Morgunblaðið - 20.07.2022, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.07.2022, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Mikill er máttur Pútíns, ef marka má að um langt skeið hefur hann verið skálka- skjól fyrir margra þjóðarleiðtoga, gangi ekki allt í haginn. Geri þeir mistök eða séu óþægi- lega langt frá því að efna há- stemmd loforð, sem hjálpuðu þeim í kosningum, skal Pútín leika stóra rullu í þeim hrak- förum öllum. Þegar Donald Trump sigr- aði nokkuð óvænt í kosning- um var sett upp gríðarlega langt og snúið leikrit um samantekin ráð þeirra Trumps og Pútíns og samsæri um að tryggja slíka niður- stöðu. Tugir saksóknara og löglærðra aðstoðarmanna undir forystu fyrrum for- stjóra FBI voru látnir liggja yfir þeim „ásökunum og yfir- heyrslum“ á þriðja ár! Helstu fjölmiðlar vestra, kenndir við meginstraum fjölmiðlunar í landinu, að ógleymdum „stór- blöðunum tveimur“, Wash- ington Post og New York Times, tóku virkan þátt í leiknum með birtingu lekinna frétta, stundum vikulega, frá sérstaklega áreiðanlegum heimildum, enda „stór- blöðum“ varla trúað til ann- ars. Allt var þetta á sandi byggt og fyrrnefndum fjölmiðlum til hneisu. Á daginn kom að kosningastjórn Hillary Clinton hafði pantað þessa samsuðu í skýrsluformi um mótframbjóðand- ann frá fyrrum breskum njósnara og greitt fyrir. Biden ákvað með forseta- tilskipun, á fyrstu dögum í embætti, að leggja stein í götu þess að Bandaríkin væru áfram sjálfbær í olíufram- leiðslu. Verð eldsneytis í Bandaríkjunum hefur rokið upp úr öllu valdi, en sú verð- hækkun, segir Biden, er „Pútín að kenna“ en ekki ákvörðunum hans sjálfs! Verðbólga í Bandaríkjunum er að sögn Bidens einnig al- farið sök Pútíns, en Powell, seðlabankastjóri Bandaríkj- anna, blés á þá kenningu við yfirheyrslu á þingi. Verðbólg- an hafi verið komin á fulla ferð, löngu fyrir innrás Rússa, og stafi fyrst og síðast af ógætilegum fjárlaga- sprengingum sem álpast var í. Tæknikratastjórn Marios Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, virðist nú riða til falls, en um það verður kosið á þingi í dag, miðvikudag. Þeir, sem vilja verja Draghi falli, segja að aðförin að stjórn hans sé gerð til að styrkja stöðu Pútíns í stríði hans við Úkraínu og þykir betra að veifa röngu tré en öngvu. Fokið er í flest skjól önnur en þau sem Pútín „mikli“ er sagður veita skálk- um nær og fjær.} Er Pútín skjól skálka? S igurður Ingi Jóhannsson innviða- ráðherra, boðar frumvarp um gjaldtöku í jarðgöngum landsins. Þessum nýju sköttum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarð- arheiðargöng og að nokkru leyti öðrum jarð- göngum einnig. Eftir sigurgöngu Framsókn- arflokksins í sl. alþingiskosningum, kemur á óvart að Sigurður Ingi þakki landsmönnum stuðninginn með því að boða aukna skatt- píningu. Flokkur fólksins var stofnaður til þess að berjast fyrir auknum réttindum og bættum kjörum þeirra sem höllustum fæti standa í samfélaginu og munum við aldrei hvika frá þeim markmiðum okkar. Flokkur fólksins mótmælir því harðlega þessum vilja ráðherrans til enn frekari skattlagningar, sem er hrein og klár atlaga að möguleikum fátæks fólks til ferðalaga innanlands. Fólksins sem á engan kost á að kaupa sér fínar utanlandsferðir. Íslenskir skattgreiðendur greiða nú þegar vel yfir 70 milljarða króna til ríkisins árlega í álögur og gjald- töku af ýmsum toga vegna bifreiðaeignar sinnar. Það er víst ekki nóg, því nú ætlar ríkisstjórnin að bæta við enn einum skattaliðnum á þá sem ferðast innan- lands. Mér er með öllu fyrirmunað að skilja hvers vegna þessir gífurlegu fjármunir, sem ríkissjóður inn- heimtir