Morgunblaðið - 24.06.2022, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.06.2022, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2022 ✝ Ingibjörg Árna- dóttir fæddist á Botnastöðum í Svartárdal 5. maí 1937. Hún lést á Dvalarheimili aldr- aðra Sauðárkróki 14. júní 2022. Foreldrar henn- ar voru Árni Gunn- arsson, f. 31. maí 1911, d. 16. júní 1991 og Margrét Jóhannesdóttir, f. 23. maí 1916, d. 13. október 2000. Systur Ingibjargar voru: Ís- gerður, f. 25. apríl 1939, d. 29. september 2006 og Elsa Hall- björg, f. 13. ágúst 1948, d. 11. september 2003. Þann 10. ágúst 1962 giftist Ingibjörg Grétari Jónssyni, f. 9. júní 1928, d. 24. september 2021. Foreldrar hans voru Jón Sveinsson, f. 1887, d. 1971 og Petrea Óskarsdóttir, f. 1904, d. 1998. Pétur Steinn, f. 3.2. 2014. Þegar Ingibjörg er sjö ára gömul flytur fjölskyldan frá Botnastöðum ásamt ömmu hennar og afa í móðurætt í Þverárdal í Bólstaðarhlíðar- hreppi. Þar elst hún upp við al- menn sveitarstörf. Veturinn 1954-1955 fer hún í Kvenna- skólann á Blönduósi, síðar til Akureyrar og starfaði þar í dúkaverksmiðjunni og eins í eldhúsinu á Sjúkrahúsinu. Í janúarbyrjun 1962 flytur Ingibjörg í Skagafjörðinn og þá byrja þau Grétar sinn búskap á Hóli í Sæmundarhlíð. Þar búa þau félagsbúi ásamt Bjarna, bróður Grétars, og Petreu, móður þeirra bræðra. Búskap- urinn og sveitin áttu hug Ingi- bjargar allan og þar undi hún sér best við öll sveitarstörfin. Haustið 2007 flytja Ingibjörg og Grétar til Sauðárkóks í Jök- latún 14. Árið 2019 í haustbyrjun flyt- ur Ingibjörg á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki. Útför Ingibjargar fer fram í dag, 24. júní 2022, kl. 14 frá Sauðárkrókskirkju, jarðsett verður í Reynistaðarkirkju- garði. Ingibjörg og Grétar eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Árni, f. 23.1. 1962, d. 16.10. 2018, 2) Petrea, bú- sett í Kópavogi, f. 16.5. 1963, sonur hennar er Fannar Árni Hafsteinsson, f. 4.1. 2004, 3) Margrét, búsett á Sauðárkróki, f. 20.8. 1965 gift Páli Sighvatssyni, f. 26.2. 1965, þeirra synir eru Grétar Ingi, f. 9.1. 1994 og Sighvatur Rúnar, f. 23.7. 1996, unnusta hans er Lovísa Rut Stefánsdóttir, f. 15.3. 1995, 4) Jóhanna Ingi- björg, búsett á Sauðárkróki, f. 17.9. 1968, 5) Jón, búsettur á Hóli í Sæmundarhlíð, f. 8.11. 1977 giftur Hrefnu Hafsteins- dóttur, f. 3.4. 1980, þeirra synir eru Ingimar Hólm, f. 14.6. 2008, Sveinn, f. 13.12. 2009 og Mamma var alltaf mjög iðju- söm og hafi yndi af dýrum og bústörfum. Á Hóli naut mamma sín vel í stórfjölskyldunni, að taka á móti gestum, vera með aukabörn á heimilinu og vera í inni- og úti- verkum. Oft þegar degi tók að halla varstu orðin þreytt, en aldrei kvartaðir þú, heldur vannstu þessi verk með mikilli alúð, kærleika og þrautseigju í sátt við menn og dýr. Mamma var trúuð og kenndi okkur börnunum og barnabörn- unum sínum bænir og vers. Þér var líka mjög umhugað um okk- ar velferð og ömmustrákarnir gegndu stóru hlutverki í lífi þínu og þú baðst verndar- englana að passa okkur öll. Þú kenndir okkur svo margt, elsku mamma, með einstakri góðvild þinni, gleði, gríni og að þakka fyrir allt, hversu lítið sem það var. Eftir að búskapnum lauk hjá ykkur pabba gáfuð þið ykk- ur meiri tíma til að ferðast með eldri borgurum sem þið höfðuð gaman af. Þegar þú þurftir að flytjast á hjúkrunarheimilið á Sauðar- króki sættir þú þig við orðinn hlut og sýndir áfram sömu alúð, kærleika og þakklæti til þeirra sem nutu samvista við þig. Elsku mamma, mikið eigum við eftir að sakna alls kærleik- ans og samverustundanna. Hjartans þakkir til þín fyrir allt sem þú gafst