Morgunblaðið - 08.06.2022, Page 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022
✝
María fæddist
17. nóvember
1970. Hún lést 7.
maí 2022. For-
eldrar hennar eru
Hreiðar Anton Að-
alsteinsson, f. 1938,
og María Þorleif
Þorleifsdóttir, f.
1936. Systkini Mar-
íu: Guðríður Hreið-
arsdóttir, f. 1962, d.
1970. Birgitta
Hreiðarsdóttir, f. 1965, og Þor-
leifur Jón Hreið-
arsson, f. 1974.
Sonur Maríu er
Ottó Bjarki Arnar,
f. 2002. Faðir hans
er Ottó B. Arnar.
Útför Maríu fer
fram frá Kópavogs-
kirkju í dag, 8. júní
2022, kl. 13.
Hlekkur á
streymi:
https://www.mbl.is/
andlat
Elsku besta mamma var ein-
stök móðir sem vildi öllum vel og
hugsaði vel til allra. Ég og mamma
áttum ýmis áhugamál sameigin-
leg, eins og að fara stundum í bíó,
leikhús, út að borða og njóta lífsins
með góðum fjölskylduvini.
Uppáhaldsmatur mömmu var
hamborgari, enda man ég þegar
ég var í grunnskóla. Þá skelltum
við okkur allavega einu sinni í viku
á American style.
Við mamma höfum ferðast
nokkrum sinnum saman. Fyrsta
ferðin var til Kaupmannahafnar.
Þá kíktum við þangað ásamt föð-
urættinni á skyldmenni okkar frá
Danmörku og skoðuðum tívolíið,
dýragarðinn og fórum á ströndina.
Í annarri ferðinni skelltum við
okkur til Mallorca ásamt móður-
ættinni og fórum á höfrungasýn-
ingu. Þriðja ferðin var farin ásamt
vinkonu hennar til Stokkhólms,
þar sem við heimsóttum vinafólk
og horfðum á löggumynd. Fjórða
ferðin var farin á ný til Kaup-
mannahafnar ásamt vinkonu
hennar. Við skoðuðum dýragarð-
inn, skelltum okkur til Billund og
skoðuðum Legoland. Fimmta
ferðin var farin ásamt vinafólki til
Tenerife. Við fórum á ströndina og
kíktum á tívolíið. Við mæðginin
höfum líka ferðast um landið og
höfum skoðað ýmislegt ásamt fjöl-
skyldu og vinafólki, t.d. Gullfoss og
Geysi, Dettifoss, Jökulsárlón,
Þingvelli, Landnámssetrið o.fl. Við
höfum ferðast til Akureyrar,
Borganess, Akraness, Selfoss, Eg-
ilsstaða, Víkur í Mýrdal, Kirkju-
bæjarklausturs, Seyðisfjarðar,
Siglufjarðar, Hænuvíkur, Pat-
reksfjarðar, Ísafjarðar, Hólmavík-
ur, Vestmannaeyja o.fl. Við mæðg-
inin höfum spilað og gert margt
annað skemmtilegt saman, eins og
farið í keilu og sund. Við mæðginin
vorum mikið spilaáhugafólk og
spiluðum sérstaklega Lúdó. Um
helgar höfðum við alltaf kósý-
kvöld. Þá buðum við góðum vini
okkar í kósý og borðuðum snakk,
nammi, drukkum gos og það kom
fyrir að við vinirnir værum sendir í
ísbúð. Það var mikil hefð þá að
horfa á íslenskar kvikmyndir, eins
og t.d. Engla alheimsins, Stellu í
framboði eða orlofi, Bakk, Fúsa,
Svartur á leik, Eldfjall, Mýrina,
Brúðgumann, Stóra planið, Kalda
slóð og fl. Skemmtilegustu minn-
ingarnar um mig og mömmu var
þegar við fórum ásamt vinafólki til
Tenerife, eignuðumst Pug-hund-
inn Ellu, fórum í bústað í Skorra-
dalnum, hringferð um allt landið
og þegar við vorum í bústað þegar
óveður geisaði í nágrenni Borgar-
ness. Mamma hefur unnið við ým-
islegt, eins og á Borgarspítalan-
um, barnaheimili í Kópavogi og
þjónustumiðstöð Breiðholti. Hún
stofnaði ásamt öðrum kaffihúsið
GÆS, hefur tekið að sér ýmis
verkefni fyrir Félagsvísindasvið,
haldið margar kynningar í Há-
skóla Íslands. Hún var sendiherra,
var formaður Átaks og vann síðast
hjá Styrktarfélaginu Ási.
