Morgunblaðið - 28.06.2022, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.06.2022, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Í forsíðufrétt Morgun- blaðsins í gær var vísað til ummæla Joes Bid- ens á G7-fundi: „Bandaríkja- forseti sagði í gær, á leiðtogafundi sjö helstu iðnríkja heims, að Vesturveldin yrðu að standa saman og að þau myndu ekki sundrast í afstöðu sinni til Rússlands.“ Þetta hefur vís- ast verið vel meint, en undir- strikaði um leið að því fari fjarri að samheldni leiðtog- anna sé sú sem fjölskyldu- myndin á að sýna. Efnahags- þvinganirnar miklu, helsta útspil þessara ríkja, til að knýja Rússland Pútíns til að láta af villu síns vegar, mis- heppnuðust. Það er komið á daginn að þvinganirnar hafa reynst „búmerang“ sem kom vestrænum ríkjum verr en hinu meinta fórnarlambi. Það er sérkenni bjúgverpils að finni hann ekki fyrirstöðuna sem á var stefnt hittir hann iðulega sendinn fyrir. Sennilega er helsta undir- rótin að hvatningu Bidens sú staðreynd, að leiðtogarnir á fundinum eru mjög mis- herskáir eða misraunsæir í afstöðu sinni til stríðsins í Úkraínu. Í þessu sambandi var einn- ig athyglisvert, að Selenskí forseti hvatti þjóðarleiðtog- ana í ávarpi sínu til þeirra, að ljúka stríðinu í landinu áð- ur en vetur gengi í garð. Sagði forsetinn að Úkraínu yrði erfiðara um varnir þegar sú tíð rynni upp. Það sérkenni- lega við stöðuna er það, að efna- hagsþvinganirnar sem ættu að vera sterkasta vopn Vesturvelda í að- komu að friðarsamningum í framhaldi vopnahlés eru það ekki. Þær eru þvert á móti tvíbent vopn, því að helstu forystumenn ESB-ríkjanna eiga mikið undir því sjálfir að þessum þvingunum verði hrundið sem allra fyrst. Þá er enn einn vandi varðandi frið- arsamninga. Forsenda þeirra er vopnahlé. Og vopnahlé er til þess fallið að auðvelda Pútín leikinn. Honum myndi gagnast að ná að fylkja liði sínu á ný. Vopnahlé, sem ekki dygði til að ná friði, yrði því vatn á hans myllu. Pútín gæti þá hafið leikinn á ný, einmitt þegar sú tíð er runnin upp sem Selenskí er að biðjast undan. En Selenskí er ekki aðeins að hugsa til stöðu stríðs í vetrartíð af ástæðunum sem hann nefndi. Honum er ljóst að „stemning“ almennings fyrir stríðinu, sem hefur hald- ið valdamönnum í Þýskalandi og Frakklandi við efnið, er að fjara út. Þegar „sigurvonir“ Úkraínu veikjast enn og raunsæ mynd blasir við eiga þeir leiðtogar ESB leikinn sem tregastir hafa verið í taumi. Alþekkt er að Banda- ríkjamenn missa fljótt áhuga á stríði sem þeirra lið tapar. Og Joe Biden má ekki við neinu, eins og komið er. G-7-fundir banda- manna gera mynd- ina ljósari en áður. Það var ekki endi- lega meiningin} Raunsætt en óþægilegt Boris Johnson hefur reynt að fá í gegn á G7- fundinum í Bæj- aralandi að ríkin dragi úr brennslu á lífeldsneyti, þ.e. eldsneyti sem framleitt er úr maís og öðrum matvælum, en auki í staðinn matvælaframleiðslu. Ástæðan fyrir þessu er að Úkraína, sem áður framleiddi gríðarlegt magn kornmetis, enda verið kölluð brauðkarfa Evrópu, sendir nú nánast eng- in matvæli úr landi. Á sama tíma fer lítið af áburði frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi, en báðar þessar þjóðir fram- leiða mikið af honum. Hvort tveggja veldur þetta hratt hækkandi matvælaverði og matarskortur er yfirvofandi víða meðal fátækari landa, einkum í Afríku og Asíu. Hundruð milljóna eru í hættu vegna þessa. Þrátt fyrir þessa stöðu hefur Joe Biden, ásamt félaga sínum norðan landamær- anna, Justin Tru- deau, lagst ein- dregið gegn þessu og komið í veg fyr- ir að breska for- sætisráðherranum verði nokk- uð ágengt. Ástæðan er líklega einkum sérhagsmunir Bidens heima fyrir. Hann óttast að verð á eldsneyti kynni að hækka í Bandaríkjunum, sem er ekki hjálplegt í kosningum þar í landi í haust. Mjög umdeilt er að nota ræktarland til að framleiða eldsneyti á farartæki og hafa umhverfisverndarsinnar verið meðal gagnrýnenda, enda veldur þetta álagi á landið og ýtir undir að skógi sé