okkur öllum og varst okkur alla tíð. Nú leggur þú af stað í Sumarlandið og hitt- ir pabba og Árna bróður, bless- uð sé minning ykkar og hið ei- lífa ljós lýsi ykkur. Þínar dætur, Petrea og Jóhanna. Tómarúmið verður alltaf mik- ið þegar maður kveður þá sem eru manni kærir og það var elskuleg móðir mín svo sann- arlega. Því er gott að eiga ljúfar og fallegar minningar sem streyma fram í huga minn og hlýja mér nú. Mamma var fædd á Botna- stöðum í Svartárdal 5. maí 1937. Sjö ára gömul flutti hún með foreldrum sínum og ömmu og afa í móðurætt í Þverárdal í Bólstaðarhlíðarhreppi og þar ólst hún upp. Oft var hún fengin til að hjálpa til á öðrum bæjum og taldi hún það ekki eftir sér, það þótti bara sjálfsagt í þá daga. Leiðin lá svo í Kvenna- skólann á Blönduósi og minntist hún oft á þann tíma við okkur. Einnig fór hún til Akureyrar og starfaði þar í dúkaverksmiðj- unni og eins í eldhúsinu á sjúkrahúsinu. Mamma, líkt og jafnaldrar hennar á þeim tíma, tók virkan þátt í starfi ungmennafélagsins í sveitinni. Hún vann oft t.d. í veitingasölunni í Húnaveri og þar kynntust þau pabbi. Í janúarbyrjun 1962 flutti mamma í Skagafjörðinn í Hól og þar bjuggu þau til ársins 2007, er þau fluttu til Sauð- árkróks. Mamma og pabbi voru bændur af lífi og sál og bjuggu félagsbúi með Bjarna föður- bróður og síðar Árna bróður. Gekk hún í flestöll verk, jafnt utan dyra sem innan en alltaf fannst henni nú betra að geta farið í fjósið, tekið í hrífuna, farið í baggana eða mokað í blásarann, svo eitthvað sé nefnt, heldur en þurfa að stúss- ast inni, en þar nutum við góðr- ar aðstoðar Petreu, föðurömmu okkar. Mörg voru börnin sem dvöldu í sveitinni og gestagangurinn mikill á stóru heimili en alltaf var nóg til handa öllum, hvort sem það var bakkelsi eða kær- leikur. Ef stund gafst á milli stríða, þá voru prjónarnir teknir fram og heilu lopapeysurnar galdraðar fram, ásamt heimsins bestu vettlingum og sokkum, eins og ömmustrákarnir þínir sögðu. Alltaf var nóg að gera í sveit- inni og ekki mikill tími til ferða- laga, en eftir að þau fluttu á Krókinn gafst færi á að fara í nokkrar góðar ferðir með Félagi eldri borgara og Lions. Alltaf var nú samt hugurinn í sveitinni og oft var farið þangað og fannst þeim gott að geta hjálpað til. Á haustmánuðum ársins 2019 flutti mamma á Dvalarheimili aldraðra hér á Sauðárkróki og þar undi hún sér vel. Alltaf var jafn gott og yndislegt að koma í heimsókn til hennar og ræða málin, hluta á lögin hans Geir- mundar og Karlakór Bólstaðar- hlíðarhrepps, sem og sjá myndir úr sveitinni. Ég vil þakka því yndislega starfsfólki sem vinnur á Dvalarheimili aldraðra (deild 5) hjartanlega fyrir allt það sem þau voru og gerðu fyrir mömmu og okkur, einnig íbúum dval- arheimilisins. Elsku mamma mín. Það duldist engum sem kynntist þér hversu einstök þú varst, æðru- leysi þitt, kærleikurinn þinn, ljúfmennskan, þakklætið, heið- arleikinn, hógværðin og svo varstu slitviljug til allra verka. Þú varst af þeirri kynslóð kvenna sem létu þarfir annarra ganga fyrir sínum eigin þörf- um. Nú ert þú komin í sumarland- ið og pabbi og Árni bróðir hafa tekið á móti þér. Ég veit að þar hafa verið fagnaðarfundir. Hafðu þökk fyrir alla þína ástúð, umhyggju og kærleika, elsku mamma mín. Þín dóttir Margrét. Þá lífi lýkur, langri gönguför og ljúfar myndir fram í huga streyma frá æskudögum björtum verðum vör við móðuryl er seint við munum gleyma. Þar vannstu mamma verkin langan dag og vafðir allt með þínum kærleiks- kossi nú biðjum Guð um bæna bræðralag sem beri þig að Drottins helga krossi. Ingibjörg, tengdamóðir mín, hefur lagt