Morgunblaðið - 14.06.2022, Side 2
Fá tíma til að vanda vinnubrögð
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Mér finnst þetta skynsamleg mála-
miðlun á þessum tímapunkti og í sam-
ræmi við það sem boðað var í stjórn-
arsáttmála
ríkisstjórnarinn-
ar. Aðallega er
verið að stækka
biðflokkinn og
gefa með því
stjórnvöldum
meiri tíma til að
vanda vinnubrögð
við mat á orku-
kostum,“ segir
Hörður Arnarson,
forstjóri Landsvirkjunar, um tillögur
meirihluta umhverfis- og samgöngu-
nefndar til breytinga á tillögum verk-
efnisstjórnar rammaáætlunar 3.
Hörður bendir á að frá því verkefn-
isstjórn lagði fram tillögur sínar hafi
ýmsar nýjar upplýsingar komið fram,
meðal annars orkustefna, stefna um
að Ísland verði óháð jarðefnaelds-
neyti árið 2040 og nú síðast grænbók
um orkuþörf.
Á vegum Landsvirkjunar
Landsvirkjun er að þróa flesta þá
orkukosti sem taka breytingum í
rammaáætlun, samþykki Alþingi
breytingarnar. Þannig eiga Skrokk-
ölduvirkjun og Holta- og Urriðafoss-
virkjanir í neðri Þjórsá að fara úr nýt-
ingarflokki í biðflokk. Hörður
viðurkennir að betra hefði verið fyrir
Landsvirkjun að hafa þessa kosti í
nýtingarflokki en fyrirtækið virði
þessa skoðun. Þar séu álitamál sem
skoða þurfi betur og þegar gerð er
málamiðlun þurfi að líta til beggja
átta. Tekur Hörður fram að ekki sé á
dagskrá hjá Landsvirkjun að virkja á
þessum stöðum á næstunni og því
tími til að skoða málið betur. „Við
treystum stjórnvöldum til að meta
þetta út frá hagsmunum þjóðarinn-
ar,“ segir hann.
Fjórir virkjanir í Héraðsvötnum og
Kjalölduveita í Þjórsá eru á móti
færðar úr verndarflokki í nýtingar-
flokk. „Ég tel æskilegt að þessir kost-
ir verði skoðaðir betur, út frá orku-
þörf samfélagsins og hvernig við
ætlum að mæta henni. Það komu
fram efnislegar athugasemdir við
málsmeðferð á sínum tíma og gott að
skoða þessi verkefni betur,“ segir
Hörður. Hann tekur fram að þótt
orkukostir séu fluttir í biðflokk þýði
það ekki að þeir verði að veruleika eða
verði útilokaðir. Lögin kveði einfald-
lega á um að ef eitthvað er óljóst eigi
þeir að fara í bið.
Búrfellslundur góður kostur
Loks gerir meirihluti nefndarinnar
tillögu um að vindorkukosturinn Búr-
fellslundur verði fluttur úr bið í nýt-
ingarflokk. Hörður segist ánægður
með það og tekur undir rök nefnd-
arinnar um að hagkvæmt sé að virkja
vindinn á þessum stað og lítið skað-
legt fyrir náttúruna. Í upphaflegu
mati hafi sjónarmiðum ferðaþjónustu
verið gefið of mikið vægi. „Við höfum
beðið í tíu ár eftir að geta þróað vind-
orkukosti og fögnum því að það verði
nú hægt til að samfélagið geti séð
hvernig þess háttar orkuframleiðsla
fer fram og hvernig hún hentar hér,“
segir Hörður. »10-11
- Forstjóri Landsvirkjunar telur tillögur um breytingar á rammaáætlun skynsamlega málamiðlun
- Fagnar því að geta þróað vindorku í Búrfellslundi svo samfélagið sjái hvernig sú orkuöflun fer fram
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Búrfellslundur Vindmyllurnar á
Hafinu við Búrfellsstöð snúast vel.
Hörður
Arnarson
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2022
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Spilverk og söngur ómuðu í Bessa-
staðakirkju í gærkvöldi þegar
þangað mættu gestir á Norrænu
þjóðfræðiráðstefnunni sem haldin
er þessa dagana í húsum Háskóla
Íslands við Stakkahlíð í Reykjavík.
Ráðstefnugestir eru um 400 talsins.
Í kirkjunni kynntu Pétur Húni
Björnsson sem hér sést til vinstri og
Eyjólfur Eyjólfsson sem einnig er
óperusöngvari gestum þjóðlög og
tónlistarmenningu Íslendinga. Á
eftir var svo heimboð í Bessastaða-
stofu hjá Guðna Th. Jóhannessyni,
forseta Íslands. Partí fyrir sund-
laugargesti í Álftaneslaug var loka-
atriðið, en sundlaugamenning er
meðal þess sem íslenskir þjóðfræð-
ingar hafa rannsakað.
