Morgunblaðið - 28.06.2022, Page 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2022
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Hugur listamannsins Hugleiks
Dagssonar leitar ósjálfrátt að því
versta í mannkyninu og því sem er
hlægilegt við það. Hann segir það
ekki meðvitaða ákvörðun hjá sér að
gera grín að því sem „ekki má“.
Hugleikur er viðmælandi í nýjasta
þætti Dagmála, viðtalsþátta sem
aðgengilegir eru áskrifendum
Morgunblaðsins.
Hugleikur er hvað þekktastur
fyrir myndasögur sínar en hann er
einnig uppistandari og handritshöf-
undur. Það hefur heyrst oftar en
einu sinni að Hugleikur geti sagt
ýmislegt sem aðrir yrðu gagnrýndir
harðlega fyrir að segja.
Í þættinum ræðir Hugleikur m.a.
um það sem má og ekki má gera
grín að. Hann stendur sjálfur í
þeirri trú að það sé mögulegt að
gera grín að öllu en máli skipti hvað
sé sagt, hver segi það, hvar viðkom-
andi segi það og hvernig. Þegar
hann fær ábendingar um grín sem
þykir ekki við hæfi lítur hann á það
sem tækifæri til þess að þróa grínið
betur.
„Mér hefur alltaf fundist þessi
svokallaði PC-kúltúr mjög nærandi
fyrirbæri fyrir sköpun,“ segir Hug-
leikur og vísar til menningarpóli-
tískrar réttsýni.
Spurður hvort það þurfi ekki að
vera hægt að gera grín að öllu, líka
því sem erfitt er að ræða, jánkar
Hugleikur því.
„Að gera grín að einhverju er
ekki að gera lítið úr því. Að gera
grín að einhverju er að vekja at-
hygli á því, eða er í raun ein leið til
þess að [takast á] við það. Að hunsa
það, tala ekkert um það – það er
verra en gera grín að því,“ segir
Hugleikur.
Hann minnist þess að eitt sinn
hafi kona komið upp að honum á
bar og sagt hann vera alltaf að
reyna að móðga fólk.
„Það er eins og ég sé með lista yf-
ir það sem ég á ekki að gera grín að
og geri bara grín að því. Það er ekki
viljandi,“ segir Hugleikur. „Ósjálf-
rátt leitar hugur minn að því versta
í mannkyninu og að finna eitthvað
hlægilegt við það.“
Hugleikur hefur teiknað síðan
hann man eftir sér. Hann ætlaði sér
alltaf að teikna flóknar myndasögur
en tilviljun olli því að spýtukarlar
urðu hans einkennismerki og hafa
bækur hans með slíkum fígúrum
verið gefnar út í tugum landa.
Fæddust á Seyðisfirði
Spýtukarla-sögurnar fæddust
þegar Hugleikur stundaði nám við
Listaháskóla Íslands. Hann hafði
farið á Seyðisfjörð með tveimur öðr-
um listnemum til þess að taka þátt í
myndlistarsýningu. Hann var með
tvö eða þrjú verk á sýningunni en
fannst vanta eitt til viðbótar. Þá
byrjaði hann að teikna spýtukarla
sem viðhöfðu það sem flestir myndu
telja óviðeigandi ummæli. Á 30 mín-
útum teiknaði hann jafnmargar slík-
ar teikningar og kom þeim fyrir á
borði á listsýningunni þar sem gest-
ir og gangandi gátu flett í herleg-
heitunum.
„Þá tók ég sumsé eftir því að fólk
var að hlæja,“ segir Hugleikur, sem
í kjölfarið fór með bunkann upp í
Listaháskóla og bætti við.
„Fólk fór að koma reglulega að
borðinu mínu til þess að athuga
hvort ég væri búinn að gera eitt-
hvað nýtt,“ segir Hugleikur sem
áttaði sig þá á því að hann væri með
eitthvað í höndunum.
Fimm árum síðar var hann farinn
að starfa við að teikna myndasögur
í þessum stíl.
„Þetta var algjör slysni í algjöru
hugsunarleysi. Það er rosalega
heppilegt að ég hafi byrjað að
teikna þetta. Það er skrýtið að
hugsa til þess enn þá þegar ég er að
teikna þessa spýtukarla að þetta sé
vinnan mín, að þetta fór þessa leið
og að mér tókst að láta drauminn
rætast,“ segir Hugleikur sem telur
húmor felast í því þegar einfaldar
teikningar sem þessar mæta skila-
boðum í hræðilegri kantinum.
