Morgunblaðið - 14.06.2022, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2022
✝
Una Helga
Jósefína Frið-
riksdóttir fæddist
22. maí 1938 á
Hrafnabjörgum í
Jökulsárhlíð og
ólst þar upp en bjó
lengi á Múla í
Dýrafirði og síðar
í Hraunbæ í
Reykjavík. Hún
lést á Seljahlíð,
heimili aldraðra,
24. maí 2022.
Foreldrar hennar voru hjón-
in María Eiríksdóttir húsmóðir
og Friðrik Kristjánsson bóndi á
Hrafnabjörgum. Ína, eins og
hún var gjarnan kölluð, var ein
af fimm systkinum, hin eru
Jón, f. 1928, d.
1988, Gróa, f. 1932,
d. 2021, Magnhild-
ur, f. 1941, og
Kristjana, f. 1945.
Eiginmaður Ínu
var Þórður Jóns-
son, f. 1930 d.
1979, bóndi, frá
Múla í Dýrafirði.
Börn þeirra eru: 1)
María, f. 1959, gift
Leifi Kr. Þor-
steinssyni, eiga þau þrjú börn
og þrjú barnabörn. 2) Ragn-
heiður, f. 1967, gift Árna
Helgasyni, synir Árna og fóst-
ursynir Ragnheiðar eru þrír og
saman eiga þau tvo syni, barna-
börnin eru fimm. 3) Jón Jó-
hann, f. 1970, kvæntur Þor-
gerði Marinósdóttur, eiga þau
þrjú börn.
Ína ólst upp í Jökulsárhlíð-
inni en flutti ung að árum til
Reykjavíkur þar sem hún vann
ýmis störf, þ.á m. á Vífils-
stöðum þar sem hún kynntist
Þórði, verðandi manni sínum.
Hún fluttist að Múla í Dýrafirði
og hóf búskap með Þórði árið
1959. Við fráfall Þórðar 1979
fluttist Jósefína suður aftur.
Bjó hún skamma hríð í Hafn-
arfirði og síðan í Hraunbæ 48
þar sem hún bjó allt þar til hún
fluttist í Seljahlíð um páskana
2022. Hún starfaði hjá þvotta-
húsi Ríkisspítalanna frá því að
hún flutti í Árbæinn þar til hún
hætti að vinna sökum aldurs.
Útför Jósefínu fer fram frá
Árbæjarkirkju í dag, 14. júní
2022, klukkan 13. Jarðsett
verður í kirkjugarðinum á
Þingeyri á morgun, 15. júní
2022.
Ína mín er dáin. Hún var ekki
aðeins tengdamóðir mín heldur
einnig vinur. Margan kaffisopann
þáði ég hjá henni í Hraunbænum
við eldhúsborðið á meðan við
ræddum málefni líðandi stundar
og ekki síður gamla tímann. Ína
hafði gaman af því að segja frá
uppvextinum fyrir austan og
stundum gátum við rætt árin fyrir
vestan en þau voru henni greini-
lega sárari enda féll Þórður frá
langt fyrir aldur fram.
Við höfum þekkst í um 30 ár
síðan ég kom inní fjölskylduna og
var mér strax tekið eins og syni
fremur en tengdasyni – þannig
var Ína. Hún var einstaklega góð-
hjörtuð og mátti ekkert aumt sjá.
Börn drógust að henni og alltaf
hafði hún tíma fyrir þau og naut
þess að leika sér við þau og ýta
undir þroska þeirra með spilum
og samræðum.
Aldrei heyrði ég hana hallmæla
nokkrum manni og bar þá frekar
blak af ef henni þótti gagnrýni, t.d.
