Morgunblaðið - 28.06.2022, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2022
✝
Camillus Birgir
Rafnsson
(Cammi) fæddist í
Reykjavík 5. febr-
úar 1958. Hann lést
á Hjúkrunarheim-
ilinu Hömrum í
Mosfellsbæ 13. júní
2022.
Foreldrar hans
voru Magnfríður
Perla Gústafsdótt-
ir, f. 9. ágúst 1936,
d. 26. júlí 2016, og Rafn Bjarna-
son, f. 10. september 1929, d. 25.
október 2011. Systkini: Sig-
urbjörg Sjöfn Rafnsdóttir, f. 16.
ágúst 1955, Rafn Benedikt
Rafnsson, f. 9. apríl 1959, kvænt-
ur Helgu Matthildi Jónsdóttur,
f. 14. desember 1960, Ólafía B.
Rafnsdóttir, f. 29. október 1960,
sambýlismaður Ásgeir Már Jak-
obsson, f. 16. ágúst 1954, Ómar
Steinar Rafnsson, f. 23. júní
1962, kvæntur Lilju Ragn-
arsdóttur, f. 5. október 1963,
Erla Rafnsdóttir, f. 13. mars
1964, gift Michael ÓByrne, f. 29.
júlí 1959, Ólafur Róbert Rafns-
son, f. 11. maí 1973, kvæntur
Guðnýju Ósk B. Garðarsdóttur,
f. 28. mars 1976.
Camillus var
giftur Halldóru Ey-
mundsdóttur, f. 27.
október 1957. Þau
slitu samvistum en
eignuðust einn son,
Rafn Camillusson,
f. 24. ágúst 1983,
sambýliskona Katr-
ín Grímsdóttir, f.
18. október 1991,
börn þeirra: Grím-
ur Rafnsson, f. 11. júlí 2017,
Birkir Rafnsson, f. 8. október
2021. Dóttir Halldóru og upp-
eldisdóttir Camillusar, Lukka
Berglind Brynjarsdóttir, f. 28.
mars 1978, gift Baldri Maack, f.
9. júní 1979, börn þeirra: Gunn-
ar Maack, f. 25. febrúar 2006 og
Brynjar Maack, f. 24. júní 2014.
Camillus var í sambúð með
Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, f. 31.
júlí 1955. Sonur Guðrúnar: Að-
alsteinn Líndal Gíslason, f. 22.
desember 1971, kvæntur Mar-
gréti Reynisdóttur, f. 15. janúar
1981.
Útför Camillusar fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
28. júní 2022, klukkan 15.
Ein af mínum fyrstu minning-
um af pabba er þegar við krup-
um við rúmstokkinn fyrir hátta-
tíma, spenntum greipar og
fórum með faðir vorið. Pabbi var
trúaður og sendi hann mig í
kristilegar sumarbúðar í Vatna-
skógi en þar hafði hann sjálfur
verið sem drengur. Mamma sá
vanalega um nestið en í þetta
sinn féll það í hlut pabba. Þegar í
Vatnaskóg var kominn opnaði ég
nestið sem var Pik-Nik-dolla
með turni af samlokum sem
samsettar voru úr rúgbrauðs-
sneið á móti franskbrauðssneið
með smjöri á milli. Þessar rúg-
franskbrauðssamlokur át ég svo
í hvert mál. Pabbi meinti vel og
ég varð aldrei svangur. Pabbi
var búinn ótal kostum en nest-
isgerð var kannski ekki hans
sterkasta hlið.
