Morgunblaðið - 28.06.2022, Síða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2022
„„KISI Á KLIKK“ EFTIR DR. SEUSS.
BÖNNUÐ FYRIR AÐ LÝSA KÖTTUM SEM
STURLUÐUM.“
„ÞÚ ERT BETUR SETTUR HÉR Í VINNUNNI
EN Í RÚMINU HEIMA AÐ VORKENNA
SJÁLFUM ÞÉR.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... gott furunála-
freyðibað.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
REIPTOG VIÐ
ÍKORNA!
ÓKEI, NOKKRA
ÍKORNA
FYRSTA UMRÆÐUEFNIÐ FYRIRORUSTU
DAGSINS ER …
LIÐHLAUP!
kemur annað áhugamál til sög-
unnar. Áhugi á andlegum málum
sem sprottið er af næmi fyrir hinu
óáþreifanlega. Ég hef grúskað
töluvert í þeim málum í nokkra
áratugi. Þannig að ég les mikið
um andann og ferðalag hans.
Þótt vinnan og áhugamálin hafi
tekið mikla orku til sín skipta
dæturnar fimm og afleggjarar
miklu máli og sú hefð hefur mynd-
ast að bjóða þeim og mökum í mat
vikulega. Mjög mikilvægar stundir
enda fjölskyldumaður mikill.
Ferðalög eru fastur hluti af tilver-
unni og eru Spánn og Ítalía í
uppáhaldi. Ég stefni einmitt á að
vera á Spáni á afmælisdaginn.
Fjölskylda
Dætur Sveins eru: 1) Sigrún
Þóra, f. 22.6. 1988, sálfræðingur
og doktorsnemi. Maki hennar er
Stefnir Kristjánsson verkfræð-
ingur. Þau eiga soninn Ragnar
Fróða, f. 19.2 2022; 2) Agla Eir, f.
17.3. 1993, lögfræðingur. Maki
hennar er Nökkvi Páll Jónsson.
Þau eiga dæturnar Bríeti, f. 10.2.
2017, og Gígju, f. 3.3. 2022; 3)
Birta Fönn, 10.10. 1996, arkitekt.
Maki hennar er Sigmar Bjarni
Sigurðsson tölvunarfræðingur; 4)
Theodóra, f. 22.8. 2002, stúdent; 5)
Katrín Þóra, f. 25.2. 2010, grunn-
skólanemi.
Systkini Sveins eru: Gísli Ragn-
arsson, f. 13.3. 1948, sérfræðingur
hjá Decode, og Sigríður Ragnars-
dóttir, f. 26.12. 1960, sérfræð-
ingur hjá Íslandsstofu. Foreldrar
Sveins eru: Ragnar Ólafsson, f.
2.6. 1927, fyrrverandi aðaldeild-
arstjóri hjá Skattstofu Reykjavík-
ur, og Theódóra Guðmundsdóttir,
f. 7.4. 1929, húsmóðir og síðar
starfsmaður hjá Handprjóna-
sambandi Íslands.
Sveinn
Ragnarsson
Elín Guðbjörg Guðmundsdóttir
Stóru-Háeyri, Eyrarbakka
Gísli Kjartansson
prestur á Eyvindarhólum
Sigríður Gísladóttir
húsfreyja í Skaftafelli í Öræfasveit
Guðmundur Bjarnason
bóndi í Skaftafelli í Öræfasveit
Theodóra Guðmundsdóttir
starfsmaður hjá
Handprjónasambandi Íslands
Þuríður Runólfdóttir
húsfreyja á Hofi
Bjarni Jónsson
bóndi í Hofi í Öræfasveit
Þórdís Halldóra
húsfreyja á Litlu Brekku
Jón Jónsson
bóndi og sjómaður á Litlu
Brekku á Grímsstaðaholti
Sigríður Jónsdóttir
húsfreyja í Kvíum
Ólafur Eggertsson
bóndi í Kvíum í Þverárhlíð
Margrét Ólafsdóttir
húsfreyja í Kvíum
Eggert Sigurðsson
bóndi í Kvíum í Þverárhlíð
Ætt Sveins Ragnarssonar
Ragnar Ólafsson
deildarstjóri hjá Skattstofu
Reykjavíkur
Á Jónsmessu 24. júní orti Hóm-
fríður Bjartmarsdóttir og
setti á Boðnarmjöð:
Frassa veður úti er
eða bleytuhíming köld
norðan þrasi og þokusmér
það verður engin sól í kvöld.
Blaut og hrakin blómin öll
bágt eiga skepnur víða.
Í nótt kom aftur fönn í fjöll
Nú fer ég að detta íða.
Ingólfur Ómar sendi mér vísu
og nefnist sumarnótt:
Faðminn býður friðsæl nótt
foldu geislar hjúpa.
Blærinn hjalar blítt og rótt
blómin höfði drúpa.
Enn gaukaði Ingólfur Ómar að
mér vísu sem vert er að hafa í
huga þegar kemur að vísnagerð:
Alltaf tek ég af því mið
enda þarft að muna.
Ef stöku geri styðst ég við
stuðlasetninguna.
Á Boðnarmiði yrkir Hallmundur
Guðmundsson og kallar Hyggindi:
Þegar fátt er sykursætt
og sumarið komið í skrúfuna,
– þá er fínt að fá sig klætt
í föðurlandið og húfuna.
Morgunvísa eftir Guðmund Arn-
finnsson:
Blikar loftsins bláa höll,
bjartar öldur tifa,
glóa blóm um grænan völl,
gott er nú að lifa.
Friðrik Steingrímsson yrkir og
liggur vel á honum:
Irish Coffee er ég með og á því
dreypi.
Hlýnar mér um hjartarætur,
hýrgar geðið dropinn sætur.
Dagbjartur Dagbjartsson skrif-
ar: „Sem krakki var ég í sveit hjá
ágætum systkinum og sérstaklega
önnur systirin mikil áhugakona
um gróður og garðyrkju. Við jarð-
arför hennar varð þessi til“:
Lagt í gröf er lúið hold,
lifa gömul kynni,
færð er gróðri og gróðurmold
gjöf í hinsta sinni.
Gunnar J. Straumland hefur lög
að mæla:
Kærleikurinn kærir sig
kollóttan um lit og kyn,
greiðir úr og gleður þig,
gott er að eiga slíkan vin.
Vísast okkar veröld köld
verður að flestu leyti
ef hatrið látum hafa völd
í hræðslunnar föruneyti.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Frassa veður á Jónsmessu