Morgunblaðið - 20.07.2022, Page 10

Morgunblaðið - 20.07.2022, Page 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2022 Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700 Opið 11-18 virka daga innlifun.is Skoðið fleiri innréttingar á innlifun.is Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Áformað er að nýtt íbúðahverfi með allt að 360 íbúðum bætist við á svæðinu vestan og norðan Leir- tjarnar í Úlfarsárdal. Nú þegar eru í byggingu íbúðarhús nokkur við Leirtjörn, þ.e. við göturnar Silfra- tjörn, Rökkvatjörn, Jarpstjörn og Gæfutjörn. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti skipulags- lýsingu hverfisins á fundi sínum 29. júní sl. en framundan er vinna við deiliskipulagið sjálft. Stefnt er að markvissu samráðsferli á skipulags- tímabilinu. Tillaga auglýst næsta vor Vinna við tillögu að nýju deili- skipulagi mun standa fram á næsta ár en búist er við því að deiliskipu- lagstillaga verði auglýst næsta vor og brugðist við athugasemdum í framhaldinu, að því er fram kemur á vef Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að núverandi íbúðahverfi í Úlfarsárdal hefur ver- ið í uppbyggingu síðan 2006 og hafi nú öllum lóðum verið úthlutað. Hverfið sé því nærri því fullbyggt. Lokið er uppbyggingu á skólum, bókasafni, sundlaug og öðrum þjón- ustustofnunum og nýlega voru íþróttamannvirki Fram tekin í notk- un. Í núverandi deiliskipulagi fyrir Úlfarsárdal, sem tók gildi árið 2018, er fjallað um uppbyggingarsvæði norðan Skyggnisbrautar, við Leir- tjörn: „Reiknað er með að nýtt byggingarsvæði við Leirtjörn verði ríflega sex hektarar að stærð og þar rúmist um 360 íbúðir í fjölbýlis- húsum og sérbýlishúsum, aðallega raðhúsum. Fjölbýlishúsin eru á lóð- um við Skyggnisbraut en raðhúsin móta jaðar byggðarinnar við opna náttúru Úlfarsfells.“ Horft verður til þess við gerð nýs deiliskipulags. Byggðin verður að hluta til fyrir eldra fólk en fyrir liggja samningar um uppbyggingu lífsgæðakjarna, húsnæðisuppbyggingu fyrir eldri borgara með fjölbreyttu framboði á þjónustu í nærumhverfinu, meðal annars á þessu svæði, segir á heimasíðu borgarinnar. Við Leirtjörn í Úlfarsárdal, í Gufunesi og við Ártúnshöfða er gert ráð fyrir allt að 300 íbúðum fyrir eldri borgara. Þegar er ákveðið að ganga til samninga við Samtök aldr- aðra og Leigufélag aldraðra, eins og tilkynnt var í byrjun maí. Verslun og þjónusta í hverfinu Uppbygging fyrir verslun og þjónustu er hafin á lóð á núverandi Leirtjarnarsvæði. Í tillögu að nýju deiliskipulagi verður gert ráð fyrir íbúðabyggð með möguleika á sam- félagsþjónustu, til dæmis hjúkrun- arheimili, þjónustukjörnum eða leikskóla. Gert er ráð fyrir að nýt- ingarhlutfall alls svæðisins geti orð- ið 0,6-0,7. Ekki sé hægt að fastsetja slíkt þar sem kortleggja þarf hvort sprungur eru á svæðinu, líkt og á því svæði sem nú er uppbyggt. Gert er ráð fyrir að byggingar verði 2-5 hæða en falli að sama skapi að úti- vistarsvæði og núverandi byggð. Íbúðir rísi við Úlfarsfell - Skipulagslýsing samþykkt á nýju hverfi vestan og norðan Leirtjarnar - Þar rúmist um 360 íbúðir í fjölbýlis- og sérbýlishúsum - Deiliskipulag næsta vor Morgunblaðið/sisi Úlfarsfell Hér rís hið nýja hverfi í framtíðinni. Aðeins glittir í Leirtjörnina fyrir ofan gulu gröfuna. Nú þegar hafa nokkur hús risið við Leirtjörn. Ljósmynd/reykjavik.is Leirtjörn Útlínur nýrrar byggðar eru sýndar með rauðri línu. Leirtjörn er til hægri á loftmyndinni. Í nágrenni við byggðina er gott svæði til útivistar. Staðfest kórónu- veirusmit frá því kórónuveiru- faraldurinn hófst fóru um um síðustu helgi yfir 200 þúsund. Þetta kemur fram á vefnum covid.is þar sem birtar eru upp- lýsingar um fjölda smita og fleira tengt far- aldrinum. Þar kemur einnig fram að 5.116 hafa veikst oftar en einu sinni af völdum veirunnar en 53,3% íbúa hér á landi hafa greinst með sjúkdóminn Covid-19. Alls hafa 179 látist af völdum sjúk- dómsins. Á mánudag lágu 30 á sjúkrahúsi með sjúkdóminn, þar af 2 á gjör- gæsludeild. Þann dag greindust 258 með Covid-19. Staðfest smit komin yfir 200 þúsund Sýni tekið vegna kórónuveiru. Willum Þór Þórs- son heilbrigðis- ráðherra segir mikilvægt að benda á að ekki liggur fyrir til- laga, útfærsla eða frumvarp til laga um afnám refsingar neyslu- skammta. Greint var frá því um helgina að Willum hygðist leggja fram frumvarp um afnám refsingar fyrir veikasta hóp sam- félagsins í tilteknum tilvikum með tiltekið magn og efni ávana- og fíkniefna og hafa áformin verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Gagnrýnt hefur verið að einungis eigi að afnema refsinguna fyrir til- tekinn hóp fólks, slíkt sé ekki fram- kvæmanlegt og jaðarsetji fólk. Meðal annars sagði Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pí- rata, við Morgunblaðið að fulltrúar stórs hluta refsivörslukerfisins sætu inni í starfshópi sem fjallar um málið og hugsanlega væri verið að gera einhverjar málamiðlanir þar. „Málið er í breiðu samráði í starfshópnum en honum var falið að skilgreina dagskammt eða neysluskammt í tengslum við breyt- ingar á lögum um ávana- og fíkni- nefni. Sú vinna er í raun forsenda framgangs málsins og það verkefni hefur ekki breyst,“ segir í svari Willums við fyrirspurn mbl.is. Auk þess kemur fram í svarinu að 13 einstaklingar með fjölbreytta þekkingu og aðkomu að mála- flokknum eiga sæti í starfshópnum. Málið í breiðu sam- ráði í starfshópnum Willum Þór Þórsson Alls hafa 1.379 flóttamenn frá Úkraínu komið til landsins en í heildina hefur verið tekið á móti 2.205 flótta- mönnum í ár. Fyrir tveimur vikum höfðu 1.293 komið frá Úkraínu og 2.042 flóttamenn í heildina. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerða- stjóri teymis um móttöku flótta- fólks frá Úkraínu, segir í samtali við mbl.is að aðeins færri komi núna til landsins en fyrir nokkrum vikum. „Við vitum það líka að það er dýrara að fljúga, svona yfir hásum- arið, þannig að það mun eflaust draga aðeins úr komu flóttafólks á meðan. Undanfarin ár hafa sýnt okkur að flestir koma á haustin, þannig að það má búast við að flóttafólki fjölgi aftur,“ segir Gylfi. Færri flóttamenn yfir hásumartímann Gylfi Þór Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.