Morgunblaðið - 28.06.2022, Page 19

Morgunblaðið - 28.06.2022, Page 19
Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR LÍNDAL JAKOBSSON, Hafnartúni 38, Siglufirði, sem lést laugardaginn 18. júní á Sjúkrahúsi Akureyrar, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 30. júní klukkan 13. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki HSN. Ómar Óskarsson Gunnlaugur S. Guðleifsson Erla Helga Guðfinnsdóttir Sóley Guðmundsdóttir Ingvar Reynisson Gísli Þór Guðmundsson Anna Hildur Hildibrandsdóttir og afabörn hennar komu á óvart því að Stella hafði verið hraust, kleif fjöll, hjólaði og stundaði marg- víslega hreyfingu af miklum krafti. Uppgjöf var ekki til í hennar huga og hún barðist fyr- ir lífi sínu til hinstu stundar af miklum hetjuskap, umvafin fjöl- skyldu og vinum. Andlegt þrek hennar, lífsgleði og bjartsýni snart okkur sem nærri henni stóðum. Hún var svo góð og hugulsöm manneskja sem þrátt fyrir eigin veikindi gaf stöðugt af sér og hughreysti aðra sem börðust við heilsuleysi og erfið- leika. Allir sem þekktu Stellu vita að hún var mörgum góðum kost- um búin. Hún var ákaflega kraftmikil, lífsglöð og bjartsýn og alltaf tilbúin að liðsinna öðr- um, greiðvikin og gjafmild og laðaði að sér fólk. Hún var ákaf- lega félagslynd og vinahópurinn stór og fjölbreyttur. Hún var bókhneigð og las mikið alla tíð og var mikill ljóðaunnandi. Það var alltaf gaman að hitta Stellu og vera með henni. Við áttum langa og gjöfula samleið og oft var glatt á hjalla. Breyttar að- stæður mínar innan fjölskyld- unnar breyttu engu um vináttu okkar. Ég flyt kveðju frá sonum mínum, Gauta, Eggerti og Þóri, sem kunnu svo vel að meta glað- værð Stellu og eru þakklátir fyr- ir ræktarsemi hennar í þeirra garð. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar, elsku Össi, Svava, Snorri, Nína og systkini Stellu. Þið haf- ið öll misst mikið við fráfall hennar. Ég dái runna sem roðna undir haust og standa réttir þó stormana herði uns tími er kominn að láta laust lauf sitt og fella höfuð að sverði. (Einar Bragi) Megi hún Stella mín hvíla í friði. Minnie Eggertsdóttir. Ein úr hópnum okkar hefur kvatt alltof snemma. Eftir sitj- um við vinkonur hennar, hnípn- ar og fullar af söknuði. Nú send- ir Stella okkur ekki kveðjur og hvetur til að hittast eða afmæl- iskveðju til hverrar og einnar með jákvæðum skilaboðum og góðum óskum. Við erum hópur kvenna sem kynntumst á mömmumorgnum í Langholtskirkju árið 1991. Sú samvera reyndist okkur svo dýr- mæt að ákveðið var að halda áfram að hittast. Síðan eru liðin rúm 30 ár og ennþá hittumst við og gleðjumst saman. Ótrúlegt en satt, hefur hópurinn haldist að mestu óbreyttur. Við kölluðum hópinn okkar Langbrækur. Stella okkar fékk viðurnefnið Aðal í hópnum. Hún var Að- alsteinsdóttir en einnig þótti okkur ástæða til að aðla hana með sérstakri athöfn. Hún var líka ein af aðaldriffjöðrunum, alltaf til í ný ævintýri, drífandi og skemmtileg. Þegar stofnaður var göngu- og hlaupahópur Langbróka var Stella ein sú kraftmesta, tók þátt í ýmsum hlaupum með hópnum og hvatti okkur hinar. Þá töluðum við gjarnan um vestfirsku genin hennar en Stella ólst upp vestur á fjörðum, nánar tiltekið í Tálknafirði. Við trúum því að þaðan komi valkyrjur sem vaði eld og brennistein, gerist þess þörf. Það gerði Stella okkar. Minningarnar sækja að og okkur langar að rifja upp nokk- ur brot þar sem Stella okkar var í aðalhlutverki. Við minnumst bókakonunnar Stellu, sem setti sér eitt sinn það markmið að lesa 52 bækur, eina bók á viku. Það gerði hún. Við héldum alltaf fund í janúar þar sem farið var yfir jólabækur ársins og þar var ekki komið að tómum kofanum hjá okkar konu. Eins var hún mjög ljóðelsk og valdi ljóð hvern dag fyrir aprílmánuð og birti á Fésbók. Stella var einstaklega kær- leiksrík, hugsaði fyrst og fremst um aðra og lét sig hvergi vanta. Hún