólafs-
sonar, ökukennara og bifreiðar-
stjóra. Hann fór í landspróf í Hvera-
gerði en lauk því frá Vestur-
bæjarskóla í Reykjavík. Eftir það
var hann um tíma við nám í MR og
MH. Guðmundur tók síðar meira-
próf og lauk námi sem leiðsögu-
maður frá Ferðamálaskóla Íslands.
Guðmundur rak Fossnesti á Sel-
fossi frá 1981 til 1986, en það var
mjög vinsæll viðkomustaður þar í
bæ. Skemmtistaðurinn Inghóll var
byggður ofan á Fossnesti og rak
hann þann stað einnig. Guðmundur
var svo hótelstjóri á
Hótel Örk í Hvera-
gerði í nokkra mánuði
1986. Eftir það starf-
aði Guðmundur hjá
Sambandi íslenskra
samvinnufélaga í fjög-
ur ár þar til hann sneri
sér að sveitarstjórnar-
málum.
Hann var virkur í
starfi Sjálfstæðis-
flokksins og var sveit-
arstjóri á Hellu frá
1990 til 2006. Þá var
Guðmundur ráðinn
bæjarstjóri í Grundar-
firði og gegndi því embætti í fjögur
ár. Hann tók þátt í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í Rangárþingi ytra
2010, lenti í fyrsta sæti og var odd-
viti sjálfstæðismanna í sveitarstjórn
2010-2014.
Guðmundur gegndi ýmsum fleiri
trúnaðarstörfum og var virkur í
þjóðmálaumræðunni. Þá tók hann
þátt í Oddfellow til æviloka.
Eftirlifandi eiginkona Guðmundar
er María Busk sjúkraliði. Hann læt-
ur eftir sig fimm uppkomin börn, tíu
barnabörn og þrjú barnabarnabörn.
Útförin verður gerð frá Selfoss-
kirkju föstudaginn 10. júní klukkan
14.
Andlát
Guðmundur Ingi
Gunnlaugsson
Rannsókn lögreglu á manndrápinu í
Barðavogi sl. laugardagskvöld er í
fullum gangi. Ekki hefur verið gefið
upp hvort játning liggi fyrir en karl-
maður fæddur 2001 er grunaður um
að hafa orðið nágranna sínum að
bana. Sá sem varð fyrir árásinni var
fæddur árið 1975 og lætur eftir sig
fjögur börn.
Frá árinu 2000 hafa 49 manns lát-
ist í 47 manndrápum. Er þá bruninn
á Bræðraborgarstíg árið 2020 tekinn
með er maður var dæmdur fyrir að
kveikja eld í húsinu, sem varð þrem-
ur Pólverjum að bana.
Grunaður morðingi í Barðavogi
var ekki „góðkunningi“ lögregl-
unnar, sagði Margeir Sveinsson yfir-
lögregluþjónn við mbl.is í gær.
„Rannsókninni miðar vel. „Við er-
um að fara yfir það sem við erum bú-
in að vera að sanka að okkur.“
49 látnir í 47 mann-
drápum á öldinni
Manndráp á Íslandi frá aldamótum*
'00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 '22
5
1
4
0
5
3
0
2
0
1
3 3
1
3
1
3
1
4
1 1
5
1 1
Fjöldi látinna**
*Það sem af
er ári 2022
Fjöldi látinna er sá sami og fjöldi manndrápa fyrir utan árið
2020 þegar 3 fórust í eldsvoða við Bræðraborgarstíg
49 hafa látist í 47mann-
drápum frá aldamótum