af bílaflotanum okkar, hafa ekki verið nýttir til endurbóta, viðhalds og uppbyggingar samgöngu- mannvirkja í miklum mun meira mæli en raun ber vitni. Ef Sigurð Inga skortir enn fé til framkvæmda, þá væri ekki úr vegi að þjóðin fengi frekari rentur af sjávar- auðlind sinni og þó fyrr hefði verið. Allt annað en aukna gjaldtöku á almenning. Fjöldi fólks býr við það stóran hluta ársins að eiga þess ekki kost að ferðast á milli byggðarlaga á öruggan hátt. Ef skattleggja á íbúa landsbyggðarinnar um- fram aðra, fyrir það eitt að ferðast með öruggum hætti milli byggða, þá er það ekkert annað en mismunun á grundvelli búsetu. Kjarni vandans er áberandi skeytingar- leysi stjórnvalda gagnvart aðstæðum fólks, sérstaklega þeirra sem eru að sligast nú þegar undan skattaokri og dýrtíð sem á sér fáar hliðstæður á byggðu bóli. Einstaklingar af holdi og blóði með til- finningar, vonir og þrár um betra líf. Ekki lífvana súlurit eða Excel-skjöl á tölvuskjá í einhverju ráðu- neytinu. Það ætti að vera forgangsverkefni stjórn- valda að losa þetta fólk úr köldum faðmi skilnings- vana kerfis. Jarðgöng eru frábær, svo lengi sem þau leggja ekki auknar álögur á efnalítið fólk. Það er ekki nóg að klippa á borða við hátíðlega athöfn. Sanngirni og réttlæti þarf að ráða för. Inga Sæland Pistill Óverjandi skattpíning Höfundur er formaður Flokks fólksins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Verðbólga í ríkj- um Evrópu- sambandsins er tæp tíu prósent og á evrusvæðinu tæp níu prósent. Verð- bólgan í Bandaríkj- unum er svipuð. Þar hefur ver- ið gripið til verulegra vaxtahækkana, ólíkt því sem gert hefur verið í seðlabanka evrunnar, enda verið talið að efnahagsástandið þar standi ekki undir vaxtahækkunum. Ekki er ólíklegt að þetta breyt- ist á fimmtudag, þegar næsta vaxtaákvörðun verður tekin fyrir evrusvæðið. Seðlabankinn þar á orðið erfitt með að láta eins og verðbólgan komi hon- um ekki við og megi óáreitt fara í tveggja stafa tölu. Verðbólgan hér á landi er á svipuðu róli og í Evrópu og Bandaríkjunum, en ástæður hennar eru að hluta til aðrar. Orkuverð hefur snarhækkað erlendis og hefur mest um hækkun verðbólgunnar að segja, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Hér á landi er það hins vegar ekki orkan sem veldur verðbólg- unni. Í staðinn er það að stórum hluta húsnæðis- skortur í boði meirihlutans í Reykjavík. En hækkar ekki olían hér á landi líkt og erlendis, kynni einhver að spyrja. Svarið er vissulega jú, það hækkar hér, eins og sjá má á bensínstöðv- unum. En orka er ekki aðeins innflutt jarðefnaeldsneyti, fjarri því. Hér á landi er hún að stærstum hluta innlend raf- orka úr vatnsföllum og heitt vatn úr iðrum jarðar. Væri Ísland tengt orkumark- aði Evrópusambandsins, væri verðbólgan talsvert hærri hér á landi. Ef Ísland þyrfti ekki að búa við meirihlutann í Reykja- vík væri verðbólgan nær því sem hún er í Sviss, þar sem hún er rúm þrjú prósent. Sviss hef- ur einnig borið gæfu til að vera ekki beintengt orkumark- aðnum evrópska og þarf því ekki að þola höggið af hækk- andi orkuverði með sama hætti og ríki Evrópusambandsins. Innlend orka og sjálfstæður orkumarkaður kemur sér vel} Verðbólgan gæti verið verri BAKSVIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is Þ rátt fyrir að hitasvækjan sé að gera út af við megin- landsbúa Evrópu þessi dægrin, þá hafa þeir þó ekki síður áhyggjur af kuldunum á vetri komanda, því það kemur vetur og þessi á eftir að verða kaldari en vanalega vegna orkukreppu. Mikið er látið með að fólk geispi golunni í hitabylgjum, en í Evrópu krókna árlega margfalt fleiri úr kulda, einkum