Morgunblaðið - 14.06.2022, Side 14

Morgunblaðið - 14.06.2022, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Joe Biden, for- seti Banda- ríkjanna, kemur æ oftar í ljós frétta úr ólík- indaátt, þótt um- sjónarmenn hans í Hvíta húsinu reyni frá morgni til kvölds að hindra að nokkur sleppi of nærri hon- um nema þrælkannaður og vottaður sem innvígður í flokk demókrata. Gildir þar einu þótt þorri upplýsingagátta þessa mikla lands sé, svo er með nokkrum ólíkindum, rækilega bein- tengdur flokki demókrata og sjái hvorki né heyri neitt sem gæti hugsanlega komið flokknum illa. En þessi æv- intýralegi undirlægjuháttur er þó farinn að verða samans- úrraðri fréttaklíkunni erfiðari, eftir því sem logar á færri kertum á toppi tertunnar stóru, sem flestallt snýst um í þessu mikla landi. Nýlega var liðið á fjórða mánuð án þess að nokkur hefði mátt eiga og sjónvarpa tveggja manna viðtali við for- setann. Þetta er ekki bara orð- ið pínlegt heldur nánast óverj- andi. Nú bætist við, að stækkandi hópur innvígðra, sem kalla sem fjölmiðlamenn ekki allt ömmu sína í pólitískri tilhliðrun, er orðinn feimnari við að taka þátt í margæfðum leikþætti með forsetanum um óundirbúið viðtal(!), því alls ekki er öruggt að ganga megi að því vísu að forsetinn fari ekki út af, þótt engin sé lausa- mölin og allt þrælheflað. Sumir þessara jafnvel heimsfrægu pólitísku hjálpar- kokka á fjölmiðlunum, sem nær allir eru á vinstri kant- inum, rétt eins og á „RÚV“ hjá okkur, en fara betur með það og eru ekki eins heimóttar- legir og í Efstaleiti, telja nú að meintum heiðri sínum sé teflt í tvísýnu andspænis þessari dauðans óvissu sem viðtal við Biden er uppskrift að. Loks var þó „spyrjanda“ hleypt að Biden sem talið var öruggt að myndi nálgast for- setann eins og hann væri að svæfa ungbarn. Mátti þó frek- ar kalla hann skemmtikraft en alvöru spyrjanda, og gæti slegið slík stef ef stefndi í stórslys í útsendingunni. Biden hefur komið sér upp nýrri tækni, sem er umsjónar- mönnum og velvildarliðinu snúin. Hann er tekinn að svara spurningum sem spyrjandinn er ekki kominn að, eða ætlaði sér að hafa með öðrum hætti, eða forðast sem heitan eldinn. Þetta afbrigði hefur bæst við aðra tækni Bidens að fara af stað með svar við spurn- ingu, en enda á miðju vaði og snúa sér rétt einu sinni að allt öðru eins og margleiðréttri sögu svo sem um það þegar hann bjargaði Mandela forseta úr ramm- gerðu fangelsi eða eitthvað enn verra. En einhver sem áhorfandinn sér ekki á skerminum veifar þá aðvör- unarspjöldum í ofboði og Biden snýr sér þá í einhvers konar hring og segir eitthvað í þá veru að „hitt sé svo annað mál“ sem andstæðingar hans muni aldrei komast upp með að afneita. Þá taki hann fast á móti. Síðasti þáttarspyrjandi Bidens hafði þann hátt á í vandræðum að samsinna „nið- urstöðunni“ skælbrosandi og þakklátur yfir snilldinni og botnaði hana með gömlum gamanmálum höfðum eftir Bi- den sjálfum sem hann naut að heyra á ný. Má ímynda sér að hratt gangi á svitakremsbirgðir þeirra sem halda utan um Biden við þessar aðstæður. En setning sem situr eftir frá sl. föstudegi var ekki sögð við undirbúnar aðstæður. Hún var óvænt fullyrðing Bidens í ná- munda við tilfallandi frétta- menn um að Selenskí forseti Úkraínu hefði brugðist illa við aðvörunum sínum, sem forseta Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu væri að hefj- ast. „Forseti Úkraínu vildi alls ekki heyra þessar aðvaranir frá Bandaríkjunum áður en til innrásar væri komið,“ og sagði að Selenskí hefði þarna orðið á alvarleg mistök. Biden bætti því við „að fjöldi manna taldi að ég færi með ýkjur, þegar ég sá þetta fyrir“. Þeir sem fylgdust með mál- um muna það vel sem Biden ýjar að. Hann var spurður um það af blaðamanni hvort Pútín myndi gera árás á Úkraínu. „Já,“ svaraði Biden án þess að gera nánari grein fyrir því. En spurður um frekari viðbrögð tók hann