Morgunblaðið - 28.06.2022, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 28.06.2022, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2022 ✝ Nína Odds- dóttir fæddist á Baldursgötu 28 í Reykjavík 29. des- ember 1926. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 11. júní 2022. Foreldrar Nínu voru Metta Ein- arsdóttir, f. 17. september 1903, d. 5. mars 1982, og Oddur Guðmundsson, f. 26. júní 1894, d. 21. maí 1943, þau skildu. Seinni maður Mettu var Jóhann- es Guðmundsson, f. 31. október 1899, d. 6. september 1988. Bræður Nínu eru: Borgþór Einar, f. 4. september 1923, d. 31. janúar 1984; Rósmundur, f. 24. nóvember 1924, d. 24. febr- úar 1943. Hálfbróðir (sam- mæðra) Helgi Scheving Jóhann- esson, f. 26. ágúst 1934, eigin- kona hans er Arndís Lára Krist- insdóttir, f. 4. mars 1938. Nína ólst upp hjá fósturfor- eldrum á Lækjarbakka í Reykjavík, hjónunum Gísla Guð- fessor, f. 15. janúar 1954, maki Guðrún Nielsen, f. 29. júlí 1951. Synir þeirra eru: Davíð, f. 1981, unnusta Patrycja Bączek, hann á tvö börn, Guðni, f. 1982, maki Magnea Brynja Magnús- dóttir, f. 1980, þau eiga þrjú börn, og Ragnar Óli, f. 1987, maki Jaclyn Patricia Anderson, þau eiga þrjú börn. 3) Oddur Theódór múrarameistari, f. 28. maí 1955, maki Dýrfinna Hrönn Sigurðardóttir, f. 15. apríl 1957. Dætur þeirra eru: Nína Hildur, f. 1975, hún á fjögur börn, Rakel María, f. 1978, maki Elvar Þór Hjaltason, f. 1975, hún á þrjú börn, og Guðrún Día, f. 1999, unnusti Armando Adri, f. 1999. 4) Gunnar Gísli rafeindavirki, f. 5. desember 1960, maki Guð- laug Magnúsdóttir, f. 14. júlí 1962. Dætur þeirra eru: María Dís, f. 1989, sambýlismaður Þröstur Marel Valsson, f. 1989, hún á þrjú börn, og Rós, f. 1999, sambýlismaður Alex Jóhanns- son, f. 1996. Nína vann ýmis störf fram að giftingu, en var heimavinnandi húsmóðir alla tíð. Útför Nínu fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, 28. júní 2022, klukkan 13. mundssyni, f. 6. ágúst 1880, d. 12. nóvember 1950, ömmubróður sín- um, og eiginkonu hans Guðrúnu Einarsdóttur, f. 15. ágúst 1873, d. 3. júlí 1957. Nína flutti til móður sinnar og stjúpföður á ung- lingsárum og bjó þar uns hún giftist. Eiginmaður Nínu var Guðni Vilmundarson frá Löndum í Grindavík, f. 23. mars 1923, d. 23. október 1995, þau gengu í hjónaband 19. ágúst 1950. Synir þeirra eru: 1) Rósmundur Matt- hías hagfræðingur, f. 15. febr- úar 1950, maki Helga Sigurð- ardóttir, f. 20. nóvember 1949. Börn þeirra eru: Guðni, f. 1979, Tryggvi, f. 1984, dóttir Helgu, stjúpdóttir Rósmundar, er Ásdís Kristjánsdóttir, f. 1969, maki Svend Jóngeir Andersen, f. 1971, þau eiga tvö börn. 2) Vil- mundur Garðar læknir og pró- Móðir mín Nú hefur hún þetta líf kvatt, héðan horfin er burt. Geð mitt er eigi svo glatt, gat hún ei verið um kjurrt? Minningar svo margar, ljúfar, góðar, markað hafa veginn okkar beggja. Móðir mín, sú blíða, glaða, fróða, ég mótaðist í skjóli hennar veggja. Í þetta líf þú mig fæddir, í þessu lífi mig ólst, og þennan huga þú fræddir, í þínum faðmi naut skjóls. Þegar kveð ég þessa flottu móður, þegið hefði mikið lengri tíma. Fær hún nú í faðmi þínum góður, faðir minn að fela ásjón sína. Nú af alhug þér ég þakka þessa fræðandi ferð. Hlúðir að hóp’ ykkar krakka, ó, hvað þú varst nú vel gerð. Þessi magnaða móðir, mér var svo mild og svo kær. Sólargeislar svo rjóðir, skínandi lindin svo tær. Þessi