Alþjóðlegt ráðstefnuhald á veg-
um HÍ er nú að komast á fullt og
margt er á döfinni. Í háskólasamfé-
laginu er sömuleiðis unnið að mörg-
um rannsóknarverkefnum – og á
þjóðfræðiþinginu nú er m.a. fjallað
um breytingar á hversdeginum í
Covid, súrdeigið í lífi heimabakara
og forystufé. sbs@mbl.is
Sungið og leikið á langspil á Bessastöðum fyrir norræna þjóðfræðinga
Tónaflóð
og söngur
í kirkjunni
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Íslendingar eru óhamingjusamari nú
en áður, að því er fram kemur í lýð-
heilsuvísi embættis landlæknis fyrir
árið 2021. Árið 2020 mátu 57,8% ham-
ingju sína á bilinu 8 til 10, á hamingju-
kvarða sem miðast við 0 til 10 stig, en
árið 2021 mátu 56,8% hamingju sína á
því bili eða 1,4 prósentustigum færri.
Árið 2019 var hlutfallið 60,7% en litlu
minna árið 2018 (59,2%).
Kynning embættis landlæknis á
lýðheilsuvísi ársins 2022 fór fram á
Akranesi í gær.
„Það er ekki bara það að það er
skemmtilegra þegar við erum ham-
ingjusöm heldur kostar óhamingja
líka samfélagið. Eitt stig í hamingju
kostar 13 þúsund pund eða sem nem-
ur 2 milljónum íslenskra króna,“
sagði Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,
sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá embætti
landlæknis, og vitnaði hún þar til
talna breska heilbrigðisráðuneytisins.
Birting lýðheilsuvísa er liður í því að
veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju
umdæmi fyrir sig, í samanburði við
landið í heild.
Ögn færri höfðu mætt í skimun fyr-
ir leghálskrabbameini sl. 3 og hálft ár
árið 2021 (65%) en árið 2020 (66,2%)
en mun færri í skimun fyrir brjósta-
krabbameini árið 2021 heldur en árið
2020 (61,7%) en árið 2021 (54%). „Við
höfum verið að horfa yfir mætingu nú
yfir langt skeið og hún hefur ekki ver-
ið nógu góð,“ segir Alma D. Möller
landlæknir. „Á Vesturlandi er lakari
mæting í leghálsskimanir en á land-
inu öllu, en sá munur er ekki til staðar
þegar litið er til skimunar fyrir
brjóstakrabbameini.
Þá gekk um 62,1% barna í 8.-10.
bekk oft eða alltaf vel að sofna á
kvöldin árið 2021. Samkvæmt gögn-
um frá Rannsóknum og greiningu
sofa yfir 40% unglinga í 7 tíma eða
minna á hverri nóttu. […] Þetta er
eitthvað sem við þurfum að bregðast
við,“ sagði hún.
Meiri ölvun hjá
framhaldsskólanemum
Ölvunardrykkja framhaldsskóla-
nema jókst töluvert á milli áranna
2021 og 2020; um 23,5% þeirra
drukku oftar í mánuði árið 2020 en
hlutfallið hækkaði í 35% árið 2021. Þá
er ölvunin meiri á meðal framhalds-
skólanema á höfuðborgarsvæðinu þar
sem 38,3% stunda ölvunardrykkju
einu sinni í mánuði eða oftar.
Nikótínpúðanotkun framhalds-
skólanema breyttist lítið milli ára.
Um 22,5% framhaldsskólanema not-
uðu nikótínpúða einu sinni í mánuði
eða oftar árið 2020 og hækkaði hlut-
fallið í 22,8% árið 2021. Áhættu-
drykkja fullorðinna stóð hins vegar í
stað og mældist 22,1% árin 2020 og
2021.
Þjóðin óhamingjusamari en áður
Hamingja fullorðinna 2018-2021
Hlutfall þeirra sem meta hamingju sína upp á 8 til 10 stig
70%
60%
50%
40%
30%
20%
10%
0%
2018 2019 2020 2021
Heimild: Lýðheilsu-
vísir embættis
landlæknis
59,2% 60,7%
57,8% 56,8%
- Árið 2021 mátu 56,8% hamingju sína á bilinu 8-10 samkvæmt lýðheilsuvísi - Hlutfallið var 60,8%
árið 2019 - Meiri ölvunardrykkja meðal framhaldsskólanema en nikótínpúðanotkun svipuð milli ára