Morgunblaðið - 08.06.2022, Page 17
lestrinum fjallaði María um rétt
fólks með þroskahömlun til að
halda frjósemi sinni og stofna fjöl-
skyldu ef þeim svo sýndist. Þarna
kvað við nýjan tón í réttindum
fólks með þroskahömlun. María
fylgdi síðan þessu baráttumáli
sínu eftir með blaðaviðtölum og í
sjónvarpi.
Ári síðar fórum við á stóra nor-
ræna ráðstefnu, María var meðal
fyrirlesara við opnun ráðstefn-
unnar. Auk Maríu töluðu félags-
málaráðherra Svía, Bengt Ves-
terberg, sem kalla má pólitískan
guðföður NPA-þjónustu þar í
landi, og finnski rithöfundurinn
og móðirin Marta Tikkanen. Er-
indi Maríu vakti mesta athygli
enda á þessum tíma fáheyrt að
fólk með þroskahömlun talaði
máli sínu og setti á dagskrá mál
sem snertu grundvallarmannrétt-
indi.
María barðist alla tíð fyrir
þessum hagsmunum með marg-
víslegum hætti og þegar Lands-
samtökin Þroskahjálp ákváðu að
skrifa leiðbeiningar til stuðnings-
aðila vegna aðstoðar við seinfæra
foreldra og börn þeirra lá það í
augum uppi að kalla hana að því
verki. Á formannsárum Maríu í
Átaki fórum við tvisvar á ári sam-
an á fundi hagsmunasamtaka
fólks með þroskahömlun á Norð-
urlöndum. Þangað kom María
alltaf vel undirbúin, hafði látið að-
stoðarfólk sitt þýða öll gögn og
myndað sér skoðun á umræðuefn-
um. Hún gerði líka þá kröfu að
tími væri gefinn á fundunum fyrir
þýðingar þannig að þeir sem ættu
í erfiðleikum með tungumál gætu
fylgst með allri umræðinni og tek-
ið þátt í henni sem jafningjar.
María fór þess á leit við und-
irritaðan þegar hún vissi að ég
væri að minnka starfshlutfallið
mitt árið 2015 að ég tæki að mér
að aðstoða hana við heimanám
Ottós Bjarka. Ég tók þeirri
áskorun og síðastliðin sjö ár hef
ég aðstoðað þau mæðginin vegna
skólamála Ottós. Þessi ósk Maríu
lýsir vel fyrirhyggju hennar og
umhyggju fyrir velferð Ottós sem
hún setti alltaf í fyrsta sæti.
Kynni okkar urðu með öðrum
hætti vegna þessarar aðstoðar
minnar og það var Maríu mjög
mikilvægt að sýna þakklæti. Eitt
af því sem var henni eðlislægt var
höfðingsskapur og reisn. Þetta
kom meðal annars fram í veislum
sem hún hélt og gjöfum sem hún
gaf. Síðustu sjö ár höfum við Ottó
unnið saman að því markmiði sem
hann átti sameiginlegt með móð-
ur sinni, að mennta sig. María var
ávalt mjög meðvituð um að
menntun Ottós væri mikilvægust.
Það var því tregablandin stund
þegar Ottó Bjarki útskrifaðist
með stúdentspróf frá Fjölbrauta-
skólanum við Ármúla nú í vor.
Mikið held ég að móðir hans hefði
verið stolt og glöð að sjá soninn
setja upp hvíta kollinn.
Við Þórdís vottum foreldrum
og systkinum Maríu okkar dýpstu
samúð.
Kæri Ottó, þú veist að þú varst
það verðmætasta sem mamma
þín átti.
Minning um góða manneskju
lifir.
Friðrik Sigurðsson.
Í dag er kær vinkona mín,
María Hreiðarsdóttir, borin til
grafar.
Lífið er sannarlega hverfult og
kveðjustund sár. Skilningur okk-
ar á tilverunni er takmörkum
háður en ég kveð Maríu mína í
þeirri staðföstu trú að hennar bíði
góðar móttökur í Sumarlandinu.
Árið 2012 kynnist ég Maríu
þegar ég réð mig í NPA þjónustu.
Með okkur Maríu tókst góð vin-
átta sem dafnaði með árunum.
Í starfi mínu sá ég mikla bar-
áttukonu fyrir málefnum og rétt-
indum fatlaðs fólks, fyrirmynd
sem lagði mikið af mörkum.
Ekkert skipti Maríu samt
meira máli en velferð Ottó
Bjarka, augasteinsins hennar.