heilsaði alltaf glaðlega, með hlýjum orðum um viðkomandi og væntumþykju. Oftast fylgdi hrós um fatnað, klippingu eða eitthvað sem hún vildi gleðja mann með. Hún var mjög ósér- hlífin og kannski gekk hún stundum of nærri sér í þeim efn- um. Við minnumst góðra ferða í bústaði, eins konar húsmæðra- orlof, þar sem við átttum ógleymanlegar stundir saman og Stella var oft potturinn og pann- an í skipulagningu. Stella var mikið náttúrubarn, stundaði göngur og nýtti afurðir náttúr- unnar, svo sem sveppi og ber. Koma þá í huga hinar frægu berjaferðir vestur í Tálknafjörð, þar sem aðalbláberin voru tínd í akkorði og þegar heim kom var efnt til berjaveislu fyrir vini og vandamenn. Síðustu mánuðina gerðum við okkar besta til að styðja hana og sýna henni umhyggjusemi í veikindum hennar. Á enga okkar er hallað þótt þar sé nafn Önnu Maríu Ögmundsdóttur sérstak- lega nefnt. Að leiðarlokum þökk- um við vinkonu okkar fyrir vin- áttuna í öll þessi ár og vottum fjölskyldu elsku Stellu okkar innilegustu samúð og óskum þeim til hamingju með vænt- anlegt barnabarn sem við viss- um að varð Stellu svo mikið gleðiefni. Fyrir hönd Langbróka: Eygló Eiðsdóttir, Erla Magnúsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir. Þú skalt ganga í fjörunni og gleyma því sem mennirnir segja hvernig þú eigir að lifa. Þú skalt vita að steinana þá áttu alla. Þú skalt heyra sögur hafsins, hvernig þú munir sigra. Þú skalt ganga í fjörunni og vita að friðurinn, hann er til. Og þangið segir þér að þú munir hvílast, segir þér að þú munir hvílast. (Nína Björk Árnadóttir) Hún hleypur á undan mér upp túnið á Hrauni. Ég elti, en hún er komin langt upp í móana. Hún beygir svo í átt að skóg- ræktinni. Snýr sér við og kallar: Við förum upp á Lynga – kíkj- um í Kistublett. Hleypur áfram og ég er orðin lafmóð. Fer upp fyrir skógræktina, upp undir klettabelti. Þar hendir hún sér niður í blágrænt berjalyngið og segir: Sjáðu, það er fullt hérna. Við erum komnar í berjamóinn sem hún vissi um, hafði beðið eftir að berin stækkuðu nóg og nú voru þær Inga á Hrauni sam- mála um að bláberin væru orðin nógu stór. Hún er tíu ára og hefur stækkað talsvert síðan ég hitti hana fyrst, þá á sjöunda ári. Hún var hún Stella, litla systir hans Þorsteins, við þá nýtrúlofuð. Nú gift og búin að eignast hann Alla. Seinna kom Höskuldur. Hún varð litla syst- irin sem mig hafði alltaf langað að eignast. Og vinkona seinna, þegar við báðar urðum stórar. Við áttum góðar stundir á Hrauni, fórum oft niður á sand, þar sem hún sýndi mér veröld- ina sína, sandinn, oddann, fjörð- inn og fjöllin. Rík var hún og hún átti líka góða að. Hún var langyngst, ólst upp hjá fullorðnu fólki, foreldrum sínum, móður- bróðir og ömmu. Systkinin fóru snemma að heiman, í skóla og vinnu. Hún sagðist oft sakna Gunnu og Bergs. Hinir bræð- urnir, Birgir og Þorsteinn, voru miklu eldri og farnir að heiman. Það varð nú þannig að þau systkinin hittust í fyrsta sinn öll heima á Hrauni þegar faðir þeirra var jarðsettur 1984. Hraun var sveit, skólinn mitt á milli þess og þorpsins. Svo hún lék sér mest ein, þótt hún ætti vini í skólanum. Las mikið og bjó sér til ævintýraheima. Hún var uppáhald og augasteinn pabba síns, það voru hin systk- inin sammála um. Svo kom hún í landspróf í Stykkishólmi, til okk- ar Steina. Öllum frændum henn- ar þótti vænt um hana og þeim kom vel saman. Það var eig- inlega eins og hún hefði alltaf verið hjá okkur. Bókasafnið var á höfðanum fyrir ofan húsið okk- ar og þar var hún tíður gestur. Fór einu sinni eða tvisvar í viku og fékk bækur. Svo tók við menntaskóli, vinnan og lífið. Við töluðum oft saman í síma og ég hitti hana stundum þegar ég fór suður. Ég man vel þegar hún sagði mér að hún væri farin að hitta strák. Hann héti Örn og væri bróðir hans Simma hennar Minnie Eggerts. Ég sá stjörnu- ljós í augum hennar. Svo þegar