Morgunblaðið - 08.06.2022, Page 15
UMRÆÐAN
15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022
Ertu að gera upp gamalt hús?
VIÐ BYGGJUM Á LANGRI HEFÐ
Líttu við – sjón er sögu ríkari
Eigum úrval af alls kyns járnvöru.
Hurðahúnar, glugga- og hurðalamir,
stormjárn, læsingar, emeleruð skilti,
bátasaumur og spíkerar allar stærðir o.fl.
Laugavegi 29 • sími 552 4320
www.brynja.is • verslun@brynja.is
Opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 11-17 Stofnað 1919
Vefverslun brynja.is
Verðbólga í Evrópu
mældist 7,8% í mars.
Hún var svipuð hér,
7,2%. Við öll í Evrópu
erum því í sama báti
með verðbólguna.
Hækkun fasteigna-
verðs víða um Evrópu
hefur líka verið mikil,
t.a.m. hækkaði fast-
eignaverð í Þýska-
landi um 12,2% milli
ára, um 14,9% í Aust-
urríki og um 18,7% í Hollandi. Á
Íslandi var þessi hækkun 15,7%
þannig að líka á þessu sviði hefur
þróun mála verið svipuð hér og í
Evrópu.
Hvað ákvað Seðlabanki
Evrópu að gera?
Seðlabankastjórar evrulandanna
19, ásamt sex manna sérfræðinga-
ráði Seðlabanka Evrópu, sem skip-
að er hæfustu fræðimönnum álf-
unnar á sviði peningamála, ákváðu
þrátt fyrir þessa verðþenslu á
fundi sínum 14. apríl sl. að halda
stýrivöxtum óbreyttum, í 0,0%.
Greining evrópsku
sérfræðinganna
Þessum 25 helstu efnahagssér-
fræðingum álfunnar kom saman
um að þessar verðhækkanir hefðu
ekki orðið til í Evrópu heldur
kæmu þær til vegna tímabundins
ástands „utan Evrópu“ – væru af-
leiðingar árásarstríðs Rússa gegn
Úkraínumönnum og aukins
framleiðslukostnaðar í Asíu – sem
evrópskir stýrivextir gætu ekki
haft áhrif á, enda myndu þær
ganga niður af sjálfu
sér þegar stríðinu lyki
og áhrif Covid dvín-
uðu.
Ákvað þessi 25
manna sérfræðinga-
hópur að auka því ekki
kostnaðarbyrði al-
mennings og fyrir-
tækja í álfunni með
vaxtahækkun enda
gæti hún engu skilað,
bara gert illt verra.
Hvað gerði svo
Seðlabanki Íslands?
Andstætt því sem helstu sér-
fræðingar Evrópu í vaxta- og pen-
ingastefnumálum ályktuðu komust
seðlabankastjóri og fjögurra
manna peningastefnunefnd hér að
þeirri niðurstöðu að við þessari
verðbólgu- og fasteignaverðsþróun
– þeirri sömu hér og í Evrópu –
yrði að bregðast með þeirri mestu
stýrivaxtahækkun sem hér hefur
orðið frá því í hruninu, 1% hækkun,
úr 2,75% í 3,75%.
Hvaða áhrif hefur
svona vaxtahækkun?
Flest sem í gangi er í þjóðfélag-
inu, hvort sem það eru fram-
kvæmdir og fjárfestingar, rekstur,
viðskipti eða kaup á bíl eða íbúð, er
háð fjármagni. Vextir á fjármagnið
hafa því áhrif á kostnað á öllum
sviðum. Þeim mun hærri vextir;
þeim mun meiri kostnaður; þeim
mun hærra verðlag.
Áhrif vaxtahækkana
á húsnæðiskaupendur
Það eru um 50.000 fjölskyldur í
landinu, 120.000-150.000 manns,
sem skulda óverðtryggð húsnæðis-
lán. Greiðslubyrði fjölskyldu sem
skuldar 30 milljónir eykst um 5.000
kr. á mánuði fyrir hvert 0,25 pró-
senta hækkunarstig sem verður á
vöxtum.
3% vaxtahækkun, eins og Seðla-
banki hefur staðið fyrir síðustu
misseri, þýðir því að fjölskylda sem
skuldar 30 milljónir þarf nú að
greiða 60.000 kr. meira á mánuði,
720.000 kr. meira á ári, en ella
hefði verið.
