Morgunblaðið - 25.06.2022, Blaðsíða 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2022
» IceDocs-heimildar-
myndahátíðin hófst á
Akranesi með formlegri
opnun á miðvikudagskvöld
og lýkur henni á morgun,
26. júní. Allar kvikmynda-
sýningarnar fara fram í
Bíóhöllinni á Akranesi en
aðrir viðburðir verða
haldnir víðs vegar í bæn-
um. Fjöldi heimildar-
mynda er á dagskrá
hátíðarinnar, íslenskar og
erlendar, eins og sjá má á
vef hátíðarinnar á slóðinni
icedocs2022.eventive.org.
Fjalla þær um allt milli
himins og jarðar. Hátíðin
er nú haldin í fjórða sinn
og hefur hún frá upphafi
verið haldin á Akranesi.
Heimildarmyndahátíðin IceDocs var sett á Akranesi í fyrrakvöld
Ljósmynd/Gunnlöð Jóna
Tónlist Tónlistar- og vídeólistamaðurinn Die Goldstein framdi gjörning og fylgdust gestir einbeittir með.
Setning Eliza Reid forsetafrú er verndari IceDocs og setti hátíðina.
Kvikmyndagerðarkonur Yrsa Roca Fannberg og Marta Andreu á spjalli.
Nikka Gunnhildur Vilhjálmsdóttir þandi harmonikkuna við opnun.
Hress Stefán Ingvar Vigfússon og Hólmfríður María Bjarnardóttir.
Rósa, Rímsen og Tríó
Zimsen munu syngja,
kveða og leika á hljóðfæri
á morgun, sunnudag, kl.
16 í Hallgrímskirkju í
Saurbæ í Hvalfirði. Segir
í tilkynningu að undan-
farin ár hafi fjölskylda
Rósu Jóhannesdóttur
komið fram á ýmsum
stöðum, leikandi á fiðlur,
harmonikku, ukulele og
píanó, ásamt því að
syngja og fara með kveð-
skap. Börnin kalla sig
Tríó Zimsen og syngja
lög í þremur röddum og
mæðgur syngja dúetta
saman. Inn í tónlistar-
dagskrána fléttast kveð-
skapur, oftast eftir fjöl-
skylduföðurinn Helga
Zimsen en einnig eftir
önnur skáld. Aðgangs-
eyrir er kr. 3.000. Tón-
leikarnir eru haldnir til
styrktar Hallgrímskirkju
í Saurbæ.
Rósa, Rímsen og Tríó Zimsen
Fjölskylda Rósa, Helgi og börn.
Myndlistarmað-
urinn Stefán
Jónsson opnar
sýningu í dag í
Pálshúsi á Ólafs-
firði. Stefán
stundaði mynd-
listarnám í
Myndlista- og
handíðaskóla Ís-
lands og School
of Visual Arts í
New York, þaðan sem hann útskrif-
aðist með MFA-gráðu árið 1994.
Á myndlistarsýningunni, sem ber
titilinn Það kalla ég rart, sýnir Stef-
án um 50 myndir og 15 bómullar-
boli sem hann hefur búið til á síð-
astliðnum 15 mánuðum. Öll verkin
sýna fugla sem eru algengir í ís-
lenskri náttúru. Verkin voru unnin
út frá ljósmyndum sem skornar eru
í vínylfilmu og límdar á tréplötur
eða pressaðar á pappír eða bómull-
arboli.
Titill sýningarinnar er fenginn
úr Íslandsklukkunni eftir Halldór
Laxness og lýsir viðbrögðum Jóns
Guðmundssonar Grindvíkings þeg-
ar Jón Hreggviðsson tjáir honum
að sést hafi fuglar í loftinu á Ís-
landi. Sýningin stendur til 25. júlí.
Stefán Jónsson sýnir í Pálshúsi
Hani, eitt af verkum
Stefáns Jónssonar.
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) auglýsa eftir rekstraraðila til að reka
heilbrigðisstofnun á Vífilsstöðum sem hefur það hlutverk að starf-
rækja almenna líknardeild ásamt bráðaþjónustu fyrir aldraða.
Um er að ræða tvískipta öldrunarþjónustu:
Annars vegar er um að ræða almenna líknardeild fyrir allt að 24 einstaklinga á hverjum tíma á fyrstu og
annarri hæð hússins.
Hins vegar er um að ræða bráðadeild á þriðju hæð hússins fyrir allt að 16 einstaklinga sem þarfnast
skammtíma innlagnar vegna versnandi ástands og fara heim að meðferð lokinni.
Fjárveiting til verkefnisins á ársgrundvelli, á verðlagi ársins 2022, er 854,8 mkr. þar af er reiknað með
að 115,4 mkr. fari í leigu húsnæðisins.
Um þjónustuna gilda, sjá gögn hér https://island.is/s/sjukratryggingar/vifilsstadir-tilbod
1. Almennir skilmálar Sjúkratrygginga Íslands um kaup á heilbrigðisþjónustu.
2. Kröfulýsing fyrir líknarþjónustu og bráðainnlagnir aldraðra
3. Samningsdrög
Gerður verður leigusamningur við rekstraraðila um afnot af Vífilsstaðaspítala undir starfsemina.
Ríkið leggur til húsbúnað og lækningartæki og verður eigandi þess. Rekstraraðili mun geta átt aðkomu
að gerð búnaðar- og tækjalista.
Gengið er út frá samningi til fjögurra ára með gildistöku 1. október 2022.
Áhugasamir aðilar eru beðnir um að senda útfyllt tilboðshefti https://island.is/s/sjukratryggingar/
vifilsstadir-tilbod á netfangið: innkaup@sjukra.is, þar sem fram kemur hvað bjóðandi er tilbúinn að
starfrækja mörg rými af hvorri gerð fyrir þá fjárveitingu sem upp er gefin fyrir verkefnið. Hlutföllin milli
tegunda rýma skulu vera sambærleg og að ofan greinir. Þá skal bjóðandi samhliða tilboði senda SÍ
kynningu á fyrirtækinu, lýsingu á gæðastefnu, gögn sem staðfesta fjárhagslegt hæfi og upplýsingar um
hvernig uppfylla á kröfur sem koma fram í gögnum um verkefnið.
Fyrirspurnir má senda á ofangreint netfang.
Frestur til að til að senda inn tilboð er til kl.13:00 þann 15. júlí 2022.
Taka tilboða: SÍ munu taka hagstæðasta tilboði, þ.e. frá þeim bjóðanda sem er tilbúinn að starfrækja
flest rými fyrir uppgefna fjárhæð að öllum skilyrðum uppfylltum. Séu tvö eða fleiri tilboð jafngild mun
hlutkesti ráða því við hvern verður samið. SÍ áskilja sér rétt til að hafna öllum tilboðum séu þau ófull-
nægjandi eða umfram kostnaðarmat SÍ pr. rými.