hún seinna sagði mér frá börn- unum sínum, komu þessi ljós líka. Svava og Snorri voru henn- ar líf og yndi. Á seinni árum fór- um við í leikhús og gerðum fleira skemmtilegt. Tveim vikum áður en hún kvaddi fórum við á kórtónleika. Hún var hetja. Ég mun sakna Stellu mikið. Hjartans samúð, elsku Örn, Svava, Snorri og Nína. Og Birg- ir, Steini og Gunna mín, ykkar missir er mikill. Og handan við daginn er dauðinn á verði. Dimmleitur og kyrr. (Valdimar Tómasson) Dagbjört S. Höskuldsdóttir. Kveðjustund. Stella okkar og mjög margra annara. Stella með brosið og sitt jákvæða viðhorf til hlutanna. Stella og ljóðin hennar. Stella hans Össa okkar er farin á vit forfeðra sinna og alltof fljótt. Með söknuði í hópnum okkar gömlu Framaranna og þorra- blótshópsins kveðjum við eina af stoðunum og dugnaðarforkunum okkar. Alltof fljótt kom kveðju- stund en samt svo margs að minnast og sakna. Stella var orðheppin og mikið vakti að baki hlutunum hjá henni, þegar hún lýsti þeim. Hún var mikill grúskari og var ávallt vel undirbúin þegar hún og Össi héldu þorrablótin, þá var mikið hlegið og oft reynt á það litla vit sem í hópnum var eftir miklar veitingar. Stella var stolt af vesfirskum uppruna sín- um og lagði hún á sig að kenna okkur að meta hákarl, bringu- kolla og annað góðmeti. Minning um vandræðalega ástarjátningu Össa til Stellu sinnar með rós í hönd mun seint gleymast. Það var ávallt með eftirvæntingu sem við kíktum undir matar- diskana þar sem hún hafði falið einhver gullkorn. Hún hafði mikinn húmor fyrir sjálfri sér og tók lífinu létt, eins best kom fram síðasta árið hennar er hún barðist við þennan illvíga draug sem herjaði á hana. Stella var mikill göngugarpur sem gafst aldrei upp á að hvetja aðra til dáða í útiveru. Margar minningar eigum við úr útileg- um hópsins þar sem góða skapið hennar breytti öllum veðrum í gleði og hlátur stundir. Stundir á Minniborgum er við dúðuðum okkur í mesta frosti þess árs og hún leit á einn kappan og kallaði hann Michelin-manninn. Stella var alltaf með hugann hjá öðrum, umhugað um aðra, ávallt að spyrja um börnin og barnabörnin í vinahópnum. Hún gaf sér ávallt tíma til að hlusta á sögur af smáfólkinu og þeirra sorgir og sigra. Oft skildum við ekki hvernig hún hafði tíma til að forvitnast um okkur hin í hópnum, þegar hún hafði það verk að sjá um Össa sinn og börnin. Stella var mannglögg og minnug á nöfn allra sem hún hitti. Hún var sannur vinur vina sinna og stolt af sínu fólki. Með söknuði og hlýjum huga kveðjum við kæru Stellu og vottum Össa og fjölskyldu þeirra okkar hjartnæmustu samúð. Jónas Ingi og Sigríður, Þorvaldur og Ólöf, Sigurjón og Rósa, Björn og Ragnheið- ur, Ómar og BergÞóra. Hún Stella var einstök og hennar er sárt saknað. Hún starfaði sem launafulltrúi hjá Umhverfisstofnun frá haustinu 2007 og í því hlutverki vann hún mikið með ýmsar starfsmanna- tengdar upplýsingar. Stella lét þó ekki þar við sitja því hún var sérlega minnug og lagði á minn- ið afmælisdaga samstarfsfólks- ins og gleymdi aldrei að óska okkur til hamingju með daginn. Ef starfsmenn fóru í fæðingar- orlof þá mundi hún oft líka af- mælisdaga þeirra barna sem fæddust á hennar vakt. Hún sýndi öllum áhuga og fylgdi stundum eftir löngu liðnum sam- ræðum með því að spyrja hvort að tanntakan væri nú að verða búin hjá yngsta barninu, hvort aldraður faðir væri farinn að jafna sig eða hvernig gengi nú með sumarbústaðinn. Hún var dugleg að minna okkur á að nýta líkamsræktarstyrk og önn- ur starfsmannatengd réttindi. Henni var annt um hagi okkar og vellíðan og lagði sig fram um að aðstoða alla þá sem á þurftu að halda. Við erum mörg sem unnum lengi með Stellu og munum minnast hennar sem yndislegs gleðigjafa. Stella var alltaf til í sprell og hjá henni var aldrei langt í smitandi hláturinn. Stella var stemningsmanneskja þannig að ef bleikur dagur var í