að bollaleggja um að léti Pútín sér nægja að gera „minniháttar innrás,“ þá gæti- orðið ástæðulaust að gera veð- ur út af því! Vegna þessa, og þá ekki síst hins síðara, varð nokkurt uppistand. Höndlarar Bidens ruku til að kynna réttan skiln- ing á því hvað Biden hefði átt við, bæði varðandi „já“ við spurningu um innrás og hug- takið um ásættanlega árás Pútíns! Hvorugt stóð eftir þegar hreingerningunni lauk og Biden gerði ekki minnstu tilraun til að standa með sinni fullyrðingu. Fyrr en nú. Edith Wilson er oft sögð fyrsta konan sem gegndi embætti forseta. Á annað ár hittu aðeins hún og læknir Wilsons hann að máli} Verður sífellt pínlegra N okkur stórmál eru til afgreiðslu síðustu dagana fyrir sumarhlé þingsins. Þar ber hæst svo- nefnda rammaáætlun um vernd og nýtingu landsvæða en gild- andi áætlun er frá 2015. Ríkisstjórnin lagði fram óbreytta tillögu fyrr á árinu en ætlar nú á loka- dögum þingsins að keyra í gegn umdeildar breytingar. Það verða seint talin lýðræðisleg vinnubrögð. Slíkar breytingar hefðu auðvitað átt að berast á fyrri stigum þegar tækifæri var til umræðu. Vinnubrögðin virðast því einkennast af pólitískum hagsmunum fyrst og fremst, með það markmið að koma í veg fyrir umræðuna. Önnur ályktun væri sú að öll orkan hafi farið í hrossakaup um málið á milli stjórnarflokkanna og enginn tími hafi því verið eftir til að leita eftir viðameiri pólitískri sátt, hvað þá samfélagslegri. Það verk er enn óunnið. Önnur stór áskorun sem ríkisstjórnin og þingið standa frammi fyrir snýr að hallarekstri ríkissjóðs. Þar er þörf á að- haldi sem engin merki sjást um. Þvert á móti er gert ráð fyrir því að útgjöld ríkissjóðs hækki um tæpa 200 milljarða kr. á næstu fimm árum. Þensluhvetjandi fjármálastefna neyðir Seðlabankann til að hækka stýrivexti meira en ella til að ná tökum á okkar forna fjanda, verðbólgunni. Þannig hækkar vaxtakostnaður heimilanna vegna þess að aðgerðir ríkisstjórnarinnar vinna gegn markmiðum Seðlabankans. Þess utan má telja hverja krónu sem ríkisstjórnin ver í vaxtakostnað vegna viðvarandi skuldasöfnunar sem glataða fjárfestingu, glataða fjármuni sem hefðu getað farið í uppbyggingu sem myndi auka framleiðni og skapa hagvöxt. Þessi staða er tilkomin vegna þess að rekstur ríkissjóðs var þegar í járnum fyrir heimsfar- aldur með neikvæðri afkomu strax árið 2019. Í raun staðfestir fjármálaáætlun ríkisstjórn- arinnar sem nú er verið að afgreiða að það er ástæða viðvarandi skuldasöfnunar ríkisstjórn- arinnar út kjörtímabilið. Undirliggjandi halli en ekki samdráttur vegna heimsfaraldursins. Það er vont að sjá ekki merki þess að ríkisstjórnin boði alvöru lausnir hér. Umsagnir hagaðila og fjármálaráðs um áætl- un ríkisstjórnarinnar eru harðorðar – og af góðri ástæðu. Ramminn um útgjöld hins opin- bera er sama marki brenndur og ramminn í orkumálum. Tíminn er ekki nýttur til að vanda til verka heldur eru lögð fram ókláruð og óútfærð mál sem síðan eru uppfærð á ógnarhraða á lokametrunum. Ábyrg efnahagsstjórn snýst um að gæta að tekjustofnum og útgjaldavexti hins opinbera. Að ýkja ekki hagsveiflurnar með því að missa sig í neyslufylleríi á uppgangstímum og skella öllu í lás í samdrætti. Ábyrgrar efnahagsstjórnar hef- ur verið sárlega saknað í tíð þessarar ríkisstjórnar og fjár- málaáætlunin sem nú er afgreidd boðar engar breytingar á því. Hanna Katrín Friðriksson Pistill Óvönduð rammagerð Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. hannakatrin@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is S urtsey er eins og gluggi að fortíðinni þar sem við sjáum hvernig Vestmannaeyjar mynduðust, urðu búsvæði fugla og greru upp,“ segir Borgþór Magnússon plöntuvistfræðingur. Hann á að baki fjölda ferða til Surts- eyjar og þekkir vel til framvindu gróðurs þar. Borgþór er í hópi höf- unda nýrrar greinar um framvindu gróðurs í Surtsey á árunum 2000- 2018 (sjá fylgigrein). „Í Vestmannaeyjum eru miklar sjófuglabyggðir. Fuglinn fer til hafs og nær sér í æti og ber í ungana. Svo dritar hann í klettunum og uppi á eyjunum þar sem eru bæði lundi og aðrir svartfuglar, fýll og mávar,“ sagði Borgþór. „Það er geysilega mikill áburður sem kemur frá fugl- unum. Hann viðheldur þessari miklu grósku og frjósemi sem einkennir Vestmannaeyjar og fuglabyggðir í kringum landið.