Morgunblaðið - 28.06.2022, Síða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2022
Erlendir ferðamenn á Íslandi eru
töluvert fleiri en þeir voru síðasta
sumar og er aðsóknin til landsins
nú sambærileg árunum fyrir heims-
faraldur Covid-19. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Ferðamálastofu voru
brottfarir um Keflavíkurflugvöll
112.032 í maí. Þær voru aðeins
14.395 í sama mánuði í fyrra. Fjölg-
aði brottförum þannig um næstum
hundrað þúsund.
Á sama tíma og ferðamönnum
fjölgar, hefur tilfellum kór-
ónuveirusmita einnig fjölgað. Í síð-
ustu viku greindust opinberlega um
og yfir 300 smit daglega en síðast
greindist slíkur fjöldi í lok mars.
Talið er líklegt að fjöldinn sé meiri
því margir greinist með heimaprófi
og fái greininguna ekki staðfesta
opinberlega. Sóttvarnalæknir hvet-
ur alla þá sem eru óbólusettir til að
mæta í bólusetningu.
Reykjavík iðar nú af mannlífi og skarta erlendir ferðamenn í miðbænum útivistarklæðnaði í öllum regnbogans litum
Fleiri
ferðast og
greinast
Morgunblaðið/Eggert
Tómas Arnar Þorláksson
tomasarnar@mbl.is
„Við erum ekki bara einhverjir aum-
ingjar sem bíða hérna eftir því að
stórfyrirtæki komi og skapi handa
okkur vinnu,“ segir Auður Önnu
Magnúsdóttir,
framkvæmda-
stjóri Landvernd-
ar, um grein Jó-
hannesar Stefáns-
sonar, lögfræð-
ings Viðskipta-
ráðs, sem birtist í
Morgunblaðinu í
gær. Þar tók Jó-
hannes fram að
tillaga Land-
verndar um full orkuskipti án aukn-
ingar í orkuframleiðslu og neikvæðra
áhrifa á efnahagslega velsæld, stæð-
ist ekki skoðun.
Að mati Auðar er þetta ekki rétt
hjá Jóhannesi og segir hún Land-
vernd taka þetta allt fyrir í sviðs-
myndagreiningu samtakanna sem sé
mjög ítarleg. „Forsendurnar fyrir
þessu eru að við forgangsröðum
orkunni sem við framleiðum nú þegar
en 80 prósent af þeirri orku fara í
stóriðju sem hagnast á erlendum
stórfyrirtækjum,“ segir Auður og að
hennar mati nýtur íslenskt samfélag
ekki góðs af þessu. Segir hún að sam-
kvæmt útreikningum þeirra þurfi
stóriðjan að draga úr orkunotkun
sinni um allt að 50 prósent. Hvað
varðar ályktun Jóhannesar, að orku-
skipti án frekari virkjana séu ómögu-
leg, segir Auður það ekki rétt nema ef
notast er við lausnir gærdagsins.
Segir hún svarið ekki vera að sækja
enn frekar í auðlindir. Undirstrikar
hún að það þurfi að koma á hringrás-
arhagkerfi og virða náttúruauðlind-
irnar.
Þá segir hún það ekki satt að stór-
iðja sé stærsti útflytjandi vöru og
þjónustu hér á landi eins og Jóhannes
tók fram í grein sinni en hann benti á
að ekki kæmi fram hvað myndi koma
í staðinn fyrir stóriðjuna. „Þetta er
bara hagfræði 101; þegar það er
vinnuafl og orka á svæðinu til þess að
nota, þá væntanlega fer þessi orka í
vinnu. Það er ekki eins og fólk sitji
hérna bara með hendur í skauti.“
Orkueiningar illa nýttar
Þá bendir Auður á að bæði Land-
vernd og tímaritið The Economist
hafi sýnt að verðmætasköpun á
hverja orkueiningu á Íslandi sé með
því lægsta sem gerist á heimsvísu.
Enn frekar bendir hún á að mjög fá
störf skapist á hverja orkueiningu.
Ítrekar hún þá að ef við breytum því
hvernig við nýtum orkuna sem er nú
þegar framleidd getum við skapað
meiri verðmæti. Tekur hún fram að
fyrir kórónuveirufaraldurinn árið
2019 hafi ferðaþjónustan verið lang-
stærsti útflytjandi vöru og þjónustu.
Segir hún að auki útreikninga Jó-
hannesar ekki rétta, að án frekari
orkuframleiðslu muni lífskjör hér á
landi versna fyrir árið 2050 og verða
svipuð og þau voru rétt eftir árið
2000. „Við erum að leggja til að lífs-
kjör verði eins og þau eru í dag að
teknu tilliti til fólksfjölgunar. Til þess
þurfum við að forgangsraða orkunni
öðruvísi og betur,“ segir Auður. Tek-
ur hún að auki fyrir tölur sem birtust
í skýrslu starfshóps umhverfisráð-
herra um stöðu og áskoranir í orku-
málum þar sem gert var ráð fyrir því
að raforkuframleiðsla þyrfti að
aukast um 125 prósent fyrir árið
2040. Bendir Auður á að þessi aukn-
ing sé á við fimm Kárahnjúkavirkj-
anir til viðbótar.
„Við þetta værum við algjörlega að
breyta ásýnd landsins. Kollvarpa
öllu,“ segir Auður og bætir við að
mörg þúsund ferkílómetrar færu
undir ef það ætti að vinna þessa raf-
orku með vindorkuverum.
Í lokin tekur Auður fram að það sé
alrangt að halda því fram að Lands-
virkjun standi fyrir því að ekki eigi að
fara í neinar frekari virkjunarfram-
kvæmdir heldur finnist þeim núver-
andi hugmyndir alveg út úr korti og
að þetta snúist fyrst og fremst um
forgangsröðun.
