Morgunblaðið - 25.06.2022, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.06.2022, Blaðsíða 4
Borgarverk lauk í vikunni við að setja klæðingu á vegarkafla við brúna í Norður-Botni í Tálknafirði. Var þetta seinna yfirlag vegarins sem verið hefur leiðinlegur í vetur. Smíði nýrrar brúar yfir Botnsá í Norður-Botni í Tálknafirði lauk á síðasta ári og lagningu vegar að henni lauk að mestu. Lagt var ein- falt lag klæðingar á veginn síðasta haust, til þess að umferðin þyrfti ekki að vera á styrktarlaginu í vet- ur. Einfalda slitlagið þoldi ekki þá þungaumferð sem þarna er. Þá hjálpaði veðurfarið ekki, þannig að holur mynduðust í veginn, til ama fyrir ökumenn. Reynt var að leysa málin með því að holufylla. Pálmi Þór Sævarsson, svæðis- stjóri vestursvæðis Vegagerðar- innar, segir að því fylgi stundum ákveðinn fórnarkostnaður að fara þessa leið. Seinna lag klæðingar hafi alltaf átt að koma í sumar, hvort sem vegurinn hefði hlaupið í holur í vetur eða ekki. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson Klæðing lögð í Norð- ur-Botni 4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2022 Þóra Birna Ingvarsdóttir Veronika Steinunn Magnúsdóttir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráð- herra, segir að ekki standi til að breyta stefnu Vinstri grænna hvað varðar aðild að Atlantshafsbandalag- inu (NATO). Þar segir að Ísland eigi að standa utan hernaðarbandalaga. Nýlegar kannanir hafa bent til þess að um helmingur kjósenda Vinstri grænna sé hlynntur NATO. Þannig voru 53% kjósenda VG hlynnt ver- unni í NATO samkvæmt könnun Fréttablaðsins frá 21. júní en 71% já- kvæð gagnvart þátttöku í bandalag- inu samkvæmt könnun Maskínu frá 10. júní síðastliðnum. „Vinstri græn eru enn friðarsinn- aður flokkur,“ segir Katrín. Ekki sé óeðlilegt að stuðningur aukist við Atl- antshafsbandalagið, nú þegar það hefur verið mikið í umræðunni vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá bendir hún á að flokkurinn hafi ekki sett sig upp á móti þeirri varnarmálastefnu sem ríkisstjórn Íslands fylgir í dag. Stefán Pálsson sagnfræðingur, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna og fyrrum formaður Samtaka hernaðar- andstæðinga, segir ekkert nýtt að skoðanakannanir komi upp, þar sem stefna kjósenda flokka er ekki sú sama og flokkanna sjálfra. Sem dæmi hafi sama gerst í Sjálfstæðisflokki um afstöðu til Evrópusambandsins. „Það er ekki markmið stjórnmála- flokka að elta hverja könnun, heldur hljóta menn að bregðast við könnun- um sem ákalli um að þeir þurfi að kynna sína stefnu betur og vinna henni framgang,“ segir hann. Tölurn- ar komi ekki á óvart nú, miðað við hvernig umræðan hafi verið. „Við höfum séð skiljanleg hræðsluvið- brögð við tíðindum um Úkraínustr- íðið. Mjög stífan stríðsáróður, sem kallað hefur fram aukinn stuðning við hernaðarbandalög víða um lönd,“ segir hann og telur að sveiflan sé tímabundin. - Nú horfum við upp á ríki eins og Finnland sækja um inngöngu í NATO þegar ógn steðjar að. Held- urðu að það hafi ekki áhrif á þessa til- hneigingu fólks? „Ég er alveg viss um að það skipti máli um afstöðu fólks að þarna séu fleiri Norðurlönd komin inn. Mér finnst það líka segja sitt að stjórnvöld í Finnlandi og Svíþjóð þorðu ekki að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þau höfnuðu kröfu um að almenningur fengi að kjósa um þetta, heldur var ákveðið að nýta þessa litlu glufu sem myndaðist í fyrsta sinn í marga ára- tugi,“ segir hann. „Við þekkjum alveg hvaða sárum það olli á Íslandi þegar gengið var inn í NATO á sínum tíma og krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu var hunsuð. Það finnst mér segja sitt um lýðræðislegt eðli bandalagsins.“ Stefán telur að það komi á daginn að þótt fólk sýni stuðning við NATO sýni rannsóknir Silju Báru Ómars- dóttur, stjórnmálafræðings, að flest fólk telji engu að síður öryggi sínu best borgið innan borgaralegra stofn- ana og telji að Ísland aðhyllist hlut- leysisstefnu í alþjóðamálum. „Sem er nokkuð kyndugt í ljósi þess að NATO gerir það alls ekki,“ segir hann. VG breytir ekki afstöðu til NATO Morgunblaðið/Árni Sæberg NATO Kjósendur Vinstri grænna eru sífellt jákvæðari í garð NATO. Þó stendur í stefnu flokksins að Ísland eigi að standa utan hernaðarbandalaga. Katrín Jakobsdóttir Stefán Pálsson - Kjósendur VG sífellt jákvæðari gagnvart NATO - Stefán Pálsson telur sveifluna tímabundna Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Innviðaráðuneytið telur með öllu óásættanlegt að Reykjavíkurborg ráðist í framkvæmdir í Skerjafirði án þess að fullkannað sé hvort og þá með hvaða hætti sé búið að tryggja að ný byggð hafi ekki neikvæð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflug- vallar. Leggur ráðuneytið þunga áherslu á að borgin fresti öllum áformum um úthlutun lóða og bygg- ingarréttar og hefji engar fram- kvæmdir á umræddu svæði þar til niðurstaða flugfræðilegrar rann- sóknar liggur fyrir. Þetta kemur fram í bréfi frá innviðaráðuneytinu til borgarinnar, sem dagsett er 16. júní. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík og starf- andi borgarstjóri, segir borgina ætla að verða við ósk ráðuneytisins og verður framkvæmdum frestað um sinn. Ekki sé þó gott að seinka upp- byggingunni en samningar verði virtir. Þann 21. janúar sendi Isavia minnisblað til ráðuneytisins þar sem farið var yfir aðstæður sem væru að skapast á Reykjavíkurflugvelli vegna framkvæmda og uppbygging- ar af hálfu Reykjavíkurborgar, og þá sérstaklega vegna uppbyggingar Nýja Skerjafjarðar. Ráðuneytið óskaði í kjölfarið eftir svörum frá borginni, m.a. um með hvaða hætti ætti að tryggja að framkvæmdir við flugvöllinn hefðu hvorki áhrif á flug- öryggi né rekstraröryggi hans. Þá var jafnframt óskað eftir því að framkvæmdir yrðu stöðvaðar. Í svari borgarinnar sem barst 12. apríl var fjallað um áhrif nýrrar byggðar á vindafar og ókyrrð og hvaða aðgerðum átti að beita til að tryggja öryggi á framkvæmdatíma. Þolanleg áhætta Í umsögn Isavia til ráðuneytisins, sem dagsett er 2. maí, kemur fram að áhyggjur félagsins hafi ekkert minnkað við lestur svarbréfs borg- arinnar. Hafi þar m.a. komið fram í vindafarsgreiningu NLR að upp- bygging muni hafa áhrif á aðstæður á braut en að áhættan hafi verið metin sem „þolanleg“. Aftur á móti þurfi að grípa til öryggisráðstafana og mótvægisaðgerða, sem sé á ábyrgð rekstraraðila flugvallarins. Þá segir einnig í minnisblaði Sam- göngustofu frá 3. maí að breytingar á aðstæðum flugvallarins geti haft áhrif á starfsleyfi hans og kallað á íþyngjandi mótvægisaðgerðir og/eða rekstrartakmarkanir sem geti m.a. snúið að lokun flugbrauta eða flug- vallar að hluta eða öllu leyti. Í bréfi innviðaráðuneytisins til borgarinnar 16. júní segir að ný byggð í Skerjafirði muni að óbreyttu draga út rekstraröryggi flugvallar- ins, sem sé í beinni andstöðu við samkomulag ráðherra og borgar- stjóra frá því í nóvember 2019 þar sem sérstaklega var áréttað að rekstraröryggi flugvallarins yrði tryggt á meðan unnið væri að undir- búningi gerð nýs flugvallar. Ráðuneytið hefur nú sett á lagg- irnar starfshóp sérfræðinga sem eiga að vinna flugfræðilega rann- sókn á fyrirhuguðu byggðinni í Skerjafirði og áhrifum hennar og til- heyrandi framkvæmda á flugöryggi og rekstraröryggi Reykjavíkurflug- vallar. Í honum eiga m.a. sæti sér- fræðingar Isavia, Veðurstofunnar, háskólasamfélagsins, Öryggisnefnd- ar Félags íslenskra atvinnuflug- manna og Reykjavíkurborgar. Er stefnan sett á að hópurinn skili nið- urstöðum eigi síðar en 1. október næstkomandi. „Það er bara mjög mikilvægt að það sé sameiginlegur skilningur af hálfu allra á því hvernig þessum málum er háttað,“ segir Einar og bætir við: „Við leggjum bara áherslu á eins og allir að þrengja ekki að flugvellinum þannig að hann verði ónothæfur.“ Fresta uppbyggingu í Skerjafirði - Fyrirhugaðar framkvæmdir við Reykjavíkurflugvöll eru taldar hafa áhrif á rekstraröryggi hans - Innviðaráðuneytið vill að borgin fresti áformum um úthlutun lóða og byggingarréttar Morgunblaðið/Árni Sæberg Reykjavíkurflugvöllur Innviðaráðuneytið leggur þunga áherslu á að borg- in fresti öllum áformum um úthlutun lóða og byggingarréttar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.