gamalt, efnalítið fólk. Það er þó ekki það eitt sem hryllir sig við vetrinum, stjórnmálastéttin er sem lömuð og það hriktir í fjármálamörkuðum. Áðurnefnda orkukreppu má eink- um rekja til innrásar Rússa í Úkra- ínu, sem hófst fyrir fimm mánuðum, og mun hafa bein eða óbein áhrif um gervalla Evrópu. Þar er Þýskaland í sérflokki, en sú efnahagsaflvél meg- inlandsins má heita ofurseld rúss- neskri orku og þrátt fyrir ótal við- varanir, árum saman, létu þýskir valdhafar í öllum helstu stjórnmála- flokkum sér þær í léttu rúmi liggja. Hrollvekjandi viðvörun Orkukreppan snertir þó ekki Þýskaland eitt eða aðeins Evrópu, því Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) gaf á mánudag út hrollvekjandi við- vörun um að í fyrsta sinn í sögunni vofði yfir orkukreppa á heimsvísu og hún myndi reynast Evrópu einkar erfið. Dr. Fatih Birol, framkvæmda- stjóri IEA, sagði að evrópsk ríki yrðu að taka höndum saman til þess að afstýra skorti á jarðgasi til húshit- unar á komandi vetri vegna minnk- andi framboðs á rússnesku gasi. Það er nú þegar aðeins um 40% af því sem vant er. Dr. Birol minnti á að stofnunin hefði varað við þessari stöðu í sept- ember í fyrra, löngu áður en til inn- rásar Rússa kom, en að ríki Evrópu- sambandsins hefðu ekki brugðist við svo nokkru næmi. Nú sé hins vegar raunveruleg hætta á að Vladímír Pútín skrúfi al- veg fyrir gasið til Evrópu, til þess að knýja Þjóðverja til undirgefni. Það mun reynast alvarlegt högg fyrir at- vinnulíf og grafalvarlegt fyrir heim- ili, jafnvel þó svo þeir gefist skjótt upp gagnvart Rússum. IEA segir að ekki verði hjá því komist að minnka orkunotkun veru- lega, hvað sem líður tilraunum til þess að tryggja jarðgas annars stað- ar frá. Og það kemur niður á þjóð- arframleiðslunni þegar í stað. Skrúfi Rússar ekki frá Nordstream gas- leiðslunni aftur núna í vikunni, er hætt við að iðnaðarframleiðsla drag- ist saman um 30-60%, sem væri nán- ast rothögg fyrir þýskt efnahagslíf. Áhrif um allan heim Aðrar ráðstafanir, svo sem skömmtun eða orkuuppboð, fælu í sér þrengingar, sem Þjóðverjar hafa ekki upplifað síðan í Seinna stríði. Samt sem áður er þetta rétti tím- inn til þess að grípa til slíkra ráða í Þýskalandi og fleiri ríkjum Evrópu- sambandsins, til þess að eiga von um að geta birgt sig nægilega upp af gasi fyrir veturinn ef Pútín skyldi loka á allt gas um leið og kólna fer. En þetta á ekki aðeins við um þau lönd, sem eru háð rússnesku gasi, enda orkumarkaðir mjög samofnir. Jafnvel Norðmenn – með sína gnótt af olíu, gasi og raforku frá fall- vötnum – velta fyrir sér skömmtun á raforku. Ekkert ríki fer varhluta af alþjóðlegri orkukreppu, sem snýst ekki síður um þjóðaröryggi en framboð og eftirspurn. Komandi vetrarhörkur geta reynst dauðans alvara. Rússneskar vetrar- hörkur bíða Evrópu Ina Fassbender/AFP Þýskaland Á síðustu dögum hafa þýskar orkuveitur þurft að ræsa aftur gömul kolaorkuver, líkt og þetta skammt frá Köln, við lítinn fögnuð. Vestur-Þjóðverjar hófu orku- kaup frá Sovétríkjunum árið 1970, í nafni Ostpolitik, þíðu í von um að viðskipti gætu mild- að einræðisöflin. Þeirri sjálfs- blekkingu var við haldið fram á þetta ár, þrátt fyrir ótal viðvar- anir. Eina afleiðingin er sú að þýskt efnahagslíf og velferð milljóna Þjóðverja er háð duttl- ungum valdhafa í Kreml. Þjóðverjar fluttu í fyrra inn 55% af jarðgasi, 35% olíu og 45% kola inn frá Rússum og borga þannig fyrir hernað Rússa gegn Úkraínu. Þýska efna- hagsklúðrið ORKUKAUP ÞJÓÐVERJA AFP Jarðgas er mikið notað sem beinn orkugjafi og til vatns- og húshitunar .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.