Morgunblaðið - 28.06.2022, Side 17

Morgunblaðið - 28.06.2022, Side 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2022 voruð að hlusta á útvarpið sem var svo notalegt fyrir svefninn. Ég fékk að skottast með þér um allt og þú sýndir mér endalausa þolinmæði. Það man ég svo vel. Og þegar afi kom heim sagði hann svo oft: „Það er Nína hérna og það er Nína þarna,“ og við hlógum í hvert skipti. Þú varst svo einstaklega góð kona, elsku amma mín, og þín verður ávallt saknað. Ég og stelp- urnar mínar minnumst þín og við Matthildur munum heilsa þér í hvert skipti sem við horfum upp í stjörnurnar hvar sem við erum. Ég veit að þú fylgir okkur öllum og passar upp á okkur ásamt afa sem hefur tekið vel á móti þér þegar þú kvaddir okkur. Ég elska þig af öllu hjarta. Þín ömmustelpa Nína. Elsku hjartans amma mín. Þú varst yndisleg amma og kona og það var alltaf svo notalegt að vera í pössun hjá þér. Þú kenndir mér ótrúlega margt og sagðir mér margar sögur og kenndir mér ljóð. Víð fórum oft saman í ísbíltúr og það fannst þér æðislegt. Svo fórum við niður á tjörn að gefa öndunum brauð. Það voru alltaf til litabækur hjá þér og þegar að við Rós vorum saman hjá þér vildum við lita í sömu bókina. Þú leystir það þannig að þú keyptir sína lita- bókina handa hvorri okkar sem við máttum velja. Ég mun sakna þín en ég veit að þú munt alltaf fylgjast með mér. Þín Guðrún Día. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Kæra systir mín, Nína Odds- dóttir, hefur kvatt þennan heim þótt hún hafi sagt okkur Láru að hún ætlaði að verða 100 ára göm- ul. Gamlar og góðar myndir lifna við í huganum, sem ljúft er að minnast. Nína systir passaði mig þegar við bjuggum á Hverfisgöt- unni í Hafnarfirði. Við voru sam- rýnd systkini og hún annaðist mig og mömmu af mikilli umhyggju. Alúð og hlýja voru henni með- fædd og ekki minnist ég þess að nokkuð hafi skyggt á systkina- samband okkar. Guðni mágur og ég áttum líka einstaklega gott samband og aðstoðuðum við hvor annan sem best við gátum. Guðni hjálpaði mér með allt múrverk í Huldulandi og ég aðstoðaði hann við að byggja sumarbústað þeirra Nínu í Öndverðarnesinu. Nína systir spilaði þar stórt hlutverk og reiddi fram kræsingar þegar svengdin sótti að vinnumönnum. Bústaðinn nýttu þau hjónin af- skaplega vel í gegnum árin og eyddu þar mörgum stundum. Við fjölskyldan kíktum oft við hjá þeim og voru móttökurnar ætið fyrsta flokks. Nína og Lára mín voru mjög góðar vinkonur. Þær kunnu báðar svo vel að taka á móti gestum. Sérgrein Nínu systur voru brauð- tertur, marengstertur á mörgum hæðum og svo alltaf spes terta fyrir mig, uppáhaldið. Nína var einstaklega kát og glöð manneskja. Drengina þeirra Guðna ól hún vel upp og agaði. Hún lét ekki vaða yfir sig og stóð fast á sínu. Mildin hennar í öllum lífsins verkum var þó alltaf í stafni. Þau Guðni voru iðin við spilamennsku og spiluðu rommý eins og enginn væri morgundag- urinn. Þar var jafnan mikil keppni og atgangur. Nínu systur fannst afskaplega notalegt að lúra eftir að hafa komið drengjaskaranum í skólann. Enda nóg að gera á stóru heimili þeirra Guðna. Alla tíð