ljúfa lindin tæra, lék við okkar barna hóp. Móðir, ljúfa, milda, kæra, mig úr engu í allt hún skóp. Gunnar Gísli. Hvernig voru strákarnir þegar þeir voru litlir? Þeir voru alltaf svo góðir sagði Nína, þegar ein tengdadóttirin spurði. Já, hún Nína var ánægð með strákana sína fjóra. Hún var mamman sem var alltaf heima og hugsaði vel um þá. Heimanámið klárað áður en farið var út að leika. Allir eru þeir góðir menn. Hún var líka ánægð með okkur tengdadæturnar og aldrei með neina afskiptasemi. Passaði ömmubörnin sín þegar fæðingarorlofið var 3 mánuðir og foreldranir að fara í vinnu eða skóla. Nína var trúuð kona og hélt því fyrir sig en þegar hún heyrði barnabörnin blóta sagði hún: „Ekki kalla á ljóta kallinn“. Þetta dugði. Það var ekki blótað meir. Hún var með litla sálmabók á náttborðinu sínu og las í henni á hverju kvöldi. Það var ekki drasl- ið í kringum Nínu mína, allaf of- urhreint og fínt. Hún hafði fal- lega rithönd og þótti gaman að skrifa. Eru til nokkrar fallegar skrifbækur þar sem hún hefur skrifað í sálma og kvæði. Litla krossgátan og súdúkó í Morgun- blaðinu voru leyst á hverjum degi. Nína var góð og skemmtileg kona og sagði að hún hefði alltaf verið með góðu fólki. Nína átti góð síðustu fimm ár á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni og sagði oft að her- bergið hennar hefði verði kallað salur í gamla daga, svo rúmgott fannst henni það vera. Takk fyrir allt elsku Nína mín. Þín tengda- dóttir, Helga Sigurðardóttir. Nú er komið að kveðjustund elsku tengdamamma. Þig er ég búin að þekkja síðan 1973, þegar ég kynntist Oddi syni þínum. Fannst ég hafa dottið í lukkupott- inn að kynnast ykkur Guðna. Allt- af svo gaman að vera með ykkur, oft var spilað á spil og mikið hlegið og ferðirnar í sumarbústaðinn gleymast aldrei. Þú varðst ekkja allt of snemma og þá reyndi mikið á þig. Þú tókst því með æðruleysi, enda trúuð. Þið voruð svo sam- rýmd hjón. Þú elskaðir að vera með fólkinu þínu og passaðir börnin fyrir okkur ef þess þurfti. Þegar þú fluttir á Sléttuveginn, kynntist þú mörgu góðu fólki og fórst í margar ferðir með þeim. Svo kom að því að fara á hjúkr- unarheimilið Sóltún. Þar var vel hugsað um þig. Ég veit að Guðni tekur á móti þér. Vil ég þakka þér fyrir allar samverustundirnar í gegnum lífið. Þín Dýrfinna (Dia). Elskuleg tengdamóðir mín er látin á 96. aldursári. Hún kvaddi þennan heim á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni, steinsnar frá Lækj- arbakka, húsi við sjóinn, þeim stað er hún ólst upp og hljóp um, lítil og létt á fæti. Nína var aðeins nokkurra ára þegar foreldrar hennar, Metta og Oddur, skildu. Fór hún því í fóstur á Lækjarbakka til Gísla ömmu- bróður hennar og konu hans Guð- rúnar. Að hennar sögn voru þau henni sem bestu foreldrar. Marg- ar og góðar voru minningarnar sem hún sagði frá á heimilinu eða við leik í nágrenninu. Gáfu þau henni klossana góðu sem hún tal- aði oft um og munnhörpuna sem hún spilaði á alla tíð síðan, sér og öðrum til skemmtunar. Þar lærði hún að hjóla á stóru karlmanns- hjóli undir stöng. Nína hafði verið í tímakennslu áður en hún byrjaði í Austurbæjarskólanum fyrir til- stilli uppeldisbræðra hennar, Sig- urmundar og Svavars. Hún var ánægð í skólanum en löng hefur leiðin verið fram og til baka í öll- um veðrum. Nefndi hún að eitt sinn skammaði kennarinn skóla- bróður hennar fyrir að koma í