Morgunblaðið - 28.06.2022, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2022
Mjólkurbikar karla
16-liða úrslit:
Kórdrengir – Afturelding ............... 2:1 (frl.)
ÍA – Breiðablik ......................................... 2:3
Lengjudeild karla
Grótta – Þróttur V.................................... 1:0
Staðan:
Selfoss 8 5 2 1 19:10 17
Grótta 8 5 1 2 19:10 16
HK 7 5 0 2 14:8 15
Fylkir 8 4 2 2 21:10 14
Grindavík 8 3 4 1 12:8 13
Vestri 8 3 3 2 12:18 12
Fjölnir 8 3 2 3 16:14 11
Kórdrengir 8 2 4 2 12:12 10
Afturelding 8 2 3 3 10:11 9
Þór 8 1 2 5 8:18 5
KV 9 1 2 6 9:21 5
Þróttur V. 8 0 3 5 3:15 3
Bandaríkin
Vancouver Whitecaps – New England 0:0
- Arnór Ingvi Traustason lék fyrstu 66
mínúturnar með New England sem er í
sjötta sæti Austurdeildar MLS.
Svíþjóð
Kalmar – Värnamo.................................. 1:0
- Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn
fyrir Kalmar.
Elfsborg – Varberg ................................. 4:1
- Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á sem
varamaður á 59. mínútu og lagði upp mark
fyrir Elfsborg. Hákon Rafn Valdimarsson
var varamarkvörður hjá liðinu.
- Oskar Tor Sverrisson var ekki í leik-
mannahópi Varberg.
Sirius – Gautaborg .................................. 1:2
- Aron Bjarnason lék allan leikinn fyrir Si-
rius.
- Adam Benediktsson var varamarkvörð-
ur Gautaborgar.
Staðan:
Häcken 11 7 3 1 24:16 24
AIK 12 7 3 2 18:14 24
Djurgården 12 6 3 3 25:10 21
Hammarby 11 6 3 2 21:10 21
Malmö FF 12 6 3 3 13:10 21
Kalmar 11 6 1 4 14:9 19
Elfsborg 11 5 3 3 23:12 18
IFK Göteborg 11 5 2 4 13:11 17
Mjällby 11 4 4 3 11:10 16
Norrköping 11 4 3 4 15:13 15
Sirius 11 4 2 5 13:19 14
Värnamo 11 3 3 5 11:13 12
Varberg 11 3 2 6 8:19 11
Degerfors 11 2 1 8 9:24 7
Sundsvall 11 2 0 9 11:29 6
Helsingborg 12 1 2 9 10:20 5
B-deild:
Brommapojkarna – Öster ...................... 1:1
- Alex Þór Hauksson lék allan leikinn fyrir
Öster.
Landskrona – Örebro.............................. 2:1
- Axel Óskar Andrésson lék allan leikinn
fyrir Örebro.
Norrköping – Uppsala ............................ 0:2
- Andrea Thorisson lék allan leikinn fyrir
Uppsala.
Noregur
B-deild:
Sogndal – Mjöndalen............................... 1:0
- Valdimar Þór Ingimundarson lék allan
leikinn með Sogndal, Jónatan Ingi Jónsson
fór af velli í uppbótartíma og Hörður Ingi
Gunnarsson fór af velli á 75. mínútu.
_ Efstu lið: Brann 29, Ranheim 23,
Mjöndalen 22, Stabæk 20, Sogndal 20,
Sandnes Ulf 19, KFUM Ósló 18, Start 16.
Undankeppni HM kvenna
A-riðill:
Georgía – Írland ....................................... 0:9
_ Svíþjóð 19, Írland 11, Finnland 10, Sló-
vakía 5, Georgía 0.
Vináttulandsleikir kvenna
Kósóvó – Norður-Makedónía.................. 4:0
Finnland – Japan...................................... 1:5
4.$--3795.$
Stúlkurnar í U18 ára landsliði Ís-
lands í íshokkíi töpuðu 5:1 fyrir
Ástralíu í fyrsta leik sínum á
heimsmeistaramótinu í þessum
aldursflokki í Istanbúl í Tyrklandi
í gær. Katrín Rós Björnsdóttir
skoraði mark Íslands eftir send-
ingu frá Löru Mist Jóhannsdóttur.
Ísland mætir Spáni í öðrum leik
sínum á mótinu í dag en þessar
þrjár þjóðir eru saman í riðli. Eft-
ir það verður spilað um sæti á
mótinu.
Tap gegn Ástr-
alíu í Istanbúl
Undankeppni HM karla
Norður- og Mið-Ameríka:
Bandaríkin – Grænland ....................... 36:28
Mexíkó – Kúba...................................... 33:25
_ Úrslitakeppni um eitt sæti á HM 2023.
Leikið er í Mexíkó.
%$.62)0-#
Grótta hafði naumlega betur gegn
botnliði Þróttar úr Vogum í eina
leik gærkvöldsins í 1. deild karla í
knattspyrnu, Lengjudeildinni.