hafa samskiptin í fjölskyldunni verið ljúf og góð, sem ber að þakka. Nína eyddi seinustu árum sín- um á Sóltúni, þar sem hugsað var vel um hana. Hún hafði einstak- lega fallega rithönd og lagði rækt við að halda stafagerð sinni fal- legri með skriftaræfingum. Á Sól- túni færðist áhuginn yfir í að lita í litabækur með alls kyns mynstr- um og formum. Merkilegt var að sjá handverkið hennar þar sem ekki sást litað út fyrir merktar lín- ur. Þetta gerði hún sér til dægra- styttingar og undi sér vel við. Eitt skipti komum við Lára sem oftar til hennar í heimsókn. Aðeins tíu mínútum seinna drap starfsstúlka á dyr og sagði Nínu að bingóið væri að fara að byrja og að við Lára mættum gjarnan fara með henni að spila. Þegar niður í sal- inn kom, snéri Nína sér snöggt við og sagði: Takk fyrir komuna elsku Helgi minn, elsku Lára mín, og rauk svo inn í sal til að næla sér í vinning. Þarna var hún í essinu sínu, glöð og ánægð, tilbúin að leika sér með vinum sínum á Sól- túni, þá á nítugasta og þriðja ald- ursári. Við Lára þökkum samfylgdina í gegnum lífið og sendum öllum ástvinum samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Nínu syst- ur. Helgi bróðir. Gakk þú fram með glaðan hug og Guð í þínu hjarta. Það mun efla dáð og dug og dýrðarlífið bjarta. (P. Hallbj.) Elsku besta Nína frænka hefur kvatt og er komin heim til hans Guðna síns í eilífa sumarlandið. Pabbi og Nína voru sammæðra. Amma Metta, móðir þeirra, bjó ásamt afa mínum, Jóhannesi Guð- mundssyni, í Grundargerði 15. Nína og Guðni bjuggu í risinu og mamma og pabbi í kjallaranum. Mikill samgangur og góðar minn- ingar. Nína og fjölskylda fluttu í Búðargerðið og foreldrar mínir ásamt ömmu og afa fluttu í Huldulandið. Breytt búseta hafði þó ekki áhrif á samband fjölskyld- unnar. Nína frænka kom alla fimmtudaga til að þrífa hjá mömmu sinni. Við systkinin, Jói bróðir heitinn, ég og Hildur Krist- ín systir dáðum og dýrkuðum Nínu frænku. Ekki eingöngu vegna þess að hún kom alltaf fær- andi hendi, með gospillur og súkkulaðifroska, heldur vegna hlýjunnar og kærleikans sem streymdi frá henni. Nína var einstök á allan máta. Brosið hennar lýsti upp tilveruna, kátínan hennar, dillandi hláturinn og góðlátleg stríðnin hreif okkur öll með. Einlægni í orði og verki var aðalsmerki hennar. Við systur eigum dásamlegar minningar úr Búðargerðinu. Mamma fór stund- um að útrétta með ömmu Mettu. Nína kom stundum með en oft ekki, því nóg var að gera á heim- ilinu með fjóra fjöruga drengi. Þegar þannig stóð á, beið hún okkar í Búðargerðinu með stafla af heimsins bestu vöfflum með heimalagaðri rabarbarasultu úr Öndverðarnesinu og toppaði dýrðina með þeytirjóma. Gunnar Gísli, yngsti sonur Nínu, var næstur okkur í aldri og lékum við einna mest við hann. Dótið var strákadót sem við systurnar höfð- um mjög gaman af. Fallbyssur með alvöru stálkúlum og tindátar. Það gerðist ekki betra en kannski ekki beint kristilegur leikur. Eldri bræður hans, Oddur, Villi og Rósi, voru okkur afar góðir líka. Okkur er minnisstætt að Nína var alltaf búin að gefa drengjunum sínum vel að borða fyrir afmælisveislur í