Mamma hefur fengið ýmsar
viðurkenningar fyrir baráttu sína
fyrir mannréttindum fatlaðra, á
borð við Frikkann og Múrbrjót-
inn. Mamma skrifaði sína eigin
bók sem kallast «Ég lifði í þögn-
inni» þar sem hún fjallar um æsku
sína og ævi. Stærsti draumur
mömmu minnar hefur alltaf verið
að eignast barn. Sá draumur rætt-
ist. Mamma hefur lært á ýmislegt
eins og t.d. á bíl og spilað á gítar.
Mamma gekk eitt sinn í Kópa-
vogsskóla, útskrifaðist úr diplóm-
anámi frá Háskóla Íslands og
gekk í Húsmæðraskólann á Hall-
ormsstað. Margar minningar eru
ógleymanlegar hjá okkur mæðg-
inum og fleira mætti telja. Þegar
ég frétti af andláti mömmu minnar
ætlaði ég ekki að trúa mínum eigin
eyrum, að lífsglaða mamman væri
farin frá mér. Tilgangur lífsins á
þessum tímapunkti er að halda líf-
inu áfram og mæta nýjum áskor-
unum. Ég finn mjög mikið fyrir
mömmu minni heima, það er ein af
ástæðunum fyrir því að mér finnst
gott að vera einn með hundinum
heima. Það verður erfitt að kveðja
þær heimaslóðir, þá líður mér eins
og mamma sé endanlega farin. En
ég veit að mamma verður alltaf
með mér í anda, hvert sem ég fer.
Elsku besta mamma, hvíldu í
friði og megi guð og gæfan fylgja
þér að eilífu.
Ottó Bjarki Arnar.
Elskulega systir mín, nú kveð
ég þig þar til við hittumst á ný á
fallegum stað. Ég á erfitt með að
trúa því að þú sért farin frá okkur
en ég trúi því að þú sért á fal-
legum stað, umkringd því besta
sem þú átt skilið.
Þú hafðir sterkan persónuleika
og nýttir hann vel í þinni baráttu
gegn óréttlæti og öðru sem betur
mátti fara. Ég trúi því varla að þú
sért farin, því það er svo óraun-
verulegt, ótrúlegt.
Takk fyrir allar samverustund-
irnar elsku systir mín.
Kveðja,
Birgitta.
Að kveðja þig, elsku systir, er
ótrúlega sárt. Óraunverulegt og
ósanngjarnt. En lífið er stundum
þannig.
Þú varst baráttukona og fyrir-
liði fjölskyldunnar. Fyrirmynd og
ótrúlega góð manneskja.
Margar minningar koma upp í
hugann núna. Sérstaklega frá því
þegar við lékum okkur saman
sem börn. En það er bara svo
skrýtið að rifja þær upp á svona
tímum. Sérstaklega þegar þú
kveður, svona langt um aldur
fram.
Hafðu það sem allra best hvar
sem þú ert núna. Ég trúi því að þú
hafir verið kölluð í önnur verk-
efni. Elska þig alltaf og mun gæta
drengsins þíns.
Hafðu það sem best, þinn bróð-
ir,
Þorleifur Jón Hreið-
arsson og fjölskylda.