Ég þekki engan sem ekki lík-
aði vel við pabba, allir höfðu orð
á því hversu ljúfur og góðhjart-
aður hann var og alltaf tilbúin að
hjálpa. Þessi þörf fyrir að veita
öðrum hjálparhönd var alltaf til
staðar og alveg fram á seinasta
dag. Hjálpsemi hans virtist ekki
eiga sér nein takmörk. Undir
það síðasta tók ég yfir umsjón
fjármála hans og komst þá að því
að góður partur af ráðstöfunar-
tekjum hans fór í mánaðarlegan
stuðning við öll helstu góðgerð-
arsamtök á landinu. Hann var
draumur hvers sölumanns og
sagði aldrei nei ef hann gat orðið
að liði. Rúg-fransbrauðssam-
lokan var líka alveg nóg fyrir
hann.
Pabbi var vinsæll meðal vina
minna og þegar ég var strákur
fékk ég oft að heyra hversu
heppinn ég væri að eiga svona
skemmtilegan pabba. Það voru
aldrei nein vandamál, hann var
alltaf til í að fíflast og gera
skemmtilega hluti með okkur
krökkunum og var þekktur í
hverfinu fyrir almenn skemmti-
legheit og leikgleði. Eitt sumarið
þegar pabbi vann við að mála
ljósastaura kom hann heim á
kranabíl. Sá dagur er mér æv-
inlega minnisstæður því að bíla-
planið heima í Iðufellinu breytt-
ist fljótlega í tívolí þar sem pabbi
bauð börnunum í hverfinu að
fara ferð með körfunni upp í
hæstu hæðir.
Pabbi var einnig mikill húm-
oristi. Ein jólin, á aðfangadags-
morgun, var komin risagjöf und-
ir tréð. Innihald gjafarinnar var
hins vegar risastór málningar-
fata og kraftgalli. Bara honum
fannst þetta fyndið. Daginn eftir
fórum við krakkarnir í brekkuna
að renna okkur og fékk ég þær
leiðbeiningar að ég ætti ekki að
renna mér á rassinum. Það var
auðvitað það fyrsta sem ég gerði
og eyðilagðist gallinn í fyrstu
ferð, karma vann þá að lokum en
hann hló ekki mikið eftir þá ferð-
ina.
Undanfarin ár hef ég búið er-
lendis en flutti heim rétt fyrir
áramót. Ég er svo þakklátur fyr-
ir að hafa fengið að vera meira
með honum undir lokin þrátt
fyrir það hafi líka verið erfiður
tími. Oft á tíðum var hann ekki
vel upplagður en inn á milli átti
hann góða daga þar sem mér
fannst eins og að gamli, góði,
fríski og hressi pabbi væri enn
þá þarna og að við ættum eftir
að eiga margar góðar stundir í
framtíðinni. Því miður er það
ekki raunin og skilur hann eftir
sig mikinn söknuð og og stórt
tómarúm í hjartanu. Ég veit
samt að honum líður betur núna
og er kominn í faðm foreldra
sinna og Evu frænku sinnar, en
þau voru honum öll mjög kær, og
taka þau vel á móti honum.
Rafn Camillusson.
Það er komið að leiðarlokum.
Alltaf erfitt að kveðja þá sem
hafa fylgt manni allt lífið. Minn-
ingabrotin hugga og ylja í sorg-
inni. Minningar um góðan mann,
góðan föður.
Cammi var einstaklega vel
gerður, hjartahlýr og umhyggju-
samur. Mannkostir hans voru
fjölmargir en góðmennska er
það sem einkenndi hann öllu
helst. Hann átti hjarta fullt af
kærleik og var sjóðurinn ótæm-
andi.
Cammi kom inn í líf mitt þeg-
ar ég var þriggja ára gömul. Frá
þeim degi var ég dóttir hans.
Hann kenndi mér að þrátt fyrir
að deila ekki blóðböndum skil-
greindi það okkur ekki á nokk-
urn hátt. Fjölskylda væri hópur
einstaklinga sem ákveða að elska
hver annan og virða og það gerði
hann svo sannarlega alla tíð.