upp í sína hinstu för. Það gerði hún af því æðruleysi sem hún átti ávallt nóg af og var hennar stóri styrkur í þeim að- stæðum sem örlögin bjuggu henni. Alin upp í faðmi heið- arbýlis, þar sem hafa þurfti fyr- ir öllum hlutum. Úr þeim var leyst af vinnusemi og þraut- seigju en einnig af kærleik og þakklæti. Þessir þættir voru henni eðlislægir, allt til enda. Þakklæti til allra þeirra er við- vik léttu og lögðu á sig þau störf er vinna þurfti. Ekki síður var hún næm á að styðja við þá sem mest þurftu, börnin sín, barna- börn eða önnur þau mörgu börn er dvöldu á Hóli sumarlangt. Hún skynjaði líðan þeirra og var alltaf nálægt ef eitthvað bjátaði á. Þar áttu þau vísan kærleik og umhyggju. Það sama gilti um dýrin, stór og smá. Þar átti hún vini er skildu hana og ekkert vissi hún verra en ef þeim leið illa eða þá að hagir þeirra væru ekki sem bestir. Það var hennar lífsfylling að umgangast þau og hlúa að þeim með sem bestum hætti. Á mannmörgu heimili á Hóli var glaðværð og gestkvæmt löngum, öllum tekið af stökum myndarskap, ekkert var til sparað í þeim efnum. Margt þurfti að ræða og voru oft fjör- ugar umræður við heimilisfólk- ið. Gjarnan hafði Ingibjörg gefið sér stund til að spyrja frétta af högum gestanna, áður en þeir hurfu á braut. Sú hlýja sem hún bar í brjósti í garð samferða- fólks síns og vina, leyndi sér ekki. Hún trúði á allt hið góða og gjarnan á mátt og hjálp frá þeim sem er okkur flestum hul- inn. Já, trúin á góða vætti var mikil og reyndist tryggt hald- reipi þegar áföll urðu. En sveit- in, búskapurinn og mannlífið allt var henni kært. Þar var hún svo fróð um alla hagi og vinnulag til sveita og ræddi oft um sín upp- vaxtarár vestur í Þverárdal. Hún bjó vel að þeim grunni er þar var lagður og vissi svo vel gang sveitalífsins. Frá manni til manns, kynslóð eftir kynslóð. Hún ræktaði sitt ævistarf með miklum sóma og var okkur öllum sterk fyrirmynd með styrk sínum og góðvild á allan hátt. Ég fæ aldrei fullþakkað allt sem hún var mér og minni fjölskyldu. Hvíl í friði. Páll. „Það sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki og ekki kom upp í hjarta nokkurs manns, það allt hefur Guð fyrirbúið þeim er hann elska.“ Kæra fjölskylda, þessi orð úr Biblíunni komu upp í huga minn nú við andlát svilkonu minnar. Það veit ég, að Ingibjörg heitin elskaði Guð og allt hans sköp- unarverk. Það má telja sérstakt að við vorum þrjár tengdadætur sem allar kynntumst bræðrunum frá Hóli sumarið 1961. Ingibjörg giftist Grétari þetta ár og flutti í Hól til hans. Allar þrjár eign- uðumst við börnin okkar um svipað leyti, þvoðum bleiur og hengdum til þerris fyrir ofan lækinn, skoðuðum smáblómin í leiðinni. Petrea tengdamóðir okkar hélt utan um heimilið á Hóli og varð harla glöð að fá dugmikla tengdadóttur sér til aðstoðar. Tengdafaðir okkar var þá orð- inn fullorðinn og ekki fær um að taka þátt í bústörfum. Ingibjörg og Petrea urðu fljótt samhentar og treystu hvor annarri. Á sumrin var mikill gestagangur á Hóli. Fjölskyldur Magga og Möggu komu frá Ak- ureyri, börn og unglingar frá Reykjavík og við komum í frí norður, fjögurra manna fjöl- skylda. Ingibjörg tók öllum opn- um örmum og öllum leið vel á Hóli. Okkar biðu uppbúin rúm og veitingar alla daga. Alltaf var til aukabiti í búrinu og nóg pláss í eldhúskróknum. Kvöldkaffið með nýbökuðum kleinum og steiktu brauði var notaleg stund. Algjört dekur! Dætur okkar Óskars fermd- ust með frændsystkinum sínum í sveitinni og var það sannkölluð fjölskylduhátíð. Ingibjörg unni sér sjaldan hvíldar. Þau fáu skipti sem hún settist við eldhúsgluggann var hún