fórnað, svo nokkuð sé nefnt. Þegar við bætist að matarskortur og hungur eru yfirvofandi, hljóta meint óljós markmið í lofts- lagsmálum, eða kosningar í Bandaríkjunum, að þurfa að færast neðar í forgangsröð- inni. Þegar hungursneyð vofir yfir er óverj- andi að brenna mat} Matarsóun Þ að eru 18 ár liðin frá því að síðasta sveinsprófið var skráð í klæðskurði karla en 62 ár frá því að slíkt próf var skráð í klæðskurði kvenna. Þá eru rúm 50 ár liðin frá því að ein- hver lauk próf í leturgreftri. Þrátt fyrir það gilda enn reglur um löggildingu þessara greina – og annarra sem tekið hafa miklum breyt- ingum í gegnum tíðina og kalla ekki endilega á að um þær gildi sérstök löggilding. Í dag birtist í Samráðsgátt stjórnvalda til- laga mín um breytingar á reglugerð um löggilt- ar iðngreinar, þar sem lagt er til að afnema sumar þeirra og sameina aðrar undir hatti ann- arra og víðtækari iðngreina. Þessar tillögur eru afrakstur vinnu sem ráð- ist var í eftir að Efnahags- og framkvæmda- nefndin (OECD) skilaði úrbótatillögum í sam- keppnismati landsins síðla árs 2020. Samkvæmt núgildandi lögum um handiðnað hafa aðeins meistarar, sveinar og nemendur í viðkomandi iðngrein rétt til iðnaðarstarfa í þeim greinum sem löggiltar hafa verið með reglugerð. Við eigum heimsmet í fjölda iðngreina sem krefjast lög- gildingar. Sumar þessara greina fyrirfinnast ekki lengur í atvinnulífinu, hafa ekki verið kenndar í fjölda ára eða hafa tekið slíkum breytingum að forsendur teljast ekki lengur fyrir hendi fyrir löggildingu þeirra. Má þar nefna feld- skurð, glerslípun og speglagerð, hljóðfærasmíði, mynd- skurð, málmsteypun, mótasmíði, leturgröft og hattasaum. Í vinnu okkar litum við til þess hvort námskrár væru til fyrir viðkomandi grein og í hvaða greinum fáir eða engir hafa lokið sveinsprófi síðastliðna tvo áratugi. Jafnframt var skoðað hvort rökstyðja mætti lögverndun viðkomandi iðngreina með vísan til almannahagsmuna, sér í lagi almanna- heilbrigðis og öryggis. Niðurstaðan er sú að gangi tillögurnar eftir verða sautján iðn- greinar lagðar af eða sameinaðar öðrum sem löggiltar greinar. Í flestum ef ekki öllum þeim greinum sem nú verða afnumdar eða einfaldaðar starfa ein- staklingar án tilskilinna réttinda sem eiga á hættu ákæru um brot á ákvæðum laga um handiðnað. Breytingarnar opna á tækifæri fyrir fleiri til að starfa óáreittir í sinni iðngrein án kröfu um löggildingu. Hluti af því að ýta undir frekari framfarir og frelsi er að gefa fólki svigrúm til að starfa í ákveðnum greinum. Við erum að einfalda og aðlaga kerfið að nútímanum, og um leið að styrkja samkeppnishæfni Íslands í samanburði við aðrar þjóðir. Stjórnmálamenn eru mjög duglegir, stundum of dug- legir, að setja ný lög og nýjar reglugerðir um hluti en við erum alltof rög við að skoða lagasafnið og meta hvað má fella úr gildi eða einfalda. Við eigum að draga úr hömlum og auka samkeppni. Þannig stuðlum við að framþróun og aukum verðmætasköpun. aslaugs@althingi.is Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Á höttunum eftir frelsi Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is S etning heildarlaga um rýni á beinum erlendum fjárfest- ingum, sem forsætisráð- herra boðar, nær þegar grannt er skoðað til fjölda fyrirtækja í ýmsum atvinnugreinum. Yfirlýst markmið er að setja reglur um ítar- lega og faglega greiningu stjórnvalda á því hvort af tiltekinni erlendri fjár- festingu stafi hætta fyrir þjóðarör- yggi eða allsherjarreglu en þeim sé ekki ætlað að vera takmörkun á er- lendri fjárfestingu almennt. Um nauðsyn heildarlaga í þessu efni er aðeins sagt í kynningu í sam- ráðsgátt stjórnvalda að bæta þurfi úr skorti á heildstæðri og gagnsærri löggjöf um rýni á beinum erlendum fjárfestingum, einkum á sérlega við- kvæmum sviðum, með tilliti til þjóð- aröryggis og allsherjarreglu. Svo- kallað öryggisákvæði í gildandi lögum um erlenda fjárfestingu er ekki talið nógu gott. Ekki eru nefnd dæmi sem hafa verið í