“ Þar sem þéttleiki sjófugla er mestur, eins og í súlu- byggðum, brennir dritið gróðurinn. Þar sem þéttleikinn er minni nýtist áburðurinn gróðrinum. „Á fyrstu árum Surtseyjar voru bersvæðin snauð að næringarefnum. Strandplöntur festu fyrst rætur þar, en þetta gekk hægt. Fræ þeirra eru stór og fremur forðarík. Þær geta bjargað sér í sendnu landi og nýta það sem sjórinn skolar upp,“ sagði Borgþór. Það litla sem fannst af plöntum uppi á eynni óx eiginlega ekki neitt fyrstu árin. Helst var það fjöruarfi sem óx á vikursléttunum. Mikil aukning varð í varpi síla- mávs, silfurmávs og svartbaks upp úr 1985 og þétt mávavarp myndaðist sunnan á Surtsey. „Það varð algjör sprenging hvað gróðurinn tók mikið við sér vegna áburðar frá fuglunum. Eins barst eitthvað af fræjum úr öðr- um eyjum og ofan af landi með þeim. Fuglar hafa verið drýgstir í að bera fræ til Surtseyjar,“ sagði Borgþór. Lundi er lykiltegund í úteyjum Vestmannaeyja og stærsti fugla- stofninn þar. Hann hefur lítið látið að sér kveða í Surtsey. Lítils háttar lundavarp er í sjávarhömrum en hann er ekki farinn að verpa inni á eynni. Líklega er erfitt fyrir hann að grafa sér holur enda víða stutt niður á hraun eða móberg við brúnirnar. Fýll fór að verpa í sjávar- hömrum í eynni en þeir voru óstöð- ugir og brotnar af þeim á hverju ári. Þar festist því enginn gróður. Á seinni árum hafa myndast fýlavörp í gígum og hrauninu inni á eynni. Fýl hefur fjölgað þar. Landið þar er einnig að gróa upp, þökk sé áburði fýlanna. Gróður í Surtsey er á köflum kominn í svipað horf og í lundabyggðum Vest- mannaeyja þar sem fuglinn ber stöð- ugt á. Um 15 hektara gróðurlendi Varpsvæði mávanna hefur breiðst út og gróðurþekjan í Surtsey stækkað með hverju ári. Hún er nú að nálgast 15 hektara (150.000 m2) að flatarmáli. Borgþór segir að stöðugt brotni af Surtsey og því sé viðbúið að varpið muni færast inn á miðhluta eyjarinnar. Gróðurþekjan er orðin töluvert þykk og ekki ólíkt að ganga á henni og á troðnum ullarbala, að sögn Borg- þórs. Undir yfirborðinu er mikil sina og rótarmassi. Uppskeran jafnast á við það sem gerist á frjósamasta gras- lendi uppi á landi eða í Vestmanna- eyjum. Bjarni Diðrik Sigurðsson og nemendur hans við LBHÍ hafa sýnt fram á það með rannsóknum sínum að fuglarnir bera á sem samsvarar 50 kg af köfnunarefni á hvern hektara. Það er eins og hálfur túnskammtur af áburði. Ekkert af uppskerunni er fjarlægt heldur sölnar hún og rotnar með tímanum og styrkir þannig gróðurkerfið. Gróskumikið land- nám lífsins í Surtsey Ljósmynd/Borgþór Magnússon Surtsey Gróskulegt gróðursamfélag hefur fest rætur á eynni sem varð til í eldgosi 1963-1967. Vísindamenn hafa fylgst með landnámi lífsins. Fjallað er um kerfisgrein- ingu á plöntu- samfélagi í mávavarpinu í Surtsey á ár- unum 2000- 2018 í nýrri grein í vís- indatímarit- inu Ecology and Society. Höfundar eru þau Hannah Schrenk og Wolfgang zu Castell við Helmholtz Zentrum- stofnunina í Þýskalandi, Borg- þór Magnússon við Náttúru- fræðistofnun Íslands og Bjarni Diðrik Sigurðsson við Landbún- aðarháskóla Íslands. Tengill á greinina er á heimasíðunni ni.is. Greindar voru tvær aðlög- unarlotur á rannsóknar- tímabilinu. Í þeirri fyrri breytt- ist gróður frá landnemagróðri í graslendissamfélag. Talsverðar breytingar urðu á gróðurfarinu eftir árið 2012 sem var óvenju þurrt í Surtsey. Rannsókn á gróðurfarinu SURTSEY 2000-2018 Borgþór Magnússon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.