fljótt staðin upp aftur til að bæta kaffi í bolla eða sækja meira kaffibrauð. Mikið annríki var á stóru sveitaheimili í þá daga og ekki margar lausar stundir. Því eru þær fáu sam- verustundir, er Ingibjörg brá sér af bæ, mjög eftirminnilegar. Heimsókn hennar til Reykjavík- ur. Hún svo létt og kát og þakk- lát fyrir allt sem hún upplifði. Óvænt samvera á Vesturfara- setrinu á Hofsósi og sunnudags- bíltúr ásamt tengdamóður okkar í Glaumbæ. Foreldrar Ingibjargar fluttu til Sauðárkróks eftir að þau hættu búskap. Þá fengum við að kynnast þeim, einnig ömmu Ingibjargar. Þetta var kynslóðin sem þekkti ekkert annað en strit, en hjartahlýjuna vantaði ekki. Ingibjörg hafði þann hæfi- leika að líta á björtu hliðar lífs- ins og hafði alltaf góð áhrif á stórfjölskylduna með sínu breiða brosi og léttu lund. Kynni okkar Ingibjargar urðu nánari eftir því sem árin liðu. Við skildum hvor aðra, mundum báðar vel eftir mjólk- urbílunum og –brúsunum. Við vorum báðar vanar að strokka og skilja mjólk. Við höfðum báð- ar kynnst heyvinnu, höfðum báðar rifjað og lent í óþurrkatíð. Ingibjörg mín, ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og allar ánægjustundirn- ar sem við áttum saman. Fyrir hönd fjölskyldu minnar sendi ég ykkur innilegustu samúðar- kveðjur. Guð styrki ykkur í sorg ykkar. María Eiríksdóttir. Ingibjörg Árnadóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÞÓRUNN ÁRNADÓTTIR, Höfðaholti 2, Borgarnesi, lést fimmtudaginn 16. júni á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 9. júlí klukkan 14. Útför verður streymt á kvikborg.is Hlekk á streymi er einnig hægt að nálgast á mbl.is/andlat Jón Einar Rafnsson Margrét Þorláksdóttir Sigríður Kristín Rafnsdóttir Einar Hannesson Anna Eygló Rafnsdóttir Sveinn Gunnar Eðvarðsson Kári Þór Rafnsson Guðbjörg Dagný Þórðardóttir Erlingur Smári Rafnsson Unnur Margrét Karlsdóttir Kolbrún Alma Rafnsdóttir Hafliði Ólafur Gunnarsson Júlíus Árni Rafnsson Helle Larsen og ömmubörnin Elskulegur eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, JÖRVAR BREMNES, Dvergholti 24, Mosfellsbæ, lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 15. júní. Hann verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 27. júní klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Guðrún Helga Leifsdóttir Jóhann, Leifur, Ingvar og fjölskyldur Ástkær eiginmaður, faðir, afi og langafi, MAGNÚS GUÐBRANDSSON frá Gunnarsstöðum, Hörðudal, búsettur á Borgarholtsbraut 65, lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 28. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Petra M. Johannessen Herdís Magnúsdóttir Ólafur Magnússon Birna Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, LILJA FINNBOGADÓTTIR, húsmóðir og matráður, Grundarfirði, lést laugardaginn 18. júní á dvalarheimilinu Jaðri. Útför fer fram frá Grundarfjarðarkirkju mánudaginn 27. júní klukkan 14, og verður athöfninni streymt á https://youtu.be/jD392o0XxlY. Einnig má nálgast hlekk á streymi á mbl.is/andlat Agnes Jakobsen Kristín Gísladóttir Ómar Antonsson Sturlaugur Laxdal Gíslason Helga Þórný Albertsdóttir Guðrún Gísladóttir Unnar Leifsson Hafdís Gísladóttir Einar Sveinn Ólafsson Katrín Gísladóttir Jóhann Rúnar Kristinsson og ömmubörn Okkar kæri ÁSVALDUR MAGNÚSSON bóndi, Tröð, Önundarfirði varð bráðkvaddur á heimili sínu 14. júní. Útför fer fram í Ísafjarðarkirkju laugardaginn 25. júní klukkan 14. Helga Dóra Kristjánsdóttir Ásta Ásvaldsdóttir Kristján Óskar Ásvaldsson Hólmfríður Bóasdóttir Eyvindur Atli Ásvaldsson Sæbjörg Freyja Gísladóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.