Morgunblaðið - 14.06.2022, Qupperneq 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2022
Eftir fremur mildan
og léttan vetur, vorið
frekar í kaldara lagi,
er sumarið nú mætt í
fjörðinn. Það gefur
væntingar um spenn-
andi vikur fram und-
an. Þá vaknar áleitin
spurning: Fá Aust-
firðingar svipað eða
betra sólarsumar en í
fyrra? Veðurglöggur
Vestfirðingur ættaður að austan
spáði hárrétt fyrir sumrinu í fyrra,
sem var eitt það hlýjasta og sólrík-
asta í fjölda ára. Sami Vestfirð-
ingur hefur nú spáð ekki síðra
sumri í ár. Hann segir þó að Aust-
fjarðaþokan verði sennilega ekki
frá okkur tekin. Er það bara ekki í
lagi?
Eftir mögnuðustu loðnuvertíð í
fjölda ára, sem skapaði mikil um-
svif og verðmæti í kaupstaðnum,
keppist Héraðsverk nú við að hefja
af fullum krafti framkvæmdir við
snjóflóðavarnargarða í rótum
Bjólfs norðanmegin byggðarinnar,
þ.e. Öldugarð, Miðgarð og Bakka-
garð. Framkvæmdir þessar munu
standa yfir í næstu
þrjú ár.
Umfangsmiklar
framhaldsrannsóknir
verða á og við land-
námsbæinn Fjörð, en
þar fundust merki-
legar fornminjar síð-
astliðið sumar.
Umhverfismats-
skýrsla Fjarðarheið-
arganga fór í kynn-
ingu á dögunum með
umsagnarfresti til 7.
júlí. Stefnan er sett á
að bjóða göngin út fyrir áramót og
að framkvæmdir hefjist seinni part
næsta árs.
Unnið er að því að finna var-
anlega lausn á nýrri staðsetningu
fyrir sögulega verðmæt hús sem
nú eru á hættusvæði eftir skrið-
urnar miklu í desember 2020, m.a.
Angro og Hafnargötu 44 (bæj-
arskrifstofurnar). Tækniminjasafn-
ið, sem missti stóran hlut af safna-
og húsakosti sínum, vinnur nú að
stórhuga endurreisn og uppbygg-
ingu á nýrri lóð á Lónsleiru.
Seyðisfjarðarhöfn er með í und-
irbúningi og kallar á allmiklar
framkvæmdir m.a. lengingu við-
legukanta og landfyllingu vegna
ört fjölgandi heimsókna skemmti-
ferðaskipa og annarra krefjandi
hafnsækinna verkefna. Alls eru
bókuð um 70 skip í sumar. Næsta
sumar lofar góðu, nú þegar bókuð
rúm 100 skip.
Höfnin er fjórða stærsta
skemmtiferðaskipahöfn landsins.
Það er því mikið um að vera í
höfninni og í bænum þegar farþeg-
ar í hundraðatali streyma í land
nær daglega. Fara þeir m.a. í rút-
um yfir Fjarðarheiði í skoð-
unarferðir til Héraðs, Borg-
arfjarðar eða Fjarðabyggðar.
Aðrir njóta fegurðar fjallanna og
mannlífsins í göngutúrum sínum
með eða án leiðsögu í bænum.
Nýju jarðvegsgarðarnir sem settir
voru upp til varnar íbúðabyggð,
t.d. neðan Neðri-Botna, mynda nú
skemmtilegt upphaf gönguleiðar
ofan byggðarinnar að sunnan
áleiðis inn að Fjarðarseli og áfram
að Gufufossi.
Sumrin á Seyðisfirði eru því al-
þjóðleg og heyrast mörg tungumál
og þjóðerni þeirra sem ganga um
göturnar og virða fyrir sér húsin,
garðana og mannlífið.
Skútum, sem ekki hefur mikið
farið fyrir síðustu ár, fjölgar nú og
er fjörðurinn vinsæll viðkomu-
staður þeirra á siglingum t.d.
norður fyrir. Lungaskólanemendur
fóru í vor er annanámi þeirra lauk.
Góð aðsókn er að skólanum að
sögn forstöðumanns. Þessir hressu
krakkar setja bjartan og skemmti-
legan tón í bæjarlífið á veturna.
Nýrra nemenda í haust er beðið
með tilhlökkun.
Ekki má gleyma Norrænu okk-
ar, sem kemur að venju vikulega
með farþega og bíla frá Evrópu.