Huldó. Hún vildi alls ekki að þeir yrðu sér til skammar, því eins og hún sagði: „Þeir eru alltaf svang- ir“! Þrifheimsóknir Nínu frænku enduðu alltaf með kaffi og kruð- eríi. Með árunum varð fjölmenn- ara í eldhúskróknum og veiting- arnar urðu að hlaðborði. Guðni og strákarnir komu gjarnan líka til að fá sér kaffisopa og spjalla um lífsins gagn og nauðsynjar. Þetta voru notalegar samverustundir, litaðar góðum minningum. Nína var þakklát fyrir allar góðu tengdadæturnar sínar og sagði okkur fallegar sögur, bæði af þeim og barna- og barnabörn- um sem hún sá ekki sólina fyrir. Ég hef haft það fyrir sið í mörg ár að heimsækja gamla fólkið mitt eftir síðasta kennsludag fyrir jól. Ég færði þeim jólakort og naut þess að spjalla og rifja upp gamla og góða tíma. Þessar heimsóknir hafa gefið mér mikla gleði og hlýtt í hjarta. Nú hafa þrjú af þeim kvatt á skömmum tíma. Það verð- ur skrýtið að fara í jólafrí án þess að fá knúsið frá þeim. Við fjölskyldan munum alltaf geyma fallegar minningar í hjart- anu um elsku Nínu frænku. Innilegar samúðarkveðjur frá okkur öllum, elsku Rósi, Villi, Oddur, Gunnar Gísli og fjölskyld- ur. Metta frænka. Foreldrar Nínu Oddsdóttur skildu þegar hún var þriggja ára og fór hún í fóstur til ömmubróður síns og eiginkonu hans sem bjuggu á Lækjarbakka í Reykja- vík. Nína lést á Hjúkrunaheim- ilinu Sóltúni 11. júní sl. á 96 ald- ursári, en það er staðsett nálægt þeim stað þar sem bærinn Lækj- arbakki stóð. Fóstuforeldrar mömmu gáfu henni munnhörpu og lagðist Nína undir sæng til að trufla ekki aðra þegar hún æfði sig að spila. Hún sagði síðar, „ef þú kannt eitt lag geturðu spilað öll lög“. Í Grund- argerðinu gekk oft á ýmsu þar sem fjórir strákar komu saman og hún hafði lag á að stilla til friðar, en þegar það dugði ekki lumaði hún hinsvegar á leynivopni. Lang- ur munnhörputónn heyrðist, til- kynnt að allir skyldu drífa sig háttinn og datt allt í dúnalogn. Eftir það voru leikin gömul og ný lög á munnhörpuna. Að vetrarlagi gaf hún smáfugl- um korn sem varð allaf að vera til. Eitt sinn las hún í blöðunum að yf- irvofandi gæti verið skortur á fuglakorni í verslunum og bað mig að kaupa fyrir sig eins mikið korn og hægt væri að fá. Í fyrstu versl- uninni sem ég komi var allt korn uppselt en í næstu verslun sagði afgreiðslumaðurinn að hann væri nýbúinn að selja síðustu pokana. Lýsing á kaupandanum líktist yngsta bróður mínum og í ljós kom að hún hafði hringt í okkur báða til að tryggja nægilegt korn. Rithönd hennar var falleg og skýr og hún skrifaði niður ljóð og hugleiðingar í nokkra bækur. Allra síðustu árin litaði hún oft og vildi fá litabækur með flóknum mynstrum. Litagleðin var mikil en hún notaði mest af gulu. Það bárust margar beiðnir frá henni um gula viðbótarliti, en í litabox- inu hennar voru flestir aðrir litir stórir, en sá guli stubbur. Nína hafði mikla samkennd með þeim sem minna mega sín og lagði ætíð að sonum sínum að leggja aldrei illt til þeirra sem eru minnimáttar og fara alltaf vel með dýr. Í eðli sínu var hún oftast já- kvæð, oftast glaðleg og talaði aldrei illa um nokkurn mann. Það eru einu skiptin