á stjórnmálamenn, óvægin. Hún
hafði sínar skoðanir þótt hún tran-
aði þeim ekki fram við hvert tæki-
færi og gat verið föst fyrir. Forkur
var hún duglegur og féll aldrei
verk úr hendi á meðan heilsan
leyfði. Oft kom hún til okkar í mat
og síðustu árin var hún alltaf hjá
okkur um jólin. Hún var ekki fyrr
komin inn úr dyrunum en hún
spurði hvort hún gæti ekki aðstoð-
að eitthvað og beið ekki svars
heldur tók til við uppvask eða
leggja á borð og aðstoða við mat-
argerð. Ekki þótti henni síðra að
fá fjölskylduna sína í mat og eru
ýmsir réttir hennar sem goðsagn-
ir í huga barnabarnanna og eng-
inn nær Ínu-ömmu-bragðinu af
sneiðum í ofni eða hakki og spag-
hettí.
Ófáar bílferðirnar fórum við
Ragnheiður og synir okkar með
Ínu út um allar koppagrundir á
meðan hún hafði heilsu. Við fórum
í dagsferðir um nærsveitir höfuð-
borgarinnar og oft fór hún með
okkur í bústaðinn í Borgarfirði á
meðan við áttum hann. Það var
ekki oft sem hún þáði ekki svolítið
ferðalag. Þegar hún eltist fórum
við í upphituðu hjólhýsi í ferðirnar
– það þótti henni þægilegt. Mér er
minnisstætt ferðalag sem við fór-
um í Dýrafjörðinn fyrir um það bil
10 árum en henni þótti vænt um að
koma í dalinn og hitta gamla
kunningja og vini. Ekki þótti
henni síðra að fara í Jökulsárhlíð-
ina og fyrir meira en 20 árum fóru
börn hennar ásamt mökum og
börnum þeirra saman og dvöldum
þar í bústað í Svartaskógi um
langa helgi. Þá var nú glatt á
hjalla og ekki dró úr gleðinni og
kátínunni þegar Helga frænka
kom í heimsókn í bústaðinn. Ferð í
Svarfaðardalinn á heyskapartíma
þótti henni ekki slæm. Hún fór þó
aldrei útfyrir landsteinana þrátt
fyrir ótal boð um það, taldi ekki
þörf á því að sækja vatnið yfir læk-
inn.
Ínu verður sárt saknað af fjöl-
skyldu og vinum en minning henn-
ar lifir með okkur og við gleðjumst
yfir ánægjuríku lífi sem við áttum
með henni og því að nú hittir hún
fyrir Þórð sinn sem hvarf alltof
snemma frá henni. Ég votta allri
fjölskyldunni einlæga samúð
mína.
Guð blessi minningu góðrar
konu, far í friði Ína mín.
Árni Helgason.
Jósefína tengdamóðir mín eða
Ína eins og hún var alltaf kölluð
var að mínu mati ein af hvunn-
dagshetjum þessa lands. Ung að
árum kynntist Ína Þórði tengda-
pabba á Vífilsstöðum og flutti með
honum að Múla í Dýrafirði þar
sem Ína gaf ekkert eftir í þeim
verkum sem þurfti að vinna á
bænum enda harðdugleg til vinnu
alla tíð. Hún var í blóma lífsins
þegar hún missti lífsförunaut sinn
og föður barna sinna og flutti hún
þá til Reykjavíkur með börnin
þrjú. Fyrst flutti hún í Hafnar-
fjörðinn en að ári loknu flutti fjöl-
skyldan í Hraunbæinn og þar bjó
Ína þar til hún fékk pláss á Selja-
hlíð um síðustu páska. Alltaf
minntist hún með hlýju og ástúð
tíma síns fyrir vestan og var alltaf
gaman að heyra hana segja frá
þessum tíma enda mikið breyst
frá því sem við erum vön í dag.
Lengst af vann Ína hjá þvottahúsi
Ríkisspítalanna og get ég fullyrt
það að duglegri starfskraft hefur
ekki verið hægt að finna auk þess
að sjá ein um heimili sitt með mikl-
um myndarskap í Hraunbænum.
Tvítug að aldri kynntist ég
tengdamóður minni og aldrei bar
skugga á okkar samband enda var
Ína alveg einstaklega ljúf og góð
manneskja. Stuttu eftir að við Jón
fórum að vera saman var ég nán-
ast flutt í Hraunbæinn og aftur
nokkrum árum síðan fengum við
Jón að vera í Hraunbænum í
nokkra mánuði á meðan við vorum
að byggja og þá tveimur börnum
ríkari. Þetta fæ ég aldrei fullþakk-
að.
