Morgunblaðið - 14.06.2022, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2022
Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði
Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is
Bergsveinn
S. 863 5868
Sigurður J. Helgi Már
S. 897 7086
Magnús
S. 861 0511
Ólafur
S. 824 6703
Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is - Sími 534 1020
TIL LEIGU
Smiðjuvellir 28, Akranesi
Stærðir: frá um 150-600 m²
Gerð: Verslunar-, þjónustu- og
skrifstofuhúsnæði
Verslunar-, þjónustu- og skrifstofuhúsnæði á góðum stað í
alfaraleið við hlið Þjóðbrautar.
147,3 m² glæsilegt og nýtt verslunar-/ þjónustuhúsnæði.
Húsnæðið skiptist upp í opið verslunar-/ þjónusturými með góðum
verslunargluggum á tvo vegu.
151 m² glæsilegt og nýtt verslunar-/ þjónustuhúsnæði.
Húsnæðið skiptist upp í opið verslunar-/ þjónusturými með góðum
verslunargluggum á tvo vegu.
157,4 m² glæsilegt og nýtt skrifstofuhúsnæði á 2. hæð.
Húsnæðið skiptist upp í opið og bjart skrifstofurými með uppteknu
lofti, vandaðri hljóðvist, gluggum á tvo vegu með útgengi á svalir.
Við hlið þessa rýmis er 153,6 m² rými sem hægt er að opna á milli
og verður þá hægt að ná samtals 311 m² rými á einum gólffleti.
Væntanlegir leigjendur geta komið að hönnun og innréttingu
rýmanna. Næg bílastæði eru á lóð hússins.
Nánari upplýsingar um eignina veitir
Helgi Már Karlsson löggiltur fasteignasali og
leigumiðlari í s. 897 7086, hmk@jofur.is
biðflokki án þess að nánari skýringar
fylgdu. Eitt af fyrstu verkum núver-
andi umhverfisráðherra var að
leggja tillöguna óbreytta fyrir þingið
og hefur umhverfis- og samgöngu-
nefnd unnið að málinu síðan.
Þrír teknir úr nýtingarflokki
Meirihluti nefndarinnar leggur til
að þrír orkukostir verði fluttir úr
nýtingarflokki í biðflokk, Skrokk-
alda á Holtamannaafrétti Rangár-
vallasýslu og Holta- og Urriðafoss-
virkjanir í neðri hluta Þjórsár.
Í rökstuðningi fyrir færslu
Skrokkölduvirkjunar í bið er á það
bent að kosturinn er á miðhálendinu
og í nálægð við friðlýst svæði Vatna-
jökulsþjóðgarðs. Meirihluti nefndar-
innar segir að aukin áhersla hafi ver-
ið lögð á vernd óbyggðra víðerna og
umræða um verðmæti miðhálendis-
ins farið vaxandi.
Um Holtavirkjun og Urriðafoss-
virkjun, sem eru tvær virkjanir af
þremur í neðri hluta Þjórsár, er sagt
að ekki ríki sátt í nærsamfélaginu
um virkjanir í neðri hluta Þjórsár,
enda um að ræða stórar virkjanir í
byggð. Sérstaklega eru nefnd verð-
mæti í laxastofni Þjórsár. Meirihluti
nefndarinnar leggur til að þessir
tveir virkjanakostir verði færðir í
biðflokk, þar til þeir hafi fengið frek-
ari umfjöllun í rammaáætlun. Meiri-
hlutinn telur mikilvægt að horfa á
neðri hluta Þjórsár sem eina heild og
beinir því til ráðherra og verkefn-
isstjórnar að horft verði til allra
þriggja virkjanakostanna, líka
Hvammsvirkjunar, við það mat, þó
ekki sé lagt til að Hvammsvirkjun
verði færð úr nýtingarflokki.
Ekki áhrif á Hvammsvirkjun
Þess ber að geta að Landsvirkjun
er langt komin með undirbúning að
byggingu Hvammsvirkjunar en um-
sókn fyrirtækisins um virkjanaleyfi
hefur setið föst hjá Orkustofnun í
tæpt ár. Vilhjálmur Árnason, for-
maður umhverfis- og samgöngu-
nefndar, segir þegar hann er spurð-
ur um áhrif nefndarálitsins á fram-
kvæmdir við Hvammsvirkjun að
skýrt sé að ekki sé verið að breyta
stöðu Hvammsvirkjunar sem er í
nýtingarflokki. Þó hafi þótt rétt að
leggja til að hún fylgi hinum virkj-
ununum í neðri hluta Þjórsár, þar
sem sú matsvinna fari hvort sem er
fram. Telur Vilhjálmur að texti
nefndarálitsins eigi ekki að hafa
áhrif á útgáfu Orkustofnunar á virkj-
analeyfi. Stofnunin eigi aðeins að
horfa til þess að virkjunin er í nýt-
ingarflokki.
Átta orkukostir fluttir í biðflokk
- Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis leggur til að rammaáætlun 3 verði samþykkt með
nokkrum breytingum - Kostir sem fluttir verða í biðflokk verði teknir til mats að nýju og þeirri vinnu flýtt
Breytingar á tillögum um rammaáætlun
Tillögur meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar
Skjálfandafljót, lagt
til að beðið verði með
friðlýsingu vatnasviðs
Héraðsvötn, fjórir kostir
• Villinganesvirkjun
• Skatastaðavirkjun C
• Skatastaðavirkjun D
• Blanda,Vestari-Jökulsá
Virkjanakostir
Fluttir úr verndarflokki í biðflokk
Fluttir úr biðflokki í nýtingarflokk
Fluttir úr nýtingarflokki í biðflokk
Búrfellslundur
Holtavirkjun
Urriðafossvirkjun
Kjalölduveita
Skrokkalda
„Munaðarlausir“ kostir
í vatnsafli, 18 talsins
„Munaðarlausir“ kostir
í jarðvarma, 10 talsins
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Tillögur meirihluta umhverfis- og
samgöngunefndar um breytingar á
tillögu til þingsályktunar um 3.
áfanga rammaáætlunar gengur að-
allega út á það að flytja nokkra orku-
kosti úr verndarflokki og nýtingar-
flokki og setja í biðflokk. Þessar
breytingar á flokkun orkukosta þýða
ekki að þessir virkjanakostir verði
nýttir eða virkjun þeirra sé útilokuð,
heldur að þeir eigi að fá frekari máls-
meðferð hjá verkefnisstjórn. Lögð
er áhersla á að þeirri vinnu verði
flýtt.
Núgildandi áætlun um vernd og
orkunýtingu landsvæða var afgreidd
með þingsályktun Alþingis í byrjun
árs 2013, fyrir rúmum níu árum.
Ætlunin var að afgreiða nýja áætlun
á fjögurra ára fresti en nú eru tæp
sex ár frá því verkefnisstjórn 3.
áfanga rammaáætlunar lagði tillög-
ur sínar fyrir ráðherra ríkisstjórn-
arinnar. Þær hafa nokkrum sinnum
verið lagðar fram á Alþingi án þess
að hljóta afgreiðslu út úr nefnd, ekki
fyrr en nú. Á meðan hefur verkefn-
isstjórn 4. áfanga starfað og nú verk-
efnisstjórn 5. áfanga. Alþingi getur
ekki verið stolt af vinnu sinni í þessu
máli. Tekið var á þessu máli í stjórn-
arsáttmála núverandi ríkisstjórnar.
Ákveðið var að ljúka 3. áfanga og
endurskoða lögin. Sérstaklega var
tekið fram að fjölga ætti kostum í
Þriðji áfangi rammaáætlunar