„Margar af þessum teikningum
mínum væru ekki svona fyndnar ef
þær væru ekki svona einfaldar.“
Hugleikur var félagsfælinn sem
barn og fylgir það honum enn í dag.
Því kom það honum sjálfum á óvart
að hann hefði gaman af því að vera í
uppistandi. Ari Eldjárn, uppistand-
ari og frændi Hugleiks, fékk Hug-
leik út í þá sálma nokkrum árum
eftir að Hugleikur byrjaði að gefa
út myndasögubækur.
„Hvernig ég kom mér upp á svið
veit ég ekki enn þá. Ég skil ekki
hvað olli því,“ segir Hugleikur sem
telur að tilhugsunin um að sjá eftir
því alla ævi að hafa ekki gripið
tækifærið hafi mögulega orðið til
þess að hann dreif sig upp á svið.
Það gekk svona líka ljómandi vel og
hann gat ekki annað en haldið
áfram.
Finnar myrkari
en Íslendingar
Hugleikur er sem stendur búsett-
ur í Berlín og hefur farið með uppi-
stand þar og annars staðar erlendis,
t.a.m. í Finnlandi. Þar er hann vin-
sæll en Finnar voru fyrstir til að
gefa út bækur eftir hann á öðru
tungumáli en Íslandi.
„Þeir eru frekar líkir okkur. Þeir
eru eiginlega myrkari,“ segir Hug-
leikur um Finna.
„Þegar ég fer til Finnlands fæ ég
hvatningu til þess að fara lengra í
myrkrinu með brandarana. Þeir
kunna að meta svartan húmor betur
en Íslendingar. Ég stend sjálfan
mig að því að hækka þann stuðul
þegar ég fer til Finnlands – gerast
myrkari.“
Í Berlín er senan aftur á móti al-
þjóðleg og þar lækkar Hugleikur
stuðulinn fyrir myrkrið í uppistand-
inu sínu.
„Ég er að skemmta með grín-
istum frá öllum heimshornum og
áhorfendurnir eru frá öllum heims-
hornum. Að því leyti geturðu ekki
talað við svona fjölmenningarhóp
eins og þeir séu allir Finnar,“ segir
Hugleikur.
Spurður hvort það sé ekki erfitt
að skemmta svo fjölbreyttum hópi
segir hann það skemmtilegt og að
svona fjölbreyttur hópur sé „góður
æfingavöllur“. Í Berlín getur hann
þannig farið með sama uppistandið
á mismunandi staði og áhorfendur
hlæja á mismunandi stöðum, allt
eftir samsetningunni hverju sinni.
Íslenskur E.T. á leiðinni
Hugleikur skrifaði handrit að
sjónvarpsþáttunum Hulli sem voru
sýndir á RÚV í tveimur þáttaröð-
um. Þá hefur hann einnig skrifað
grínatriði o.fl. Á teikniborðinu nú er
hjá honum handrit að kvikmynd,
sem hann er sem stendur einungis
að skrifa fyrir sjálfan sig. Án þess
að fara of djúpt út í smáatriði um
myndina segir Hugleikur um ís-
lenska E.T. að ræða og vísar þá til
heimsfrægrar kvikmyndar um sam-
nefnda geimveru.
Morgunblaðið/Kristófer Liljar
Svartur húmor „Þegar ég fer til Finnlands fæ ég hvatningu til þess að fara lengra í myrkrinu með brandarana. Þeir
kunna að meta svartan húmor betur en Íslendingar,“ segir Hugleikur Dagsson í nýjasta þætti Dagmála.
Leitar að því versta í mannkyninu
- Gagnrýni er tækifæri til þróunar grínsins - „Að gera grín að einhverju er ekki að gera lítið úr
því,“ segir Hugleikur - Lét drauminn rætast með spýtukörlum sem urðu til í hugsunarleysi
Íslenskar bókmenntir verða í önd-
vegi á bókmenntahátíðinni Authors’
Reading Month sem fram fer í Tékk-
landi og Slóvakíu í júlí og koma tugir
íslenskra höfunda fram á henni í
ýmsum borgum þessara tveggja
landa. Miðstöð íslenskra bókmennta
á í samstarfi við hátíðina um skipu-
lag og útfærslu.