Leiknum lauk með 1:0-sigri, þar
sem Skagamaðurinn Sigurður
Hrannar Þorsteinsson, lánsmaður
frá ÍA, skoraði sigurmarkið undir
lok fyrri hálfleiks.
Með sigrinum fór Grótta upp um
tvö sæti, úr fjórða sæti og upp í
annað sætið. Liðið er nú með 16 stig
eftir átta leiki, einu stigi á eftir
toppliði Selfoss, sem hefur leikið
jafnmarga leiki.
Grótta upp í
annað sæti
Morgunblaðið/Eggert
Annað sæti Arnar Þór Helgason,
leikmaður Gróttu.
Framtíð Elvars Más Friðrikssonar,
landsliðsmanns í körfuknattleik,
hjá ítalska félaginu Dethrona Tor-
tona, er í óvissu. Elvar gekk til liðs
við félagið fyrir aðeins þremur
mánuðum en hefur lítið spilað.
„Það mega bara sex útlendingar
vera í hóp og ég var fenginn sem
sjöundi útlendingurinn,“ sagði Elv-
ar við mbl.is í gær. Ekki er útlit fyr-
ir að hann verði einn sex útlendinga
á næsta tímabili. „Þeir stóðu ekki
alveg við það sem þeir sögðu við
mig. Því veit ég eiginlega ekkert
hvað framtíðin ber í skauti sér.“
Framtíð Elvars
á Ítalíu í óvissu
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Æfing Elvar fyrir landsliðsæfingu í
gær. Hann íhugar nú framtíðina.
KÖRFUBOLTI
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í körfuknatt-
leik mætir því hollenska í mikil-
vægum leik í 1. umferð undankeppni
HM 2023 í Ólafssal á Ásvöllum næst-
komandi föstudagskvöld. Ísland er
þegar búið að tryggja sér sæti í loka-
umferð undankeppninnar. Hún sker
endanlega úr um hvaða 12 Evrópu-
þjóðir taka þátt á HM í Filippseyjum,
Japan og Indónesíu. Þrátt fyrir það
er leikurinn mikilvægur varðandi það
hversu marga sigra Ísland tekur með
sér í lokaumferðina, enda þýða fleiri
stig aukna möguleika á þátttöku Ís-
lands á HM í fyrsta skipti í sögunni.
„Það er stærðarinnar munur á því
að taka tvo sigra eða þrjá með okkur
á næsta stig. En það verður erfitt. Öll
þrjú liðin geta enn endað í fyrsta,
öðru eða þriðja sæti í riðlinum. Ég
efast ekki um að Hollendingum er
fullkunnugt um það, þannig að þeir
verða hungraðir.
Þeir eru að berjast fyrir því að ná í
sigra til að taka með sér á næsta stig.
Það yrði afskaplega mikilvægt fyrir
okkur ef við getum unnið á föstudag
til þess að taka þrjá sigra með okkur
á næsta stig,“ sagði Craig Pedersen
landsliðsþjálfari í samtali við Morg-
unblaðið fyrir æfingu liðsins í Ólafs-
sal á Ásvöllum í gær.
Gaman að komast á næsta stig
Fjögur lið voru upphaflega í H-
riðlinum en Alþjóðakörfuknattleiks-
sambandið, FIBA, vísaði Rússlandi
úr keppni og því fara öll þrjú liðin
sem eftir eru í honum, Ísland, Hol-
land og Ítalía, áfram. „Við vonuðumst
auðvitað eftir því að komast áfram,
jafnvel þótt Rússland hefði enn verið
með. Hlutirnir æxluðust eins og þeir
gerðu en það er skemmtilegt að kom-
ast áfram á næsta stig.
Ekki síst vegna þess að það er
gaman fyrir leikmennina að fá að
spila gegn þessum virkilega góðu lið-
um. Það er bara öðruvísi að spila
gegn NBA-leikmönnum og leik-
mönnum úr EuroLeague. Það er
mjög spennandi,“ bætti hann við.
Spurður hvaða skoðun hann hefði
á því að Rússum hafi verið vísað úr
keppni sagði Pedersen: „Ég hef enga
skoðun á því, þannig. Manni virtist
það fremur augljóst að þetta færi á
þennan hátt miðað við ákvarðanir
sem voru teknar hjá samböndum í
knattspyrnu, handbolta og fleiri
íþróttum. Þetta kom því ekkert á
óvart.“
Martins sárt saknað
Í fyrri leik Íslands og Hollands
ytra í nóvember síðastliðnum fór
Martin Hermannsson á kostum og
skoraði 27 stig í naumum 79:77-sigri.
Pedersen sagði það morgunljóst að
hans yrði sárt saknað, en Martin sleit
krossband í síðasta mánuði og verður
því lengi frá. „Það er mikill missir að
honum. Við skulum horfast í augu við
það að hann er leikmaður sem er að
spila í bestu deildinni, í einu besta liði
hennar og er auk þess einn mikilvæg-
asti leikmaður liðs síns.