Ég er þakklát fyrir tímann
sem við áttum. Fyrst á Höfn í
Hornafirði og síðar í Breiðholt-
inu þar sem þau mamma bjuggu
okkur systkinunum kærleiksríkt
heimili. Tilfinningaleg og andleg
gæði stóðu efnislegum alltaf
framar. Stundum var ekki mikið
til en það var alltaf til nóg af því
allra dýrmætasta sem hægt er
að gefa börnum, tíma. Cammi
átti alltaf nægan tíma, hann lagði
mikið upp úr því að eiga inni-
haldsríkar samverustundir,
ræktaði vináttu við okkur börnin
og sýndi einlægan áhuga. Það er
ósjaldan sem vinir mínir minnast
gömlu tímanna í Iðufellinu og
nefna þá iðulega Camma. Hann
var alltaf þátttakandi í lífi okkar
og leik, lét sig vini og kunningja
okkar varða og sýndi öllum virð-
ingu og vinsemd. Svo hafði hann
bara almennt gaman af fólki,
gaman af samtali og samveru við
aðra.
Cammi var stoltur af afrekum
okkar systkinanna stórum sem
smáum. Stoltastur var hann þó
af afastrákunum sínum. Meiri
barnagælu er erfitt að finna og
það var ljúft að fylgjast með
honum njóta sín í samvistum við
drengina okkar.
Hjálpsemi og greiðvikni voru
Camma í brjóst borin og var
hann alltaf boðinn og búinn að
verða að liði. Hvort sem var að
mála fyrir fólk, skutlast, passa
hunda, börn eða páfagauka,
hann átti alltaf útrétta hjálpar-
hönd.
Það er erfitt að fara yfir tím-
ann okkar saman án þess að
hnjóta um það hversu harða bar-
áttu Cammi háði við langvinnan
lungnasjúkdóm. Sjúkdómurinn
tók mikið af Camma og undir
það síðasta hafði neistinn sem
einkenndi þennan ljúfa mann
smám saman fjarað út. Því var
það honum líkn að fá að kveðja.
Kveðjustundin er ljúfsár. Það
vill enginn horfa á fólkið sitt
þjást en á sama tíma í eigingirni
er maður aldrei tilbúinn að
sleppa. Ég trúi því að Cammi sé
kominn á betri stað og hafi feng-
ið konunglegar móttökur. Hann
ræktaði alla tíð trúna á Guð og
fengum við systkinin að njóta
þess með honum. Trúin var
máttarstólpi í lífi hans og núna
er hann kominn heim.
Fyrir allar ljúfu minningarnar
þakka ég og kveð þig, elsku
Cammi minn, með djúpum sökn-
uði en miklu þakklæti fyrir stóru
gjöfina sem þú gafst mér. Kær-
leika og vináttu fram á síðasta
dag. Ég bið Guð að blessa minn-
ingu þína og við munum varð-
veita hana í hjörtum okkar um
ókomna tíð.
Lukka Berglind.
Elsku Cammi bróðir hefur nú
fengið hvíldina sem hann svo
þráði síðustu mánuðina eftir
langvarandi veikindi. Fram að
tíu ára aldri þá lék allt í lyndi í
Álftamýrinni þó svo þröng var á
þingi með fimm systkini í
þriggja herbergja íbúð, en
Cammi var var næst elstur.
Hann var mjög góður námsmað-
ur. Þá byrjuðu höfuðverkirnir
sem enduðu í neyðaraðgerð í
Danmörku þar sem hann lá í dái
í heila viku. Með ótrúlegri seiglu
kláraði hann nám sem málari og
var mjög vinnusamur. Hann
málaði í mörg ár með pabba sín-
um og vandvirkari málara var
erfitt að finna. Hann var mjög
blíður og góður og gat aldrei
gert nóg fyrir aðra, hafði gaman
að segja frá fortíðinni.
Cammi var mjög góður dans-
ari og var í sýningarhópi sem
ferðaðist um með danssýningar.
