Morgunblaðið - 08.06.2022, Síða 23

Morgunblaðið - 08.06.2022, Síða 23
ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022 _ Körfuknattleikskonan Bríet Sif Hin- riksdóttir hefur skipt úr Haukum og í Njarðvík. Hún mun því leika með Ís- landsmeisturunum á komandi tímabili. Bríet, sem er frá Keflavík, skoraði 10 stig, tók þrjú fráköst og gaf tvær stoð- sendingar að meðaltali í leik með Haukum á síðustu leiktíð. Haukar og Njarðvík mættust einmitt í úrslita- einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn og vann Njarðvík eftir oddaleik. _ Sunna Guðrún Pétursdóttir, mark- vörður úr handboltaliði KA/Þórs, er gengin til liðs við svissneska félagið Amicitia Zürich og hefur samið við það til tveggja ára. Handbolti.is skýrði frá þessu í gærkvöld. Sunna hefur áður farið til Sviss, 2019-20, þegar hún gekk til liðs við Zug, en það varð stutt dvöl vegna útbreiðslu kórónuveir- unnar. _ Haraldur Franklín Magnús atvinnu- kylfingur missti naumlega af því að komast á Opna bandaríska meistara- mótið í golfi. Hann tók þátt í úrtöku- móti í New York sem lauk í fyrrinótt og var einn af átta sem urðu efstir og jafnir og þurftu að fara í þriggja holna umspil um þrjú sæti á risamótinu. Að lokum voru það Bandaríkjamennirnir Brandon Matthews, Fran Quinn og Chandler Phillips sem náðu sætunum eftirsóttu. _ Bandaríkjamaðurinn Dustin John- son, einn af bestu kylfingum heims undanfarin ár, hefur sagt upp aðild sinni að bandarísku PGA-mótaröðinni til að geta tekið þátt í hinni umdeildu LIV-mótaröð sem er fjármögnuð af sádiarabískum yfirvöldum. Johnson er 37 ára gamall og var um langt skeið efstur á heimslistanum, alls í 135 vikur og hefur unnið bæði Opna bandaríska meistaramótið og Masters-mótið. Johnson fyrirgerir með þessu rétti sín- um til að taka þátt í Ryder-bikarnum fyrir hönd Bandaríkjanna en hann fær samkvæmt BBC 150 milljónir dollara fyrir það eitt að taka þátt í LIV- mótaröðinni sem hefst á morgun í London. _ Tiger Woods verður ekki með á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst í Brookline í Massachusetts í næstu viku. Hann sagði í gær að hann þyrfti lengri tíma til að jafna sig eftir PGA-meistara- mótið í síðasta mánuði en þar náði hann ekki að ljúka keppni. Tiger kvaðst hinsvegar stefna ótrauður að því að keppa á The Open á St. And- rews í Skotlandi í næsta mánuði. _ Ívar Orri Kristjánsson dæmdi leik Englands og Albaníu í Evrópu- keppni 21-árs landsliða karla í fótbolta sem fram fór í Chesterfield í gærkvöld. Birkir Sig- urðarson og Jóhann Gunnar Guðmunds- son voru aðstoð- ardómarar og Þorvaldur Árnason var fjórði dómari. Englendingar unnu 3:0 þar sem Cameron Archer, leik- maður Aston Villa, skoraði tvö markanna og Folarin Balogun, leik- maður Arsenal, skoraði eitt. Ívar Orri rak Albanann Armando Dobra af velli á 79. mínútu. Eitt ogannað U21 Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Íslenska karlalandsliðið, skipað leik- mönnum 21 árs og yngri, mætir Hvíta-Rússlandi í næstsíðasta leik liðsins í D-riðli undankeppni EM 2023 á Víkingsvelli í kvöld. Leik- urinn er gífurlega mikilvægur, þar sem íslenska U21-árs liðið á enn möguleika á því að tryggja sér ann- að sæti riðilsins og þar með umspils- sæti fyrir lokamótið sem fer fram í Rúmeníu og Georgíu í júní á næsta ári. Íslenska liðið lýkur undankeppn- inni í ár með þremur leikjum og vann þann fyrsta þeirra síðastliðið föstudagskvöld með yfirburðum, 9:0 gegn Liechtenstein. „Leikurinn leggst mjög vel í okk- ur. Við teljum okkur vera með gott lið og erum með sjálfstraust eftir síðasta leik gegn Liechtenstein, þar