Ef ég ætti að nefna eitt meg-
inhlutverk Ínu í þessu lífi þá var
það ömmuhlutverkið. Heimsins
besta amma og því eru allir sam-
mála. Það var alltaf gaman að
fylgjast með því hvernig sambandi
hennar var háttað við barnabörn-
in. Fyrst kom Helgi og var hann
eina barnabarnið í níu ár og hefur
samband þeirra alla tíð verið ein-
stakt en síðan fóru barnabörn að
tínast inn og alltaf hafði hún tíma,
ást, umhyggju og áhuga fyrir
hverju þeirra. Ég sagði stundum
við Jón að ef ég þyrfti að ræða eitt-
hvað við tengdamóður mína þá
þyrfti ég annaðhvort að koma ein í
heimsókn eða hringja því annars
var hún algjörlega upptekin í
spilamennsku eða tindátaleik með
barnabörnunum á eldhúsgólfinu.
Ína amma eldaði einnig heimsins
besta mat sem erfitt er að leika
eftir. Ég fæ mikið hrós frá mínum
börnum ef t.d. sósan eða lamba-
kjötið er næstum því eins og
amma gerði það. Það var líka
ósjaldan skellt í pönnukökur þeg-
ar við fjölskyldan kíktum í heim-
sókn. Allt til síðasta dags var
tengdamamma höfðingi heim að
sækja og mikið í mun að geta boð-
ið upp á einhverjar veitingar og
varð alveg ómöguleg ef maður
vildi ekki þiggja neitt.
Þegar við Ína töluðum saman í
síma þá kvaddi hún mig alltaf á
sama hátt með kveðjunni: „Ég bið
að heilsa í bæinn Gerða mín.“ Allt-
af þótti mér leiðinlegt að geta ekki
sagt ég bið að heilsa sömuleiðis,
en núna get ég þó sagt: „Elsku
Ína mín, ég bið svo sannarlega að
heilsa!“ Ég veit að það hafa orðið
miklir fagnaðarfundir hjá þeim
hjónum og það er það sem við
fólkið hennar getum yljað okkur
við þessa dagana ásamt fjölmörg-
um dásamlegum minningum.
Hvíl í friði og hafðu þökk fyrir
allt
Þín tengdadóttir,
Þorgerður (Gerða).
Takk fyrir samfylgdina elsku
amma Ína.
Þú varst stór hluti af lífi mínu.
Það var alltaf spari að fara til
Reykjavíkur og hitta þig og njóta
tímans með þér. Hvort sem var
við leik og spil eða þegar ég fór
með þér að skúra stigaganga í
hverfinu eða kíkja í þvottahúsið
þar sem þú varst aðalmanneskj-
an. Það var alltaf svo gaman þeg-
ar þú komst norður á Akureyri og
við fórum út í göngutúra, á leik-
völl og minnisstæðar eru ferðirn-
ar upp að mjólkursamlagi að
skoða Búkollu og mjaltakonuna.
Allar stundir voru gæðastundir
með ömmu.
Þegar ég svo varð eldri og
þurfti að sækja Háskóla Íslands
tókstu við mér. Ég fékk að upplifa
þá ánægju að búa hjá þér í rúm-
lega fimm ár í Hraunbænum þar
sem við áttum vel saman. Þú hætt
að vinna fyrir utan vaktir í kirkj-
unni á fimmtudagskvöldum og í
raun leið mér aldrei eins og ég
hefði flutt að heiman þar sem ég
flutti inn í öryggið hjá þér. Þú
varst góður stuðningur og við gát-
um brallað mikið saman og ég í
staðinn hjálpað þér með ýmislegt
á þessum árum en það gaf mér
mikið að geta gert það.