Forgangsraða orku í stað virkjana
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Raforka Fimm Kárahnjúkavirkjanir þarf til að ná markmiðum orkuskipta.
- Betur sett án stóriðjunnar, að mati Landverndar - Orkuskipti möguleg án frekari virkjunarfram-
kvæmda - Atvinna og verðmætasköpun á hverja orkueiningu hér með því lægsta á heimsvísu
Auður Önnu
Magnúsdóttir
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
„Meginmunurinn á heimildum
norsku öryggislögreglunnar [PST]
og íslensku greiningardeildarinnar
felst í því að starfsemi PST er skil-
greind í norsku lögreglulögunum og
þar er lögbundið hvaða upplýsingum
hún safnar og á hvaða grundvelli,“
segir Runólfur Þórhallsson, aðstoð-
aryfirlögregluþjónn í greiningardeild
ríkislögreglustjóra, spurður út í
rannsóknarheimildir norskrar og ís-
lenskrar lögreglu og muninn þar á.
Tilefnið er nýafstaðnir hörmung-
aratburðir í Ósló um helgina, þar
sem hinn norsk-íranski Zaniar Ma-
tapour skaut tvo menn til bana og
særði tvo tugi í fyrirvaralausri skot-
árás á Rosenkrantz gate sem borg-
arbúar eru felmtri slegnir yfir.
Kveður aðstoðaryfirlögreglu-
þjónninn þennan skýra lagaramma í
Noregi ríða baggamuninn þegar
horft er til ólíkrar stöðu íslenskrar
og norskrar löggæslu. „Þetta hefur
auðvitað verið heilmikið í um-
ræðunni hér á Íslandi, það sem kall-
að hefur verið forvirkar rannsóknar-
heimildir. Við hjá ríkislögreglustjóra
kjósum að kalla þetta afbrotavarna-
hlutverk lögreglu. Við teljum fulla
þörf á að halda þessari umræðu
áfram og fara yfir heimildir lögreglu
miðað við núverandi heimsmynd.“
Ekki með heimsnúna vígamenn
Slær hann þó þann varnagla að
auknum heimildum lögreglu þurfi að
fylgja aukið eftirlit, það muni ávallt
haldast í hendur. Telur Runólfur þá
að íslensk lögregla standi höllum
fæti hvað rannsóknarheimildir varð-
ar, þegar litið er til annarra nor-
rænna ríkja og Evrópuríkja?
„Við erum auðvitað ekki alveg á
sama stað hvað varðar hryðjuverka-
ógn og Noregur og Danmörk og
önnur nágrannalönd okkar. Við er-
um ekki með þessa svokölluðu
heimsnúnu vígamenn, sem skandina-
vísku ríkin hafa mátt glíma við, fólk
sem fer að heiman til að berjast með
hryðjuverkasamtökum og kemur svo
aftur til heimalandsins, þetta sjáum
við ekki enn þá á Íslandi,“ svarar
Runólfur.
Telur hann þá að gamli hugsunar-
hátturinn, að svona gerist ekki á Ís-
landi, sé öruggt skjól hér eftir sem
hingað til? „Nei, alls ekki,“ svarar
Runólfur, „við getum aldrei útilokað
að hér verði framin hryðjuverk en
eftir okkar bestu upplýsingum er
hryðjuverkaógn á Íslandi lítil. Hefð-
um við hins vegar rýmri heimildir til
að afla upplýsinga, gætum við metið
stöðuna betur,“ heldur hann áfram
og ítrekar nauðsyn þess að samtal
um heimildir lögreglu í breyttum
heimi fari fram.
Herleysi kostur
„Bæði Norðmenn og Danir hafa
upplifað mjög erfiðar hryðjuverka-
árásir, þar sem mannfall hefur orðið
talsvert. Við sjáum þróun hjá okkur,
til dæmis tengda vopnaburði, og
þetta er bara umræða sem þarf að
fara fram,“ segir Runólfur, „lög-
regla þarf einfaldlega rýmri heim-
ildir til að geta sinnt sínu afbrota-
varnahlutverki og tryggt öryggi
almennings.“
Þá teljist það Íslandi vissulega til
tekna að halda ekki úti herliði sem
sinni verkefnum hinum megin á
hnettinum. „Norskir og danskir her-
menn hafa verið við störf erlendis
og það er auðvitað metið sem
áhættuþáttur, hryðjuverkaógn í
Evrópu er metin út frá ákveðnum
áhættuvísum og við erum auðvitað
ekki að horfa á sömu áhættuvísa og
Bretland, Noregur, Danmörk og
fleiri nágrannalönd. Því metum við
ógnina minni hér, hún er svipuð og
PET [danska öryggislögreglan] met-
ur ógnina í Færeyjum og á Græn-
landi,“ segir Runólfur og kveður
norrænt samstarf lögregluembætta
á sviði hryðjuverkaógnar blómlegt.
„Við erum í þéttu og mjög nánu
samstarfi við öryggisþjónustuna á
öllum Norðurlöndum. Hér á Íslandi
hafa komið upp nýleg tilvik þar sem
menn hafa beitt skotvopnum en við
megum auðvitað ekki blanda því
saman við hryðjuverk. Þarna er
hvort tveggja undirheimastarfsemi
og hins vegar andleg veikindi. Við
sjáum núna fleiri slík mál en þau
lögbrot eru annars eðlis en hryðju-
verkaógn.“
Getum aldrei útilokað hryðjuverk
- Ólík staða íslenskrar og norskrar löggæslu - Erum ekki á sama stað og Noregur og Danmörk í
hryðjuverkaógn - Íslensk lögregla þurfi rýmri heimildir til að sinna afbrotavarnahlutverki sínu