Elsku besta frænka mín, nú
ertu fallin frá og eftir sitjum við
hin með brostin hjörtu og þurfum
að læra að lifa án þín. Ég á svo
ótal margar fallegar minningar af
okkur saman, sérstaklega þegar
ég var ung og fékk alltaf að koma
til Mæju frænku. Þú gafst svo
ótrúlega mikið af þér og tókst
mér alltaf með opnum örmum.
Þótt það hafi oft verið mikið að
gera hjá þér, gafstu þér alltaf
tíma fyrir litlu frænku þína.
Ég var alltaf svo stolt af þér, þú
varst mikil baráttukona fyrir mál-
efnum fatlaðra og lést engan vaða
yfir þig. Það sem ég var stoltust af
er hversu vel þú reyndist öllum í
kringum þig og hversu góð móðir
þú reyndist yndislega syni þínum.
Ég kveð þig elsku frænka, með
mikilli sorg í hjarta, en eftir sitja
góðar og fallegar minningar. Þú
varst límið sem hélt fjölskyldunni
saman og ég verð alltaf þakklát
fyrir að fá að hafa verið hluti af
þínu lífi.
Þín frænka
Hulda H.
Höskuldsdóttir.
Elsku María okkar.
Það er óraunverulegt að þú
sért farin frá okkur, alltof
snemma. Að geta ekki búist við
þér aftur á Tabúhittinga, treyst á
dómgreind þína, þekkingu og
reynslu og upplifað kærleika
þinn, leiðsögn og vináttu er
þyngra en tárum taki.
Framlag þitt í Tabú breytti
öllu – og okkur öllum. Þú varst
sjaldnast orðmörg en það sem þú
sagðir og lagðir til var undantekn-
ingalaust úthugsað, djúpt og vit-
urt. Þú gast verið ákveðin og áköf
en þó alltaf róleg og yfirveguð –
líka þegar þú upplifðir réttláta
reiði vegna misréttis og óréttlæt-
is. Þannig varstu okkur öllum fyr-
irmynd og ákveðin móðurímynd í
baráttunni. Aktívistamamma.
Þú þreyttist aldrei á að halda á
lofti hagsmunamálum fólks með
þroskahömlun. Þú varst ófeimin
við að leiðrétta okkur og láta okk-
ur gangast við ábyrgð okkar á að
gleyma aldrei þessum hópi. Þér
var sérstaklega hjartfólgið að fólk
með þroskahömlun hefði sam-
bærilegt aðgengi að NPA, jöfn
tækifæri á vinnumarkaði og yrði
treyst til foreldrahlutverksins.
Árið 2017 kom lífssagan þín, „Ég
lifði í þögninni“ út. Hún segir svo
margt um þá óbærilegu þögn sem
þú, og svo margt fatlað fólk, tókst
á við. Bókin mun standa sem vitn-
isburður um kjark þinn, hugrekk-
ið til að eiga rödd, taka pláss í
samfélagi, hvika hvergi og krefj-
ast virðingar og breytinga.
Þú varst langþreytt á ferða-
þjónustu fatlaðs fólks og hélst úti
dagbók á Facebook um reynslu
þína af henni. Þú keyptir þér bíl,
engan annan en fyrrverandi bíl
Vigdísar Finnbogadóttur forseta,
sem sæmdi þér afar vel. Freyja,
Tabúsystir, fékk þann heiður að
vera þér innan handar í bílakaup-
um en hún skilur enn ekki hvers
vegna þú treystir henni til verks-
ins, því þú varst mun færari en
hún til þess að kaupa bíl. Þú vissir
hvað þú vildir og varst með skyn-
samlegt fjármálaplan, sem hún
hefur ekki roð í. Á stefnuskránni
þinni var að taka bílpróf og varstu
síðustu mánuði mikið að æfa þig
með liðsinni Siggu, Tabúsystur.
Þú varst orðin dúndurörugg og
brunaðir um göturnar af sömu yf-
irvegun, áræðni og festu og þú
gerðir flest annað. Við vildum
óska þess að þú hefðir náð að
ljúka þessum áfanga – við vitum
að það hefði tekist. Þannig hefðir
þú geta kvatt ferðaþjónustuna,
ekið um á forsetabílnum og notið
þess ferðafrelsis sem þú áttir skil-
ið.
Við vitum ekki hvernig við
höldum baráttunni áfram án þín.
En við finnum leiðir og eitt er víst
að þú verður alltaf með okkur í
huga og hjarta. Allt sem þú hefur
sýnt okkur og kennt búum við yfir
og minningarnar um þig munu
ylja okkur þegar á móti blæs og
þegar vel gengur.
Elsku Ottó Bjarki. Við vottum
þér okkar dýpstu samúð. Þú varst
það allra mikilvægasta sem
mamma þín átti og hún var alltaf
svo stolt af þér. Hún hafði enda-
lausa trú á þér og vissi að þér
myndi vegna vel. Við erum vissar
um að hún muni fylgja þér hvert
fótmál áfram.
Takk fyrir að gera heiminn að
betri stað fyrir okkur öll, elsku
María.
Fyrir hönd feminísku fötlunar-
hreyfingarinnar Tabú,
Freyja Haraldsdóttir
og Embla Guðrúnar
Ágústsdóttir.
Það er með djúpri virðingu og
væntumþykju sem við minnumst
Maríu Hreiðarsdóttur, vinkonu
okkar og samferðakonu í rúman
aldafjórðung. Leiðir okkar lágu
fyrst saman árið 1994 þegar
María, aðeins 24 ára, hélt eldræðu
á fulltrúafundi Landssamtakanna
þroskahjálpar um fordóma og
mannréttindabrot gegn fötluðu
fólki. Mesta athygli vakti ádeila
Maríu á ófrjósemisaðgerðir á
konum með þroskahömlun, oft án
þeirra vitundar, og undir því yf-
irskini að verið væri að taka úr
þeim botnlangann. Á þessum
fundi steig baráttukonan María
fram í fyrsta sinn opinberlega,
sem stolt fötluð kona, fulltrúi
Átaks, félags fólks með þroska-
hömlun. Eldræðan setti tóninn
fyrir það sem á eftir fór því æ síð-
an tók María virkan þátt í baráttu
fyrir réttindum fatlaðs fólks.
Hæg, íhugul en staðföst,
ákveðin og með sterka réttlætis-
kennd barðist María ötullega
gegn hvers kyns misrétti. Réttur
fatlaðra kvenna til barneigna og
fjölskyldulífs var meðal helstu
baráttumála Maríu. Hún var einn
stofnenda foreldrahóps seinfærra
foreldra árið 2002. María gekk þá
með Ottó Bjarka son sinn, sem
var hennar stolt og yndi. María
var frábær móðir sem hugsaði vel
um drenginn sinn og sá til þess að
hann nyti alls þess besta.
Í upphafi var Átak, félag fólks
með þroskahömlun, helsti bar-
áttuvettvangur Maríu, lengst af
sem formaður félagsins. Samstarf
hennar og Hönnu Bjargar hófst
árið 1996 þegar Hanna varð
starfsmaður Átaks. Þetta sam-
starf hélt áfram í foreldrahópnum
sem þær stofnuðu í sameiningu
og síðar að margs konar verkefn-
um, baráttumálum, rannsóknum
og fræðslu. Meðal rannsóknar-
verkefna sem María tók virkan
þátt í innan Rannsóknaseturs í
fötlunarfræðum voru rannsóknir
á ofbeldi gegn fötluðum konum,
um fjölskyldulíf og fötlun, og um
notendastýrða persónulega að-
stoð. Framlag Maríu til allra
þessara verkefna var ómetanlegt.
María var einnig þátttakandi í
alþjóðlegri baráttu fyrir réttind-
um fólks með þroskahömlun og
tók þátt ýmsum í Evrópuverkefn-
um, meðal annars um sjálfstætt
líf og lífssögurannsóknir fólks
með þroskahömlun. Alls staðar
þar sem María kom að var rödd
hennar sterk og staðföst. Á sinn
hljóðláta en áhrifamikla hátt hafði
María mikil áhrif og naut virðing-
ar samstarfsfólks síns. Hún var
ein af hetjum sinnar samtíðar.
