Morgunblaðið - 20.07.2022, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.07.2022, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2022 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það hefur greinilega orðið hrun í súlustofninum í Eldey. Í júlí í fyrra voru um og yfir 300 fuglar fyrir framan vefmyndavélina en nú eru þeir rúmlega 100,“ segir Sigurður Harðarson rafeindavirki. Hann hef- ur umsjón með vefmyndavél í Eld- ey. Myndir úr henni sjást á eldey.is. Líklegasta skýringin er fuglaflensa. „Ég sé ekki heldur neina súlu- unga á myndinni. Þá hef ég ekki séð neina nýja dauða fugla undanfarið eins og var á tímabili. Maður sá allt- af nýja og nýja dauða fugla,“ segir Sigurður. Fuglshræin hverfa ofan í drulluna á milli hraukanna sem súl- an situr á. Þar er mikill fuglaskítur og hræin virðast rotna mjög hratt. „Það voru dauðir fuglar beint fyr- ir framan myndavélina. Ég sé að- eins móta fyrir þeim nú, vegna þess að ég veit hvar þeir eru. Það er varla hægt að sjá neitt lengur af fugl- inum.“ Sigurður kvaðst nýlega hafa rætt við skipstjóra sem rær frá Keflavík. „Hann sagði að þeir sæju dauðar súlur úti um allt í Faxaflóanum, fljótandi á sjónum. Það voru að jafn- aði um 40.000 súlur í Eldey. Ef við gefum okkur að 30% af þeim hafi drepist, þá er það gríðarlegur fjöldi,“ segir Sigurður. Súludauða hefur einnig orðið vart í Færeyjum. Þar hafa einnig fundist margir dauðir skúmar og er dauði þeirra rakinn til fuglaflensunnar. Gott ástand í Eyjum Erpur Snær Hansen, forstöðu- maður Náttúrustofu Suðurlands, fór nýlega um allar úteyjar Vestmanna- eyja og þar var súluvarp í góðu standi. „Þetta er svipað og menn sjá á Nýfundnalandi. Þar eru örfáar sjó- fuglabyggðir, þar sem er mikið um dauða fugla en ekki í öðrum,“ segir Erpur. „Þeir eru líka farnir að sjá langvíur, álkur og lunda drepast og fljóta dauða á sjónum við Nýfundna- land eftir að hafa fengið fuglaflensu. Hún hefur verið mjög svæsin á Bret- landseyjum og eins í Noregi. Fugl- arnir okkar virðast almennt hafa sloppið vel hingað til, nema súlurnar í Eldey.“ Erpur er nú í lundarallinu og var í Grímsey í gær. „Hér eru allir klettar fullir af fugli og það var eins í júní. Ég keyrði eftir Landeyjasandi í maí og júní til að sjá hvort eitthvað hefði rekið þar af hræjum. Við höfum fylgst með ástandinu þar í tvö ár. Það var ekkert óvenjulegt að sjá nú og ekkert meira rekið af dauðum fuglum en venjulega.“ Mikið hefur drepist af súlu í Eldey - Ástæðan líklega fuglaflensa - Dauðar súlur á Faxaflóa - Gott ástand í súlubyggðum í Eyjum Ljósmynd/eldey.is Eldey Mikið var af fugli og ungum framan við myndavélina í júlí 2021. Ljósmynd/eldey.is Júlí 2022 Nú eru mun færri fuglar og engir ungar framan við myndavélina. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Sigurgeir Svanbergsson gefur sér að sig taki fimm til sex klukkusundir að synda frá Vestmannaeyjum upp á Landeyjasand. Að því hefur hann stefnt síðustu mánuði og nú nálgast stóra stundin. Upphafleg áætlun var að synda á morgun, fimmtudag, en þar sem spáð er rigningu og hugs- anlega gjólu er ekki ósennilegt að frekar verði farið á laugardag. Áheitum er safnað með sundinu og renna þau til Barnaheilla. Fram- lögin nýtast til að styðja við börn á stríðshrjáðum svæðum. Undirbúningur og stífar æfingar „Sjósundi fylgir að fylgjast þarf vel með veðri og öðrum síbreyti- legum aðstæðum. Stórir áfangar eins og nú eru framundan krefjast líka mikils undirbúnings og stífra æfinga, eins og ég hef stundað að undanförnu,“ segir Sigurgeir. Á síð- asta ári synti hann af Kjalarnesi yfir Kollafjörð og tók land í Bryggju- hverfinu í Reykjavík. Það verkefni segir okkar maður að hafi skilað sér góðri þjálfun og miklum lærdómi – og fyrir vikið sé hann í góðum fær- um fyrir næsta verkefni. „Úti fyrir suðurströndinni liggja sjávarstraumar frá austri til vesturs. Þetta eru miklir kraftar sem geta hrakið til dæmis sjósundsfólk til og frá, svo miklu munar. Samkvæmt því kom best út að synda frá Eyjum til lands, þá með því sem næst óendanlega suðurströndina fyrir framan sig. Landtaka ætti að vera auðveldari þannig,“ segir Sigurgeir. Í föruneyti hans í sundinu verður mannskapur sem vel þekkir til stað- hátta, bæði á slöngubát og kajak. Liðsmenn Björgunarfélags Vest- mannaeyja verða heldur ekki langt undan. „Fari ég á fimmtudag legg ég af stað frá Eiðinu í Eyjum laust eftir hádegi. Verði laugardagurinn hins vegar niðurstaðan, yrði farið síðdeg- is, en þar ráða sjávarföll og hvernig straumar verða.