sem hún fann að við okkur bræður og tengdadæt- urnar ef okkur varð slíkt á. Þegar elliglöp tóku að hrjá hana fékk hún inni á Hjúkrunar- heimilinu Sóltúni þar sem hún undi hag sínum vel og talaði alltaf um hve gott væri að vera þar hjá því frábæra starfsfólki sem þar sinnir umönnun. Þrátt fyrir að margar minningar væru horfnar og augnablikið gleymt strax, þekkti hún okkur strákana alltaf á röddinni einni og húmorinn var enn til staðar. Heimsóknir voru bannaðar á Sóltúni þegar covid gekk yfir en í fyrstu heimsókninni þegar banninu var aflétt var hún spurð hvernig henni litist á það. Hún greip þá munnhörpuna og spilaði lagið Kátir voru karlar. Rósmundur Guðnason. ✝ Gunnhildur Gunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 26. júní 1951 og ólst þar upp. Hún lést á sjúkrahúsi á Spáni 14. maí 2022. Foreldrar henn- ar voru Borghildur Ásgeirsdóttir, f. 6. júní 1919, d. 8. októ- ber 2006, og Gunn- ar Guðjónsson, f. 9. nóvember 1921, d. 24. desember 1982. Albróðir Gunnhildar er Baldur, f. 1953. Hálfsystkini hennar: Sam- mæðra Reynir Ásgeirsson, f. 1945, samfeðra Ásthildur, f. 1941, Hall- dór, f. 1942, og Halldís, f. 1943. Gunnhildur varð stúdent frá Menntaskólanum á Laugarvatni. Hún lærði hagfræði í Svíþjóð og gegndi ábyrgðarstöðum í ýmsum fyrirtækj- um. Má þar nefna bifreiðaumboð Sveinbjörns Egils- sonar, Blaðaprent og Blómaval. Einnig vann hún um tíma fyrir konsúlat Hol- lands. Fyrri maður hennar var Þorsteinn Veturliða- son, f. 1949. Gunnhildur fluttist til Spánar 2012 og kynntist þar eftirlifandi eiginmanni sínum, Guy Gevaert, f. 1956, ættuðum frá Belgíu. Minningarathöfn um Gunn- hildi fer fram frá Lindakirkju í dag, 28. júní 2022, klukkan 13. Það er erfitt að trúa því að elsku Gunnhildur systir sé dáin. Ég sakna hennar meira en nokkur orð fá lýst. Eftir sjötíu ára vináttu, sem aldrei bar skugga á, léttir það að- eins söknuðinn að ég trúi því að við munum hittast á ný. Þá verða fagn- aðarfundir. Það hefur alla tíð verið mjög kært með okkur systkinum, Gunnhildi og Baldri. Ég var 19 ára þegar ég fluttist að heiman. Þá var Gunnhildur 13 ára og Baldur 10 ára. Eðlilega strjáluðust samskipti okkar eitthvað á þessum árum, en einlæg og góð vinátta hélst þó alla tíð. Svo stofnuðum við öll heimili og fórum að búa. Gunnhildur flutti með fyrri manni sínum til Svíþjóð- ar þar sem hann lagði stund á prentnám, en hún hagfræði. Þegar hún kom aftur til Íslands var ég fluttur í sveit, en hún kom mjög oft í heimsókn eða við á heimili hennar og foreldra okkar við ýmis tæki- færi. Hún var alltaf mjög greiðvik- in og vandvirk í öllum sínum störf- um. Í fjölda ára sá hún að miklu leyti um bókhald hitaveitufélags í sveitinni sem ég starfaði við og stjórnaði. Og aldrei fékkst hún til að taka krónu fyrir. Við eigum margar og góðar minningar frá ferðalögum erlendis með Gunnhildi. Við fórum t.d. til Mexíkó, Bahamaeyja og einnig til Noregs þar sem við ferðuðumst víða. Þegar Gunnhildur dvaldi í heitari löndum tók hún eftir að verkir í baki minnkuðu, en þeir höfðu hrjáð hana árum saman eftir byltu á vinnustað. Það leiddi til þess að hún flutti