Morgunblaðið - 14.06.2022, Side 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2022
Fundarboð
Aðalfundur 2022
Aðalfundur Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur hf. verður haldinn
þriðjudaginn 28. júní 2022, kl. 16:00.
Fundurinn verður haldinn í matsal félagsins í skipaskýli þess að
Sjávargötu 6-12, 260 Njarðvík.
Á dagskrá fundarins verða:
1. Aðalfundarstörf í samræmi við 13. gr. samþykkta félagsins.
2. Önnur mál löglega upp borin.
Stjórnin.
Ómar Garðarsson
Vestmannaeyjum
Á fyrsta fundi bæjarstjórnar Vest-
mannaeyja á nýju kjörtímabili var til-
laga Njáls Ragnarssonar um að fela
bæjarstjóra og bæjarráði að ræða við
stjórnvöld um að
kanna fýsileika á
gerð jarðganga
milli Eyja og
lands samþykkt
með níu atkvæð-
um samhljóða. Í
henni felst að afla
gagna sem þegar
liggja fyrir varð-
andi rannsóknir á
jarðlögum og ljúka þeim. Einnig að
uppfæra gögn sem þegar eru til um
þjóðhagslegan ávinning af slíkri
framkvæmd.
Árni Johnsen, fyrrverandi þing-
maður og blaðamaður, kom fyrst
fram með hugmyndina fyrir um ald-
arfjórðungi og fagnar að nú eigi að
dusta rykið af gögnum sem þegar
liggja fyrir og gera frekari rannsókn-
ir ef þarf.
„Ég hef aldrei verið í vafa um að
göng milli Eyja og lands séu raun-
hæfur möguleiki. Það hefur lengi leg-
ið fyrir að þetta er hægt,“ segir Árni.
„Eimskip lét gera úttekt á hugsan-
legum göngum, rannsókn sem að mig
minnir kostaði fimm milljónir. Þetta
er gerlegt og engin fyrirstaða en
göng hér á milli kosta 70 milljarða
króna. Það er ekki svo mikið þegar
horft er á árlegan kostnað við að
halda uppi samgöngum á sjó milli
Eyja og lands. Þetta er bara bisness.“
Árni segir magnað að sjá að nú sé
bæjarstjórn komin af stað. „Kominn
tími til. Þetta er framtíðin og ég hef
trú á að núverandi bæjarstjórn geti
hreyft við málinu. Það munu ekki líða
önnur 25 ár áður en fyrsti bíllinn fer í
gegnum göngin. Kannski tíu ár. Það
er alveg raunhæft en þá þarf að vinna
hratt og ákveðið og beita þeim þrýst-
ingi sem þarf.“
Þarf ekki að leita langt
Árni segir hugmyndina hafa orðið
til þegar menn settust niður og fóru
að kanna möguleika á bættum sam-
göngum til Vestmannaeyja. „Við
Magnús Kristinsson útgerðarmaður
fórum á ráðstefnur erlendis og
kynntum okkur jarðgangagerð. Það
var aldrei spurning að göng eru
möguleiki. Við þurfum ekki að leita
langt og gaman að sjá Færeyinga
gera þetta eins og menn. Af miklum
krafti og með trú á framtíðinni,“
sagði Árni.
Í greinargerð segir að lengi hafi
verið rætt um möguleikann á jarð-
göngum milli Vestmannaeyja og
lands. Á síðasta ári var lögð fyrir Al-
þingi þingsályktunartillaga um rann-
sóknir á jarðlögum milli Heimaeyjar
og Kross í Landeyjum með tilliti til
fýsileika jarðganga á milli Eyja og
lands.
Í meistararitgerð Víðis Þorvarðar-
sonar frá 2020 kemur fram að þjóð-
hagslegur ábati af Vestmannaeyja-
göngum geti verið um 95 milljarðar
króna. Rekstur Herjólfs kosti um 650
milljónir á ári, dýpkun Landeyja-
hafnar um 400 milljónir og nýtt skip,
sem endurnýja þarf á tíu til fimmtán
ára fresti kosti um 5 milljarða.
Aldrei í vafa um að göng séu raunhæf
- Árni Johnsen kom fyrst fram með hugmynd um að leggja jarðgöng milli Vestmannaeyja og lands
- Það munu ekki líða önnur 25 ár áður en fyrsti bíllinn fer í gegnum göngin, segir Árni Johnsen
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vestmannaeyjar Hugmyndir um jarðgöng komu fram fyrir aldarfjórðungi.
Árni Johnsen
Grímur Hergeirsson verður settur
lögreglustjóri á Suðurlandi frá 1. júlí
næstkomandi og út líðandi ár. Kjart-
an Þorkelsson lögreglustjóri verður í
leyfi á sama tíma. Á þessum sex mán-
uðum verður Grímur einnig áfram
lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, en
því embætti hefur
hann sinnt síðasta
eina og hálfa árið.
Hjá embætti
Lögreglustjórans
í Vestmannaeyj-
um er Grímur öllu
kunnugur. Hann
var þar rannsókn-
arlögreglumaður
og varðstjóri fyrr
á árum og síðar
löglærður fulltrúi
og staðgengill lögreglustjóra um
árabil. Hann fór svo til starfa í Eyj-
um undir lok árs 2020 og hefur þar –
jafnhliða öðru – meðal annars sinnt
þjálfun karlaliðs ÍBV í handknatt-
leik. Áður hafði Grímur keppt og
þjálfað handbolta á Selfossi, þar sem
hann er fæddur, uppalinn og á allar
sínar rætur.