skólann á forugum skónum og sagði „sjáðu bara skóna hennar Nínu“. Um fermingaraldurinn flutti hún í Hafnarfjörðinn til móður sinnar og Jóhannesar, fósturföður síns. Þá var Helgi hálfbróðir hennar um fjögurra ára en fyrir átti Nína bræðurna Rósmund og Borgþór Einar. Í Hafnarfirði gekk hún í skóla St. Jósefssystra efst á Suðurgötunni, gegnt spít- alanum, nokkrum húsum ofar en þar sem hún bjó. Kynni okkar Nínu hófust 1977 er ég kom fyrst í Búðagerðið með Vilmundi. Nína og Guðni tóku mér opnum örmum og reyndust mér og mínum vel allar götur síð- an. Nína var falleg með svart liðað hár, hæglát, vel gefin og vel gerð. Hún var líka gamansöm og fynd- in. Nína passaði barnabörnin sín flest í lengri eða skemmri tíma. Alltaf þótti þeim jafn gott að koma til ömmu og afa í Búðó, næla sér í kisufisk, horfa á lífið úr eld- húsglugganum, fylgjast með kall- inum í byggingakrananum í Skeif- unni eða spila fótbolta á ganginum með ömmu. Nína og Guðni heimsóttu okkur Villa og strákana Davíð, Guðna og Ragnar Óla í tvígang til London. Það var gaman að fá þau í heim- sókn og var ýmislegt brallað, t.d. farið á söfnin, í dýragarðinn og heilsað upp á drottninguna. Svo var farið í ferð með lest til Önnu, bróðurdóttur Guðna, á Suður- Englandi. Mikill var missir Nínu er Guðni féll frá fyrir um 27 árum. Hann var góður eiginmaður og fjöl- skyldufaðir og voru þau hjón mjög samrýnd. Nína heimsótti okkur eftir að Guðni lést, var sam- ferða Gyðu svilkonu sinni. Hún flutti úr Búðagerðinu á Sléttuveg. Þar leið henni vel og eignaðist marga góða vini, sér á parti voru það þær Hulda Krist- jánsdóttir, sem nú er látin, og Helga Jóhannsdóttir, sem starf- aði í matsal hússins. Niðri var ým- islegt í gangi sem hún tók þátt í og hafði gleði af. Hún fór í siglingu til Færeyja með eldri borgurum og skrifaði okkur póstkort þar stend- ur: „Elsku Villi, Guðrún og strák- arnir, ég er búin að fara í göng undir sjóinn og fjöllin og skoða marga staði… Skipið okkar fer kl. 4 í dag. Ég bið að heilsa öllum, ykkar mamma.“ Blessuð sé minning þín kæra Nína og hafðu þökk fyrir allt. Guðrún Nielsen. Ég var ung stúlka í KÍ þegar ég í maí 1983 kynntist ungum manni. Mig grunaði ekki þá að hann yrði ástin í lífi mínu og maki. Ekki grunaði mig þá heldur að ég dytti í tengdaforeldralukkupott- inn. Snemma í sambandi okkar fór- um við inn í Búðagerði og heils- uðum upp á Nínu og Guðna. Mér var strax vel tekið. Nína hélt sér örlítið til hlés en seinna átti ég eft- ir að kynnast þessari yndislegu konu betur og áttum við eftir að eiga margar ljúfar stundir saman, ýmist á heimili okkar, í Búðagerð- inu eða í vinalegum sumarbústað þeirra í Grímsnesi. Nína var alltaf húsmóðir og sinnti því starfi af einstakri natni en fyrst og fremst var hún stráka- mamma, hún elskaði drengina sína fjóra og sinnti þeim af mikilli alúð og kostgæfni. Hún hafði ein- lægan áhuga á öllu sem þeir tóku sér fyrir hendur og hvatti þá áfram með jákvæðni sinni. Snyrti- mennska hennar var einstök, allt var þvegið og straujað, heimilið hreint. Ég tók fljótlega eftir valdi hennar á íslensku. Hún talaði og ritaði fallegt mál, hafði unun af því að lesa dagblöðin og safna grein- um sem henni fundust áhugaverð- ar, hún naut þess líka að skrifa niður ljóð og sögur sem urðu á vegi hennar. Einnig hafði hún gaman af krossgátum. Íslensku- hæfileikum sínum skilaði Nína til drengjanna sinna, sem