Að sögn er fullbókað sumarmán-
uðina.
Já nú er sumarið svo sannarlega
komið.
Gróðurinn vælir af ánægju og
grasið kallar á slátt og snyrtingu.
Aspirnar, sem teinréttar í röðum
prýða innkeyrsluna í bæinn, bugta
sig og beygja góðlátlega í andvar-
anum. Ferðamenn streyma aftur í
kaupstaðinn brosandi út að eyrum
og eru strax mættir í Regnboga-
strætið með „græjurnar“ sínar til
myndatöku.
Bláa kirkjan boðar fjölbreytta
sumartónleikaröð að vanda og veit-
ingastaðirnir rómuðu El Grillo,
Aldan og Nord-Austur Sushi/Bar
við enda götunnar bjóða fjöl-
breytta gómsæta rétti. Tveir veit-
ingastaðir við Austurveg, Studio 23
og Orkan-Áfylling, ásamt Herðu-
bíó, Skaftfelli Bistro og sumarsýn-
ingu Skaftfells, kalla til sín akandi
og gangandi og bæta í fjölbreyti-
leikann og framboðið.
Nýja ísbúðin hennar Ingrid er
vinsæll viðkomustaður. Hagavöllur,
níu holu golfvöllur, grænn og glett-
inn, mætir gestum við komuna í
bæinn akandi niður Fjarðarheið-
ina. Fjarðaráin, vaxandi silungs-
veiðiá, rennur hljóðlát en ákveðin
neðan við Evrópuveginn inn í
kaupstaðinn á leið sinni til sjávar.
Já, mannlífið á Seyðisfirði er
sannarlega að lifna við og býður
gesti velkomna að njóta á komandi
sumri.
Eftir Þorvald
Jóhannsson » Vestfirðingur ætt-
aður að austan spáir
góðu sumri á Austur-
landi en segir að Aust-
fjarðaþokan verði ekki
frá þeim tekin.
Þorvaldur Jóhannsson
Höfundur er fv. bæjarstjóri, nú eldri
borgari.
brattahlid10@simnet.is
Sumarið er mætt til Seyðisfjarðar
Á þeim hundrað
dögum (þegar þetta
er skrifað) sem eru
liðnir frá svívirðilegri
innrás Vladimírs Pút-
íns í Úkraínu hefur
komið í ljós hvernig
hermenn hans hafa
framið stríðsglæpi
gagnvart almennum
borgurum með því að
skjóta og drepa þá
óvopnaða. Slíkt gera
ekki nema hrottar og flokkast það
undir stríðsglæpi. Þar sem her-
menn Pútíns fara um ræna þeir
öllu steini léttara. Hér er orðið rán
notað því rán samkvæmt íslensk-
um hegningarlögum er þegar ein-
hverju er stolið með ofbeldi. Og því
eru hermenn Pútíns heldur betur
að beita, samanber dráp þeirra á
óvopnuðum almennum borgurum.
Hér skal nefnt sérstaklega rán
Pútíns á korni, hveiti og stáli fyrir
utan almennar eigur úkraínskra
borgara.
Spurt er hvort Íslendingar telji
verjandi að halda stjórnmála-
sambandi við ríkisstjórn hrotta,
stríðsglæpamanns og ótínds þjófs?
Ég segi nei, ekki í
mínu nafni. Slítum
þegar í stað stjórn-
málasambandi við rík-
isstjórn þjófsins,
stríðsglæpamannsins
og hrottans Vladimírs
Pútíns! Þess er ósk-
andi að almenningur í
Rússlandi rísi upp og
steypi honum af stóli.
Ekki einasta hefur
hann kallað hörm-
ungar yfir þjóð sína
heldur einnig yfir heiminn allan.
Látum Pútín vita að stríðið í Úkra-
ínu er ekki gleymt né heldur
hrottaskapur hans, stríðsglæpir og
rán.
Forseti Rússlands er
hrotti, stríðsglæpamað-
ur og ótíndur þjófur
Eftir Ingólf Bruun
Ingólfur Bruun
» Spurt er hvort Ís-
lendingar telji verj-
andi að halda stjórn-
málasambandi við
ríkisstjórn hrotta,
stríðsglæpamanns og
ótínds þjófs?
Höfundur er leiðsögumaður.
