Morgunblaðið - 08.06.2022, Qupperneq 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022
Atvinnuauglýsingar
Blaðberar
Morgunblaðið óskar eftir
blaðberum í
Keflavík
Upplýsingar veitir Guðbjörg
í síma 773 5164
Raðauglýsingar
Tilkynningar
Umhverfismat framkvæmda
Matsáætlun í kynningu
Stækkun Sigöldustöðvar um allt að 65 MW,
Ásahreppi og Rangárþingi ytra
Landsvirkjun hefur lagt fram matsáætlun til Skipulagsstofnunar vegna
umhverfismats stækkunar Sigöldustöðvar um allt að 65 MW.
Kynning á matsáætlun: Matsáætlunin liggur frammi hjá
Skipulagsstofnun og á skrifstofu Rangárþings ytra á Hellu. Einnig er hún
aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar www.skipulag.is.
Umsagnarfrestur: Allir geta kynnt sér matsáætlunina og veitt
umsögn.Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 7. júlí til
Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á
skipulag@skipulag.is.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30, nóg pláss. Morgunspjall,
heitt á könnunni kl. 9-11. Kl.12.15-13.30 jóga með Grétu, kl.14.30-15.20
kaffi, kl. 18-20 Miðstöð fyrir fólk frá Úkraínu. Nánari upplýsingar í
síma 411-2702. Allir velkomnir.
Árskógar 4 Útileikfimi kl. 11. Bónus-bíllinn fer frá Árskógum 6-8
kl. 12.55. Pílukast kl. 13. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala
kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir. Sími 411-2600.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11.
Morgunleikfimi með Halldóru á RÚV kl. 9.45-10. Hádegismatur kl.
11.30-12.30. Heimaleikfimi á RÚV kl. 13-13.10. Síðdegiskaffi kl. 14.30-
15.30.
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8.30, heitt á könn-
unni. Döff, félag heyrnarlausra frá kl. 12.30. Félagsvist frá kl. 130.
Allir velkomnir.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Fram-
haldssaga kl. 10.30. Handavinna, opin vinnustofa kl. 13-16. Brids kl.
13. Fjölskyldudagur í Félagsmiðstöðinni frá kl. 13-15.30: Skemmti-
atriði, andlitsmálun, Mr. Kaboom blöðrumaðurinn, tónlist, fríar pylsur
og frostpinnar. Allir velkomnir. Hádegismatur kl. 11.30–12.30, panta
þarf fyrir hádegi deginum áður.
Samfélagshúsið Vitatorgi Heitt á könnunni. Opin handverksstofa
kl. 9-12. Bókband í smiðju kl. 9-12.30. Opin handverksstofa kl. 13-16.
Bókband í smiðju kl. 13-16.30 og síðdegiskaffið á sínum stað frá kl.
14.30-15.30. Allar nánari upplýsingar í síma 411 9450. Allir hjartanlega
velkomnir til okkar :)
Seltjarnarnes Kaffikrókur á Skólabraut kl. 9. Botsía á Skólabraut
kl. 10. Frí stund, handavinna, kaffi og samvera kl. 13 í salnum á
Skólabraut.
alltaf - alstaðar
mbl.is
FINNA.is
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Sandblástursfilmur
Elsku afi minn,
þú leist alltaf á lífið
sem daginn í dag.
Ég hefði viljað
geta eytt meiri
tíma með þér en er
þakklátur fyrir
þann tíma sem við fengum sam-
an.
Það eru til endalausar sögur
sem ég gæti sagt um afa en ein
minnisstæðasta minningin um
hann er Grænlandsferðin. Ég
fékk símtal frá afa þar sem
hann spyr mig um hvort ég vilji
koma með sér í ljósmyndaferð
til Grænlands og meðal annars
til að skoða báta. Ég þáði það
boð og þarna vorum við tveir
allt í einu mættir til Grænlands
með ljósmyndahópnum hans afa
ásamt betri helmingum okkar.
Þar var drukkið og borðaðir
rækjukokteilar á hverju kvöldi.