allir eru sérlega góðir í íslensku og kunna að leika sér með tungumálið á marga vegu. Nína gegndi stóru hlutverki í árlegu matarboði bræðranna, þar sem hún safnaði bröndurum úr blöðunum og sá svo um brandara- hornið í partíinu, þetta vakti jafn- an mikla kátínu okkar. Nína hafði einstaklega fallega rithönd sem unun var að skoða, jafnvel í formi innkaupalista. Ég gleymi seint jólasmákökun- um hennar, þar rann fram fjöld- inn allur af sortum, hver annarri betri og hver og ein kaka bökuð af einstakri natni og nákvæmni. Ég reyndi í mörg ár að baka jafn góð- ar kökur og hún, eftir hennar leið- sögn og uppskriftum, en það tókst mér aldrei. Nína var einstaklega jákvæð, glöð og ljúf og aldrei heyrði ég hana leggja illt orð til nokkurrar manneskju. Ég hef alla tíð verið þakklát fyrir að hafa eignast hana sem tengdamóður, aldrei skipti hún sér af heimilishaldi okkar hjónanna, uppeldi barnanna eða nokkru öðru sem óþægilegt hefði getað verið. Miklu frekar dró hún upp jákvæðu hliðarnar; börnin voru svo góð og vel upp alin, heim- ilið fallegt, maturinn alltaf svo góður og þannig mætti telja. Nína var mikill dýravinur og sást umhyggja hennar bæði í umönnun kattarins Kittýjar og fuglanna í sveitinni, sem fengu ný- þvegið fuglabað í hvert skipti sem þau hjónin dvöldu í bústaðnum. Ég þakka þér, Nína mín, fyrir samfylgdina í 39 ár og í huga mín- um er mikið þakklæti fyrir að hafa eignast yndislegustu og ljúfustu tengdamóður sem nokkur getur hugsað sér. Ekki skemmir það fyrir að fá í kaupbæti frábæra yngsta drenginn ykkar sem þið ól- uð svo fallega upp og gerðuð að þeirri dásamlegu mannveru sem ég hef fengið að hafa mér við hlið. Minning þín lifir áfram í hugum okkar og hjörtum og verður henni haldið á lofti með fallegum sögum af þér fyrir komandi kynslóðir. Þín tengdadóttir, Guðlaug. Elsku besta amma mín. Þú átt svo stóran stað í hjarta mínu. Ég var alla tíð svo mikil ömmustelpa og elskaði að koma og vera hjá ykkur afa Guðna. Þið voruð mínar stærstu fyrirmyndir í lífinu og mig langaði að eiga hjónaband, fjölskyldu og heimili eins og ykk- ar frá því að ég man eftir mér. Það var svo óendanlega notalegt að fá að vera hjá ykkur í Búðagerðinu, svo rólegt og fallegt andrúmsloft og kærleikur sem maður fann svo sterkt fyrir. Nú þegar komið er að kveðju- stund rifjast upp svo margar góð- ar minningar. Þessar minningar eru svo dýrmætar og ylja mér um hjartarætur áfram í gegnum lífið. Þegar þú þurrkaðir innan úr litla vaskinum við hliðina á stóra til að ég gæti setið hjá þér á meðan þú værir að vaska upp. Þegar þú kenndir mér stafina með stafa- kubbunum. Þegar þú fórst út að labba með mig og þurftir að stoppa mig af þegar ég hljóp á eft- ir stóra kettinum. Þegar þú leyfð- ir mér að fá plástur í hvert skipti sem ég bað um þó það hefði verið plástur á hjartað og sálina en ekki endilega sár. Þegar ég fékk að skríða upp í milli ykkar afa og þið Nína Oddsdóttir Innrás Rúss- lands í Úkraínu er árásarstríð á fullvalda ríki og íbúa þess – árás á grunngildi okkar. En það tekur einnig í gíslingu fátæk- ustu ríki heims og íbúa þeirra. Stríðsmenn Pútíns hafa hernumið úkra- ínska akra, þeir herja á korngeymslur og loka höfn- um landsins. Um 20 millj- ónir tonna af korni eru því fastar í Úkraínu um leið og verð á áburði hefur snar- hækkað. Samkvæmt Al- þjóðabankanum verða um tíu milljónir manna sárafá- tækar