vinnunni þá mætti Stella í bleiku frá toppi til táar og sennilega með bleika köku í farteskinu. Ef það var þemadagur þá peppaði hún aðra til þátttöku og aðstoð- aði þá við að útvega sér höf- uðföt, búninga eða skreytingar- efni eins og við átti. Þegar stofnunin keppti í Hjólað í vinn- una þá lagði hún allt undir og hjólaði oft klukkutímunum sam- an aukahringi um höfuðborgar- svæðið til þess að liðið hennar kæmist sem næst verðlaunapall- inum. Stella var hlý og alúðleg við alla. Hún tók á móti nýjum starfsmönnum opnum örmum og var umhugað um að fólki fyndist vel tekið á móti sér. Henni þótti vænt um að styrkja tengsl við fólk og henni fórst það svo sann- arlega vel úr hendi. Við sendum aðstandendum Stellu innilegar samúðarkveðjur og þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Minningin lifir áfram í hjörtum okkar. Fyrir hönd starfsmanna allra, Sigrún Ágústsdóttir forstjóri. Stella Aðalsteinsdóttir, vin- kona okkar, er látin. Það vissu allir sem þekktu Stellu að hún var að vestan. Það var hluti af hennar sjálfsmynd og af henni var hún stolt. Það er þó ekki hinn stolti Vestfirðingur sem kemur fyrstur upp í hugann þegar maður minnist Stellu. Þar er gleðin í fyrsta sæti. „Þvílík fegurð,“ sagði hún eitt sinn við mig. Ég hafði sýnt henni blóm sem ég hafði ræktað og var stoltur af. Stella sá fegurðina en það sem snart mig djúpt var gleðin sem hún sýndi yfir feg- urðinni. Einlæg og fölskvalaus gleði, sem við kennum stundum við börn. Þessi lyndiseinkunn hennar skilaði sér í jákvæðum og glaðlegum samskiptum, bæði í leik og starfi. Vinahópur henn- ar var enda stór. Einum slíkum vinahópi, stundum kenndum við brids, til- heyrðum við. Það er náinn vina- hópur sem saman hefur ferðast gegnum lífið. Átt margar gleði- stundir. Og það er sárt að kveðja. Að leiðarlokum minn- umst við Stellu fyrst og fremst fyrir þau jákvæðu áhrif sem hún hafði á líf okkar. Örn, Svava, Snorri og aðrir aðstandendur fá okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. F.h. Gumma, Siggu, Magga, Birgittu og Eddu, Friðrik. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2022 - Fleiri minningargreinar um Stellu Aðalsteins- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskuleg dóttir mín, systir okkar og mágkona, SIGRÚN JÓHANNSDÓTTIR, Skúlagötu 46, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 21. júní. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 1. júlí klukkan 10. Jóhann H. Jónsson Magni J. Jóhannsson Ingunn H. Brandt Ingunn Jóhannsd. Lossius Skúli Jóhannsson Helgi Pjetur Jóhannsson Erla Björgheim Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, VIÐAR BENEDIKTSSON, Laugarnesvegi 87, Reykjavík, lést þriðjudaginn 21. júní á líknardeild Landakotsspítala. Útför fór fram í kyrrþey, að ósk hins látna, föstudaginn 24. júní. Lovísa Viðarsdóttir Teitur Eyjólfsson Anna Björg Viðarsdóttir Anna Bára Teitsdóttir Magnús G. Sigmundson Eyjólfur Teitsson Sandra Lóa Gunnarsdóttir Viðar Ben Teitsson barnabarnabörn Elskulega dóttir, móðir, tengdamóðir, amma okkar og systir, GUÐRÚN KOLBRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á heimili sínu mánudaginn 14. júní. Útför fer fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 29. júní klukkan 13. Guðmundur Kristján Kristjónsson Gabríel S. Bragason Arnar Guðmundsson Jóhann V. Bragason Kristjón Guðmundsson Bragi Þ. Bragason Guðmundur Guðmundsson Brynjólfur J. Bragason Stefán I. Guðmundsson Bragi Sveinsson og fjölskyldur Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR STEINDÓRSSON, Ljósheimum 16a, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans föstudaginn 24. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Katrín Sigurðardóttir Þorsteinn Jóhannsson Páll Sigurðsson Wieslawa Paszek Kristín, Páll og Pétur Antoni og Tymon Þorsteinn Örn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.