Morgunblaðið - 25.06.2022, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2022
Hún kveður vel gert við starfs-
fólkið og mikið lagt upp úr góðum
starfsanda á hótelinu, nýlega hafi
starfsfólkinu til dæmis verið boðið í
ferð og þá haldið út fyrir höfuðborg-
ina í mat og drykk. Hvernig skyldi
hún þá kunna við norskan vinnu-
markað samanborið við annað sem
hún þekkir til, svo sem England?
„Ég kann nú betur við mig hérna
í Noregi. Hér eru launin mun hærri
og allt miklu sanngjarnara í sam-
bandi við skipulag vinnunnar. Á
hótelinu á Englandi var fólk stund-
um á vakt ellefu daga í röð,“ segir
Bryndís sem starfaði á Marriott-
hóteli í Bristol og sat auk þess sér-
stakt stjórnendanámskeið á vegum
hótelsins þar sem hún kom hvort
tveggja að gestamóttöku og mann-
auðsstjórnun.
„Hér er líka hlustað á mann og
maður fær svo mikinn stuðning í
vinnunni, ég get nefnt sem dæmi að
mannauðsstjórinn á hótelinu hér að-
stoðaði mig við að komast á nám-
skeið í vinnurétti samhliða starfinu
sem svo skilar sér í að ég get unnið
mig hraðar upp,“ segir Bryndís og
er beðin að bera saman Norðmenn
og Breta.
„Það er ekki neitt“
„Þetta eru ólíkar þjóðir, til dæmis
var mun erfiðara að kynnast Bret-
um þótt við Fridtjof séum bæði
mjög opin. Vinnumarkaðurinn er
líka mjög ólíkur, Bretar nenna ekki
að láta heyra í sér eins og Norð-
menn og Íslendingar gera þegar
eitthvað er óréttlátt eða ekki í lagi,
fólk lætur vaða miklu meira yfir sig.
Ekki að það gildi bara um Bretana,
auðvitað var ég að vinna með fólki
af fleiri þjóðernum sem er kannski
ekki vant neinu öðru. Ég var með
tíu pund á tímann í móttökunni sem
voru eiginlega hæstu launin þar.
Það er ekki neitt og ég veit um aðra
sem voru með átta pund,“ rifjar
Bryndís upp af dvölinni.
Fridtjof starfar sem aðstoðaryfir-
kokkur á veitingastaðnum Arts í
Ósló og sem fyrr segir kynntust þau
Bryndís í náminu í Sviss, í smábæn-
um Bouveret. „Skólinn er bara nafli
alheimsins þar og heldur öllu lífinu
þar uppi. „Ég kláraði námið reynd-
ar í Mountreux,“ segir Bryndís og
kveður íbúa landsins frekar lokaða,
að minnsta kosti í smábæjunum.
„Þeir vilja helst ekki tala ensku,
vilja ekki einu sinni reyna að skilja
þig, en mjög skipulagt fólk og þarna
er mjög snyrtilegt alls staðar. Ég
gæti reyndar vel hugsað mér að búa
og vinna í Sviss,“ heldur hún áfram.
Kokkurinn frekar „líbó“
Matur er helsta áhugamál Bryn-
dísar og Fridtjof. „Við förum mikið
út að borða og njótum þess mjög
mikið. Erum með lista yfir staði
sem við eigum eftir að prófa og
leggjum mikið í þessa ástríðu okk-
ar.“ Er ekki skelfing að fara með
kokki út að borða, er hann ekki
síkvartandi yfir eldamennskunni?
Bryndís hlær. „Hann er frekar
„líbó“ reyndar, hann skilur auðvitað
allt umstangið á bak við þessa vinnu
þannig að ég held að hann vilji ekk-
ert vera of gagnrýninn, ég held að
ég sé meira í því og kannski þarf ég
að róa mig aðeins niður. En maður
lærir mjög mikið á að fara út að
borða með honum, hann kann þetta
allt svo maður getur bara spurt
hann frekar en þjóninn,“ segir hún.
„Við erum líka með bát í bústaðn-
um og svo er ég að reyna að fá til
baka snjóbrettaáhugamálið mitt frá
Akureyri, ég var að kaupa mér
snjóbretti en hér eru allir á skíðum
svo kannski verð ég bara að játa
mig sigraða og læra það. Ég fór á
bretti um daginn og var ein um það
innan um allt skíðafólkið,“ segir
Bryndís.
Hún reiknar með að búa áfram í
Ósló. „Ég kann mjög vel við mig
hér, við gætum klárlega bæði fengið
góða vinnu á Íslandi og án efa þrif-
ist vel þar en við höfum rætt þetta
og mér sýnist að við verðum áfram
hérna,“ segir Bryndís Ylfa Jóhann-
esdóttir, aðstoðargestamóttöku-
stjóri á Hotel Bristol.
„Bara kölluð Íslendingurinn“
- Endaði í Ósló eftir kynni við Norðmann í Sviss - Þótti vistin döpur hjá Bretum - Mikið lagt upp
úr góðum starfsanda á hótelinu - „Vilja helst ekki tala ensku, vilja ekki einu sinni reyna að skilja“
Ljósmynd/Tarik Nascimento
Aðstoðarmóttökustjórinn Bryndís Ylfa kann vel við sig í móttökunni á Hotel Bristol í Ósló og ber samstarfsfólki sínu vel söguna þótt dagarnir verði oft
langir í annan endann. „Maður verður hrikalega þreyttur stundum og þarf sínar pásur,“ játar hún, en kveður vel búið að starfsfólkinu og andann góðan.
Ljósmynd/Nuno Acacio
Þótt þú langförull legðir … Bryndís með hópi íslenskra samnemenda í skólanum í Sviss forðum daga.
Ljósmynd/Nuno Acacio
Uppskera Útskriftin úr skólanum í Sviss. Meginhluti hótelnámsins fór fram
í smábænum Bouveret þar sem skólinn er miðpunktur bæjarlífsins.
Matgæðingar Bryndís og Fridtjof kynntust á námsárunum í Sviss og hafa
ástríðu fyrir góðum mat en hann er aðstoðaryfirkokkur á Arts í Ósló.
VIÐTAL
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
„Ég flutti til Reykjavíkur eftir
menntaskólann til að fara í nám og
fór þá í hótelstjórnunarnám við Há-
skólann í Reykjavík,“ segir Bryndís
Ylfa Jóhannesdóttir, 28 ára gömul
Akureyrarmær og aðstoðar-
móttökustjóri í gestamóttöku Hotel
Bristol í norsku höfuðborginni Ósló.
Námið á Íslandi leiddi Bryndísi
áfram til Sviss þar sem hún lauk
BA-gráðu í rekstrarfræðum og hót-
elstjórnun og kynntist þar á loka-
önninni Norðmanni að nafni Frid-
tjof Kringlebotn og tókust með
þeim kærleikar. Þau fluttu að námi
loknu til Englands til eins árs dval-
ar en fundu sig ekki í samfélaginu
þar.
„Við fengum leiða á því, fannst
bara ekkert skemmtilegt að búa á
Englandi og hann stakk þá upp á að
prófa að fara til Noregs og ég sam-
þykkti það hikandi. Talaði nátt-
úrulega enga norsku og vissi ekkert
hvernig starfsmöguleikar mínir
kæmu til með að verða þar, þetta
var í janúar 2020, ekki besti tím-
inn,“ rifjar Bryndís upp og vísar til
þeirra óskapa sem þá skullu á
heimsbyggðinni.
Flóttinn til Suður-Noregs
Hún fékk vinnu sem entist ein-
mitt í tvo mánuði, eða þar til Nor-
egur skellti öllu í lás í byrjandi far-
aldri í mars 2020. „Þetta byrjaði vel
hérna samt,“ segir Bryndís sem lét
atvinnuleysið ekki slá sig út af lag-
inu. „Við forðuðum okkur til Suður-
Noregs og unnum þar við að gera
upp fjölskyldubústað,“ segir hún
frá.
Þetta fyrsta starf Bryndísar, þótt
stutt væri, var á Thon-hótelinu í
Storo í Ósló og má segja að í gegn-
um það hafi hún fengið núverandi
starf á Bristol. Skólasystir úr nám-
inu í Sviss mælti með henni við yfir-
mann hennar á Thon. „Svo er
hringt í mig í maí í fyrra og þá er
það þessi stelpa úr náminu sem
mælti með mér. Hún vissi þá af mér
hér og bauð mér stöðu vaktstjóra
og fimm mánuðum síðar var ég orð-
in aðstoðaryfirmaður gesta-
móttöku.“
Ber Bryndís samstarfsfólki vel
söguna og kveður vistina góða á
Bristol. „Ég er eini Íslendingurinn í
hópnum núna, reyndar var strákur
að sunnan, held ég, að vinna á barn-
um en núna er ég ein og er bara
kölluð Íslendingurinn,“ segir Bryn-
dís og hlær. Álagið er mikið í hótel-
bransanum og oft teygist úr vinnu-
deginum. „Ég er sjaldan búin
klukkan þrjú þótt ég sé að vinna sjö
til þrjú, ég er yfirmaður þarna og
get ekki bara farið ef allt er á floti,“
segir Akureyringurinn sem enn tal-
ar íslensku með fögru norðlensku
harðmæli, vel varðveittu.
Rótgrónir fastagestir
„Maður verður hrikalega þreytt-
ur stundum og þarf sínar pásur, ég
og yfirmaðurinn minn vinnum
kannski aðeins of mikið og erum
reyndar báðar veikar núna, búið að
vera brjálað að gera upp á síðkast-
ið,“ segir Bryndís enda kórónu-
faraldur á hröðu undanhaldi og
mannlífið að mestu komið í eðlilegt
horf á ný.
Í viðskiptavinahópi Bristol-
hótelsins er norskt viðskiptafólk
áberandi og sumir þar svo rótgrónir
fastagestir að þeir gista fast mánu-
dag til föstudags á hótelinu vikum
saman. „Svo erum við reyndar núna
að fá mjög mikið af hópum frá
Bandaríkjunum sem eru mest áber-
andi ferðamennirnir núna en Þjóð-
verjar eru líka áberandi gestir,“
segir Bryndís.