Hann hvatti hún með ráðum og
dáðum í hvívetna, til náms, sjálf-
stæðis og heiðarleika. Samband
þeirra var fallegt og kærleiksríkt.
Stolt hennar yfir dugnaði og elju
Ottós Bjarka leyndi sér ekki,
enda duglegur ungur maður.
María er án efa stoltust mæðra
yfir stúdentinum Ottó Bjarka,
sem lauk prófum eftir fráfall móð-
ur sinnar, einbeittur í sorginni að
halda áfram, viss um að ekkert
hefði glatt hana meira.
María elskaði ferðalög, sum-
arbústaðaferðir og stuttar dags-
ferðir. Ottó Bjarki og fjölskyldu-
vinurinn Björgvin voru ferða-
félagarnir. Þá var mikið fjör,
spilað og hlegið, grillað og leikið.
Síðasta sumar tók María stefn-
una á Vestfirði og gistum við í
Hænuvík. Eftir akstur um holótt-
an og snarbrattan veg Hafnar-
múla sagðist hún aldrei aftur fara
þangað, þó fallegt væri. Þessar
samgöngur væru engum boðleg-
ar, sagði mín kæra vinkona.
Til Grenivíkur var ferðinni
heitið í sumar eftir Tenerife-ferð í
lok júní, Mikil tilhlökkun var í
gangi, allt klappað og klárt. Sum-
arlandið á án efa eftir að bjóða
okkur upp á gott ferðalag saman
þegar við hittumst þar elsku vin-
kona.
María var menningarlega
sinnuð og voru tónleikar og leik-
hús í sérstöku uppáhaldi. Jóla-
tónleikar Siggu Beinteins og
Björgvins Halldórs var fastur lið-
ur í jólahaldi Maríu og þá máttu
jólin koma.
Fjölskylda og vinir skipuðu
stóran sess í lífi Maríu. Hún var
vinamörg og minnug á afmæli
ættingja og vina og alltaf kort eða
gjafir á takteinum. Jólahátíðin
var Maríu kær. Allt var fagurlega
skreytt, ekkert til sparað í mat
eða drykk og menn sem málleys-
ingjar fengu sínar jólagjafir og
hátíðinni fagnað með stórfjöl-
skyldunni á heimili Maríu. Þeim
kynntist ég vel og urðu þau mín
hliðarfjölskylda. Missir þeirra er
mikill og sár.
Minni hjartans vinkonu þakka
ég samfylgdina, vináttuna og
góðu stundirnar sem við áttum
saman, jafnt á heimili hennar sem
utan þess. Oft sátum við og spjöll-
uðum yfir kaffibolla, prjónuðum,
fórum yfir málefni líðandi stund-
ar og verkefni sem lágu fyrir.
Kær minning frá árshátíð
Sameykis í ár er þegar við María,
í okkar fínasta pússi, dönsuðum
saman, hlógum eins og stelpur og
nutum samverunnar.
Við vorum ákveðnar í að tjútta
meira þegar tækifæri gæfist.
Elsku vinkona, ég er harmi
slegin yfir skyndilegu fráfalli
þínu en þakklát fyrir að hafa
haldið í hönd þína og sagt þér
hversu vænt mér þætti um þig.
Þú varst einstök.
Elsku Ottó Bjarki og aðrir að-
standendur, mínar dýpstu sam-
úðarkveðjur.
Ég sakna þín vinkona.
Sigurlaug Jónsdóttir.
Hún Mæja okkar er látin. Það
er með söknuði og eftirsjá sem við
skrifum þessi orð. Mæja var vin-
kona okkar og skólasystir frá
Hússtjórnarskólanum á Hall-
ormsstað. Við vorum alls 21 í skól-
anum þennan vetur. Ólíkur en
samheldinn hópur stelpna á aldr-
inum 16-21 árs. Þegar við útskrif-
uðumst fyrir rúmum 30 árum ótt-
uðumst við að missa tengslin hver
við aðra en þegar við hittumst,
með nokkurra ára millibili, var
eins og tíminn hefði staðið í stað.
Fyrir nokkrum árum fórum við,
sem búum á höfuðborgarsvæðinu,
að hittast reglulega, einu sinni í
mánuði og förum í sumarbústað
einu sinni á ári. Þar eru gamlir og
nýir tímar ræddir, alltaf mikið
fjör og mjög mikið hlegið. Mæja
naut sín vel í þessum ferðum. Allt-
af hress og kát og fannst sérstak-
lega gaman þegar við spiluðum
bingó og önnur spil. Mæja var
skemmtileg og yndisleg mann-
eskja. Hún var dugleg að berjast
fyrir réttindum fatlaðra og skrif-
aði bók fyrir nokkrum árum sem
er í senn fróðleg og skemmtileg.
Það má með sanni segja að við
lærðum meira af Mæju en hún af
okkur. Það er sárt til þess að
hugsa að gullmolinn hún Mæja
verði ekki lengur með þegar við
hittumst. Það verður tómlegra án
hennar. Við munum sakna hláturs
hennar og húmors. Takk fyrir
samferðina elsku Mæja.
Elsku Ottó Bjarki og fjöl-
skylda, guð gefi ykkur styrk í
sorginni.
Þínar vinkonur,
Selma, Erla Hrönn, Silja,
Hulda, Berglind, Bergný
(Bebbý), Guðríður (Guja),
Júlía og Svanhildur.
Baráttukonan og vinkona mín
María Hreiðarsdóttir er látin,
öllum harmdauði sem hana
þekktu. Mestur er þó harmur
einkasonarins og aldraðra for-
eldra Maríu. Eru þeim og fjöl-
skyldunni allri færðar innilegar
samúðarkveðjur.
Leiðir okkar Maríu lágu sam-
an á starfsárum mínum hjá
Landssamtökunum Þroskahjálp,
árin þegar verið var að undirbúa
stofnun Átaks félags fólks með
þroskahömlun sem stofnað var
árið 1993 á vettvangi Þroska-
hjálpar. María var ein þeirra
sem tók virkan þátt í Umræðu-
hópum Þroskahjálpar sem lögðu
grunninn að stofnun Átaks. Í
umræðuhópunum réði fólk með
þroskahömlun ráðum sínum og
valdelfdi hvert annað. Slagorðið
varð „Ekkert um okkur án okk-
ar“. Við fyrstu kynni kom María
fyrir sem hæglát og jafnvel feim-
in ung kona en þegar réttinda-
baráttu þroskahamlaðs fólks bar
á góma kom í ljós baráttuglöð,
opinská og jafnvel herská ung
kona sem hvergi lét sig þegar
hagsmunir fólks með þroska-
hömlun voru í húfi. Seinna varð
María formaður Átaks og vann
fram á síðasta dag að hagsmun-
um hópsins. Það var hrein unun
að hlusta á Maríu taka til máls
um mannréttindi þroskahamlaðs
fólks, bæði í ræðum sem hún hélt
gjarnan á málþingum og einnig
þegar hún tók þátt í umræðum
um stefnur og strauma í mála-
flokknum. María stóð lengi í
stafni í hagsmunabaráttu fólks
með þroskahömlun. Hún sýndi
og sannaði í eigin lífi að þroska-
hamlað fólk bæði vill og getur
tekið þátt í samfélaginu til jafns
við aðra ef það fær til þess tæki-
færi og viðeigandi stuðning.
María var ein þeirra sem
ruddu brautina á mörgum svið-
um. Hún tók þátt í opinberri um-
ræðu og átti sæti í nefndum og
ráðum um málefni þroskahaml-
aðra. Hún stofnaði fjölskyldu og
eignaðist Ottó Bjarka sem varð
hennar stolt í lífinu enda lagði
hún mikla rækt við uppeldi hans
og var óhrædd við að leita sér
hjálpar ef með þurfti.
Það er sárt að þurfa að kveðja
Maríu svona alltof snemma. Hún
sem átti svo margt ógert í lífinu,
ekki síst að fylgja syni sínum
áfram út í lífið. Mér er þó þakk-
læti og gleði efst í huga á þessari
kveðjustundu. Fyrir allt sem
María var og gaf af sér til fjöl-
skyldu, vina og þjóðfélagsins
alls. Blessuð veri minning Maríu
Hreiðarsdóttur.
Lára Björnsdóttir.
Ég kynntist Maríu árið 1993 í
Hveragerði í umræðuhópi þar
sem Átak, félag fólks með
þroskahömlun, var stofnað. Ég
eignaðist þar þessa góðu vin-
konu sem hefur verið mér kær.
Það myndaðist yndisleg vinátta
sem við héldum í í 28 ár. Við
gerðum margt saman þegar við
vorum að kynnast eins og þegar
við fórum á Steinastaðahátíð í
Skagafirði og þú fórst á hestbak
og grillaðir. Við María og sonur
hennar Ottó ferðuðumst um allt
land, fórum hringinn ásamt því
að fara vestur á Krosshóla með
Sigurlaugu Jónsdóttur aðstoðar-
konu og vinkonu. Við áttum
margar góðar stundir í sumarbú-
stað og fórum vítt og breitt um
Akureyri, Dalvík, Siglufjörð og
Ólafsvík og heimsóttum systur
mína, Maríu, sem bauð okkur í
kaffi. Það var glens og gaman en
svo fórum við í Vík í Mýrdal sem
var síðasti áfanginn í hringferð-
inni. Þá segir María við mig: Ró-
bert, síðasta ferðin og þá sagði
ég: María mín, þetta er nú ekki
síðasta ferðin. Ræðurnar þínar
voru mjög fallegar og á ég upp-
töku af þeim á diski María var
formaður Átaks í sex ár og við
fórum 4-5 saman til Englands og
svo sendi María mig til Noregs,
Stavanger, á vegum Átaks. Við
fórum í sumarbústað í Skorra-
dal, spiluðum bingó. Ég var svo
heppinn að þú varst besta vin-
kona mín og ég var heppinn að
hafa fengið að kynnast Ottó
Bjarka, syni þínum, sem var sól-
argeislinn í lífi þínu. Þegar Átak
var með jólaboð varst þú alltaf til
taks, elsku María, þú hafðir regl-
urnar á hreinu og skipulagðir
allt. Ég er þakklátur fyrir öll
jóla- og páskaboðin sl. 7 ár sem
þú bauðst mér í með fjölskyldu
þinni. Á aðfangadag borðuðum
við hamborgarhrygg og ístertu í
eftirrétt. Á eftir vöskuðum við
Ottó upp. Síðan voru pakkarnir
opnaðir og þá kom jólastressið í
mig, vegna þess að ég fékk jóla-
spennufall. Á jóladag borðuðum
við hangikjöt með uppstúf,
horfðum á jólamyndir og þá
klikkaði ekki jólakonfektið. Á
annan í jólum borðaði fjölskyld-
an grísakótilettur í raspi. Í eft-
irrétt á jóladag og annan í jólum
voru kökur og ís. Á gamlársdag
var horft á Kryddsíldina. Við
borðuðum lambalæri og í eftir-
rétt voru ístertur, ís og kökur og
hlustað á gamlársdagstónlist.
Við horfðum á áramótaskaupið.
Svo í lokin voru flugeldar
sprengdir. Við María og Ottó
nutum þess að fara saman í bíó
og leikhús sem var yndislegt. Við
María höfum átt dýrmæta vin-
áttu frá því að Ottó Bjarki fædd-
ist og brölluðum margt saman í
gegnum tíðina. María var besta
vinkona mín. Ef ég þurfti á ein-
hverju að halda leitaði ég alltaf
til hennar, hún var mín hægri
hönd. Ástkæra vinkonan mín,
María, bauð mér reglulega í mat.
Uppáhaldið voru lambakótilett-
ur.
Elsku María mín, ég sakna þín
svo mikið, ég hef grátið síðan þú
féllst frá og þó ég komi til með að
læra að lifa með söknuðinum, þá
verður hann alltaf til staðar.
Betri vinkonu hefði ekki verið
hægt að hugsa sér, þú áttir svo
mörg skemmtileg nöfn fyrir mig
sem mér þótti svo vænt um um,
eins og Róbert, Bobbi, Doddi,
Bráði og mr. Bó. Minningarnar
um þig eru ógleymanlegar og lifa
að eilífu í minni sál. Ég gleymi
þér aldrei. Þú varst alltaf einlæg
vinkona með stórt hjarta. Við
verðum alltaf með þér og þú með
okkur.
Þinn ástkæri vinur ,
Björgvin (Mr. Bo).
María Þ. Hreiðarsdóttir, bar-
áttukona fyrir réttindum fatlaðs
fólks og fyrrverandi formaður og
heiðursfélagi í Átaki – félagi
fólks með þroskahömlun, er látin
aðeins 51 árs að aldri.
María var einn af stofnfélög-
um Átaks og sat í fyrstu stjórn
félagsins sem ritari á árunum
1993 til 1995. Þá var hún formað-
ur Átaks í sex ár, eða til ársins
2001. María sat einnig í stjórn
Landssamtakanna Þroskahjálp-
ar, starfaði á skrifstofu samtak-
anna og var ötull talsmaður þess
að samtökin gættu þess í öllu
sínu starfi að raddir fólks með
þroskahömlun væru í forgrunni.
