Morgunblaðið - 24.06.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2022
Aðalfundur í Valsmönnum hf. verður haldinn
þriðjudaginn 12. júlí n.k. kl. 09:00 að
Hlíðarenda við Laufásveg í Reykjavík.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar vegna liðins starfsárs.
2. Ársreikningur félagsins ásamt endurskoðunarskýrslu lagður
fram til staðfestingar.
3. Ákvörðun um hvernig fara eigi með tap eða hagnað ársins.
4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna.
5. Kjör stjórnar.
6. Kjör endurskoðanda.
7. Önnur mál
a) Tillaga stjórnar Valsmanna hf. um þátttöku í framkvæmd
og kostnaði á frágangi bílastæða, göngustíga og tengdra
þátta á lóð Knattspyrnufélagsins Vals sbr. samning aðila og
Reykjavíkurborgar þar um.
Dagskrá, tillögur, ársreikningur, skýrsla stjórnar og skýrsla
endurskoðanda vegna ársreiknings, munu liggja frammi á
skrifstofu félagsins að Hlíðarenda við Laufásveg í Reykjavík til
sýnis fyrir hluthafa fram að fundinum. Hluthafar sem hyggjast
skoða gögnin gefi sig fram við framkvæmdastjóra félagsins,
Sigurð Lárus Hólm.
Reykjavík, 24. júní 2022
Stjórn Valsmanna hf.
AÐALFUNDUR VALSMANNA hf.
Willum Þór Þórsson heilbrigðis-
ráðherra gaf blóð í gær í Blóð-
bankanum. Eins og greint hefur
verið frá ríkir neyðarástand hjá
Blóðbankanum vegna bágrar
stöðu á lager bankans. Þetta var
ekki í fyrsta skipti sem Willum
gefur blóð en að hans eigin sögn
er allt of langt síðan síðast. „Ég
hefði viljað gera þetta miklu
fyrr,“ sagði Willum við komu í
Blóðbankann. Fór vel um hann í
stólnum þar sem var tekið úr hon-
um blóð og óskaði hann að hann
myndi fá svona stól fyrir sig í
heilbrigðisráðuneytið og uppskar
hlátur viðstaddra.
Sagði Willum að blóðgjöf lok-
inni að vel staddur lager af blóði
hjá Blóðbankanum væri öryggis-
mál fyrir samfélagið og að núver-
andi blóðgjafar ynnu mikið al-
mannaheillastarf. Bætti hann þó
við að lífsnauðsynlegt væri að
fjölga blóðgjöfum hér á landi.
„Við þurfum, með tilliti til tölu-
legra staðreynda, augljóslega að
fá fleiri með í hópinn,“ sagði Will-
um og biðlaði til fólks að skrá sig
sem blóðgjafa hjá Blóðbankanum.
Í lokin tók Willum einnig fram að
stutt væri í breytingar sem munu
afnema mismunun gagnvart hin-
segin fólki hvað varðar blóðgjöf. Morgunblaðið/Eggert
Willum gaf
blóð í Blóð-
bankanum
Rennur blóðið til skyldunnar og segir lífsnauðsynlegt að fjölga blóðgjöfum
Tap Reykjavíkurborgar nam á
fyrsta fjórðungi þessa árs tæpum
4,8 milljörðum króna, samanborið
við tap upp á 4,3 milljarða á sama
tíma í fyrra, og eykst um hálfan
milljarð á milli ára. Hér er um að
ræða rekstur A-hluta borgarinnar,
en óendurskoðað rekstraruppgjör
var lagt fram í borgarráði í gær.
Fjárhagsáætlun borgarinnar
gerði ráð fyrir 2,9 milljarða króna
tapi á tímabilinu, og nemur tapið
því tæpum tveimur milljörðum um-
fram það sem gert var ráð fyrir.
Tekjur borgarinnar námu á tíma-
bilinu 35,3 milljörðum og jukust um
2,9 milljarða á milli ára. Þá eru
tekjurnar rúmlega 700 milljónum
króna hærri en fjárhagsáætlun
gerði ráð fyrir.
Rekstrargjöld jukust um 2,7
milljarða króna á milli ára og námu
38 milljörðum. Það er um 1,7 millj-
örðum króna hærra en fjárhags-
áætlun borgarinnar gerði ráð fyrir.
Launakostnaður jókst um 1,5 millj-
arða króna á milli ára og nam tæp-
um 21,4 milljörðum, sem er um 830
milljónum meira en gert var ráð
fyrir í fjárhagsáætlun. Í tilkynningu
frá borginni kemur fram að frávik í
launum sé metið á um 317 milljónir
króna sem rekja megi til afleiðinga
af heimsfaraldri kórónuveiru í upp-
hafi ársins, sem krafðist meiri
mönnunar og yfirvinnu en gert var
ráð fyrir.