sem við spiluðum mjög vel. Við vitum að Hvít-Rússar eru mjög gott lið, þeir eru harðir í horn að taka, stórir og sterkir og bara gott fótboltalið, þannig að við þurf- um að mæta vel til leiks,“ sagði Kol- beinn Þórðarson, miðjumaður liðs- ins og belgíska B-deildarliðsins Lommel, í samtali við Morgunblaðið fyrir æfingu á Víkingsvelli í gær- morgun. Hann sagði að þrátt fyrir að leik- menn væru fullir sjálfstrausts, eftir stórsigurinn gegn Liechtenstein, muni þeir gæta þess að nálgast leik- inn gegn Hvíta-Rússlandi öðruvísi og sömuleiðis gegn Kýpur á laug- ardagskvöld. „Við höfum allir verið í fótbolta lengi og vitum allir hvernig hugarfar við þurfum að fara með inn í leikina. Ég held að það verði ekk- ert vandamál.“ Ísland vann fyrri leikinn í Hvíta- Rússlandi 2:1 síðastliðið haust en Kolbeinn sagði liðið hafa breyst nokkuð síðan þá. „Ég held að þeir hafi breyst svolítið. Þeir breyttu um leikkerfi allavega. Þeir byrjuðu í fjögurra manna vörn á móti okkur og fóru svo í fimm manna vörn og eru búnir að spila þannig síðan. Því held ég að þeir séu með breytt lið og við erum auðvitað líka með breytt lið og breiðan og góðan hóp. Þetta verð- ur mjög skemmtilegt.“ Auknir möguleikar eftir tap Grikkja Fyrir verkefnið í yfirstandandi landsleikjaglugga átti Ísland smá- vægilega möguleika á að hrifsa ann- að sætið af Grikklandi í D-riðlinum en þeir jukust talsvert þegar Grikkir steinlágu, 0:3 gegn nágrönnum sín- um í Kýpur síðastliðinn mánudag. Ísland á tvo leiki eftir í riðlinum en Grikkland á aðeins einn leik eftir, þar sem liðið mætir toppliði Portú- gals, sem hefur þegar tryggt sér sæti á EM 2023, næstkomandi laug- ardag. Grikkjum nægir jafntefli í Portú- gal til þess að tryggja sér annað sæt- ið en tapi liðið gefst Íslendingum tækifæri til þess að hrifsa það af þeim. Til þess þarf Ísland að vinna Hvíta-Rússland í kvöld og einnig Kýpur í lokaleik sínum næstkom- andi laugardagskvöld. Spurður að því hvernig liðið mæti möguleikana á því að komast á lokamót EM í annað skiptið í röð, sagði Kolbeinn: „Í þessum landsleikjaglugga lögð- um við upp með það að einbeita okk- ur að sjálfum okkur. Við vissum að þetta væri í höndunum á Grikkjum og þeir þurfa stig á móti Portúgal úti. Við ætluðum, hvort sem við hefð- um möguleika eða ekki, að fá þrjár góðar frammistöður. Við erum búnir með eina góða frammistöðu og nú þurfum við bara að fá alvöruframmi- stöðu á móti Hvíta-Rússlandi.“ Spenntur fyrir ráðningu Bould Á mánudag tilkynnti félagslið hans, Lommel, um ráðningu á nýjum knattspyrnustjóra. Sá heitir Steve Bould og er aðdáendum ensku knattspyrnunnar að góðu kunnur, enda lék hann um langt skeið með Arsenal. Hann þjálfaði að ferlinum loknum í yngri flokkum félagsins og varð síðar aðstoðarþjálfari, bæði Ar- sene Wenger og svo Unai Emery hjá karlaliðinu. Kolbeinn kvaðst spenntur fyrir því að vinna með Bould. „Mér líst mjög vel á hann. Hann var aðstoð- armaður hjá Wenger og Emery og spilaði tæpa 290 leiki fyrir Arsenal í efstu deild á Englandi, það er mjög stórt. Ég fer út og fæ að kynnast honum og vonandi gengur það bara vel. Þetta er mjög spennandi ráðn- ing.