Morgunblaðið - 20.07.2022, Side 8

Morgunblaðið - 20.07.2022, Side 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2022 Nýmalað, engin hylki. Suðurlandsbraut 20 · 108 Reykjavík Sími: +354 5880200 · www.eirvik.is Z10 fyrir heita og kalda kaffidrykki. Ný kvörn, Product Recognising Grinder (P.R.G.), breytir sjálfkrafa grófleika mölunar á milli mismunandi kaffidrykkja. Þetta gerir það að verkum að í fyrsta skipti er hægt að hella upp á bæði heita og kalda drykki með espresso aðferð. Upplifðu algerlega nýja leið til þess að njóta kaffidrykkja. JURA – If you love coffee. Tugmilljarða kaup franska sjóða- stýringarfyrirtækisins Ardian á dótturfélagi Símans er nú í upp- námi vegna skilyrða sem Sam- keppniseftirlitið (SKE) hefur sett. Þessi skil- yrði gætu orðið til þess að ekkert verði af kaupunum eða í það minnsta að kaupverðið lækki. Til- kynnt var um kaupin í október í fyrra og hófust þá umræður um mögulega hættu af því að erlendur aðili eignaðist svo mikilvægan tæknibúnað hér á landi. Slíkar áhyggjur eiga rétt á sér. Ráðherrar fjölluðu meðal annars um málið og niðurstaðan varð sú að með til- teknum ráðstöfunum væri ekki hætta á ferðum. - - - Kaupin eru nú búin að velkjast hjá SKE mánuðum saman. Forstjóri Símans hefur bent á að SKE hafi áður sjálft mælt með því að slíta í sundur eignarhald Símans og Mílu. - - - Forstjóri helsta keppinautarins, Sýnar, tekur undir þetta og vonast eftir að kaupin gangi í gegn. Hann telur seinaganginn í af- greiðslu málsins hjá hinu opinbera einsdæmi í Evrópu. Og hann bendir á að Sýn hafi lent í svipuðu og að ferlið hér taki þrefalt lengri tíma en gerist í öðrum Evrópulöndum. - - - Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kvartað er undan því að SKE tefji mál óhóflega eða þvælist fyrir umfram það sem tíðkast erlendis eða ástæða er til. - - - Hvernig stendur á því að þetta ástand er látið viðgangast hér á landi árum saman? Hvað veldur endur- teknum töfum? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Til skoðunar er hvort stöðva þurfi umferð á Reykjanesbrautinni, rétt á meðan sprengja þarf vegna fram- kvæmda við veginn í grennd við ál- verið í Straumsvík. Þetta segir Guð- mundur Mar Magnússon, sérfræð- ingur á sviði vinnuverndar hjá Vinnueftirlitinu. Grjót og hnullungar þeyttust út á Reykjanesbrautina í gær og yfir bíla á akbrautinni, þegar sprenging varð vegna framkvæmda á vegum undir- verktaka Vegagerðarinnar. Ekki varð mikið tjón á bílum en atvikið er nú til skoðunar hjá Vinnueftirlitinu og er gagnaöflun í gangi. Að sögn sjónarvotts sem rætt var við í gær varð sprengingin örfáum metrum frá veginum. Guðmundur Mar segir það hins vegar ekki rétt, heldur hafi verið sprengt um 30 metrum frá veginum. Að sögn Guðmundar eiga gúmmí- mottur að vera yfir holunni sem sprengja er staðsett í, til að koma í veg fyrir grjótkast. Telur hann lík- legt að ekki hafi verið notaðar nógu margar mottur í gær og því hafi grjót náð að finna sér leið í gegn og út á veginn. Allt bendir til þess að verk- takinn hafi fylgt reglugerðum í gær en svona tilfelli geti ávallt komið upp. Þess vegna sé til skoðunar hvort að stöðva þurfi umferð á veginum rétt á meðan sprengja þarf. hmr@mbl.is Hafa líklega fylgt reglugerðum - Sprengingin við Reykjanesbrautina til skoðunar hjá Vinnueftirlitinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Reykjanesbraut Sprengingin í gær var um 30 metra frá veginum. Dr. Gísli Arnór Vík- ingsson, sjávarlíffræð- ingur hjá Hafrann- sóknastofnun, er látinn, 65 ára að aldri. Hann varð bráð- kvaddur í fjölskyldu- ferð á Ítalíu. Gísli fæddist hinn 5. ágúst 1956 og voru for- eldrar hans hjónin Vík- ingur Heiðar Arnórs- son, læknir og prófessor, og Stefanía Gísladóttir. Gísli ólst upp í Reykjavík og svo í Svíþjóð, þangað sem fjölskyldan flutti þegar faðir hans fór í framhaldsmenntun í læknisfræði. Hann lauk B.Sc. prófi í líffræði við Háskóla Íslands árið 1979 og hélt síðan til Danmerkur, þar sem hann lauk cand.scient. prófi í atferlisvistfræði frá Kaup- mannahafnarháskóla árið 1985. Á meðan á náminu í Danmörku stóð kynntist hann konu sinni, Guð- rúnu Ögmundsdóttur, félagsráð- gjafa og alþingismanni. Þau hófu sambúð 1980 og eignuðust þau hjónin tvö börn, Ögmund Viðar Rúnarsson og Ingibjörgu Helgu Gísladóttur. Guðrún lést á gaml- ársdag 2019. Heimkominn úr námi starfaði Gísli stutt hjá Blóðbank- anum, en réðist til Hafrannsóknastofn- unar 1986, þar sem hann starfaði æ síðan. Hann vann þar í upp- hafi náið með Jóhanni Sigurjónssyni, sem þá var eini hvalasérfræð- ingur landins, en auk- inn kraftur var þá að færast í hvalarann- sóknir. Þegar Jóhann var ráðinn forstjóri Hafrannsóknastofnunar, tók Gísli við sem yfirmaður hvalarannsókna og ávann sér virðingu sem fremsti hvalasérfræðingur landsins. Árið 2016 hlaut Gísli doktors- gráðu í vistfræði hvala frá sjávar- líffræðideild Háskólans í Tromsø í Noregi, en ritgerð hans fjallaði um áratugalangar breytingar á út- breiðslu, stofnstærðum og fæðuvist- fræði skíðishvala í hafinu umhverfis Ísland og hvort þar ræddi um af- leiðingar loftslagsbreytinga. Gísli var hneigður til tónlistar eins og fleiri í fjölskyldunni og lék m.a. með hljómsveitunum Kamar- orghestum og Puntstráunum á ár- um áður. Andlát Gísli Arnór Víkingsson hvalasérfræðingur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.