Morgunblaðið - 20.07.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2022
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Nú um hásumar á tímum hlýnandi andrúmslofts er fram-
vindan við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi afar hröð og sí-
fellt ber eitthvað nýtt fyrir augu. Stórir ísjakar, sem jökullinn
kelfir, eru á lóninu og í hverjum þeirra sjást kynjamyndir og
sérstæð mynstur. Útsýnissiglingar, sem njóta mikilla vin-
sælda, eru því sem heimsókn á listasafn með fallegasta kúnst-
verki veraldar. Margmenni var við Jökulsárlón um síðastliðna
helgi, þegar þessi mynd var þar tekin. Hjólaskipin, sem fylgt
er af minni bátum, fóru í hverja ferðina á fætur annarri og
heyra mátti á fólki að upplifun þess var sterk. Skal engan
undra, því svipmyndir við Jökulsárlón eiga sér á heimsvísu fá-
ar, ef þá nokkrar hliðstæður.
Ferðamenn fylgjast með hraðri framvindu á Jökulsárlóni
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Jökullinn kelfir óteljandi kynjamyndum í sífellu
Tómas Arnar Þorláksson
tomasarnar@mbl.is
Fyrirhugað er að samþykkja fyrstu
heildrænu lögin um landamæri og
landamæraeftirlit á Íslandi í haust en
það tókst ekki á síðasta þingi. Þetta
staðfestir Bryndís Haraldsdóttir,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins og
formaður allsherjar- og menntamála-
nefndar Alþingis, í samtali við Morg-
unblaðið. Í umsögn sem embætti rík-
islögreglustjóra sendi Alþingi,
kemur fram að framkvæmd
landamæraeftirlits muni taka um-
fangsmiklum breytingum ef frum-
varpið verður samþykkt.
Hluti laganna er partur af sam-
ræmdu landamæraeftirliti hjá
Schengen-ríkjunum sem mun taka í
gildi samtímis hjá öllum aðildarríkj-
unum. Schengen-ríkin samanstanda
af 22 ríkjum Evrópusambandsins og
ríkjum í Fríverslunarsamtökum Evr-
ópu (EFTA).
Helgi Valberg Jensson, yfirlög-
fræðingur embættis ríkislögreglu-
stjóra, skrifar undir umsögnina frá
embættinu. Helgi leggur áherslu á
það í umsögn sinni að lagafrumvarpið
verði samþykkt sem allra fyrst. Hann
segir skipulag verkefnisins gríðar-
lega viðamikið og kostnaðarsamt.
Bryndís segir að það hafi ekki tek-
ist að taka frumvarpið fyrir á síðasta
þingi, vegna þess að það hafi verið
lagt fram of seint. „Það kom það
stuttu fyrir sumarfrí að við sáum
strax að við myndum aldrei ná að
fara vel yfir það,“ segir hún en bætir
við að þau í nefndinni stefni á að taka
frumvarpið fyrir um leið og þingið
kemur saman aftur. Mistök urðu til
þess að frumvarpið var ekki sent til
umsagnar. „Tölvupósturinn skilaði
sér víst ekki til umsagnaraðila.“
Þarfar og dýrar breytingar
Hún segir mikilvægt að sam-
þykkja frumvarpið svo að Ísland
uppfylli skyldur sínar sem þátttöku-
ríki í Schengen-samstarfinu.
Helgi segir í umsögninni að mikil-
vægt sé að samþykkja frumvarpið
sem fyrst. Annars gæti Ísland tafið
fyrir því að Schengen-ríkin taki nýtt
komu- og brottfarakerfi á landamær-
um í gagnið. „Gangverkið í hinum
nýju Schengen-upplýsingakerfum er
slíkt að ekki er hægt að ræsa kerfin
fyrr en öll Schengen-ríkin eru tilbúin
og því er mikilvægt að Ísland standi
við sínar skuldbindingar.“
Bryndís segir litla hættu á því að
Ísland komi til með að tefja þessar
framkvæmdir og bendir á að önnur
aðildarríki hafi einnig tafist við það að
samþykkja sambærileg lög. „Það
varð einhver seinkun hjá öðrum þjóð-
um innan Schengen sem keypti þenn-
an tíma fyrir okkur.“ Hún segir því
ekki varhugavert að samþykki lag-
anna hafi verið frestað þar til eftir
sumarið.