A-hluti Reykjavíkurborgar var
rekinn með rúmlega 3,8 milljarða
króna halla á síðasta ári.
Tap Reykjavíkurborgar
töluvert umfram áætlanir
- Launakostnaður
jókst um 1,5 millj-
arða á milli ára
Morgunblaðið/ Óttar
Afkoma Oddvitar núverandi meirihluta í Reykjavíkurborg.
Maðurinn, sem handtekinn var í
fyrradag vegna skotárásar í Mið-
vangi í Hafnarfirði, var úrskurð-
aður í Héraðsdómi Reykjaness í
gærmorgun til að sæta vistun á við-
eigandi stofnun í fjórar vikur.
Margeir Sveinsson, aðstoðaryf-
irlögregluþjónn hjá miðlægri rann-
sóknardeild lögreglu, sagði við
mbl.is í gær að rannsókn málsins
miðaði vel og að það væri hvorki
flókið né umfangsmikið.
Margeir sagði ekki tímabært að
gefa upp frekari upplýsingar um
málið. Það er rannsakað sem til-
raun til manndráps.
Vistun á viðeigandi stofnun er
hliðstætt úrræði við gæsluvarðhald
og þurfa því skilyrði fyrir gæslu-
varðhaldi að vera uppfyllt svo unnt
sé að úrskurða einstakling í slíka
vistun. Úrræðinu er því aðeins beitt
í undantekningartilfellum.
Vistaður á viðeig-
andi stofnun
Helgi Bjarnason
helgi@mbl
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar vill
efna til samtals við sjómenn um ráð-
gjöf stofnunarinnar um hámarksafla
einstakra nytjategunda fiska. Þor-
steinn Sigurðsson forstjóri segir að
slíkt samráð hafi verið viðhaft áður og
það þurfi að endurvekja. Hann segir
þó spurningu hvort það eigi að vera í
því formi sem var eða með öðru fyr-
irkomulagi.
Borið hefur á gagnrýni á þá ráðgjöf
sem Hafró kynnti á dögunum. Hún fól
meðal annars í sér að draga þurfi úr
veiðum á þorski og karfa. Björn Jón-
asson, skipstjóri á Málmey SK1, og
Ágúst Ómarsson, skipstjóri á Drang-
ey SK2, skrifuðu til að mynda grein
sem birtist í Morgunblaðinu í gær,
með harðorðri gagnrýni á Hafrann-
sóknastofnun. Þar kemur fram að
tiltrú sjómanna á að rétt sé að málum
staðið, fari síminnkandi. Ráðgjöfin sé,
að mati flestra reyndustu skipstjóra
og sjómanna landsins, algjört rugl.
Björn og Ágúst skora á ráðherra
sjávarútvegsmála að kalla nokkra af
reynsluboltum sjómannastéttarinnar
á sinn fund, kíkja jafnvel í veiðidag-
bækur skipanna, og kynna sér raun-
veruleikann í lífríki sjávar eins og
hann blasi við þeim sem vinna á sjón-
um. Þeir nefna að best væri að það
leiddi til skapandi samráðsvettvangs
á milli skipstjórnarmanna og sér-
fræðinga Hafró.
Mismunandi sýn á stöðu mála
Þorsteinn Sigurðsson tekur undir
það sjónarmið að samræðurnar þurfi
að vera öflugri, svo menn skilji hver
annan. Viðurkennir hann að svo virð-
ist, miðað við það sem hann heyri og
lesi, að mjög mismunandi sýn sé á
stöðu mála, bæði í þorski og karfa.
Segist hann hafa rætt þá hugmynd að
efna til samráðs, bæði innanhúss hjá
Hafró og á fundi hjá Samtökum fyr-
irtækja í sjávarútvegi.
Segir Þorsteinn að gagnrýni sé af
hinu góða. Þó sé mikilvægt að útskýra
sjónarmið stofnunarinnar, ekki síst
fyrir mönnum sem hafa mikla reynslu
og þekkingu, bera saman við þeirra
upplifun og útskýra í hverju munur-
inn liggur.
Sjómenn fullyrða gjarnan að sjór-
inn sé fullur af fiski og það segja
Björn og Ágúst. Spurður, hvort ekki
sé mark takandi á því, segir Þorsteinn
að vissulega sé mikið af fiski í sjónum.
Það gefi einnig upplýsingar Hafró til
kynna. „Málið snýst um hvernig
þeirra upplifun er, miðað við okkar
tölur. Verkefnið er að skýra það út,“
segir hann.
Vill ræða við sjómenn
- Skipstjórar telja ráðgjöf Hafró algjört rugl - Forstjórinn hyggst efna til sam-
ráðs til að skýra sjónarmið stofnunarinnar og hlusta á sjónarmið sjómanna