“ Hitinn í heilann Um þrjú ár eru síðan Sigurgeir byrjaði að stunda sjósund. Hann seg- ir að á barnsaldri hafi sér alltaf fundist gaman að busla í lækjum og vötnum og því verið fljótur að kom- ast á bragðið, þegar hann kynntist töfrum þess að synda í sjó. „Ég bý austur á Eskifirði og segjast verður að aðstæður þar eru ekki sem best- ar, sjórinn aðeins fjögurra til fimm gráðu heitur. Hér fyrir sunnan er hitinn hins vegar 11 til 12 gráður. Því finnst mér ég nánast vera kom- inn til sólarlanda þegar ég æfi hér fyrir sunnan, eins og gert hefur ver- ið stíft síðustu daga. Þar koma sterkt inn Nauthólsvík og Fossvog- urinn, sem ég syndi jafnt þveran og endilangan,“ segir Sigurgeir. „Svo má líka segja að svaml í köld- um sjó sé engu líkt. Andstæðurnar eru skarpar og líkamsstarfsemin breytist. Hitinn í líkamanum fer beint upp í heila meðan á sundi stendur og slíkt skapar í raun alveg einstaka tilfinningu. Þess vegna hlakka ég mikið til Eyjasunds.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sund Sigurgeir er þess albúinn að leggja í Eyjasund og hefur í æfingum gefið sig að skriðsundi. Hann býr austur á landi en er kominn í bæinn og safnar sér nú saman fyrir verkefnið. Átti í gær gæðastund með Erlu Dís dóttur sinni. Eyjasundið háð veðri og sjávarföllum Ljósmynd/Aðsend - Sigurgeir legg- ur senn á djúpið - Beðið er færis Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Til stendur á næstu vikum að rífa einn af þremur bröggum sem standa á baklóð við Austurveg í mið- bænum á Hvols- velli. Í fyllingu tímans á raunar að rífa alla bragg- ana og lóðin sem þeir standa á verður tekin und- ir nýjar verslun- ar- og þjón- ustubyggingar. Mikil eftirspurn er nú eftir slíku húsnæði á Hvolsvelli og mikilvægt er að svara kalli þar um, segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra. Sveitamarkaður hafi aðstöðu Braggarnir þrír voru reistir fyrir áratugum af Kaupfélagi Rang- æinga, sem þá var og hét. Þeir voru lengi pakkhús, hvar fengust meðal annars ýmsar vörur til landbúnaðar, sem bændur í nærliggjandi sveitum nýttu sér. Seinna var verslun Húsa- smiðjunnar í bröggunum. Í einum þeirra er nú markaður með ýmsar vörur smáframleiðaenda á svæðinu. „Nú verður að segjast eins og er að braggarnir eru ónýtir. Til að mynda er allt burðarvirki þeirra ryðgað í gegn,“ segir Anton Kári. „Við byrjum því á að rífa einn bragganna og annan að hluta til. Látum þó einn standa áfram, svo sveitamarkaðurinn, sem er mikil- væg starfsemi, hafi áfram aðstöðu.“ Verslanir, veitingahús og íbúðir Nýtt deiliskipulag fyrir miðbæinn á Hvolsvelli var samþykkt fyrir þremur árum. Samkvæmt því verð- ur útbúin gata að baki Austurvegi, sem er aðalgata bæjarins og hluti af Hringveginum. „Á þessu nýja mið- bæjarsvæði sjáum við fyrir okkur að verði einnar til þriggja hæða hús þar sem gætu verið til dæmis veit- ingastaðir, litlar verslanir og í ein- hverjum tilvikum íbúðir. Slíkt hús- næði er mikilvægt að fá hér, enda í samræmi við þá þróun hér í byggð- arlaginu sem við viljum sjá,“ segir Anton Kári um framvindu þessara mála sem hafa verið lengi í deigl- unni. Auglýst hefur verið eftir tilboðum í niðurrif braggans – og því fylgir að fyrirtækið sem verkefnið fær myndi einnig annast gatnagerð og aðra jarðvinnu á svæðinu. Ætlunin er síð- an sú að hefjast megi handa við byggingaframkvæmdir á svæðinu undir lok þess árs eða á fyrri hluta þess næsta. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Byggingar Braggarnir þrír, lengi pakkhús Kaupfélags Rangæinga, hafa sett svip sinn á Hvolsvöll. Sá þeirra sem er lengst hér til hægri verður rifinn fljótlega og hinir síðar. Frábært byggingarsvæði á allra besta stað opnast með því. Braggi rifinn og svæðið rýmt - Nýr miðbær er í mótun á Hvolsvelli Anton Kári Halldórsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.