til Spánar og leigði þar íbúðir eða hús á nokkr- um stöðum uns hún keypti draumahúsið sitt með miklu og fögru útsýni, tvær hæðir auk sér- íbúðar á jarðhæð, með stórum garði og sundlaug. Í garðinum er pálmatré jafnhátt húsinu, ávaxtatré og mikið og fallegt lim- gerði. Eftir það kynntist hún eftirlif- andi eiginmanni sínum Guy Gea- vert, ættuðum frá Belgíu. Með þeim tókst fljótlega mikil vinátta og á endanum giftu þau sig. Hann er mikill lista- og sælkerakokkur. Við hjónin heimsóttum Gunn- hildi á nokkra staði þar sem hún bjó á Spáni og eru þær ferðir ógleymanlegar. Það var þó ekkert í samanburði við þær lystisemdir sem við upplifðum og takmarka- lausa gestrisni þeirra þegar við heimsóttum þau í nýja húsið. Gunnhildur var á hátindi ham- ingju sinnar þegar hún greindist með krabbamein í lok október síð- astliðins. Hún gekkst undir mikla skurðaðgerð rúmum tveimur vik- um síðar sem virtist ætla að takast vel. Síðan tók við mjög mikil og erf- ið lyfja- og geislameðferð. Þessi sterka og lífsglaða kona varð þó að láta undan að lokum. Hún lést 14. maí síðastliðinn. Elsku Gunnhild- ur, takk fyrir allt. Eins og gullhörpuljóð, eins og geislandi blær, eins og fiðrildi og blóm, eins og fjallalind tær, eins og jólaljós blítt, eins og jörðin sem grær, lifir sál þín í mér, ó þú systir mín kær. Hversu þreytt sem þú varst, hvað sem þrautin var sár, þá var hugur þinn samt, eins og himinninn blár; eins og birta og dögg voru bros þín og tár. Og nú ljómar þín sól bak við lokaðar brár. (Jóhannes úr Kötlum) Blessuð sé minning Gunnhildar systur um alla eilífð. Reynir bróðir og Björg. Eftir stranga glímu við krabba- mein er látin á Spáni systir mín, Gunnhildur Gunnarsdóttir, fædd 26. júní 1951, dáin 14. maí 2022. Systir mín var bráðþroska og námsfús. Eftir landspróf gekk hún í Menntaskólann að Laugar- vatni og eignaðist þar góða vini. Að loknu stúdentsprófi hélt hún til Svíþjóðar og nam rekstrarhag- fræði. Heimkomin gerðist hún fjármálastjóri stöndugra fyrir- tækja, þar sem vandvirkni hennar og atorka komu henni skjótt til virðingar og góðra efna. Þegar líða tók á gjöfula starfsævi, kaus hún að láta af störfum, keypti sér hús á Costa Blanca og naut þar góðra ára áður en hinn illvígi sjúkdómur knúði dyra. Gunnhildur systir var mild og stillt og skipti sjaldan skapi. Hún greiddi mér götu frá fyrstu tíð, leiddi mig á eftir sér um klappir og mýrar við Köllunarklett sem var ferjustaður Viðeyjar fyrr á öldum. Þar áttum við heima í litla bústaðnum hennar ömmu. Þá hafði Gunnhildur fengið þeirrar listar að geta laðað fram úr tákn- um undursamleg ævintýri og sög- ur. Ávallt var hún fús til þess að lesa fyrir mig og ég fylgdist með hugfanginn, en hnaut þó um að maður nokkur hafði Róbínson að skírnarnafni en Krúsó að föður- nafni. Það væri af því hann var út- lendur, útskýrði systir mín, sjö ára. Á Íslandi myndi hann nátt- úrlega heita Krúsó Róbínsson. Skýringuna lét ég mér vel líka og fann sem endranær að systir mín leysti prýðilega úr málum. Í viðskiptalífinu takast á ýmsir hagsmunir, sem kunnugt er. Sér til undrunar komust menn þá stundum að raun um