Þegar ég svo flutti aftur til Ak-
ureyrar og eftir það til Svíþjóðar
hittumst við sjaldnar, en alltaf var
það fastur punktur í hverri ferð til
Reykjavíkur að heimsækja
Hraunbæinn. Þú tókst alltaf svo
vel á móti okkur Kristínu og þið
áttuð svo vel saman. Það var
dásamlegt að sjá. Gleðin sem
skein af þér líka þegar þú varst að
leika við langömmubörnin þrátt
fyrir að heilsunni væri farið að
hraka síðustu árin. Alltaf var eitt-
hvert góðgæti í skápunum, kók og
appelsíndós og svo karamellukex-
ið og æðibitarnir sem var fastur
liður hjá þér og ef maður gat ekki
borðað það í heimsókninni var
maður gjarnan sendur með pakk-
ann með sér í bílinn, sem vakti
lukku hjá börnunum.
Takk elsku amma fyrir sam-
fylgdina þessi 37 ár ævi minnar.
Hlý minningin lifir í hjartanu og
þakklæti efst í huga. Mér þykir
vænt um þig og sakna þín en veit
að þú ert frelsinu fegin og þið afi
eruð sameinuð á ný eftir öll þessi
ár sem þú saknaðir hans.
Ég læt fylgja með ljóðið sem
amma Hrabba samdi og við flutt-
um fyrir þig á 70 ára afmælisdag-
inn með smá breytingum. Það er
við uppáhaldslagið þitt, Love me
tender með Elvis Presley, sem þú
dáðir og gerðir það að verkum að
ég hef í gegn um tíðina hlustað svo
mikið á hann.
Hvíldu í friði elsku amma.
Elskulega amma mín,
nú kveðjustundin er.
Umhyggjan og ástúð þín
yljar sífellt mér.
Þó eftir degi komi kvöld
og kveðji ár og öld.
Um eilífð elsku amma mín,
mín þökk er þúsundföld.
(HB/HÞL)
Helgi Þór Leifsson.
Una Helga Jósef-
ína Friðriksdóttir
✝
Einar Baxter
fæddist í
Reykjavík 11. októ-
ber 1944. Hann lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Eir 31. maí
2022.
Foreldrar hans
voru Jóna Einars-
dóttir húsfreyja frá
Túni á Eyrar-
bakka, f. 4. apríl
1927, d. 10. febrúar
2010, og Herbert Baxter, f.
1921, d. 1985, hermaður í
bandaríska hernum á Íslandi.
Stjúpfaðir Einars var Gunnar
Sigurðsson bóndi frá Leiru-
lækjarseli á Mýrum, f. 7. októ-
ber 1915, d. 27. mars 2005.
Systkini Einars voru átta,
þau Herbert Baxter, f. 1946,
Sigurður, f. 1948, Reynir, f.
1949, d. 2008, Margrét, f. 1951,
Halldór, f. 1953, d. 2006, Svala,
f. 1955, d. 2018, Gunnar, f. 1961,
Baldursdóttur. 3) Jóna, f. 7.
ágúst 1975, gift Sigfúsi Péturs-
syni. Börn þeirra eru Aníta Sif,
f. 1996, Bjarni Darri, f. 1999 og
Diljá Sól, f. 2003.
Langafabörnin eru orðin tíu.
Sambýliskona Einars síðustu
ár var Vilborg Guðlaugsdóttir.
Einar bjó fyrstu tvö ár æv-
innar í Reykjavík með móður
sinni hjá móðurafa sínum Ein-
ari Jónssyni, bifreiðarstjóra og
járnsmið, f. 1887, d. 1959. Það-
an flutti hann á Mýrarnar þar
sem hann ólst upp í Leirulækj-
arseli fram á unglingsár en þá
lá leiðin aftur til Reykjavíkur.
Einar lærði til múrara og vann
við það en gerðist svo bygging-
arstjóri hjá Byggðaverki. Einar
var lengi leigubifreiðarstjóri
hjá Hreyfli eða þar til hann lét
af störfum.
Einar bjó lengst af í Reykja-
vík utan áratugar sem hann átti
heima í Vogum við Vatnsleysu-
strönd. Síðasta árið var hann
heimilismaður á Eir.
Útförin fór fram í kyrrþey að
ósk hins látna.
og Hafliði, f. 1963.