“ Nýafstaðið tímabil var kaflaskipt hjá Kolbeini, þar sem hann átti ekki fast sæti í byrjunarliði Lommel. Var hann reglulega í byrjunarliðinu um mitt tímabil en hvorki í byrjun þess né undir lok þess. Kolbeinn sagði þó ekkert fararsnið á sér, að minnsta kosti ekki að sinni. „Ég hugsa að ég verði áfram, allavega eins og staðan er í dag,“ sagði hann að lokum í sam- tali við Morgunblaðið. Vitum hvernig hugarfar þarf - U21-árs landsliðið þarf sigra í síðustu tveimur leikjunum og mætir Hvíta- Rússlandi á Víkingsvelli í kvöld - Grikkir misstigu sig og juku möguleika Íslands Morgunblaðið/Eggert U21 Kolbeinn Þórðarson, Ágúst Eðvald Hlynsson, Sævar Atli Magnússon, Kristall Máni Ingason og Andri Fannar Baldursson á æfingu 21-árs landsliðsins í gær. Þeir mæta Hvíta-Rússlandi á Víkingsvellinum í kvöld. Bjarni Fritzson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs ÍR í handknattleik til næstu þriggja ára og snýr því aftur til uppeldisfélagsins eftir tveggja ára fjarveru. Hann tekur við af Kristni Björgúlfssyni sem hefur stýrt ÍR í tvö ár og kom liðinu á ný upp í úrvalsdeild í vetur. Bjarni lék lengi með íslenska lands- liðinu og með ÍR, FH, Akureyri og frönsku liðunum Créteil og St. Raphaël. Hann þjálfaði síðan Akur- eyri í tvö ár, 2012 til 2014, og í framhaldi af því þjálfaði hann lið ÍR frá 2014 til 2020. Bjarni kominn aftur til ÍR Morgunblaðið/Kristinn Magnússon ÍR Bjarni Fritzson er kominn í Breiðholtið á nýjan leik. Jason Daði Svanþórsson úr Breiða- bliki og Júlíus Magnússon úr Vík- ingi gætu spilað sinn fyrsta A- landsleik í knattspyrnu gegn San Marínó í Serravalle annað kvöld. Þeir voru í gær valdir í íslenska hópinn fyrir vináttuleikinn, ásamt Höskuldi Gunnlaugssyni og Damir Muminovic úr Breiðabliki. Hösk- uldur hefur leikið fjóra landsleiki og Damir einn. Þeir Birkir Bjarna- son, Hörður Björgvin Magnússon og Alfons Sampsted eru hvíldir í leiknum og Bjarki Steinn Bjarka- son fór yfir í 21-árs landsliðið. Fyrsti leikur Jas- ons og Júlíusar? Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason Nýliði Jason Daði Svanþórsson fór með landsliðinu til San Marínó. Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Víkingar fengu án efa erfiðasta verkefnið sem var í boði þegar dregið var fyrir forkeppni Meist- aradeildar karla í fótbolta sem leik- in verður hér á landi dagana 21. til 24. júní. Víkingar drógust gegn eistnesku meisturunum Levadia Tallinn en hin tvö liðin sem taka þátt í keppn- inni eru La Fiorita, meistaralið San Marínó, og Inter Club d’Escaldes, meistaralið Andorra. Víkingur og Levadia mætast á Víkingsvellinum þriðjudaginn 21. júní en fyrr sama dag mætast La Fi- orita og Inter Club á sama velli. Sigurliðin leika til úrslita á Vík- ingsvellinum föstudaginn 24. júní. Sigurliðið fer í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar en hin þrjú liðin fara yfir í 2. umferð í Sam- bandsdeild Evrópu. Levadia Tallinn mætti Stjörnunni í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar sumarið 2019. Stjarnan vann þá 2:1 í Garðabæ og komst síðan áfram eftir spennutrylli í Tallinn, þar sem Brynjar Gauti Guðjónsson skoraði í blálok framlengingar, minnkaði muninn í 3:2, og kom Stjörnunni áfram á fleiri mörkum á útivelli. KR-ingar fóru síðan til Tallinn sumarið 2020 og töpuðu þar gegn Flora, 2:1. Þá var aðeins leikinn einn leikur vegna kórónuveiru- ástandsins. Það er því ljóst að Víkingar eiga hörkuleik fyrir höndum gegn Le- vadia en þeir þyrftu hvort eð er að sigrast á Eistunum til að kom- ast áfram í keppninni. Liðin frá San Marínó og An- dorra eru nýkrýndir meistarar sinna landa. La Fiorita leikur í Evr- ópukeppninni ellefta árið í röð en hefur aldrei komist áfram og aldrei unnið leik. Inter Club leikur þriðja árið í röð í undankeppni Meist- aradeildar og vann í fyrra heima- leik gegn HB frá Færeyjum og úti- leik gegn Teuta frá Albaníu. Víkingur fékk erfiðasta verkefnið Morgunblaðið/Eggert Víkingur Íslandsmeistararnir spila mikilvægan leik á heimavelli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.