Segir í tilkynningu frá miðstöðinni
að íslenskir rithöfundar og bók-
menntir þeirra veki sífellt meiri at-
hygli víða um heim.
„Í júlímánuði verða íslenskar bók-
menntir í forgrunni á bókmennta-
hátíðinni Mesíc autorského ètení eða
Authors’ Reading Month sem fram
fer í fjórum borgum í Tékklandi og
Slóvakíu. Um 30 íslenskir höfundar
taka þátt í hátíðinni og lesa úr verk-
um sínum í borgunum fjórum; Brno,
Bratislava, Ostrava og Košice.
Á hverjum degi í júlí býðst íbúum
þessara borga og öðrum gestum að
kynnast íslenskum höfundum ásamt
höfundum frá Tékklandi og Slóvak-
íu,“ segir í tilkynningunni og að há-
tíð þessi sé ein sú stærsta sem hald-
in er í þessum hluta Evrópu og hafi
heiðursþátttaka Íslands nú þegar
vakið mikla athygli í fjölmiðlum
ytra. Íslenskar bókmenntir hafi ver-
ið þýddar á tékknesku og slóvak-
ísku, þökk sé góðum þýðendum, og
ætla megi að aukinn áhugi kalli á
frekari tækifæri höfundanna í lönd-
unum tveimur.
Lesa upp í fjórum borgum
Höfundarnir sem taka þátt í hátíð-
inni eru Andri Snær Magnason,
Auður Jónsdóttir, Bergsveinn Birg-
isson, Bergur Ebbi, Bergþóra Snæ-
björnsdóttir, Bragi Ólafsson, Bragi
Páll Sigurðsson, Dóri DNA, Einar
Kárason, Eiríkur Örn Norðdahl,
Gerður Kristný, Halldór Armand,
Hallgrímur Helgason, Hildur
Knútsdóttir, Jón Gnarr, Jón Kalman
Stefánsson, Jón Magnús Arnarsson,
Kristín Eiríksdóttir, Kristín Ómars-
dóttir, Kristín Svava Tómasdóttir,
María Elísabet Bragadóttir, Oddný
Eir Ævarsdóttir, Sigrún Pálsdóttir,
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Sig-
urbjörg Þrastardóttir, Sjón, Sverrir
Norland, Valgerður Ólafsdóttir,
Þóra Hjörleifsdóttir og Þórdís
Helgadóttir.
Frekar fróðleik má finna á face-
booksíðu hátíðarinnar á slóðinni
facebook.com/autorskecten.
Íslenskar bókmenntir í brennidepli
- 30 íslenskir höfundar koma fram í Authors’ Reading Month í Tékklandi og
Slóvakíu - Miðstöð íslenskra bókmennta tekur þátt í skipulagi og útfærslu
Bragi
Ólafsson
Gerður
Kristný
Halldór Armand
Ásgeirsson
Hildur
Knútsdóttir
Oddný Eir
Ævarsdóttir
Sigríður Hagalín
Björnsdóttir
Jón Kalman
Stefánsson
Þórdís
Helgadóttir
Nokkrir þeirra
tónlistarmanna
sem fram komu
á Glastonbury-
tónlistarhátíð-
inni á Englandi,
sem lauk um
helgina, tjáðu
sig um umdeild-
an dóm Hæsta-
réttar Banda-
ríkjanna sem kveðinn var upp í
síðustu viku og sneri eldri dómi
réttarins í máli Roe gegn Wade frá
1973. Hefur hann þau réttaráhrif
að einstök ríki Bandaríkjanna geta
nú sett lög sem banna þungunarrof.
Vöktu nokkrir tónlistarmanna at-
hygli á þessari sviptingu á frelsi
kvenna.
Nýsjálenska söngkonan Lorde
var ómyrk í máli og sendi hæsta-
rétti kaldar kveðjur með f-orðinu
og ávarpaði konur sérstaklega og
sagði líkama þeirra undir stjórn
annarra og hlutgerða allt frá fæð-
ingu. Af öðrum sem fordæmdu
dóminn má nefna Billie Eilish, Oli-
viu Rodrigo, Idles og Phoebe Brid-
gers og Kendrick Lamarr lét einnig
í sér heyra. Eilish sagði daginn sem
dómurinn var kveðinn upp svartan
í sögu kvenna í Bandaríkjunum.
Fordæmdu dóm
um þungunarrof
Lorde