Morgunblaðið - 28.06.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2022
Til í mörgum stærðum
og gerðum
Nuddpottar
- 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
Fullkomnun í líkamlegri vellíðan
nhöfða 11
VIÐTAL
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Miklar mælingar standa nú yfir í
Kröflu í tengslum við Evrópuverk-
efnið IMPROVE (www.improve-
etn.eu). Í því eru tvær lykileldstöðvar
í Evrópu rannsakaðar, Krafla og Etna
á Sikiley. Eitt helsta markmið verk-
efnisins er að varpa nýju ljósi á sam-
band jarðhitasvæðisins í Kröflu við
kviku þar undir.
Tólf háskólar
og rann-
sóknastofnanir í
Evrópu koma að
verkefninu.
Eldfjallastofnun
Ítalíu er í forsvari
og Paolo Papale
stýrir verkefninu
fyrir hennar hönd.
Jarðvísinda-
stofnun Háskóla
Íslands leiðir verkefnið hér á landi og
er Magnús Tumi Guðmundsson pró-
fessor í forsvari. Auk Magnúsar taka
þátt þau Halldór Geirsson, Hannah
Iona Reynolds og Freysteinn Sig-
mundsson frá HÍ. Landsvirkjun tekur
einnig virkan þátt í verkefninu.
Fimmtán doktorsnemar frá níu
löndum vinna við verkefnið. Þeir eru á
fullum launum í þrjú ár við rannsókn-
irnar. Flestir koma frá Ítalíu, tveir
doktorsnemar eru við Háskóla Ís-
lands, annar þeirra frá Kína og hinn
frá Þýskalandi. Umsóknaráætlunin er
kennd við Marie Curie og snýst um
þjálfun ungs fólks. Markmiðið er m.a.
að þjálfa nýja vísindamenn á sviði eld-
fjallarannsókna og í því sem þeim
tengist.
Um 30-40 manns vinna nú að mæl-
ingunum í Kröflu sem standa munu
fram í júlí. „Þetta er mjög viðamikið
verkefni. Hingað kom átta manna
hópur frá Frakklandi til að gera ná-
kvæmar rafleiðnimælingar í Kröflu.
Einnig hefur verið sett upp mikið net
jarðskjálftamæla og kom hingað írsk-
ur hópur í tengslum við það. Þetta eru
umfangsmestu þættir rannsókn-
arinnar,“ segir Magnús Tumi. Hann
segir að skoða eigi eins vel og kostur
er hvernig kvika dreifist undir Kröflu.
„Það hefur verið borað niður í kvik-
una, að minnsta kosti tvisvar sinnum á
2,1 km dýpi. Nú er reynt að fá fyllri
mynd af því sem þarna er með jarð-
eðlisfræðilegum aðferðum.“
Hugmynd um að bora djúpt
Mjög mikill áhugi er á Kröflu á
meðal vísindamanna erlendis. Magn-
ús Tumi segir erfitt að sjá kvikuna, en
hún sé þarna og kom m.a. upp í
Kröflueldum.
„Þessar rannsóknir sem nú standa
yfir eru lykilatriði í því að skilja betur
eldstöðvar og uppruna kvikunnar.
Þaðan koma eldgosin. En margt er
enn á huldu vegna þess að það er erf-
itt að sjá kviku með jarðeðlisfræði-
legum mælingum,“ segir Magnús
Tumi. Hann segir það hafa komið á
óvart að þarna skyldi enn vera kvika,
þetta grunnt. „Kvikan endurnýjar sig.
Hún var súr, þannig að hún situr
þarna og gerjast, ef svo má að orði
komast. Þessi kvika virðist vera eldri
en Kröflueldar.“
Hópur vísindamanna vinnur að
undirbúningi þess að bora enn eina
holuna niður í kvikuna og er hluti
hans nú staddur norður í Kröflu. Ekki
hefur verið ákveðið hvenær holan
verður boruð. Það verkefni tengist
ekki yfirstandandi rannsókn.
Krafla er askja eins og Dyngjufjöll
og Grímsvötn og er dæmigerð íslensk
megineldstöð. Hún er um 100.000 ára
gömul og askjan er sneisafull af
hrauni og móbergi, að sögn Magnúsar
Tuma. Það sést í brúnir hennar á
nokkrum stöðum.
Opinn kynningarfundur verður
haldinn í Skjólbrekku í Mývatnssveit í
dag kl. 17-19. Þar verða viðfangsefni
IMPROVE kynnt. Allir eru velkomn-
ir á kynningarfundinn.
Viðamikil rannsókn í Kröflu
- Samband jarðhitasvæðisins við kviku þar undir kannað - Stórt evrópskt rannsóknarverkefni
- Nákvæmar rafleiðnimælingar gerðar - Þétt net jarðskjálftamæla - Kvikan eldri en Kröflueldar
Krafla er ein mest rannsakaða
eldstöð í heiminum. Ástæður
þess eru m.a.:
Í Kröflueldum 1975-1984
fékkst í fyrsta sinn góð mynd af
því hvernig landið gliðnar þegar
kvikugangar myndast. Í Kröflu
er eitt mest rannsakaða jarð-
hitasvæði jarðar. Jarðhita-
virkjun hefur verið rekin í Kröflu
í nokkra áratugi og mikil
reynsla fengist af tengslum
virkjunar og jarðhitasvæðis.
Borað hefur verið niður á
kviku í Kröflu á 2,1 km dýpi. Fá
dæmi eru um slíkt annars stað-
ar í heiminum. Áform eru um að
bora sérstaka holu til að kanna
kvikuna og koma þar fyrir rann-
sóknarbúnaði.
Krafla mikið
rannsökuð
MEGINELDSTÖÐ
Ljósmynd/Mats Wibe Lund - www.mats.is
Kröflueldar 1975-1984 Þá sást hvernig landið gliðnar þegar kvikugangar myndast. Myndin var tekin 1977.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kröfluvirkjun Eitt helsta markmið rannsóknarinnar, sem nú er hafin, er að
varpa nýju ljósi á samband jarðhitasvæðisins í Kröflu við kviku þar undir.
Magnús Tumi
Guðmundsson
Guðrún Sigríður Arnalds
gsa@mbl.is
Fjölmennt var þegar kvenfélagið
Harpa bauð íbúum Tálknafjarðar
í afmæliskaffi á Vindheimum í til-
efni af 60 ára afmæli félagsins sl.
laugardag. Nancy Rut Helgadótt-
ir, formaður félagsins, greinir frá
því við Morgunblaðið að kaffið
hafi heppnast vel og að í tilefni
dagsins hafi hún og Ólafur Þór
Ólafsson, sveitarstjóri Tálkna-
fjarðar, skrifað undir samstarfs-
Viðurkenna mikil-
vægi kvenfélagsins
- Samningur tryggir Hörpu í Tálkna-
firði afnot af húsinu Vindheimum
Samsætið Fjölmennt var í boðinu og undi Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri
Tálknafjarðar, sér vel með kvenfélagskonum. Hann undirritaði þar sam-
starfssamning við félagið um afnot þess af félagsmiðstöðinni Vindheimum.