Skeytingar- og virðingar-
leysi Seðlabanka
Hvers á allt þetta saklausa og
varnarlausa fólk að gjalda sem
treysti á loforð ríkisstjórnar og
Seðlabanka um lágvaxtastefnu?
Hver er virðing Seðlabanka við all-
ar þessar fjölskyldur? Eru þær
einfaldlega peð á taflborði seðla-
bankastjóra sem fórna má að geð-
þótta og vild? Er það ekki einmitt
meginhlutverk Seðlabanka að
tryggja og verja hagsmuni og vel-
ferð almennings í landinu?
Hvað gengur Seðlabanka til?
Seðlabanki getur ekki lækkað
innflutningsverð, né heldur bygg-
ingarkostnað, með vaxtahækk-
unum. Áhrifin verða þveröfug,
ganga öll í hækkunarátt.
Hvað gengur Seðlabanka þá til?
Seðlabankastjóri og hans menn
halda greinilega í trú á gamla og
úrelta hagfræði og aðferðafræði
sem allir nútímalegir peninga-
stefnumenn hafa kastað fyrir róða;
að eina leiðin til að hemja hækk-
andi verðlag á innfluttri vöru, sem
er einangrað og tímabundið fyr-
irbrigði, eða sporna við hækkun á
húsnæðisverði, sem varðar þó ekki
almenning í landinu heldur bara
húsnæðiskaupendur, um 10.000
manns á ári, sé að lemja niður al-
menn lífskjör og velferð og draga
með stórfelldum vaxtahækkunum
úr möguleikum manna til að lifa vel
og njóta lífsins, lama almenna
neyslu og kaupkraft til þess að
berja niður eftirspurn og verðlag.
Fyrir undirrituðum ófagleg og
frumstæð vinnubrögð. Eins og að
skjóta á varg í æðarvarpi með
haglabyssu og drepa kollurnar
með, í stað þess að beita riffli bara
á varginn.
Var önnur leið fær?
Krónan er sveigjanlegur gjald-
miðill þó að það sé oftast til óþurft-
ar. T.a.m. núna værum við með núll
prósent vexti, 0,0%, ef við værum
með evru en ekki krónu og hefði þá
ekki þurft til þessara vaxtahækk-
ana og vandræða að koma.
Þökk sé uppgangi ferðaþjónustu
og hagstæðum viðskiptajöfnuði ár-
in fyrir Covid eigum við digran
gjaldeyrisvarasjóð. Í krafti hans og
þeirrar uppsveiflu í ferðaþjónustu
sem fyrirsjáanleg er og mun
styrkja krónuna, eins í krafti þess
að verðlag á útflutningsafurðum
okkar hefur stórhækkað síðustu
mánuði, hefði Seðlabanki getað að-
lagað gengi krónunnar hækkuðu
innflutningsverði.
Aukinn ferðamannastraumur og
vaxandi gjaldeyristekjur í sumar
munu vitaskuld styrkja gengi krón-
unnar, jafnvel í þeim mæli að sú
styrking ein vegi upp á móti hækk-
un innflutnings í erlendri mynt.
Á hækkun húsnæðisverðs hefði
auðvitað þurft að taka með sértæk-
um og hnitmiðuðum – alls ekki al-
mennum – aðgerðum. Bjóða hefði
mátt sveitarfélögum fé á lágmarks-
vöxtum, kannski 0,5-1,0%, til að
hraða uppbyggingu innviða og und-
irbúningi lóða, og svo byggingarað-
ilum sams konar hagstæða fyrir-
greiðslu til að efla og hraða
byggingarframkvæmdum.
Svo hefði mátt auka kröfur um
eiginfjárhlutfall við húsnæðiskaup,
til að draga úr vilja og getu manna
til húsnæðiskaupa meðan jafnvægi
á húsnæðismarkaði er að skapast.
Eftir Ole Anton
Bieltvedt » Vextir á fjármagnið
hafa áhrif á kostnað
á öllum sviðum. Þeim
mun hærri vextir; þeim
mun meiri kostnaður;
þeim mun hærra verð-
lag.
Ole Anton Bieltvedt
Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu-
maður og stjórnmálarýnir.
Seðlabanki á villigötum
Allt um sjávarútveg