Þannig að um mikinn missi er að
ræða en undanfarin ár, þegar okkur
hefur vantað leikmenn, höfum við
veitt öðrum leikmönnum tækifæri og
vonandi munu þeir stíga inn og bæta
leik sinn til þess að hjálpa okkur. Ég
tel okkur ekki geta fyllt skarð Mart-
ins en við erum með leikmenn sem
geta bætt sig og lagt sitt af mörkum
fyrir liðið.“
Stór æfingahópur
Þar sem keppnistímabili þeirra fé-
lagsliða sem leikmenn íslenska lands-
liðsins leika með er lokið, gafst liðinu
færi á mun lengri undirbúningi með
mun stærri æfingahópi en venjan er.
„Það hefur verið afar mikilvægt.
Þetta hefur verið mjög gott þótt þess-
ir leikmenn séu alltaf fljótir að koma
sér á sömu blaðsíðu og slípa sig sam-
an á ný. Við sjáum það nú þegar á
fyrsta degi, sem er frábært. Þessir
aukadagar hafa gert okkur kleift að
bæta við nokkrum hlutum til við-
bótar, nýjum hlutum sem við getum
nýtt okkur og öðlast sjálfstraust við
að framkvæma þá. Það hefur verið
frábært.
Við erum búnir að endurheimta
leikmenn sem hafa verið liðinu mik-
ilvægir en hafa verið fjarverandi um
skeið. Það er gott að koma þeim aftur
inn í hlutina og venjast því hvernig
hinir leikmennirnir spila. Þetta hefur
verið mjög jákvætt og góð blanda af
fínu línunni á milli ágætis æfinga-
magns en að fara sér ekki um of í
hraðanum,“ hélt hann áfram.
Reyna að undirbúa sem flesta
Upphaflega komu 26 leikmenn
saman til æfinga um þarsíðustu helgi.
Í gær var tilkynnt um þá 16 leikmenn
sem munu æfa fyrir leikinn á föstu-
dag og freista þess að vera hluti af 12
manna hópi á leikdegi. Var það erfitt
fyrir Pedersen að skera æfingahóp-
inn niður og bæta um leið við nokkr-
um leikmönnum?
„Já það var erfitt en það sem við
erum að gera núna, með þessum 16
leikmönnum, er til dæmis líka að líta
til landsleikjagluggans í ágúst, því
það gæti verið að það verði ekki hægt
að velja tiltekna leikmenn. Við erum
að reyna að undirbúa eins marga leik-
menn og mögulegt er, svo að ef við
þurfum að kalla einhvern til hafi sá
leikmaður í það minnsta fengið
smjörþefinn af hugmyndafræði okk-
ar, svo þeim sé unnt að komast fljótar
á sömu blaðsíðu ef þeir verða valdir,“
sagði hann að lokum.
Stór munur á því að
vinna tvo eða þrjá sigra
- Ísland mætir Hollandi í lokaleik 1. umferðar - Þegar komið í lokaumferðina
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
HM Craig Pedersen er spenntur fyrir því að taka þátt í lokaumferð und-
ankeppni HM 2023 en vill fyrst ná í mikilvægan sigur gegn Hollandi.
Sextán manna hópurinn, sem Craig Pedersen tilkynnti í gær fyrir leikinn
gegn Hollandi á föstudagskvöld, er þannig skipaður en fækkað verður nið-
ur í tólf leikmenn fyrir leikinn. Landsleikjafjöldi fylgir:
Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík ........................................................... 86
Haukur Helgi Briem Pálsson, Njarðvík ...................................................... 68
Ægir Þór Steinarsson, Gipuzkoa (Spáni).................................................... 68
Elvar Már Friðriksson, Dethrona Tortona (Ítalíu).................................... 60
Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Hamri ......................................................... 57
Tryggvi Snær Hlinason, Zaragoza (Spáni)................................................. 51
Ólafur Ólafsson, Grindavík........................................................................... 49
Kristinn Pálsson, Aris Leeuwarden (Hollandi) .......................................... 26
Kári Jónsson, Val............................................................................................ 26
Gunnar Ólafsson, Stjörnunni ........................................................................ 24
Þórir Guðmundur Þorbjarnason, Landstede Hammers (Hollandi)......... 18
Jón Axel Guðmundsson, Crailsheim (Þýskalandi) ..................................... 17
Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastóli .................................................... 14
Hilmar Smári Henningsson, Haukum ......................................................... 10
Styrmir Snær Þrastarson, Davidson University (Bandaríkjunum)........... 2
Hilmar Pétursson, Breiðabliki ....................................................................... 0
_ Ísland hefur unnið tvo leiki af þremur í fyrri undanriðli HM, úti gegn
Hollandi og heima gegn Ítalíu, en tapaði útileiknum gegn Ítalíu.
_ Liðin þrjú fara öll í seinni hluta undankeppninnar og taka úrslitin með
sér en mæta þar Spáni, Georgíu og síðan annað hvort Úkraínu eða Norður-
Makedóníu. Þrjú efstu liðin í þeim riðli komast á HM 2023 sem fram fer í
Japan, Indónesíu og á Filippseyjum.
Sextán manna hópur Íslands