Einn morguninn var svo farið í
bátsferð til að kíkja á jökulinn,
skoðuðum við hann vel en skoð-
uðum brugghúsið í þorpinu
ennþá betur. Skoðað var allt á
bæði sjó og landi, það var
ákveðið að leigja bíl einn dag-
inn og ekki fannst afa það verra
og ferðaðist hann um eins og
forsetinn með mig sem einka-
bílstjóra. Svo þegar heim var
haldið var farið í aðra bátsferð
á leið á flugvöllinn með stoppi í
litlu þorpi. Það er ekki í frásög-
ur færandi nema er hann stekk-
ur í land gefur annar fóturinn
sig með þeim afleiðingum að
hann fékk sér næstum sund-
sprett og tók mig og einn úr
áhöfninni næstum með sér út í
sjóinn! Þetta er ógleymanleg
ferð, þar var margt skoðað og
skemmtum við okkur konung-
lega saman. Þá má segja að
Runólfur
Haraldsson
✝
Runólfur fædd-
ist 26. október
1941. Hann lést 28.
maí 2022. Útför fór
fram 4. júní 2022.
þetta hafi verið
stór áfangi hjá afa
því mikil óvissa
ríkti um hvort
hann gæti farið í
þessa ferð yfirhöf-
uð.
Þegar ég minn-
ist afa hugsa ég
um góðan og
skemmtilegan
mann sem kunni
margt og alltaf
tilbúinn að deila þekkingu
sinni. Afi var heiðarlegur og
mikill vinnuþjarkur, honum
þótti vænt um fjölskyldu sina
og var vinur vina sinna. Allt
sem hann tók fyrir hendur sér
gerði hann vel. Hann afi skilur
eftir sig fallegar minningar og
hefur eflaust snert mörg
hjörtu og megum við vera stolt
af honum.
Elsku afi minn, það er komið
að kveðjustund. Ég vil þakka
þér veganestið sem þú gafst út
í lífið en það er traust, um-
burðarlyndi og nægjusemi og
mun það ávallt fylgja mér.
Hvíldu í friði elsku afi minn.
Runólfur Georg
og Herdís Mjöll.
Elsku afi. Það er undarlegt
að hugsa til þess að þú sért
ekki lengur hérna á meðal okk-
ar. Þú varst eins og akkeri sem
aldrei haggaðist sama hversu
mikið öldugangurinn braut á
þér. Þú varst alveg ótrúlega
sterkur og líklega hefðir þú
getað orðið framúrskarandi
íþróttamaður hefði það staðið
þér til boða á yngri árum.
En lífi þínu voru ætlaðar
ákveðnar aðstæður, jafn mikið
og á sem rennur í djúpu gljúfri
hefur engan annan farveg til
að streyma um. Bóndi skyldir
þú verða sama þótt gáfur þínar
og hæfileikar lægju annars
staðar. Þér fórst það vel úr
hendi líkt og allt annað sem þú
lagðir fyrir þig. Ég get hins
vegar ekki hætt að hugsa um
hvað þú hefðir getað gert við
þennan fróðleiksfúsa hug þinn
hefðir þú sjálfur fengið að ráða
þínum farvegi í lífinu. Mögu-
leikarnir eru endalausir enda
hef ég aldrei kynnst neinum
sem veit jafn mikið um allt
mögulegt og þú. Það var sama
við hvern var talað og um hvað,
alltaf draup af þér fróðleikur-
inn eins og hann kæmi af upp-
sprettu óendanlegrar visku. Og
ef kom fyrir að þú vissir ekki
eitthvað, þá lastu þér til um
það, slík var fróðleiksfýsnin og
áhuginn.
Ég var heppin að fá að alast
að hluta til upp á Birkivöll-
unum hjá þér og ömmu. Ég
eyddi löngum stundum inni í
bókaherbergi með þér lesandi
bækur á meðan þú varst að
lesa Lifandi vísindi, dunda þér í
tölvunni að vinna fallegu mynd-
irnar þínar sem þú hafðir tekið
á myndavélina eða bara baksa
við eitthvað. Ég lærði alveg
óskaplega mikið af þessum
tíma sem ég eyddi með ykkur,
enda erfði ég fróðleiksþorstann
frá þér og sogaði upp allt sem
þú hafðir að segja mér eins og
þurr svampur.
Að þessu öllu mun ég alltaf
búa, og ég ætla að reyna eftir
fremsta megni að leyfa lífi
mínu að fljóta eftir þeim far-
vegi sem ég vel sjálf og láta þá
hæfileika sem ég erfði frá þér
njóta sín í því ljósi sem þeir
eiga heima. Ég veit að þú munt
alltaf vera þarna og hjálpa mér
á leiðinni löngu, því kvöldið eft-
ir að þú fórst frá okkur fann ég
lyktina úr bókaherberginu ykk-
ar ömmu inni hjá mér, og
hjarta mitt fylltist af innri ró
og friði, alveg eins og mér leið
þegar ég var hjá ykkur.
Ljós þitt mun lýsa mér leið-
ina.