Alla tíð fannst honum gaman að
dansa og var alltaf fyrstur út á
dansgólfið.
Hann giftist Halldóru Ey-
mundsdóttur og átti með henni
Rabba Camma og var svo hepp-
inn að taka þátt í uppeldi Lukku
Berglindar líka. Rabbi og Lukka
hafa verið honum gríðarlegur
styrkur og það hefur verið aðdá-
unarvert að fylgjast með úr fjar-
lægð hvernig þau hugsuðu um
hann og sáu um allar hans þarf-
ir.
Cammi kom nokkrum sinnum
í heimsókn til mín með mömmu
og krakkarnir mínir minnast
hans með miklum hlýhug og með
orðunum sem hann notaði mikið,
I love it. Enskan hans var mjög
góð. Mamma og Cammi voru
mjög náin og og studdu hvort
annað þangað til mamma þurfti
meiri stuðning, þá var Cammi
alltaf til staðar.
Þegar ég og fjölskyldan mín
komum til Íslands þá vorum við
alltaf velkomin hjá honum og
Guðrúnu sem útbjó þvílíkt flott-
ar veitingar. Guðrún og Margrét
tengdadóttir hennar eru mjög
duglegar að ferðast og Cammi
fór í margar skemmtilegar ferðir
með þeim og Steina syni Guð-
rúnar. Þau eiga líka miklar
þakkir skildar fyrir þann stuðn-
ing sem þau sýndu Camma í
hans veikindum.
Nú er komið að hinstu kveðju,
elsku Cammi minn, og gott að
vita að þú ert laus við allar þján-
ingar. Ég er ótrúlega þakklát
fyrir það langa samtal sem við
áttum um daginn í mynd þar
sem mikil kyrrð var yfir þér,
meiri en ég hafði séð í langan
tíma. Ég sé þig fyrir mér dans-
andi við mömmu þína með bros á
vör og þannig mun ég ávallt
minnast þín, elsku stóri bróðir.
Erla Rafnsdóttir
og fjölskylda.
Við fráfall þitt, kæri bróðir,
leitar hugurinn til bernskuár-
anna þar sem við áttum margar
góðar stundir saman. Það er eitt
ár á milli okkar og við deildum
herbergi saman lengst af þann
tíma sem við bjuggum í foreldra-
húsum. Við vorum ungir þegar
við byrjuðum að afla tekna með
því að bera saman út Morgun-
blaðið áður en við fórum í skól-
ann og svo seldum við Vísi eftir
hádegi. Þurftum stundum að
slást um bestu sölustaðina og þá
var gott að hafa stóra bróður sér
við hlið.
Þegar mikið álag var á mann-
mörgu heimilinu vorum við oft
sendir í sveit þar sem við gátum
leikið okkur saman í fallegu um-
hverfi. Þú varst stóri bróðir,
duglegur og mikill prakkari. Í
einni bílferðinni í sveitina þá
lentum við í óhappi neðst í
Kömbunum þar sem bíllinn fór
margar veltur, pabbi fótbrotnaði,
ég festist undir mælaborðinu og
fékk smá skrámur en þú skopp-
aðir eins og korktappi um allan
bíl, rotaðist og fékkst nokkrar
stórar kúlur á hausinn. Það voru
engin bílbelti á þessum tíma.
Stuttu seinna þegar við vorum
við leik í sveitinni þá leið yfir þig,
ég hljóp eftir hjálp og það var
farið með þig á Selfoss í skoðun,
þaðan til Reykjavikur og svo
með flugi til Kaupmannahafnar.
Þar fóst þú í stóra aðgerð á höfði
þar sem blæddi inn á heila. Varst
þar í 10 mánuði. Þegar þú komst
til baka varst þú breyttur dreng-
ur og afleiðingar aðgerðarinnar
áttu eftir að marka allt þitt líf.
Móðir okkar sá til þess að við
vorum sendir til að nema dans-
listina sem heillaði þig frá fyrstu
kynnum. Þú náðir undraverðum
árangri í mjaðmahreyfingum og
limaburður þinn var með því
besta sem sást á dansgólfinu.
Brostir allan hringinn og gleðin
skein úr augum og öllu fasi þínu.
Sem unglingar unnum við
saman á sumrin við að mála stór-
hýsi og lentum oft í eftirminni-
legum ævintýrum. Í eitt skipti
vorum við staddir á 10. hæð í ut-
anhússlyftu þegar hjólabúnaður-
inn festist í lofttúðu og lyftan
byrjaði að halla frá veggnum.
Málningardótið féll út úr lyft-
unni og lenti á stéttinni með lát-
um, við héldum í handriðið,
störðum á gangstéttina fyrir
neðan og biðum þess sem verða
vildi. Þegar lyftan var nánast í
láréttri stöðu þá brotnaði loft-
túðan og við féllum beint niður.
Sem betur fer þá hélt vírinn og
við skoppuðum upp og niður í
lyftunni en náðum að halda okk-
ur innanborðs. Þá sagðir þú,
þetta gat verið verra bróðir, og
brostir hughreystandi til mín.
Það var yfirleitt stutt í bros og
hlátur hjá þér þrátt fyrir ýmsa
áskoranir og erfiðleika sem
mættu þér á lífsleiðinni.
Síðustu árin þín voru þér
mjög erfið kæri bróðir, þú varst
með ólæknandi sjúkdóm og að
lokum fékkstu hvíldina sem þú
þráðir svo mjög. Þú náðir loka-
Camillus Birgir
Rafnsson✝
Anna Jósefs-
dóttir fæddist á
Stokkseyri 27.
ágúst 1955. Hún lést
á Heilbrigð-
isstofnun Suður-
lands 18. júní 2022.
Foreldrar Önnu
voru Jósef Geir
Zóphoníasson, f. 24.
maí 1936, d. 18. jan-
úar 1970, og Arn-
heiður Helga Guð-
mundsdóttir, f. 26. desember
1936, d. 24. maí 2009.
Systkini hennar eru: Guð-
mundur, f. 1956, maki Elín Arn-
dís, f. 3. október 1956. Margrét, f.
1959, d. 2009, eftirlifandi maki
Sigmundur, f. 16. desember
1958. Ólafur, f. 1963, maki Rósa
Kristín, f. 14. maí 1963.
Eftirlifandi eiginmaður Önnu
er Ingibergur Magnússon, f. 25.
júlí 1950. Foreldrar hans voru
Magnús Bjarnason, f. 6. ágúst
1914, d. 16. ágúst 1995, og Alda
Valdimarsdóttir, f. 1. júlí 1911, d.
2. febrúar 1970. Anna og Ingi-
bergur kynntust 1972 og gengu í
hjónaband 29. júní 1974. Börn
þeirra eru: 1) Arnheiður, f. 25.
maí 1973, maki hennar er Gunn-
ar Hreinn, f. 12. maí 1968. Börn
þeirra: María Björg, f. 9. sept-
ember 1993, Haukur Ingi, f. 1.
mars 1995, maki hans er Linda f.
27. ágúst 1997, barn þeirra Em-
ilía Lind, f. 21. apríl 2021, Aron
Emil, f. 5. júní 2001, Hera Lind, f.
14. desember 2005. 2) Ingibjörg,
maki hennar er Friðmar Leifs, f.
29. mars 1977. Börn þeirra eru:
Ísak Óli, f. 13. nóv-
ember 1995, maki
hans er Joelle, f. 10.
nóvember 1994,
Anna Sara, f. 25.
júní, Gabríel Leifs,
f. 5. mars 2006. 3)
Ingi Rafn, f. 30. nóv-
ember, maki hans
er Aníta, f. 27. ágúst
1992. Synir þeirra
eru Birkir Rafn, f.
12. mars 2014, og
Elvar Ingi f. 11. maí 2017
Fyrir á Ingibergur tvö börn:
Þórdísi Helgu, f. 1. apríl 1968,
maki hennar er Vigfús, f. 28.
október 1966, börn þeirra: Erik
Helgi, Kristín Sif, Heimir Steinn
og Egill Skorri, og Baldvin Ald-
ar, f. 19. október, maki hans er
Svala Borg, f. 17. maí 1974. Börn
þeirra Karen Dögg, Katrín Ósk
og Birgir Snær.
Anna fæddist og ólst upp á
Stokkseyri. Hún gekk í barna-
skólann á Stokkseyri og Gagn-
fræðaskóla Selfoss. Árið 1970
missti hún föður sinn í sjóslysi.
Hún fór snemma út á vinnumark-
aðinn og vann ýmis störf, meðal
annars í fiskvinnslu, umönnun,
verslunarstörf og starfaði einnig
lengi sem kokkur á Fjöruborðinu.
Ung stofnaði hún heimili
ásamt eiginmanni sínum. Mest-
allan sinn búskap bjuggu þau í
Lyngheiði á Stokkseyri en síð-
ustu sex ár bjuggu þau í Álfhól-
um 19 á Selfossi.
Útför hennar fer fram frá Sel-
fosskirkju í dag, 28. júní 2022,
klukkan 14.
Ástin mín
Von er sárt ég sakni þín
er sætið lít ég auða,
þú sem eina ástin mín
ert í lífi og dauða.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Söknuðurinn er mikill.
Þinn eiginmaður,
Ingibergur.
Elsku Anna.
Ég mun sakna þín endalaust
alla daga og það mun ekki líða sá
dagur að ég hugsi ekki til þín.
Þinn tími kom alltof snemma en
það er eitthvað sem við stjórnum
ekki. Ég veit að það var svo margt
sem þið Ingi áttuð eftir að gera
saman, eins og að vera meira í
húsinu ykkar á Spáni sem þið vor-
uð nýbúin að kaupa. Ég var búin
að hlakka mikið til að fara með
ykkur þangað og njóta. Þú varst
ekki bara mágkona mín heldur ein
mín besta vinkona og aldrei bar
skugga á samband okkar.
Það má segja að þú hafir verið
með græna fingur eins og garð-
urinn ykkar á Stokkseyri bar vitni
um, margverðlaunaður, og ekki er
hann nú síðri nýi garðurinn ykkar
á Selfossi. Það var svo gaman að
sjá hvað þið Ingi voruð samhent í
garðræktinni og flestu öðru sem
þið tókuð ykkur fyrir hendur.
Ég vil þakka þér fyrir allar
samverustundirnar, en þær voru
ófáar og eftir lifa yndislegar minn-
ingar um skemmtilegan tíma.
Ég veit að það verður tekið vel
á móti þér í Sumarlandinu af
mömmu þinni, pabba og systur.
Elsku Anna, takk fyrir allt.
Guð geymi þig, minningin um
þig mun lifa.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Elsku Ingi bróðir, Arnheiður,
Ingibjörg og Ingi Rafn, megi guð
gefa ykkur styrk í þessari miklu
sorg.
Þín mágkona,
Kristín María.
Anna Jósefsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN SIGURJÓNSDÓTTIR,
bóndi, Bakka,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands,
Selfossi, fimmtudaginn 23. júní.
Útför hennar fer fram frá Krosskirkju, Austur-Landeyjum,
mánudaginn 4. júlí klukkan 14.
Sigmar Jónsson Hólmfríður Kristín Helgadóttir
Einar Jónsson Unnur María Sævarsdóttir
Harpa Jónsdóttir
Grettir Jónsson
Jón Valur Jónsson Sigríður Sigmarsdóttir
Eiríkur Ingvi Jónsson Berglind Ósk Sigvardsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar