Morgunblaðið - 28.06.2022, Page 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2022
takmarkinu sem þú settir þér, að
hitta sonarson þinn sem fæddist
í Noregi en Rafn sonur þinn lauk
þar námi og flutti með fjölskyld-
una til Íslands áður en þú skildir
við.
Við Helga og fjölskylda send-
um börnunum þínum, Rafni og
Lukku, og þeirra fjölskyldum
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Kæri bróðir, ég kveð þig,
þakka fyrir samveruna og þær
mörgu ánægjustundir sem við
áttum saman.
Rafn Benedikt
Rafnsson.
Elsku besti stóri bróðir minn
er nú farinn í sumarlandið til
mömmu og pabba. Þú varst allt-
af til staðar, hvort sem er að að-
stoða við ýmis verk, passa börn,
hund eða hvað sem var. Bónbetri
manneskju var vart hægt að
finna. Hjarta þitt var svo stórt
og fengu svo margir að njóta
samverustunda með þér. Þakk-
læti er okkur fjölskyldunni efst í
huga, að fá að fylgja svo góðri
manneskju og taka þátt í þínu
lífi.
Fyrstu minningar mínar af
Camma eru frá því að hann pass-
aði mig þegar ég var lítill.
Mamma og Cammi voru óað-
skiljanleg alla tíð og á ég þeim
mikið að þakka. Þau hafa alltaf
verið til staðar þegar ég þurfti á
að halda. Það var einstaklega
gaman að fá þau í heimsókn suð-
ur eftir til okkar. Cammi studdi
mömmu mikið í hennar veikind-
um og á miklar þakkir skildar
fyrir að hafa sinnt henni jafn vel
og innilega og hann gerði.
Við áttum ótal margar stundir
saman, hlógum mikið að alls
kyns vitleysu og alltaf var stutt í
gleðina. Cammi var alveg ein-
staklega barngóður og var svo
lánsamur að eignast yndisleg
börn, Lukku og Rabba og barna-
börnin. Alltaf þegar Cammi var í
heimsókn hjá okkur, þá fór hann
að leika við börnin, leyfa þeim að
fara á hestbak og skottast um í
alls konar leikjum. Guðrún og
fjölskylda eiga miklar þakkir
skildar fyrir að hafa sinnt þér í
þínum veikindum og það var ein-
staklega gaman að fylgjast með
öllum ykkar ferðalögum víðs
vegar um heiminn og í lífinu.
Þú mundir ótrúlegustu hluti
og það var sérstaklega gaman að
ræða við þig um heima og geima.
Man eftir því að hafa tekið upp á
segulband, þegar þú talaðir upp
úr svefni þegar ég heimsótti þig
á Höfn í Hornafirði, þegar þið
Halldóra bjugguð þar. Það var
mikið hlegið af því sem þú sagðir
og gæfi ég mikið fyrir að eiga
þessa upptöku í dag.
Ævi þín var ekki alltaf dans á
rósum, sérstaklega ekki undir
lokin og það var mjög sárt að
fylgja þér síðasta spölinn. Þú ert
eflaust hvíldinni feginn og kom-
inn á betri stað. Ungur að árum
lentir þú í alvarlegu slysi sem
markaði alla þína ævi. Þrátt fyr-
ir það og allar hindranir sem á
vegi þínum urðu, tókstu á við líf-
ið með miklum styrk og æðru-
leysi og með húmorinn að vopni.
Þú áttir það til að rugla mér
stundum saman við Rabba son
þinn og held ég að þú hafir alltaf
litið á mig sem son þinn að
mörgu leyti.
Við eigum eftir að sakna sam-
verustunda með þér og það er
ótrúlega sárt að þú sért farinn.
Rödd þín hljómar í huga mínum
„enda, enda, altso, æði gott vinur
minn“ og þú verður alltaf stóri
bróðir minn og verður í hjarta
okkar alla tíð.
Ólafur R. og fjölskylda.
Elsku bróðir, kallið kom
snöggt en ekki óvænt. Lífið er
ekki alltaf sanngjarnt og mis-
jafnt gefið á margan hátt.
Þín örlög voru heilsubrestur
langt fyrir aldur fram sem þú
tókst á við af æðruleysi, þrátt
fyrir mikla takmörkun á lífsgæð-
um þínum.
Ljúfar minningar rifjast upp.
Ein sú ljúfasta hvað þú varst
umhyggjusamur og nærgætinn
við móður okkar alla tíð. Í veik-
indum hennar varst þú hennar
stoð og stytta og naut hún þess
ríkulega að fara með þér í heim-
sóknir til vina og ættingja okkar.
Hafðu kæra þökk fyrir það.
Í okkar stóra systkinahóp
varst þú hreinskiptinn, oft fastur
fyrir en sanngjarn.
Cammi minn, þú gættir vel að
öllu sem varðaði stórfjölskyld-
una og frændgarðinn. Afmælis-
daga varstu með á hreinu og
minnugur með eindæmum.
Gleðigjafi á hátíðarstundum og
dansari góður.
Elsku bróðir, þú lærðir mál-
araiðn. Þar komst þú í kjölfarið á
pabba og afa okkar, nafna þín-
um. Þú gerðir vel, vandvirkur
svo eftir var tekið og hörkudug-
legur meðan starfsþrekið dugði.
Má til þess líta að á þínum
starfstíma voru málningarefnin
önnur en í dag og hægt að gefa
sér að þau voru þér mjög skað-
leg.
Síðustu árin þín voru þér afar
þungbúin þar sem heilsu þinni
hrakaði mjög. Guðrún sambýlis-
kona þín, sonur hennar og
tengdadóttir, ásamt börnum þín-
um Rafni og Lukku, mökum
þeirra og barnabörnum, veittu
þér margar gleðistundir.
Það var yndislegt að fylgjast
með hvað þau hugsuðu vel um
þig af alúð og virðingu. Ég veit
að söknuður þeirra er mikill en
góðar minningar munu milda og
þerra tár.
Elsku bróðir, góða ferð í sum-
arlandið. Þér hefur verið vel tek-
ið af okkar niðjum.
Það má svo sem vera að vonin ein
hálf
veikburða sofni í dá.
Finnst vera eitthvað sem íþyngir mér
en svo erfitt í fjarlægð að sjá.
Það gilda má einu hvort ég áleiðis fer
eða staldra hér ögn við og bíð.
Þótt tómið og treginn
mig teymi út á veginn
ég veit ég hef alla tíð
verið umvafin englum sem að vaka hjá
meðan mannshjörtun hrærast
þá er huggun þar að fá.
Þó að vitskert sé veröld
þá um veginn geng ég bein
því ég er umvafin englum
aldrei ein – aldrei ein.
Svo endalaus ótti við allt sem er
og alls staðar óvini að sjá.
Veðrin svo válynd og víðáttan grimm,
ég vil fría mig skelfingu frá.
Í tíma og rúmi töfraljóðin mín
og tilbrigðin hljóma svo blíð.
Líst ekki að ljúga mig
langar að trúa að ég hafi alla tíð…
verið umvafin englum
sem að vaka hjá
meðan mannshjörtun hrærast
þá er huggun þar að fá.
Þó að vitskert sé veröld þá
um veginn geng ég bein
því ég er umvafin englum
aldrei ein – aldrei ein.
(Sarha Maclachlan)
Þín systir,
Ólafía.
Elsku Cammi.
Er þakklát að þú fékkst hvíld-
ina sem þú þráðir.
Svo margs að minnast, kæri
vinur, endalausu sögurnar þínar.
Svo gaman oft hjá okkur á
Hverfisgötunni, spjallað á laug-
ardegi, djúpar pælingar en líka
mikið hlegið og það sem þú gast
gert grín að sjálfum þér.
Þú varst góð manneskja og
máttir ekkert aumt sjá, fannst
alltaf til með öllum í kringum þig
og alltaf til í að aðstoða.
Ég er ríkari að hafa þekkt þig.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær.
Aldrei ég skal þér gleyma.
(Bubbi Morthens)
Kveðja
Petra.
✝
Aðalsteinn Ís-
fjörð Sigur-
pálsson fæddist á
Húsavík 13. febr-
úar 1947. Hann
lést á HSN Sauðár-
króki 20. júní
2022.
Foreldrar hans
voru Anna Hulda
Símonardóttir, f.
1923, d. 1984, og
Sigurpáll Ísfjörð
Aðalsteinsson, f. 1922, d. 2005.
Þau bjuggu á Uppsölum á
Húsavík.
Aðalsteinn átti fimm systk-
ini, þau eru Ólafur Valdemar,
f. 1943, Gylfi Þór, f. 1951, Árni
Arnar, f. 1955, Hólm fríður
Ása, f. 1958, og Símon Sig-
urður, f. 1961.
Eftirlifandi eiginkona Að-
alsteins er Unnur Sigfúsdóttir,
f. 22. mars 1948. Þau eignuðust
fimm börn: Stúlka fædd og dá-
in 1968. Sigurpáll Þór, f. 1970,
sambýliskona hans er Kristín
Elfa Magnúsdóttir, f. 1976,
börn þeirra eru Unnur Rún, f.
1999, og Einar Ísfjörð, f. 2005,
einnig á Sigurpáll Brynju
Dögg, f. 1993, móðir hennar er
Erna Hauksdóttir, f. 1972. Lin-
dau Rós, f. 1973, barn hennar
er Tanja Mjöll Ísfjörð, f. 1995,
hljómsveitum og spilaði þá á
harmonikku. Hann var einnig í
lúðrasveit Húsavíkur og spilaði
þar á klarínett. Eftir að skóla
lauk hjá Aðalsteini var hann í
hinum og þessum hljómsveitum
á Húsavík þar sem hann spilaði
á harmoniku, hljómborð, saxa-
fón eða jafnvel trommur. Aðal-
hljóðfærið var alltaf harmon-
ikkan. Hann kenndi um tíma
við tónlistarskólann á Húsavík.
Fyrir 10 ára aldur gaf pabbi
hans honum fyrstu nikkuna og
var hann að mestu sjálfmennt-
aður en fékk smá tilsögn í
nótnalestri og fleiru.
Árið 1978 stofnaði hann
ásamt Stefáni Kjartanssyni og
fleirum Harmonikkufélag
Þingeyinga og starfaði mikið í
því félagi. Aðalsteinn var heið-
ursfélagi í sambandi Íslenskra
harmonikkuunnenda (SÍHU) og
var þar í stjórn og spila-
mennsku. Aðalsteinn samdi
talsvert af lögum og spilaði inn
á og gaf út þrjá geisladiska
með eigin lögum og annarra.
Áður var hann búin að spila inn
á eina plötu ásamt Jóni Hrólfs-
syni. Í sambandi við músíkina
hefur hann unnið til fjölda við-
urkenninga og verðlauna fyrir
lög sín o.fl.
Eftir að þau hjónin fluttu á
Sauðárkrók var Aðalsteinn í
harmonikkufélaginu þar og
vann á Vörumiðlun til 70 ára
aldurs .
Útför Aðalsteins fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag, 28.
júní 2022, klukkan 14.
sambýlismaður
Tönju er Nói
Björnsson, saman
eiga þau Aríu
Björk, f. 2016, og
Eið Bjarka, f. 2018.
Andvana fædd
stúlka 1982. Ása
Birna, f. 1984, eig-
inmaður hennar er
Bjarni Gunnars-
son, f. 1981. Börn
þeirra eru Aðal-
steinn Máni Ísfjörð, f. 2008,
Baldur Þór Ísfjörð, f. 2013, og
Ronja Líf Ísfjörð, f. 2016. Einn-
ig á Bjarni Thelmu Ósk, f.
1997, og á hún einn son, Jakob
Mána, f. 2021, með sambýlis-
manni sínum Jóni Bergmanni.
Aðalsteinn og Unnur giftu
sig 26. desember 1967, hófu bú-
skap á Húsavík og bjuggu þar
til ársins 2005, þá tóku þau sig
upp og fluttu á Sauðárkrók.
Aðalsteinn ólst upp á Húsa-
vík stundaði nám við barna- og
gagnfræðiskóla Húsavíkur og
lærði síðar múrverk sem hann
vann við og bætti svo við sig
tækjum til steypusögunar og
kjarnaborunar og var sjálf-
stætt starfandi við það til árs-
ins 2005.
Aðalsteinn var mikið í tónlist
í gegnum árin, fyrst í skóla-
Elsku Alli.
Þér leiðist hér ég veit það kæri vinur.
Þú vilt á brott að kanna nýjan stig.
En þig skortir kjark, þú hikar og hugsar
dag og nótt
og hræðist að þú munir særa mig.
Góða ferð, góða ferð, góða ferð,
góða ferð, já, það er allt og síðan bros,
því ég geymi alltaf, vinur, það allt er
gafstu mér,
góða ferð, vertu sæll, já, góða ferð.
Við áttum saman yndislega stund,
við áttum sól og blóm og hvítan sand
og skjól á köldum vetri er vindur
napurt söng
og von um gullin ský og fagurt lag.
Þó farir þú í fjarlægð, kæri vinur
og fætur þínir stígi ókunn skref,
hve draumar ræst hafa’ aftur þú áður
sagðir mér
þín ást var mín og brosin geymt ég
hef.
Góða ferð, góða ferð, góða ferð,
góða ferð, já, það er allt og síðan bros,
því ég geymi alltaf vinur það allt er
gafstu mér,
góða ferð, vertu sæll já góða ferð.
(Jónas Friðrik)
Elsku Alli minn, góða ferð, þú
tekur á móti mér með harmon-
ikkuspili þegar ég kem. Takk fyr-
ir öll góðu árin okkar saman.
Hugsa til þín.
Þín
Unnur.
Elsku pabbi okkar.
Okkur langar til að birta þenn-
an texta (Vornótt) sem gerður
var við lag eftir þig og er á einum
af þínum geisladiskum.
Við kveðjum þig með miklum
söknuði og trega, elsku, besti
pabbi, þú munt altaf vera í huga
okkar.
Takk fyrir allt. Við elskum þig,
Vornótt
Nú saman vinir vökum
um vorsins björtu nótt,
og frið og angan finnum
sem fer um loftið hljótt.
Á kvisti fuglar kúra,
sem kristall döggin tær.
Á fjallahring í fjarska
þar fölvabliki slær.
Og blómin gul’og bláu
sig breið’um eng’og tún,
því sólargeislinn sæli
nú sést við heiðarbrún.
Í lækjarhylnum litla
sér leika sílin smá,
á steinum bunan bláa
þar byltist til og frá.
Við skulum sitja saman
og sjá er dagur rís,
því Ísland, elsku vinir
er okkar paradís,
er okkar paradís.
(Friðrik Steingrímsson)
Sigurpáll Þór, Linda Rós ,
Ása Birna og fjölskyldur.
Elsku afi Alli.
Kem ég nú að kistu þinni,
kæri afi minn.
Mér í huga innst er inni
ástarþökk til þín.
Allt frá fyrstu æskustundum
átti ég skjól með þér.
Í þínu húsi þar við undum.
Kem ég nú að kveðja afa,
klökkvi í huga býr.
Hjartans þökk frá okkur barnabörnum,
minning lifir skýr.
Vertu sæll í huldum heimi,
laus við þrautir, Guð þig geymi,
góði afi, sofðu rótt.
(Helga Guðmundsdóttir)
Við elskum þig, afi.
Þín að eilífu,
Thelma Ósk, Aðalsteinn
Máni Ísfjörð, Baldur Þór
Ísfjörð og Ronja Líf Ísfjörð.
Nú slökknar ljósið sem skinið hefur svo
skært
og lýst upp lif svo margra.
En minninguna munum ávallt ég og þú
geyma í hjarta okkar.
Við kveðjum þig með sárum söknuði
því þú gafst okkur svo margt.
Nú leggur þú af stað í þitt hinsta
ferðalag.
Nú ég kveð þig.
Góða ferð.
(Úr laginu Góða ferð með Von
eftir Ellert H. Jóhannsson)
Hvíldu í friði elsku afi Alli.
Brynja Dögg, Unnur
Rún og Einar Ísfjörð.
Hvar byrja ég? Ég hélt við
hefðum meiri tíma saman, þetta
er svo sárt. Maðurinn sem kynnti
mig fyrir tónlist og hafði óbilandi
trú á mér, sama hversu mikið ég
efaðist um mig. Fyrirmyndin
mín. Afi minn.
Það yljar að rifja upp æskuna
sem ég átti með ykkur ömmu.
Hún einkenndist af ferðalögum,
óvissuferðum, útilegum,
kríueggjaleit, berjatínslu, dansi
og tónlist. Einnig eru sögurnar
þínar eftirminnilegar, sem voru
stundum örlítið skreyttari teg-
und af sannleikanum, þú varst
svo fyndinn.
Ég kom með í ýmis verk og
tjáði þér, 7 ára, að ég ætlaði líka
að verða múrarameistari. Ég
fékk að hræra með þér steypu,
blanda fúgu, hafa yfirumsjón
með plastkrossunum og hjálpa
þér að gera stéttina fyrir framan
Uppsali. Var eflaust meira fyrir
en aðstoð samt.
Einu sinni ákvaðstu að kenna
okkur Brynju að fleyta kerlingar.
Það heppnaðist ekki betur en svo
að þú náðir að kasta steininum
aftur fyrir þig og beint í rúðuna á
bílnum þínum. Þér fannst það
ekki eins fyndið og okkur.
Þegar þú varst einn að líta eft-
ir mér, borðuðum við alltaf
baunabrauð í ofni, sem var u.þ.b.
það eina sem þú kunnir að töfra
fram í eldhúsinu að frátaldri
bestu kartöflustöppu veraldar,
með óhóflegu magni af sykri.
Ég man hvað 14 ára ég var
uppi með mér, þegar þú baðst
mig að spila með þér þrenna tón-
leika. Ég gafst oft upp á æfingum
en þú kenndir mér hvað orðið
seigla væri. Þú hvattir mig til að
ögra kvíðanum mínum í gegnum
tónlistina. Það hjálpaði kvíðanum
líka að ef ég klúðraði, þá vissir þú
það á undan mér og við náðum
taktinum strax aftur. Það var
enginn eins og þú. Tónlistarsnill-
ingur.
Á tímabili spilaði ég minni tón-
list en áður. Þér leist ekkert á það
og sóttir mig oft heim til mömmu
til að æfa. Hringdir á undan þér
og sagðir: Jæja, nú æfum við
smá, og þá máttu önnur plön
bíða. Þér var annt um að ég héldi
í tónlistina og mér þykir svo vænt
um það.
Blikið í augunum þínum, þegar
þú fylgdist með börnunum mín-
um, sagði meira en þúsund orð.
Ef þú hefðir fengið að ráða, væru
þau vafin í bómull, enda varstu
alltaf að segja mér að vera dug-
legri að passa þau fyrir hinu og
þessu.
Það var stutt í prakkarann í
þér og seinustu jól náðirðu að
leika á okkur með möndluna.
Engan grunaði þig og öll spjót
beindust að alsaklausum Nóa.
Þegar Aría Björk og Eiður
Bjarki voru búin að missa þolin-
mæðina, kom upp einkennandi
glott á þig og þú sýndir okkur
möndluna. Þetta voru síðustu jól-
in okkar.
Ég enda þetta á parti úr texta
sem ég fékk aðstoð frá Birni Ol-
geirssyni við að semja til þín
2013.
Á svo gott er lít til baka,
ljúfar minningar mig taka.
Ég klæddi dúkku í kjól, þú með nikku á
stól.
Ó elsku afi minn, mér líður svo vel.
Ég er svo glöð að eiga þig að,
eitthvað við þig heillar mig.
Þú hefur verið mér lífsins stoð og
stytta,
stutt mig gegnum hugans hvörf,
huggað ef þörf.
Alla daga hugsa ég nú til þín,
allt sem gerir fyrir mig.
Þú hefur svo undarlega innsýn,
hífir mig á næsta stig,
ég gleymi aldrei.
Ég gleymi aldrei.
Tónlist þín og minningin um
þig mun lifa í hjörtum okkar
allra.
Þín afastelpa og svolítil bón-
usdóttir,
Tanja M. Ísfjörð
Magnúsdóttir.
Aðalsteinn Ísfjörð
Sigurpálsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐFINNA ÍRIS ÞÓRARINSDÓTTIR,
Marteinslaug 7,
lést í faðmi fjölskyldunnar föstudaginn
17. júní á Landspítalanum.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Jón Rúnar Ipsen
Karl Ágúst Ipsen Andrés Jakob Guðjónsson
Halldór Bjarki Ipsen
Íris Ósk Ipsen
Ingólfur Snær Víðisson Sigurveig Jóhannsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
ÞÓRUNN BRYNJÓLFSDÓTTIR,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
fimmtudaginn 23. júní.
Útförin verður gerð frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn
1. júlí klukkan 12.
Magnús Rafn Guðmannsson
Sólveig María Magnúsdóttir Christophe Benjamin Calm
Magnús Balthasar Calm
Óskar Þór Calm