María var brautryðjandi í bar-
áttu fatlaðs fólks, m.a. fyrir rétti
fólks með þroskahömlun til að
halda frjósemi sinni og stofna
fjölskyldu, og skrifaði árið 2021
fræðslurit ásamt Sigríði Elínu
Leifsdóttur, um stuðning við
seinfæra foreldra. Þá barðist
hún ötullega fyrir því að laun
fatlaðs fólks í verndaðri vinnu
væru sambærileg launum ann-
arra, fyrir bættri þjónustu ferða-
þjónustu fatlaðra, réttinum til
notendastýrðrar persónulegrar
aðstoðar og svo mætti áfram
telja. María hélt marga fyrir-
lestra bæði á Íslandi og erlendis
sem vöktu mikla athygli og skrif-
aði einnig blaðagreinar um bar-
áttumál fatlaðs fólks. Þá var
María einn af sendiherrum
samnings Sameinuðu þjóðanna
um réttindi fatlaðs fólks.
Árið 2017 gaf María út lífs-
sögu sína sem bar titilinn Ég lifði
í þögninni í samvinnu við Guð-
rúnu V. Stefánsdóttur og hlaut
Múrbrjót Þroskahjálpar fyrir.
Í inngangi bókarinnar skrifar
María: „Ég hef oft spurt sjálfa
mig hver ég er. Ég er með skerð-
ingu en skerðingin er ekki ég. Ég
er dóttir foreldra minna, ég er
systir systkina minna og frænka
barna þeirra. Ég er líka móðir
Ottós Bjarka og vinur vina
minna. Þá er ég ekki síst mikil
baráttukona.“
María eignaðist son sinn Ottó
Bjarka árið 2002 og ræktaði
móðurhlutverkið af mikilli alúð.
Má segja að velferð Ottós hafi átt
hug hennar allan. Á sama tíma
hélt hún áfram baráttu sinn fyrir
auknum réttindum og betra lífi
fatlaðs fólks, m.a. með þátttöku í
Tabú – femínískri fötlunarhreyf-
ingu og á vettvangi Átaks og
Þroskahjálpar.
Stjórn og starfsfólk Þroska-
hjálpar minnist Maríu með mik-
illi hlýju og þakklæti, og kveður
þessa kjarkmiklu og öflugu bar-
áttukonu fyrir mannréttindum
fatlaðs fólks með miklum sökn-
uði. Ottó Bjarka, og öðrum að-
standendum og vinum Maríu,
sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Unnur Helga Óttars-
dóttir, formaður
Landssamtakanna
Þroskahjálpar.
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022
Elsku pabbi okkar, tengdapabbi og afi,
BIRGIR HALLVARÐSSON,
áður til heimilis í Botnahlíð 14,
Seyðisfirði,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn
3. júní. Útförin fer fram frá
Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 11. júní klukkan 14.
Ólafur Birgisson Charuwan Rongmalee
Guðfinna Björk Birgisdóttir Ásbjörn G. Jónsson
Birgir Aron, Sara Bóel, Prim, Gell og Guðrún Stella
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KLARA JENNÝ ARNBJÖRNSDÓTTIR,
Dvalarheimilinu Hornbrekku,
Ólafsfirði,
lést sunnudaginn 5. júní.
Jarðarförin fer fram í Ólafsfjarðarkirkju
föstudaginn 10. júní klukkan 15.
Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er
bent á minningarsjóð Hornbrekku.
Við viljum færa starfsfólki Hornbrekku innilegar þakkir.
Streymt verður frá útförinni á https://youtu.be/qldStnVP0lk en
einnig má nálgast streymi á mbl.is/andlat.
Addi, Soffía, börn og barnabörn
Dagur, María, börn og barnabörn
Fylkir, Mattý og börn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
SIGVALDI GUNNARSSON,
Litlahvammi 9,
Húsavík,
lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík
mánudaginn 30. maí.
Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn
10. júní klukkan 14.
Lilja Jónasdóttir
Klara Sigvaldadóttir Bolli Eiðsson
Heiðar Sigvaldason Margrét G. Þórhallsdóttir
Elínborg Sigvaldadóttir Þorvaldur Yngvason
Sigríður K. Sigvaldadóttir Einar Jónasson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Elsku hjartans hugrakki, yndislegi,
hjálpsami og besti pabbi okkar, sonur,
bróðir, tengdapabbi og mágur,
GYLFI BERGMANN HEIMISSON,
lést laugardaginn 4. júní.
Útförin verður auglýst síðar.
Dóróthea Gylfadóttir Davíð Stefánsson
Darri Bergmann Gylfason
Dísella Gylfadóttir
Tómas Jökull Bergmann Gylfason
Heimir Bergmann Gíslason Svala Þyrí Steingrímsdóttir
Ólafur Björn Heimisson Júlíana Ósk Guðmundsdóttir
Vigfús Birgisson
Theodóra Björk Heimisdóttir Haukur Þorsteinsson
Gísli Kristján Heimisson Beata Makilla
og fjölskyldur