María var brautryðjandi sem
skilur eftir sig skarð sem seint
verður fyllt. Okkar innilegustu
samúðarkveðjur til Ottós Bjarka
sonar Maríu, fjölskyldu hennar,
ástvina og baráttufélaga.
Hanna Björg Sigurjónsdóttir
og Rannveig Traustadóttir,
prófessorar í fötlunarfræðum.
María Hreiðarsdóttir var mik-
ill frumkvöðull í baráttu fyrir
réttindum fólks með þroskahöml-
un. Hún var einn af stofnendum
Átaks – félags fólks með þroska-
hömlun og formaður þess um
langt skeið. Ég man fyrst eftir
Maríu á upphafsárum Átaks. Það
eru tveir atburðir sem standa upp
úr í minningunni. Sá fyrri er frá
fulltrúafundi Þroskahjálpar árið
1994 en þá hélt María sennilega
sinn fyrsta fyrirlestur. Í fyrir-
María Þorleif
Hreiðarsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elskulega dóttir.
Takk fyrir allar sam-
verustundirnar. Guð veri
ávallt með þér. Við munum
alltaf sakna þín mikið.
Ástarkveðja,
mamma og pabbi.
Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi,
FINNBOGI JÓHANN JÓNASSON,
harðfiskframleiðandi og skipstjóri,
áður búsettur Túngötu 7,
Ísafirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík
laugardaginn 4. júní.
Elísabet María Gunnlaugsdóttir
Gunnlaugur Á. Finnbogason Sumalee Karerum
Guðrún Anna Finnbogadóttir Steinar Ríkharðsson
Jónas Hallur Finnbogason Guðný Kristín Bjarnadóttir
Grímur Freyr Finnbogason
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SKARPHÉÐINN SVEINSSON
húsasmiður,
Álftarima 3, Selfossi,
lést fimmtudaginn 2. júní.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Íris Bachmann
Haraldur Skarphéðinsson Eygló Linda Hallgrímsdóttir
Sveinn Skorri Skarphéðinss. Ingibjörg Guðmundsdóttir
Hrefna S. Jóhannsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir,
amma og langamma,
NÍNA VICTORSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Suðurlandsbraut 66,
áður Hraunbæ 90,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk föstudaginn 27. maí.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sólveig Erla Ragnarsdóttir Jón Steinar Jónsson
Hlynur Í. Ragnarsson Vigdís Braga Gísladóttir
Svala Victorsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku maðurinn minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁGÚST ELBERGSSON
frá Grundarfirði,
andaðist á dvalarheimilinu Sundabúð á
Vopnafirði 28. maí.
Útför fer fram frá Vopnafjarðarkirkju laugardaginn 11. júní
klukkan 14.
Árný Björk Kristinsdóttir
Ragnheiður Ágústsdóttir Pétur Már Finnsson
Elfa Ágústsdóttir
Kristinn Ágústsson Freyja Sif Wiium Bárðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku móðir mín og amma,
SÓLVEIG BERNDSEN,
Meistaravöllum 21,
lést miðvikudaginn 18. maí. Útför hennar
hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum fyrir
auðsýnda samúð.
Elísabet Bogadóttir Berndsen
Pétur Ingi Bache
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
ÓLAFUR FRIÐRIKSSON
húsasmiður,
Hvassaleiti 56, Reykjavík,
áður til heimilis á Esjugrund 34,
Kjalarnesi,
lést á líknardeild LSH 28. maí. Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju
í Grafarholti fimmtudaginn 9. júní klukkan 13.
Oddný Snorradóttir
Sigurbjörg Ólafsdóttir Sigurþór Gíslason
Sigríður Ólafsdóttir
Sif Ólafsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn