Morgunblaðið - 28.06.2022, Side 2

Morgunblaðið - 28.06.2022, Side 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2022 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Lagt er til að 17 iðngreinar falli af lista yfir löggiltar iðngreinar. Níu þeirra verði afnumdar og átta falli undir skyldar greinar. Tillaga Áslaugar Örnu Sigur- björnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um fækkun löggiltra iðngreina, birtist í Sam- ráðsgátt stjórnvalda í dag. Margar iðngreinanna eru ekki lengur til í at- vinnulífinu, hafa ekki verið kenndar í fjölda ára eða tekið svo miklum breytingum að ekki eru lengur tald- ar vera forsendur fyrir löggildingu. Tillögurnar koma í kjölfar úrbótatil- lagna sem komu fram í samkeppn- ismati OECD ár- ið 2020. Áslaug Arna segir að heimsmet í fjölda iðngreina sem krefjast löggild- ingar sé ekki eft- irsóknarvert. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var m.a. litið til þess við undirbúning reglugerðarinnar hvort námskrár væru til fyrir við- komandi iðngreinar. Einnig í hvaða iðngreinum fáir eða engir hefðu lokið sveinsprófi síðustu tvo áratugi. Þá var skoðað hvort rökstyðja mætti lögverndun viðkomandi iðngreina með vísan til almannahagsmuna, sérstaklega almannaheilbrigðis og öryggis. Iðngreinar, sem ætlunin er að fella niður, eru feldskurður, glerslíp- un og speglagerð, hljóðfærasmíði, myndskurður, málmsteypa, móta- smíði og leturgröftur, hattasaumur og kæli- og frystivélavirkjun. Ekkert sveinspróf hefur verið skráð í móta- smíði og leturgreftri síðan 1971. Enginn hefur lokið sveinsprófi í hattasaumi, þá kvenhattaiðn, síðan 1958. Sveinspróf í kæli- og frysti- vélavirkjun hefur aldrei verið skráð. Lagt er til að fella niður átta aðrar löggildingar og sameina þær greinar öðrum. Klæðskurður karla og kvenna hafa verið aðskildar iðn- greinar en lagt er til að þær samein- ist undir heitinu klæðskurður. Undir skósmíðaiðn falla skósmíði og skó- viðgerðir. Lagt er til að sameina þessar greinar í skósmíðaiðn. Þá er lagt til að leggja skipa- og bátasmíði niður og sameina hana við húsasmíði. Eitt sveinspróf var skráð í skipa- og bátasmíði 2020 og þar áð- ur árið 1994. Eins er lagt til að sam- eina stálskipasmíði og stálvirkja- smíði undir stálsmíði. Loks er lagt til að greinarnar almenn ljósmyndun og persónuljósmyndun verði samein- aðar undir yfirheitinu ljósmyndun. Löggildingu 17 iðngreina breytt - Tillaga að breytingu á reglugerð um löggiltar iðngreinar birt í dag - Íslendingar eiga heimsmet í lög- gildingu iðngreina - Iðngreinar sem hafa runnið sitt skeið verði felldar niður eða sameinaðar öðrum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Skór Lagt er til að sameina skóvið- gerðir og skósmíði í skósmíðaiðn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Tómas Arnar Þorláksson tomasarnar@mbl.is Einar Þorsteinsson sinnir nú skyld- um og störfum borgarstjóra Reykja- víkur eftir að Dagur B. Eggertsson núverandi borgarstjóri tók sér stutt sumarfrí erlendis í tilefni 50 ára af- mælis síns. Er Einar því titlaður staðgengill borgarstjóra sem hann segir vera góða æfingu fyrir embættið áður en hann tekur við því af Degi árið 2024. Einar mun sinna embætti borgar- stjóra út þessa viku en þá kemur Dagur aftur til landsins. Eins og fram hefur komið er Einar formaður borgarráðs þar til 2024 en undan- farin ár hefur það verið reglan sam- kvæmt 73. grein samþykktar borg- arstjórnar að formaður borgarráðs taki við störfum borgarstjóra þegar hann er ekki á landinu. Borgarritari einnig til taks Aðspurður segir Einar að ef hann skyldi einnig fara til útlanda tæki Þorsteinn Gunnarsson borgarritari við störfum borgarstjóra í fjarveru hans og borgarstjóra. Segir Þor- steinn í samtali við Morgunblaðið að hann hafi nokkrum sinnum þurft að standa borgarstjóravaktina síðan hann tók við embætti borgarritara fyrir tveimur árum. Að sögn Þor- steins er góð æfing fólgin í þessu fyrir Einar og heppilegt að hann fái að prufa þetta yfir rólegasta tíma ársins. „Hann fær fínustu aðlögun og ágætis eldskírn í því að kynnast því hvernig kerfið virkar,“ tekur Þorsteinn fram. Spurður hvort hann fái greitt eins og borgarstjóri á meðan hann sinnir embættinu neitar Einar því. Stefnir Einar á að taka sjálfur tíu daga frí í júlí eftir að Dagur kemur heim og minnir á að þótt hann sé núna stað- gengill fyrir borgarstjóra sé Dagur enn borgarstjóri og ætlar hann því ekki að taka neinar stórar ákvarð- anir á meðan hann er í burtu. „Mesta einbeitingin fer í þau verk sem eru á borði borgarráðs og það er bara nóg að gera,“ segir Einar að lokum. Hefur hann sinnt nokkrum verkefnum í fjarveru Dags sem stað- gengill borgarstjóra og má þar til dæmis nefna að hann sendi borgar- stjóra Óslóar samúðarkveðjur í kjöl- far skotárásarinnar þar aðfaranótt laugardags, þar sem tveir týndu lífi og fjöldi fólks slasaðist. Einar í æfingu sem staðgengill Dags - Einar Þorsteinsson nú staðgengill borgarstjóra - Dagur erlendis til að fagna 50 ára afmæli Einar Þorsteinsson Dagur B. Eggertsson Nýtt skip Vinnslustöðvarinnar (VSV) kom til hafnar í Eyjum í gærmorgun og mun fá nafnið Gullberg VE-292. Það er keypt frá Noregi og hét áður Garðar. Jón Atli Gunnarsson verður skipstjóri og segir hann að honum lítist mjög vel á skipið. Gekk siglingin vel heim frá Noregi og var blíðviðri alla leið- ina. Eru því nú komin fjögur uppsjávarskip í eigu VSV. Skipið er 70 metra langt, þrettán metra breitt og lestarplássið er 2.100 rúmmetrar. Að sögn Jóns er skipið þar að auki í mjög góðu standi. Það er með nýja vél og búið að fara yfir ýmsan búnað um borð skipsins. Forráðamenn VSV, þeir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson og Sindri Viðarsson, hafa báðir lýst því yfir að þeir séu hæstánægðir með skipið. „Okkur leist strax afar vel á, enda er þetta hörkuskip sem búið er að endurnýja margt í og gera mikið fyrir,“ segir Sindri í tilkynningu VSV. Garðar á sér sögu á Íslandi, annars vegar sem Margrét EA í eigu Samherja og hins vegar sem Beitir NK í eigu Síldar- vinnslunnar. Nú tekur við vinna við að koma skipinu á ís- lenska skipaskrá og mun það taka nokkra daga. Skipið verður til sýnis fyrir Eyjamenn síðar í vikunni og síðan fer það fljót- lega á makrílveiðar. tomasarnar@mbl.is Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Skipstjóri Jón Atli Gunnarsson sigldi skipinu heim frá Noregi. Hann var áður skipstjóri um borð í Kap VE. „Þetta er hörkuskip“ Nýtt skip Vinnslustöðvarinnar, Gullberg VE, kom til heimahafnar í Eyjum í gær

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.