Að mati Bryndísar er það mjög lík-
legt að frumvarpið verði samþykkt í
haust eða snemma næsta vor. Að-
spurð segir Bryndís að það gæti haft
afleiðingar fyrir Ísland ef lögin yrðu
ekki samþykkt. Þrátt fyrir að það
standi til að taka frumvarpið fyrir í
haust, segir Bryndís að hún hafi ekki
náð að kynna sér frumvarpið til hlítar
þar sem það var lagt fram svo seint
og gat því ekki sagt til um hvaða
breytingar það kemur til með að hafa
í för með sér. Hún tekur þó fram að
breytingarnar feli í sér kostnaðar-
samar framkvæmdir. „Mér skilst að
kostnaðurinn felist fyrst og fremst í
tölvukerfi og búnaði sem þarf á flug-
völlinn,“ segir hún.
Miklar breytingar á Leifsstöð
- Fyrirhugað að setja fyrstu heildrænu lögin um landamæri - Segir tafir á lagasetningu geta haft af-
leiðingar fyrir Schengen-ríki - Kostnaðarsamar breytingar framundan á landamæraeftirliti á Íslandi
Bryndís
Haraldsdóttir
Helgi Valberg
Jensson
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
Lögreglan í Gautaborg hefur
ákveðið að breyta um aðferðafræði
þegar kemur að
rannsóknum á
ofbeldi í nánum
samböndum og
verður nýja leið-
in byggð á ís-
lensku módeli.
Sigríður Björk
Guðjónsdóttir
ríkislögreglu-
stjóri segir að
íslenska aðferða-
fræðin hafi verið kynnt víða og að
ánægjulegt sé að Svíarnir séu að
taka hana upp. Þá segir hún fleiri
þjóðir hafa sýnt aðferðafræðinni
áhuga, þar á meðal Grikkir, sem
eru væntanlegir í heimsókn í
ágúst til að kynna sér íslenska
módelið enn frekar.
Fleiri tilkynningar borist
Að sögn Sigríðar Bjarkar telja
lögregluyfirvöld að aðferðafræðin
hafi reynst vel en hún var inn-
leidd á öllu landinu árið 2015. Síð-
an þá hafa hlutfallslega fleiri til-
kynningar borist um heimilisof-
beldi og fleiri dómar fallið brota-
þolum í vil.
„Við höfum fundið fleiri börn
sem sæta heimilisofbeldi, sem við
hefðum kannski ekki fundið með
þeim aðferðum sem við beittum
áður,“ bætir hún við.
Aðferðafræðin sem um ræðir
felst í auknu samstarfi með sveit-
arfélögum og félagsmálayfir-
völdum. Áhersla er lögð á að veita
fjölskyldum stuðning á meðan
rannsókn á málinu stendur yfir.
Stærsta breytingin er varðar
störf lögreglunnar, að sögn Sigríð-
ar Bjarkar, felst þó fyrst og
fremst í því að fresta ekki rann-
sókn málsins.
„Áður fórum við bara í útkallið
þegar það kom. Fórum á staðinn
og stilltum til friðar. Núna rann-
sökum við málið eins ítarlega og
við getum, strax á vettvangi.“
Að sögn Sigríðar auðveldar
þetta sönnun málsins og lögregla
verður ekki jafn háð framburði
brotaþola.
Carina Eliasson, yfirmaður
heimilisofbeldisdeildar lögregl-
unnar í Vestur-Gautlandi í Sví-
þjóð, segir í samtali við Göte-
borgs-Posten, að aukin samvinna
með félagsmálayfirvöldum og
stuðningur við fjölskyldur hafi
vakið athygli hennar á íslensku
aðferðafræðinni.
Carina talaði fyrir því að lög-
reglan í Gautaborg tæki upp þessa
nýju nálgun en hún hefur unnið
náið með brotaþolum og upplifað
oft og tíðum að börnin gleymdust,
þegar ofbeldi í nánum samböndum
hefur verið til rannsóknar.
Sænska lögreglan horfir til þeirrar íslensku
Morgunblaðið/Ómar
Gautaborg Sænska lögreglan ætlar að beita íslenskri nálgun.
- Aðferðafræði íslensku lögreglunnar
hefur reynst vel og vakið athygli
Sigríður Björk
Guðjónsdóttir