Morgunblaðið - 14.06.2022, Síða 1

Morgunblaðið - 14.06.2022, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 4. J Ú N Í 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 137. tölublað . 110. árgangur . KAFBÁTA- HERNAÐUR ER HÓPÍÞRÓTT LANDNÁM LÍFSINS Í SURTSEY ALLT SEM ÉG GERI ER DANS GRÓSKUMIKILL GRÓÐUR 14 SIGRÍÐUR SOFFÍA 28NATO-ÆFING 6 Yfirtaka Marels á Wenger, sem lauk í síðustu viku, er sú önnur til þriðja stærsta í sögu fé- lagsins. Fjölmörg félög hafa sameinast Marel í gegnum árin og eru yfir- tökurnar um 40 talsins á síðustu 40 árum, flestallt fjölskyldufyrirtæki eins og Wenger. Árlegur vöxtur Marels frá skráningu á markað hefur verið yfir 20% sem er að tveimur þriðju hlutum frá yfirtökum og svo kröftugur 6% ár- legur innri vöxtur, að sögn Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marels. Wenger er leiðandi í lausnum og þjónustu fyrir framleiðendur á mat- vælum fyrir gæludýr og fóðri fyrir fiskeldi og markaðsaðila sem eru að hasla sér völl á neytendavörumarkaði með afurðir úr plöntupróteinum. Síð- asttaldi markaðurinn gæti tífaldast á næstu árum. »12 Ein stærsta yfirtakan Árni Oddur Þórðarson Íslenska karlalandsliðinu í fótbolta tókst ekki að knýja fram sigur á Ísraelsmönnum á Laugardalsvellinum í gærkvöld þrátt fyrir að hafa komist tvisvar yfir í leiknum, í seinna skiptið með marki Þóris Jóhanns Helgasonar sem fagnaði vel eins og sjá má. Þar með hafa allir þrír leikir liðsins endað með jafntefli, báðir leikirnir gegn Ísrael 2:2, og möguleikarnir á að vinna riðilinn eru ekki miklir en liðið á aðeins eftir að mæta Albaníu á útivelli. Sá leikur fer fram í september. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði fyrra mark íslenska liðsins sem nýtti ekki nokkur mjög góð marktækifæri í leiknum en frammistaða ungra leikmanna lofar þó góðu fyrir framhaldið í haust. »27 Morgunblaðið/Eggert Enn eitt jafntefli Íslands í Þjóðadeildinni Andrés Magnússon andres@mbl.is Mikil fundahöld voru samhliða þing- fundum í gær til þess að freista þess að geta náð þinglokum í sátt og sam- lyndi fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní nú á föstudag. Gangi allt eftir ættu dagurinn í dag og á morgun að duga til þess að ljúka umræðum, en síðan yrðu atkvæðagreiðslur á fimmtudag. Lítið má hins vegar út af bera til þess að það fari í handaskolum. Um tíma var útlit fyrir að þingloka- samkomulag allra þingflokka nema Miðflokks, sem gert var síðastliðinn fimmtudag, væri í uppnámi, þar sem ekki var útlit fyrir að öll umsamin þingmannafrumvörp fengju fram- gang í þinginu, en þau reyndust mjög misflókin í meðförum eða erfið í póli- tískum skilningi. Þar á meðal var frumvarp Hildar Sverrisdóttur um að heimila netversl- un með áfengi, sem var lagt til hliðar um leið og þingflokkasamkomulagið var gert, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins nötraði stjórnar- heimilið vegna þess. Vinstri græn lögðust þvert gegn því og Framsókn reyndist áhugalaus um það. Samið var um að taka gjafsókna- frumvarp Helgu Völu Helgadóttur í Samfylkingu til meðferðar, þó engu sé lofað um afgreiðslu þess. Þrátt fyr- ir að frumvarp Hönnu Katrínar Frið- riksson um hjónaskilnað án undan- fara sé lagatæknilega flókið, nýtur það víðtæks stuðnings í þinginu og mun stjórnin greiða götu þess. Vonast var til að umræðum um fjármálaáætlun og aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar mætti ljúka í gær- kvöld, en þær stóðu enn yfir þegar Morgunblaðið fór í prentun í gær- kvöld. Til stendur að ræða ramma- áætlun og fleiri mál í dag. Þrátt fyrir að þinglok náist senn er von á að þingið verði aftur kallað sam- an í sumar til að ræða skýrslu ríkis- endurskoðanda um bankasölumálið. Vonast eftir þinglokum fyrir þjóðhátíðardaginn - Barið í bresti þinglokasamnings - Vínsölufrumvarpi fórnað Morgunblaðið/Ómar Alþingi Enn er margt óútrætt á þingi fyrir 17. júní nú á föstudag. Hlutabréfamark- aðir héldu áfram að lækka um allan heim í gær. Bandarískir markaðir tóku dýfu niður á við í gær en að sögn greinenda vestan- hafs óttast fjár- festar aukna verð- bólgu, hækkandi stýrivexti og frek- ari samdrátt hagkerfisins. S&P 500- vísitalan lækkaði um 3,9% í gær og hefur nú lækkað um tæp 22% á árinu. Nasdaq-vísitalan lækkaði um 4,7% í gær og Dow Jones um 3%. Lækkunin á heimsvísu hófst þegar markaðir voru opnaðir í Asíu, þar sem helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu um rúm- lega 3%. Í Evrópu hélt lækkunin áfram þar sem markaðir lækkuðu á bilinu 1,5-2,5%. Hækkandi verðbólga, von á hærri stýrivöxtum og áhyggjur fjárfesta af efnahagsmálum vestan- hafs hafa þar mikil áhrif. Allir mark- aðir rauðir Verðbólga Fjár- festar eru svart- sýnir vestanhafs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.