Morgunblaðið - 28.06.2022, Side 29

Morgunblaðið - 28.06.2022, Side 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ 96% Empire The Playlist BBC The sun Total FilmRogerEbert.com 82%82% 79% HJÖRTUR JÓHANN JÓNSSON ALDÍS AMAH HAMILTON AHD TAMIMI GUÐJÓN DAVÍÐ KARLSSON LÍSA PÁLSDÓTTIR HARALD G. HARALDS KATRÍN HALLDÓRA SIGURÐARDÓTTIR “THE BEST MOVIE OF THE YEAR” “AN EPIC ADVENTURE” “A CROWD-PLEASEING BLAST” “THE MOVIE EVENT OF THE YEAR” “A MOVIE LIGHT YEARS AHEAD OF IT´S TIME” 100% Þ egar allt kemur til alls virð- ast allir hafa eitthvað að fela. Margt þolir ekki dagsljósið og mörgum tekst furðulega vel að hylja slóð sína með lygum og svikum. Þó flask- ar margur á smá- atriðunum, ekki síst þegar áfengi og önnur vímu- efni eru höfð um hönd. Þetta er grunnur spennu- sögunnar Gesta- listans eftir Lucy Foley. Hún gerist á Skarfaskeri, lít- illi írskri eyju þar sem gestir koma saman vegna brúðkaups. Siglingin tekur á en er barnaleikur miðað við það sem gerist þegar gestirnir fara að sleppa fram af sér beislinu. Eyjan á sér líka dularfulla sögu og þegar rafmagnið slær út í leiðinlegu veðri, þegar veislan stendur sem hæst, fer óneitanlega um mannskapinn. Lífið er ekki einfalt og sínum aug- um lítur hver á silfrið. Helstu per- sónur segja sína hlið á málum og eft- ir því sem frásögnunum fjölgar verður ljóst að víða er pottur brot- inn. Sumir eiga sér vægast sagt vafasama fortíð og hinum sömu er efst í huga að halda henni út af fyrir sig, hvað sem það kostar. Gestalistinn er saga í anda Agöthu Christie. Uppbyggingin minnir líka á spennusöguna Þú sérð mig ekki, sem Eva Björg Ægisdóttir sendi frá sér fyrir nýliðin jól. Hjá henni sam- einaðist stórfjölskylda á hóteli á Snæfellsnesi en hjá Lucy Foley eru persónur og leikendur samankomin á eyðieyju. Slétt og fellt yfirborðið þolir ekki þrýstinginn og ljóst er að eitthvað verður undan að láta. Meira vín, meira dóp og allar flóðgáttir opnast. Engin útgönguleið nema ólgandi hafið. Sagan er spennandi og persónu- sköpunin gerir það að verkum að fólkið verður frekar fráhrindandi. Það fyrirfinnst líka í raunheimum, nánast hvert sem litið er, og það er ískyggilegast af öllu. Loddarar eru nær en margan grunar. Ljósmynd/Philippa Gedge Glæpir Lucy Foley er höfundur Gestalistans sem er í anda Agöthu Christie. Upp komast svik um síðir Spennusaga Gestalistinn bbbbn Eftir Lucy Foley. Þýðing: Herdís M. Hübner. Kilja. 348 bls. Bókafélagið 2022. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Bítillinn Paul McCartney tróð upp á aðalsviði Glastonbury-tónlistar- hátíðarinnar á Englandi um helgina og ef marka má umsagnir fjölmiðla var hann hreint út sagt frábær. Um tvö hundruð þúsund manns sóttu hátíðina og var mannhafið mikið við Píramída-sviðið. Þrír blaðamenn The Guardian, þau Josh Halliday, Nadia Khomami og Sophie Zeldin-O’Neill, birtu um- sögn um tónleikana á vef blaðsins í fyrradag og sögðu þá hafa verið stórkostlega og sætt tíðindum. Um hundrað þúsund gestir fylgdust með McCartney og hljómsveit og gestir sem stigu á svið voru ekki af verri endanum; Bruce Springsteen og Dave Grohl. John Lennon kom einnig við sögu með hjálp tækninn- ar og kvikmyndaleikstjórans Peters Jacksons og sungu Bítlarnir dúett saman. McCartney var aðalatriði hátíð- arinnar að þessu sinni, nýorðinn áttræður og þar með elsta aðalnúm- erið í sögu hátíðarinnar sem spann- ar nú 52 ár og er hátíðin ein sú þekktasta í heimi þegar sumar- hátíðir eru annars vegar. Af öðrum fjölmiðlum sem dásam- að hafa tónleikana má nefna The Sunday Telegraph sem sagði þá eitt besta atriði hátíðarinnar frá upphafi og vefurinn NME er á svipuðum nótum og segir McCartney hafa lagt sig allan fram. Independent segir það hrein forréttindi að fá að vera uppi á sama tíma og McCartn- ey og tímaritið Rolling Stone er líka afar jákvætt og gefur fjórar stjörn- ur af fimm mögulegum. helgisnaer@mbl.is Allt er áttræðum fært - Paul McCartn- ey heillaði gesti og fjölmiðlafólk á Glastonbury AFP/Andy Buchanan Bítill Paul McCartney á sviði og tveimur risaskjáum á Glastonbury á laug- ardaginn, 25. júní. Bítillinn áttræði þótti frábær og fór hann mikinn. Samsýning var opnuð í gall- eríinu Þulu um helgina og má á henni sjá verk Auðar Lóu Guðnadóttur, Melanie Ubaldo, Fritz Hendriks IV, Bjargar Örv- ar og Önnu Maggýjar. Listamennirnir munu í framhaldi halda einkasýningar í galleríinu á komandi mánuðum. Þula er við Hjartatorg í miðbæ Reykjavíkur og er gengið inn á það frá Laugavegi. Sýningin stendur yfir til og með 10. júlí. Fimm sýna saman í gallerí Þulu Melanie Ubaldo List í Alviðru 2022 – Við sjávarsíð- una nefnist menningarverkefni á bænum Alviðru í Dýrafirði og vinna í því saman listafólk á Vestfjörðum og listamenn frá Norðurlandi eystra að sýningu í fjárhúsunum og skilja eftir sig umhverfislistaverk í landi Alviðru. Samsýningin í fjár- húsunum var opnuð á laugardag- inn, 25. júní, og á sýningartíma- bilinu munu þátttakendur verkefnisins vinna að umhverf- islistaverkum og ljúka þeirri vinnu 2. júlí með opnun. Verða verkin uppi í landi Alviðru út september. Listamennirnir eru Brynhildur Kristinsdóttir, Dagrún Matthías- dóttir, Hjördís Frímann, Karólína Baldvinsdóttir, Ómar Smári Krist- insson, Marsibil Kristjánsdóttir, Sunnefa Elfarsdóttir, Thora Love, Kristján Helgason, Björn Jónsson og Kristján Örn Helgason. Sýnt í fjárhúsum og landi Alviðru Í Alviðru Sýningarstaður í Dýrafirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.