Einar kvæntist
2. júlí 1967 Ingi-
björgu Bjarnadótt-
ur en þau skildu ár-
ið 2003. Börn
þeirra eru: 1) Bára,
f. 17. apríl 1967,
var gift Davíð S.
Helgasyni. Börn
þeirra eru Einar
Örn, f. 1984, Sunna
Rós, f. 1987, Helgi
Axel, f. 1992 og Sara Dögg, f.
1992. Bára var gift Degi Andr-
éssyni. Synir þeirra eru Andri
Freyr, f. 1999, Arnar Ingi, f.
2002, og Alexander Ernir, f.
2005. Núverandi eiginmaður
Báru er Guðmundur S. Pét-
ursson. 2) Grettir, f. 24. maí
1971, giftur Ásdísi Clausen.
Börn þeirra eru Andrea Ósk, f.
1998, og Emil Grettir, f. 2003.
Grettir á dótturina Dagbjörtu
Báru, f. 1992 með Sólborgu
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Faðir minn, Einar Baxter, er
nú látinn og langar mig að minn-
ast hans og kveðja með nokkrum
orðum.
Pabbi var alla tíð mikill áhuga-
maður um bíla og áður en hann
fékk bílprófið ók hann um með
hatt til að virðast eldri en hann
var. Þegar hann var á rúntinum
upp úr tvítugu átti hann svartan
og hvítan Chevrolet Bel Air og
við ævilok átti hann flöskugrænan
Lincoln Continental, árgerð ’77.
Hann ók honum eingöngu í þurr-
viðri, því annars yrði hann að
pússa hann allan til að ná af hon-
um dropunum. Ég var svo heppin
að pabbi keyrði mig í og úr kirkju
á brúðkaupsdaginn minn 2014, á
Lincolnum eins og honum einum
var lagið.
Um þriggja áratuga skeið var
pabbi leigubifreiðarstjóri og þar
var hann í essinu sínu, alltaf á To-
yotu. Hann hafði yndi af því starfi,
var alltaf mættur til vinnu um
fjögur að nóttu og ekki tók hann
sér marga frídaga á þeim árum.
Pabbi hafði líka gaman af hest-
um og ungur að árum átti hann
meri sem hét Gletta. Á þeim tíma
komu Þjóðverjar nokkrum sinn-
um í Leirulækjarsel og keyptu
hesta og sóttu þeir fast að pabba
að selja þeim merina. Pabbi neit-
aði því, Gletta færi ekki til Þýska-
lands. Við pabbi fórum í nokkra
útreiðartúrana saman bæði í
Leirulækjarseli og í Vogunum en
hann smitaði mig af bakteríunni.
Þótt Gletta færi ekki til Þýska-
lands hafði pabbi sérstakt dálæti
á Þýskalandi og fór hann ófáar
ferðir þangað bæði með mömmu
og Vilborgu sambýliskonu sinni.
Hann uppástóð að allt væri best í
Þýskalandi; maturinn, vegirnir,
náttúran og menningin. Pabbi
hafði einstakt jafnaðargeð og sá
ég hann aldrei reiðan eða missa
stjórn á skapi sínu, enda þurfti
hann oft að leysa úr erfiðum mál-
um sem byggingarstjóri. Hann
hafði m.a. yfirumsjón með öllum
verktökunum sem komu að bygg-
ingu Kringlunnar.
Alla tíð gat ég leitað til hans
með öll mín vandamál og leysti
hann úr þeim með manni eða fyr-
ir mann.
Pabbi varð síðustu árin þeirrar
gæfu aðnjótandi að kynnast
henni Vilborgu og var aðdáunar-
vert að sjá hvað hún reyndist
honum vel. Síðasta daginn sem
hann lifði sá ég gleggst hvað hún
var honum mikils virði. Þrátt fyr-
ir að hann væri mjög veikur sýndi
hann alltaf viðbrögð ef hún var
hjá honum. Eins voru pabbi og
mamma góðir vinir alla tíð og það
var einstaklega fallegt að fylgjast
með hvernig hún sinnti honum í
veikindunum.