umræðunni, svo sem sala Símans á Mílu eða ógn sem Vesturlöndum kann að stafa af útþenslu kínverska tæknirisans Hua- wei. Hins vegar er vísað til sambæri- legra reglna í 18 ríkjum Evrópusam- bandsins. Viðurkennt er að erlend fjárfest- ing er almennt góð fyrir efnahags- lífið. Í kynningu stjórnvalda kemur fram það álit að færa megi sannfær- andi rök fyrir því að fyrirkomulagið sem eigi að innleiða sé almennt fallið til að auka traust til erlendra fjárfest- inga. Þegar skoðað er hversu víða er borið niður, þótt pakkað sé inn í um- búðir almenns orðalags, má hafa mis- munandi skoðanir á því. Fjöldi kerfa undir Erlendri fjárfestingu er skipt í tvo flokka. Annars vegar eru fjárfest- ingar í sérlega viðkvæmri starfsemi. Um þær þarf erlendi fjárfestirinn að tilkynna og þær ná ekki fram að ganga fyrr en eftir rýni. Hins vegar eru beinar fjárfestingar sem ekki varða beinlínis sérlega viðkvæma starfsemi en kunna eigi að síður að ógna þjóðaröryggi eða allsherjar- reglu. Í þeim tilvikum getur ráðherra að eigin frumkvæði metið hvort fram þurfi að fara rýni. Í fyrri flokknum eru talin upp fyrirtæki í sex liðum. Veigamest er upptalning á fyrirtækjum í þýðingar- miklum innviðum í þjóðfélagslega mikilvægri starfsemi. Þetta er ákaf- lega opin skilgreining, er þannig sett fram af ráðnum hug, og engin dæmi nefnd. Í glærum vegna kynningar sem birtar eru sem fylgiskjal eru þó nefnd eftirfarandi dæmi: Orkukerfi, fjarskipti, net- og upplýsingakerfi, samgöngukerfi, fjármálakerfi, heil- brigðisþjónusta, matvæla-, fæðu-, neysluvatns- og fráveitukerfi og loks æðsta stjórn ríkisins, löggæsla, al- mannavaranir og neyðarviðbúnaður. Í öðrum töluliðum eru sérstak- lega nefnd fyrirtæki á sviði net- öryggismála eða fyrirtæki sem vinna með eða hafa aðgang að mikilvægum trúnaðarupplýsingum eða persónu- upplýsingum. Þetta gæti átt við gagnagrunna, til dæmis á heilbrigð- issviði og fyrirtæki sem starfa að þróun eða framleiðslu tölvubúnaðar. Í þriðja tölulið eru fyrirtæki sem starfa við framleiðslu eða þróun á hlutum sem einnig má nota til hern- aðar. Undir fimmta tölulið falla fyrir- tæki sem starfa við að útvega eða framleiða mikilvæg aðföng, til dæmis á sviði orku eða hrávöru eða vegna fæðuöryggis. Gæti það til dæmis átt við fyrirtæki í skipaflutningum og fyrirtæki sem annast orkuflutning. Einnig fyrirtæki sem framleiða mik- ilvæg aðföng fyrir landbúnað. Fyrir- tæki sem njóta réttar til nýtingar á mikilsverðum náttúruauðlindum í þjóðlendum eða á ríkisjörðum, í land- helginni eða efnahagslögsögunni eru í fimmta tölulið. Þar er átt við veiði- heimildir og leyfi til hagnýtingar auð- linda hafsbotnsins og fiskeldi, svo dæmi séu tekin. Oftast hleypt í gegn Vegna starfsemi í seinni flokkn- um, þar sem erlendar fjárfestingar varða ekki beinlínis viðkvæma geira en kunna engu að síður að ógna þjóð- aröryggi eða allsherjarreglu, getur ráðherra, að eigin frumkvæði, látið rýna fjárfestingarnar. Þar virðist vera hugsað um fyrirtæki sem erlend ríki kunni að standa að baki eða aðila sem viðriðinn er afbrot enda gerði hvort tveggja það áhættusama fjár- festingu með tilliti til mögulegra áhrifa hennar hér á landi. Sama á við ef óvissa ríkir um raunverulega eig- endur eða stjórnendur. Þegar rýni á fjárfestingu er lok- ið á ráðherra að binda enda á málið með stjórnvaldsákvörðun. Niður- staðan getur orðið sú að fjárfesting nái fram að ganga án athugasemda, að hún sé bundin skilyrðum til að vernda umrædda hagsmuni eða að hún sé alfarið stöðvuð. Reynslan frá öðrum löndum sýnir að algengast er að fjárfesting nái fram að ganga en tiltölulega sjaldgæft er að hún sé stöðvuð með öllu. Miðað er við að stjórnvöld hafi tvo mánuði til að vinna hvert mál. Erlendir fjárfestar lenda undir smásjá Morgunblaðið/Einar Falur Háspenna Orkuflutningar eru meðal þeirra kerfa sem talin eru varða þjóð- aröryggi eða allsherjarreglu og stjórnvöld vilja hafa hönd í bagga með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.