Alþjóðlegi blóð-
gjafadagurinn er hald-
inn hátíðlegur 14. júní
ár hvert. Dagurinn er
haldinn til heiðurs
blóðgjöfum um heim
allan, sem gefa af óeig-
ingirni blóð og blóð-
hluta sem síðan er gef-
ið til sjúkra. Mikil þörf
er á að fjölga blóð-
gjöfum. Því er tilvalið
að nýta þennan hátíð-
isdag til að ganga í hóp vaskrar
sveitar blóðgjafa, sem tryggja sam-
félaginu dýrmætt framboð af blóði
og blóðhlutum. Án framlags okkar
góðu blóðgjafa yrði erfitt, jafnvel
ómögulegt að framkvæma skurð-
aðgerðir og aðstoða
einstaklinga í gegnum
erfið veikindi.
Sumartíminn reynist
starfsemi Blóðbankans
gjarnan erfiður, þar
sem ferðalög eru tíðari
og blóðgjafar síður
heima við en annars.
Það er því starfseminni
dýrmætt þegar blóð-
gjafar muna eftir að
gefa blóð áður en hald-
ið er í fríið, því Blóð-
bankinn þarf 70 blóð-
gjafa á dag, allan
ársins hring. Þessu til viðbótar má
nefna að á Íslandi eru virkir blóð-
gjafar um 2.000 færri en þeir þurfa
að vera. Þessu til viðbótar hætta um
2.000 gjafar á hverju ári að gefa
blóð, sökum aldurs eða annarra or-
saka. Heildarþörf Blóðbankans fyrir
nýliðun í blóðgjafahópnum er því
um 4.000 blóðgjafar á ári.
Ég vil sérstaklega hvetja konur
til að gerast blóðgjafar en Ísland er
sér á báti þegar kemur að fæð
kvenna í hópi blóðgjafa. Af heild-
armagni heilblóðs á Íslandi á um
27% uppruna sinn hjá konum en til
samanburðar á 44% af heilblóði
uppruna sinn hjá konum í Svíþjóð.
Heildarfjöldi blóðgjafa í dag er um
6.000, en aðeins 2.000 úr þessum
hópi eru konur. Blóðgjafafélag Ís-
lands vill beita sér fyrir því að fjölga
konum í hópi blóðgjafa, helst þannig
að konur sem gefa blóð verði jafn-
margar körlum.
Sökum ástandsins í samfélaginu
og framkvæmda við Snorrabraut
verður ekki slegið upp garðveislu að
Snorrabraut í tilefni dagsins, en
blóðgjafar og sér í lagi þau sem hafa
áhuga á að gerast blóðgjafar, eru
hvött til að mæta í Blóðbankann að
Snorrabraut 60 eða á 2. hæðina
áGlerártorgi Akureyri og láta gott
af sér leiða. Boðið er upp á sér-
staklega góðar veitingar í tilefni
dagsins. Best er að panta tíma í
blóðgjöf með því að hringja í síma
543 5500 (Reykjavík) eða 543 5560
(Akureyri). Einnig er hægt að bóka
tíma á www.blodbankinn.is. Dag-
urinn 14. júní var valinn, þar sem
það er afmælisdagur nóbelverð-
launahafans Karl Landsteiner en
hann uppgötvaði ABO-blóð-
flokkakerfið árið 1900. Að al-
þjóðlega blóðgjafadeginum standa
WHO, Alþjóða Rauði krossinn, Al-
þjóðasamtök blóðgjafafélaga og Al-
þjóðasamtök blóðgjafar. Að baki
þessara samtaka eru 192 aðildarríki
Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar,
181 landssamtök Rauða krossins, 50
landssamtök blóðgjafafélaga og þús-
undir sérfræðinga um blóðgjafir.
Áhugasamir um blóðgjafir og
starfsemi BGFÍ geta gerst meðlimir
félagsins á heimasíðu félagsins,
www.bgfi.is
Eftir Davíð Stefán
Guðmundsson » Sumartíminn reynist
Blóðbankanum erf-
iður. Það er því starf-
seminni dýrmætt þegar
blóðgjafar muna eftir að
gefa blóð áður en haldið
er í fríið.
Davíð Stefán
Guðmundsson
Höfundur er formaður
Blóðgjafafélags Íslands.
Það tekur 30 mínútur að bjarga mannslífi
Til í mörgum stærðum
og gerðum
Nuddpottar
- 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
Fullkomnun í líkamlegri vellíðan
nhöfða 11