Pabbi glímdi við erfið veikindi
síðustu árin og án efa er hann
hvíldinni feginn. Ég sé þá fyrir
mér, pabba og Hrein, besta vin
hans sem fór allt of snemma, sitja
saman, spjalla og tefla.
Elsku pabbi, hafðu þakkir fyr-
ir allt, hvíldu í friði.
Minning um góðan mann lifir.
Bára Einarsdóttir.
Tvær spurningar voru ef svo
mætti segja fastur liður þegar við
hittumst; klukkan hvað byrjar þú
að vinna og hvað vinnur þú lengi
á daginn? Íslenska vinnusemin
var þér rótgróin en þú tókst hana
skrefinu lengra með einstakri
vandvirkni. Þú fannst í starfi það
sem við leitum öll að í lífinu og
mætti kannski kalla tilgang, það
sem kemur okkur upp brekkur
lífsins og veitir aukinn kraft.
Þú varst einskær blanda af
reglusemi, skyldurækni og al-
gjöru kaosi. Ólíkt hinu tvennu var
kaosið kannski ekki hluti af þínum
persónuleika heldur meira þeim
áhrifum sem þú gast haft. Með
stríðnina að vopni áttir þú auðvelt
með að espa hvaða barn sem var
upp í hæstu hæðir og ekki bara
eitt því þau löðuðust að þér fyrir
þína léttu lund. Kaosið í þér leyfði
þér hins vegar ekki að hætta fyrr
en allt var komið í háaloft og for-
eldrar orðnir jafn æstir og börnin.
Þá var markmiðinu náð og þú gast
komið þér í burtu.
En þú varst ekki bara laginn
við að espa fólk upp heldur varstu
einna bestur þegar á reyndi að róa
fólk niður. Þrátt fyrir að vera
maður fárra orða var oftar en ekki
hóað í þig til að jafna málin og þú
hikaðir ekki við að leggja allt frá
þér og ræsa strax af stað. Og með
þinni yfirvegun og á þinn hátt
náðir þú einhvern veginn að tjasla
öllu saman.
Ef maður leitaði til þín varstu
alltaf tilbúinn að hjálpa til við það
sem þú gast aðstoðað við og það
besta við að spyrja þig var að
svarið var alltaf afgerandi. Ann-
aðhvort gastu hjálpað og gekkst
strax í verkið eða þú gast það
ekki og maður leitaði annað.
Hjálparhöndin var hins vegar
annmörkum háð þar sem þú sett-
ir sömu kröfur á okkur og þú
gerðir á sjálfan þig; að standa
sína plikt. Stundvísi var þar stór
þáttur svo ef maður ætlaði að
mæta á ákveðnum tíma var best
að mæta tíu mínútum fyrr. Þetta
var engin öfgareglusemi heldur
snerist þetta um að bera virðingu
fyrir tíma annarra. Gildi sem
fylgja okkur enn í dag og sem við
erum þér þakklát fyrir.
Það er til marks um farsælt líf
þegar takmarka þarf þann fjölda
sem vill styðja þig á lokametrun-
um svo biðstofan fyllist.
Takk fyrir allt, afi, við eigum
eftir að sakna þín.
Þín barnabörn,
Einar Örn, Helgi Axel
og Sara Dögg.
Einar Baxter
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
HILMAR ALBERT ALBERTSSON
sjómaður,
lést á heimili sínu, Heiðargerði 16, Akranesi,
10. júní. Útför fer fram frá Stykkishólms-
kirkju mánudaginn 4. júlí klukkan 14.
Ragna Steinunn Eyjólfsdóttir
Kristvin Ingvi Ingimarsson Guðrún Geirsdóttir
Albert Hilmarsson Bryndís Hrönn Sveinsdóttir
Hjörtur Hilmarsson Kolbrún Diego Halldórsdóttir
Ásdís Lilja Hilmarsdóttir
Signar Kári Hilmarsson Una Guðný Pálsdóttir
Hermína Huld Hilmarsdóttir Þórir Karls Karlsson
barnabörn og barnabarnabörn