við það eitt að mat- vælaverð hækki um stakt prósentustig. Frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu hef- ur matvælaverð á heims- mörkuðum hækkað um þriðjung. Brýn þörf er á afdrátt- arlausum aðgerðum til að stemma stigu við þessum óréttlátu afleiðingum stríðs- reksturs Pútíns. Svar Evrópusambands- ins Evrópusambandið svarar þessu neyðarkalli með ýms- um aðgerðum. Í fyrsta lagi hjálpum við bágstaddasta fólkinu þar sem matvæla- skorturinn hefur mest áhrif. Evrópusambandið, ásamt aðildarríkjum þess, hefur heitið 140 milljörðum króna til stuðnings Sahel- og Chad-vatnssvæðunum í Afr- íku og 31 milljarði til ná- grannaríkja ESB í suðri. Þetta fé verður nýtt til að tryggja berskjölduðu fólki fæðuöryggi. Í öðru lagi erum við að aðstoða ein sextíu sam- starfsríki ESB til að efla matvælaframleiðslugetu sína. Þar er markmiðið ekki einungis að lækka mat- vælaverð til skemmri tíma, heldur að styðja við sjálf- bæra framleiðslu á þessum svæðum og draga þannig til frambúðar úr þörf ríkjanna á utanaðkomandi aðstoð. Þess vegna höfum við þegar tekið frá um 420 milljarða íslenskra króna til að fjár- festa í landbúnaði og til að hrinda af stað átaki til að tryggja betri næringu, hreinna vatn og aukið al- mennt hreinlæti. Í þriðja lagi styður ESB viðleitni alþjóðasamfélagsins til að flytja úr landi þær milljónir tonna af korni sem liggja bundnar í Úkraínu. Matvælakrísa Pútíns er al- þjóðlegt vandamál og til að leysa það störfum við náið með Sameinuðu þjóðunum, G7-hópnum, Alþjóðavið- skiptastofn- uninni og al- þjóðlegum fjármálastofn- unum. Áróðursstríð Pútíns Stór hluti af eyðileggjandi herferð Pútíns snýst um að dreifa röngum og villandi upplýsingum. Hann heldur því meðal ann- ars fram að neyðarástandið sem skapast hefur sé afleið- ing viðskiptaþvingana ESB og bandamanna þess. Þetta er blygðunarlaus uppspuni. Sannleikurinn er sá að við- vera rússneskra herskipa í Svartahafi og árásir Rúss- lands á úkraínska sam- gönguinnviði eru vísvitandi og úthugsaðar aðgerðir til að stöðva útflutning á úkra- ínskum matvælum. Áætlað er að ekki verði hægt að nýta tæpan þriðjung af nú- verandi ræktarlandi Úkra- ínu vegna stríðsrekstrar Rússa, þar sem bændurnir megna ekki að sá og upp- skera meðan stríð geisar. Þetta mun hafa grafalvar- legar afleiðingar enda er alla jafna um 12% af öllu hveiti sem framleitt er í heiminum frá Úkraínu, sem og um 15% af öllu korni og um helmingur af allri sól- blómaolíu. Meðan heims- markaðir eru enn að rétta úr kútnum eftir Covid-19 eru aðgerðir Rússlands til þess gerðar að hækka mat- vælaverð. Staðföst gegn vansæmd Á tímum óvissu og mót- lætis leynast þó tækifæri til framþróunar. Alþjóða- samfélagið hefur tekið hönd- um saman og slík stefnu- festa væri ekki möguleg án samvinnu og vináttu banda- manna eins og Íslands, sem hefur verið áreiðanlegur og dyggur stuðningsmaður Úkraínu. Saman verðum við að tryggja að heimsbyggðin hafi aðgang að matvælum. Það er skammarlegt hafa hungur að vopni. Hungurkrísa Pútíns Eftir Lucie Samcová – Hall Allen Lucie Samcová - Hall Allen »Hluti af eyði- leggjandi her- ferð Pútíns snýst um að dreifa vill- andi upplýsingum, til dæmis að neyð- arástandið sé af- leiðing viðskipta- þvingana ESB Höfundur er sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Veistu um góðan rafvirkja? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.