„Á þessum mánuðum sem nú fara í
hönd verð ég áfram væntanlega mest
í Vestmannaeyjum, en einnig eftir
atvikum á Suðurlandi. Staðsetning
skiptir reyndar ekki sama máli nú og
áður, því störf og verkefni eru oft af-
greidd í tölvu og síma. Nokkrar vik-
ur eru síðan fyrst var nefnt að ég
bætti Suðurlandinu við mig í nokkra
mánuði og þeirri beiðni ráðuneytis-
ins svaraði ég játandi. Frá fyrri tíð
þekki ég flest í starfsemi þess emb-
ættis og geng því að flestu vísu
myndi ég ætla,“ segir Grímur.
Höfuðstöðvar embættis Lögreglu-
stjórans á Suðurlandi eru á Hvols-
velli og yfirmaður embættisins er
þar. Mestur þungi starfseminnar er
þó á lögreglustöðinni á Selfossi, en
þaðan er meðal annars sinnt lög-
gæslu á vinsælum ferðamannastöð-
um í uppsveitum Árnessýslu. Varð-
svæði embættisins nær frá Selvogi
og austur í Lón – og auk lögreglu-
stöðvarinnar eru slíkar á Hvolsvelli, í
Vík, á Kirkjubæjarklaustri og Höfn í
Hornafirði. sbs@mbl.is
Grímur lögreglu-
stjóri á Suðurlandi
- Viðbót við starfið í Vestmannaeyjum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Suðurland Lögreglustöðin sem er
við götuna Hörðuvelli á Selfossi.
Grímur
Hergeirsson
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Kafbátahernaður er hópíþrótt þar
sem hver þátttakandi kemur með
sína sérhæfðu þekkingu og getu að
borðinu. Æfing sem þessi veitir okk-
ur og bandamönnum okkar tækifæri
til að auka færnina, þróa nýjar
aðferðir og efla samhæfni og sam-
vinnu,“ segir Stephen Mack, undir-
aðmíráll í bandaríska sjóhernum.
Morgunblaðið fékk að fylgjast
með því þegar sex skip úr fastaflota
Atlantshafsbandalagsins (NATO)
létu úr höfn í Reykjavík um hádegis-
bil í gær og hefur flotinn nú tekið
stefnuna á Noreg. Þar mun hann
hitta fyrir fleiri herskip og kafbáta
NATO og er tilgangurinn sá að taka
þátt í heræfingunni Dynamic Mon-
goose sem fram fer á hafsvæðinu
milli Íslands og Noregs dagana 13.-
23. júní. Er um að ræða kafbátaleit-
aræfingu sem haldin hefur verið frá
árinu 2012. Þungamiðja hennar
verður að þessu sinni við Færeyjar.
Umferð kafbáta að aukast
„Þessi æfing er augljóst dæmi um
getu og vilja ríkja Atlantshafs-
bandalagsins til að vinna saman sem
ein heild,“ segir Mack og bætir við
að umrædd heræfing sé bandalaginu
afar mikilvæg. Nauðsynlegt sé fyrir
ólík skip og loftför að stilla saman
strengi svo unnt sé að halda úti öfl-
ugum kafbátavörnum á Atlantshafi.
Aðspurður segir hann NATO
fylgjast grannt með ferðum kafbáta
um Atlantshaf. Umferð slíkra báta
frá Rússlandi hefur aukist mjög að
undanförnu. „Umferð kafbáta hefur
aukist á heimsvísu. Ríki hafa mörg
séð mikilvægi kafbáta og Rússland
er ekkert frábrugðið í þeim efnum.
Og við fylgjumst með,“ segir Mack
og heldur áfram:
„Þessari æfingu er þó ekki beint
gegn neinni tiltekinni þjóð. Tilgang-
urinn er að koma saman og æfa kaf-
bátahernað af mikilli fagmennsku.“
Ad van de Sande, flotaaðmíráll í
hollenska sjóhernum og stjórnandi
fastaflota NATO, segir fastaflotann
reiðubúinn til að takast á við öll þau
verkefni sem Atlantshafsbandalagið
felur honum á hendur.
„Í ljósi þeirra atburða sem nú eiga
sér stað í heiminum er mikilvægara
en nokkru sinni fyrr að sýna fram á
staðfestu NATO og samvinnu. Til að
viðhalda og jafnvel bæta viðbragð
okkar æfum við stöðugt á hafi úti,“
segir van de Sande og bætir við að
alls munu 11 herskip, 16 loftför og
þrír kafbátar, þar af einn kjarnaknú-
inn, taka þátt í heræfingunni. Kem-
ur tækjabúnaður þessi frá níu ríkj-
um NATO, þ.e. Kanada, Danmörku,
Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi,
Noregi, Portúgal, Bretlandi og
Bandaríkjunum.
Stærsta skip hollenska flotans,
HNLMS Karel Doorman, er eitt
þeirra herskipa sem taka þátt og er
það yfir 205 metra langt. Meginhlut-
verk þess er að veita öðrum her-
skipum birgðir, skotfæri og olíu. Að
auki eru um borð tvær öflugar og
hraðfleygar þyrlur af gerðinni
NH90 sem nýtast vel þegar leita
þarf að kafbátum.
Morgunblaðið/Kristján H. Johannessen
Herstyrkur Portúgalska freigátan Corte-Real sést hér fara frá bryggju í Sundahöfn. Hún stefnir nú á Noreg.
Fastafloti NATO heldur
til æfinga á Atlantshafi
- Kafbátahernaður er hópíþrótt, segir undiraðmíráll
Stephen
Mack
Ad
van de Sande