Morgunblaðið - 25.06.2022, Síða 35

Morgunblaðið - 25.06.2022, Síða 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ 96% Empire The Playlist BBC The sun Total FilmRogerEbert.com 82%82% 79% HJÖRTUR JÓHANN JÓNSSON ALDÍS AMAH HAMILTON AHD TAMIMI GUÐJÓN DAVÍÐ KARLSSON LÍSA PÁLSDÓTTIR HARALD G. HARALDS KATRÍN HALLDÓRA SIGURÐARDÓTTIR “THE BEST MOVIE OF THE YEAR” “AN EPIC ADVENTURE” “A CROWD-PLEASEING BLAST” “THE MOVIE EVENT OF THE YEAR” “A MOVIE LIGHT YEARS AHEAD OF IT´S TIME” 100% Þvílíki sprengurinn með „tónleikastað“ þar sem ég var búinn að gefast upp á því að bíða eft- ir að einhver annar gerði það. Marg- ir í bæjarapparatinu eru tilbúnir í að keyra eitthvað í gang ef maður er með hugmynd, djörfung og dug.“ Egill kemur með skemmtilegar skýringar á hamsleysinu í sköpun- inni. „Ég hélt að ég myndi pottþétt fá listamannalaun, þar sem ég verð með einkasýningu á Listasafninu í haust ásamt öðrum verkefnum. Var alveg búinn að gíra mig upp í að þurfa ekki að vinna (finnst það svo leiðinlegt) og tók að mér alls konar verkefni líka. Svo fékk ég ekki neitt, þannig að ég hætti bara að vinna. Núna blæðir mér peningum en hef tíma til að gera eitthvað uppbyggi- legt. Stend t.d. fyrir tónleikaröð sem heitir Mysingur í samstarfi við Ketil- kaffi og Listasafnið á Akureyri. Mér finnst að ég ætti að fá listamanna- laun og styrk frá Myndlistarsjóði, held að það væri gott fyrir samfélag- ið og mig. Bráðum klárast nefnilega peningarnir mínir og þá neyðist ég til að vinna. Við eigum betra skilið. Maður þarf auðvitað að vera dugleg- ur, þótt maður sé listamaður, en framtíðarplanið mitt er engu að síð- ur að þurfa ekki að vinna meira en fjórar klukkustundir á dag í launa- vinnu.“ Svo mörg voru þau orð. Fyrir mitt leyti, þá flæða margir klukku- tímar af nánast ókeypis efni um streymisveitur sem kætir bæði og bætir. Egill er því löngu búinn að vinna sitt og vel það. Þegar ég spyr Egil af hverju hann kynni tónlistarútgáfuna ekki betur en raun ber vitni, svarar hann snilldarlega: „Þegar ég var lítill, þá var mér hrósað fyrir að vera hóg- vær. Ég hef aldrei beðið þess bæt- ur.“ » Ég næ einhvern veginn ekki að að- skilja sjálfsgagnrýni og sjálfshatur, þannig að ég sleppi henni að mestu Drengurinn fengurinn er listasjálf Egils Jón- assonar. Mergð platna og tónlistarverka ligg- ur m.a. eftir hann þótt lágt hafi farið. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Drengurinn fengurinn fagnar níu ára starfsafmæli í ár. Hann gerir út frá Akureyri og tónlistarútgáfa hans hefur farið tiltölulega lágt, verður að segjast. En hvílíkur fjársjóður! Skrítipopp í anda Mouldy Peaches, lágfitls-fagurfræði („lo-fi“) og snjallir textar sem lýsa skemmtilegum hversdagsuppá- komum. Bara í ár hafa komið út sjö plötur (!) og ein með hinum dásam- lega, kersknislega titli, Ég hata að vinna. (Í fyrra komu út yfir tugur titla). Pistilritari setti sig í samband við Egil og spurði hann spjörunum úr. Fyrir það fyrsta, hver pælingin væri með þessu öllu? Er þessi hráa vinnsla, þetta „næfi“ meðvitað eða jafnvel ómeðvitað? „Ég vinn mjög hratt,“ svaraði Egill. „Það er að segja, ég er alltaf að reyna að vera á undan þessari lam- andi sjálfsgagnrýni sem nær að laumast inn ef ég stoppa of lengi. Margir segja að maður ætti ekki að vera hræddur við að gagnrýna sjálf- an sig en ég næ einhvern veginn ekki að aðskilja sjálfsgagnrýni og sjálfs- hatur, þannig að ég sleppi henni að mestu. Næfið er alveg meðvitað en ég er samt að gera mitt besta. Mig langar mjög mikið að kunna að gera venjuleg lög, sem verða spiluð í verslunum og jafnvel á klúbbnum, en ég á mjög erfitt með það.“ Aðspurður hvernig það sé að vera listamaður norðan heiða, segir hann það nett: „Ég er með góða að- stöðu hérna í Kaktus, sem er staðsett við hlið Listasafnsins á Akureyri. Þar er ég með stúdíó og málning- arstúdíó. Ég neyddist til að byrja Fengur Drengurinn fengurinn fagnar níu ára starfsafmæli í ár. Íslensk menning- arhátíð hófst í París í fyrradag, 23. júní og lýkur henni á morgun. Er það umfangs- mesta hátíð helg- uð íslenskri menn- ingu sem haldin hefur verið í Frakklandi allt frá árinu 2004, að því er fram kemur í tilkynningu. Megináhersla er lögð á íslenskar kvikmyndir, þáttagerð auk tónlistar og bókmennta og listræn stjórn hátíð- arinnar er í höndum Frédéric Boyer sem hefur m.a. verið listrænn stjórn- andi Les Arcs-hátíðarinnar í Frakk- landi og einnig hjá Tribeca í New York. Hátíðin hófst með forsýningu á nýjustu kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Volaða land, sem var sýnd í Cannes í vor og einnig verður sýnd kvikmynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, Berdreymi, og tveir þættir úr Ver- búðinni. Heiðursgestur hátíðarinnar er Benedikt Erlingsson og verða kvik- myndir hans, Hross í oss og Kona fer í stríð sýndar sem og stuttmyndin Takk fyrir hjálpið. Einnig er sérstök áhersla lögð á höfundarverk Sól- veigar Anspach. Allir viðburðir hátíðarinnar fara fram í menningarmiðstöðinni L‘Entrepot í 14. hverfi Parísa. Íslensk matargerðarlist og íslenskt hráefni eru einnig hluti af hátíðinni og tvenn- ir tónleikar haldnir með tónlist- armönnunum Ásgeiri og Árnýju Mar- gréti. Í dag, laugardag, verður boðið upp á samtal við Auði Övu Ólafsdóttur rit- höfund sem hlaut hin virtu frönsku Médicis étranger verðlaun fyrir bók sína Ungfrú Ísland fyrir þremur ár- um. Hátíðin er samstarfsverkefni sendiráðs Íslands í París, Íslands- stofu, Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Les Arcs- hátíðarinnar í Frakk- landi og unnin innan ramma mark- aðsverkefnisins Skapandi Ísland sem rekið er af Íslandsstofu í samstarfi við utanríkisráðuneytið, menningar- og viðskiptaráðuneytið og miðstöðv- ar lista og skapandi greina. Benedikt Erlingsson Íslensk menningar- hátíð í París

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.