Þín
Brynja.
Elsku afi okkar. Það er sárt
að sitja hér og skrifa þessi orð
og hugsa um það að þú sért
ekki lengur hjá okkur en á
sama tíma vitum við að núna
líður þér mun betur.
Þegar maður kveður ástvin
eins og þig standa minningarn-
ar upp úr og þær eru aldeilis
margar, góðu minningarnar
sem við eigum um þig. Þessar
minningar varðveitum við í
hjörtum okkar um alla ævi.
Stundirnar sem við áttum
með þér á Syðri-Rauðalæk þar
sem þú lékst oftar en ekki á als
oddi voru margar og dásam-
legar. Búningaleikirnir sem við
fórum í með þér, ferðirnar nið-
ur að læk sem oft urðu að veiði-
ferðum, prakkarastrikin og
hrekkirnir sem þú þreyttist
seint á, þegar við lögðumst í
grasið og skoðuðum stjörnurn-
ar, þegar þú byggðir snjóhús
handa okkur fyrir framan bæ,
þegar við gerðum drulluköku-
bakarí og þú komst að gæða
þér á kræsingunum og svona
mætti lengi telja.
Ferðalögin sem við fórum í
með ykkur ömmu geyma líka
margar góðar minningar. Það
sem stendur helst upp úr er
fróðleikurinn og vitneskjan sem
þú bjóst yfir og miðlaðir til okk-
ar um allt sem á vegi okkar
varð. Þessum fróðleik búum við
að um ókomna tíð og gerum
okkar besta í að miðla honum
áfram til barnanna okkar.
Eftir að þið amma fluttuð á
Selfoss héldum við áfram að
skapa minningar en þó af ólík-
um toga. Það sem ekki breyttist
er að þessar minningar ein-
kennast af hlátri, gleði, fróðleik
og gæðastundum. Það var gam-
an að sjá þig blómstra við hand-
verkin þín sem þú fjöldafram-
leiddir af mikilli list og ást fyrir
alla fjölskylduna. Þó svo að
okkur hafi alltaf þótt mikið til
verka þinna koma eru þau sem
gull í höndum okkur núna.
Það er mikill missir að þú
sért farinn frá okkur en við er-
um þér ævinlega þakklátar fyr-
ir öll árin sem við fengum með
þér og allar þær minningar sem
við sköpuðum saman. Við elsk-
um þig alltaf.
Þínar afastelpur,
Elsie og Rúna.
Ég var rétt að
verða unglingur,
eða 12 ára, þegar
Gústi kom inn í líf
okkar er hann
kynnist mömmu.
Ég átti agalega erfitt með þess-
ar snöggu breytingar á lífinu
og lét líklega öllum illum látum
fyrstu árin. Ég man ekki eftir
einu skipti þar sem Gústi minn
skipti skapi yfir stælunum og
leiðindunum í mér.
Gústi átti þrjú uppkomin
börn þegar hann kynntist
mömmu. Með henni fylgdum
við þrjú systkinin, Helgi sem
var 19 ára, ég 12 ára og Þór
sem var fjögurra ára. Við vor-
um langt því frá að vera auð-
veldasti pakkinn til að taka við
og ég áttaði mig fljótlega á því
þegar gelgjan fór að renna sitt
skeið.
Það eru óteljandi skipti sem
hann fór úr vinnu til að sækja,
skutla eða til að reka út drauga
og bófa fyrir eitt af okkur
(nefni engin nöfn).
Margir töluðu um það í upp-
hafi sambands þeirra mömmu
að það væri allt of mikill ald-
ursmunur á þeim en það voru
20 ár á milli þeirra. Ég get þó
með sanni sagt að ástin spyr
ekki um aldur. Alla tíð, frá upp-
hafi og til síðasta dags, voru
þau bestu vinir og ástfangin
Gústav Óskarsson
✝
Gústav Ósk-
arsson fæddist
29. maí 1942. Hann
lést 24. maí 2022.
Útför hans fór fram
2. júní 2022.
upp fyrir haus. Þau
dönsuðu saman
daglega, skemmtu
sér alltaf vel sam-
an og máttu helst
ekki sjá hvort af
öðru.
Gústi reyndist
mér og mínum ein-
staklega vel og
vorum við góðir
vinir. Ég bjó hjá
þeim fyrstu mán-
uðina eftir að sonur minn fædd-
ist og var eftir það daglegur
gestur, þangað til ég flutti út á
land. Við töluðum mjög oft
saman í síma. Þau mamma
dvöldu mikið hjá okkur eftir að
við fluttum og eftir að hann
veiktist fyrir nokkrum árum,
kom hann einn ef mamma
þurfti að vera frá vegna vinnu.