að frekja kom engu til leiðar við þessa fasprúðu konu, sem var tillitssem- in holdi klædd, en hrökk þó hvergi undan ofríki. Um leið sýndi hún sanngirni, því hún var höfðingi í lund og drengur góður, eins og sagt var um Bergþóru Skarphéð- insdóttur. Systir mín var listelsk, hafði mætur á handverki og bjó yfir fal- legustu rithönd sem ég hef séð. Í mörgu var hún sjálfri sér næg, sinnti viðhaldi á heimili sínu, mundaði borvélar og skrúflykla af leikni, endurnýjaði innréttingar og lánaði mér verkfærin ef ég þurfti þeirra við. Hún kunni vel að meta lystisemdir, átti öfluga jeppa og stór hjólhýsi og bauð mér í ferðalög um landið þegar börn mín voru að vaxa úr grasi. Þá fengum við enn betur að kynn- ast lífsgleði hennar, ríkulegri kímnigáfu og hláturmildi. Það er til marks um hver skörungur hún var í augum barnanna, að snarráð telpa var varð upp með sér að hljóta af henni einkunnina úti- leguhetja, eftir að hafa bjargað búnaði undan óveðri. Og þegar ungur sveinn átti að skrifa ritgerð og færa einhvern ættingja sinna í skáldlegan búning, hafði Gunn- hildur frænka útskrifast frá sjó- liðsforingjaskóla og orðið fall- byssuskytta. Veglyndi var aðalsmerki Gunn- hildar Gunnarsdóttur. Hún var kurteis, hjálpsöm og gjafmild, einstaklega góður hlustandi og næm á líðan annarra. Hjartans örlæti var henni í blóð borið. Með þessum orðum kveð ég í hinsta sinn mína elskuverðu syst- ur. Það er ég viss um, að hefði hún verið drottning eins og nafna hennar í Noregi forðum, þá hefði hún hlotið viðurnefni og héti á spjöldum sögunnar Gunnhildur góða. Baldur Gunnarsson. Ekki þurfti langan tíma til um- hugsunar þegar Gunnhildur Gunnarsdóttir var einn umsækj- enda um starf skrifstofustjóra hjá Blómavali. Hún var ráðin sam- stundis. Hún starfaði með okkur frá árinu 1984 og þar til fyrir- tækið var selt árið 2000 og um tíma með nýjum eigendum. Sá tími sem fram undan var, þegar hún réðst til starfa hjá Blómavali, var mikill uppbygg- ingartími og því í mörg horn að líta. Það var frábært að hafa hana með í stjórnunarteyminu, klettinn sem var með hlutina á hreinu, lét í ljós sínar skoðanir á málum og fylgdi fast eftir því sem ákveðið var að framkvæma. Gunnhildur var einstaklega vinnusöm, harð- dugleg, ósérhlífinn dugnaðarfork- ur. Henni tókst vel að laða fram bestu hliðar samstarfsfólksins og öllum leið vel í hennar návist. Maður hafði sannarlega á tilfinn- ingunni að fyrirtækið væri í fyrsta sæti. Við fyrrverandi eigendur Blómavals munum ávallt minnast Gunnhildar með hlýju og virð- ingu. Starf hennar með okkur var ómetanlegt. Eiginmanni Gunnhildar og ættingjum vottum við okkar dýpstu samúð. Bjarni, Kolbeinn og fjölskyldur. Gunnhildur Gunnarsdóttir Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, ELÍN HILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR bankaritari, lést á Landspítalanum 20. júní. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskapellu mánudaginn 4. júlí klukkan 15. Otti Hólm Elínarson Rósa Guðrún Erlingsdóttir Rebekka Rún, Hildur Agla, Jóhanna Katrín Karla og Erling Hólm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.