Mér þótti virkilega vænt um
það að hann fyndi öryggi hér
hjá okkur Jóni og Magnúsi í
sveitinni.
Ég veit ekki hversu oft ég
bað hann afsökunar á hegðun
minni sem unglingur. Í hvert
skipti tók hann í hönd mína og
sagði: „Vertu ekki með þetta,
Kristín mín, þú ert dóttir mín
og mér þykir svo mikið vænt
um þig.“
Það er ansi stórt skarð sem
minn elskulegi stjúpi skilur eft-
ir sig. Það verður enginn sem
segir hræðilega aulabrandara,
enginn sem galdrar peninga
eða hvað sem var hendi næst
úr eyrum barnabarnanna, eng-
inn sem getur þulið upp gamlar
sögur – hvað þá síendurteknar,
enginn sem grípur mömmu í
dans fyrir morgunkaffi og svo
mætti endalaust telja.
Elsku Gústi, þín verður
ávallt saknað. Takk fyrir allt og
allt.
Þín
Kristín.
Þau voru mörg minninga-
brotin sem streymdu í gegnum
hugann þegar okkur barst sú
fregn að kær vinur og sam-
ferðamaður, Gústav Óskarsson,
væri farinn yfir móðuna miklu.
Það er ekkert skrýtið, því
Gústa þekktum við frá því að
við munum fyrst eftir okkur.
Raunar var það gagnkvæmt,
því örlögin höguðu því svo að
móðir hans leigði hjá föður
okkar á stríðsárunum á Víðimel
31. Þar fæddist Gústi, 29. maí
1942.
Það var búið þrengra í þá
daga og ekki óalgengt að íbúð-
ardyrnar væru ólæstar og ung-
ur drengur þurfti ekkert að
bíða eftir að vera boðið inn. Þar
með hófst ævilöng vinátta, því
ekki var nóg með að Gústi
gerði sig heimakominn á barns-
árunum, heldur hóf hann störf í
fyrirtæki föður okkar, Tré-
smiðjunni Víði, aðeins fjórtán
ára gamall. Hann átti eftir að
starfa þar í yfir þrjá áratugi.
Gústav lærði húsgagnasmíði en
lengst af starfaði hann sem
verslunarstjóri í húsgagna-
versluninni. Því til viðbótar var
Gústi föður okkar innan hand-
arum margt og greiðvikinn með
afbrigðum. Í Trésmiðjunni Víði
starfaði líka Elsa Haraldsdótt-
ir. Felldu þau Gústi hugi saman
og giftu sig 1964. Eftir það var
Gústav oftast kallaður „Gústi
og Elsa“ í okkar fjölskyldu.
Gústav var félagslyndur að
eðlisfari, kátur og mannblend-
inn. Hann gekk ungur í Flug-
björgunarsveitina í Reykjavík
og var virkur í starfi hennar.
Ekki var það Gústa nóg að vera
í björgunarsveit. Hann var
duglegur hestamaður og er
óhætt að segja að hesta-
mennska hafi verið líf hans og
yndi.
Gústav var vinrækinn og
breyttist það ekkert þótt hann
flytti austur á Hvolsvöll með
seinni konu sinni, Sigþrúði Sig-
urjónsdóttur. Hann heimsótti
okkur reglulega, síðast í haust
þó að heilsu hans hafi verið að
hraka. Ávallt var hann áhuga-
samur um það sem var í gangi
hverju sinni og ekki laust við
að hann tækist aðeins á loft ef
fjallgöngur og svaðilfarir bar á
góma, enda var honum útiveran
í blóð borin.
Eins og nefnt var í upphafi,
koma margar minningarnar
fram í hugann. Eitt eiga þær
allar sameiginlegt, hvort sem
það eru upprifjanir af prakk-
arastrikum frá unglingsárun-
um, sögur tengdar hesta-
mennskunni eða eitt og eitt
óumbeðið „hressandi herða-
nudd“. Þær kalla allar fram
bros og hlátur. Þannig munum
við Gústa, mann sem alltaf var
gaman að hafa í námunda við
sig.
Um leið og við kveðjum kær-
an vin, vottum við fjölskyldu
hans og vinum okkar dýpstu
samúð.
Bræðurnir frá Víðivöllum,
Ólafur Kristinn,
Björn Ingi, Sigurður
Vignir og Guð-
mundur Víðir Guð-
mundssynir.