Morgunblaðið - 20.07.2022, Síða 14
14 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2022
✝
Helga Aðal-
steinsdóttir
fæddist í Nesi við
Seltjörn 21. sept-
ember 1950. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans 11.
júlí 2022. Níu ára
að aldri flutti hún
með foreldrum sín-
um og systkinum
að Korpúlfsstöðum.
Foreldrar Helgu
voru hjónin Aðalsteinn Þor-
geirsson, f. 1916, d. 1987, bú-
stjóri ættaður frá Önundarfirði,
og Svanlaug Þorsteinsdóttir, f.
1919, d. 2007, uppalin í Reykja-
vík. Helga var fimmta barn
þeirra hjóna af átta. Systkini
hennar eru Guðrún, f. 1939, d.
2018, Þorgerður, f. 1940, Ísfold,
f. 1946, Þorsteinn, f. 1948, Aðal-
steinn, f. 1952, Birgir, f. 1955
og Svanlaug, f. 1959.
egi. Þar sinnti hún hesta-
mennsku og ýmsum bústörfum.
Árið 1969 fór hún sem au pair til
Long Island í New York og
dvaldi þar í eitt ár. Helga var
mikil hestakona og stundaði
hestamennsku frá barnsaldri. Á
yngri árum starfaði hún hjá
Tryggingu hf. og í versluninni
London dömudeild hjá Katli Ax-
elssyni. Á meðan börnin voru að
alast upp vann hún mikið heima
fyrir, meðal annars við prjóna-
skap. Varði hún talsverðum tíma
í sjálfboðavinnu í skíðaskála Ár-
manns og vann tvö sumur hjá
Golfklúbbi Reykjavíkur. Hún
byggði einbýlishús í Hryggjar-
selinu með þáverandi eigin-
manni sínum, Ásbirni. Árið 2000
flutti Helga til Skotlands í rúmt
ár og vann þar við umönnun.
Eftir það hóf Helga störf hjá
Austurbakka og undi þar vel þar
til fyrirtækið var lagt niður. Við
tóku afleysingastörf yfir sum-
arið þar til hún hóf störf hjá um-
hverfis- og auðlindaráðuneyti Ís-
lands. Þar starfaði hún fram að
67 ára aldri. Útför Helgu fer
fram frá Grafarvogskirkju í dag,
20. júlí 2022, klukkan 13.
Helga giftist 9.
júní 1973 Ásbirni
Þorleifssyni en þau
slitu samvistir vor-
ið 2000. Börn
Helgu og Ásbjarn-
ar eru: 1) Pálmi Ás-
bjarnarson, f. 1975.
Börn hans eru Ró-
bert Andri og Ár-
dís Helga. 2) Bryn-
dís Ásbjarnar-
dóttir, f. 1977.
Börn hennar eru Helga María
og Arnar Orri. 3) Íris Björk Ás-
bjarnardóttir, f. 1982. Eigin-
maður hennar er Kristinn Ólaf-
ur Kristinsson, f. 1978. Synir
þeirra eru Mikael Andri, Viktor
Ágúst, Kristinn Arnar og Tóm-
as Fannar.
Helga gekk í Brúarlandsskóla
í Mosfellsbæ. Árið 1966 fór
Helga í vist hjá Ingibjörg Helkås
fyrir utan smábæinn Sky í Nor-
Leiddu mig heim í himin þinn
hjartkæri elsku Jesús minn.
Láttu mig engla ljóssins sjá
er líf mitt hverfur jörðu frá.
(Rósa B. Blöndals)
Það er komið að kveðjustund,
elsku Helga okkar kvaddi þennan
heim 11. júlí 2022. Ekki óvænt en
samt óvelkomið. Baráttan var
löng og ströng. En æðruleysi þitt
og lífslöngun var sterk. Þú vildir
sigrast á veikindunum og komast
í ferðina til Hollands. Það var
markmið þitt allan tímann. Nú er
komið að ferðinni og þú losaðir
þig við líkamann svo þú mættir
ferðast óhindrað með þeim sem
þú elskar mest, svo að þú megir
vaka yfir þeim og gleðjast með
þeim í ferðinni. Mikilvægast í
lífnu voru börnin og barnabörnin
þín. Þú varst vakin og sofin yfir
velferð þeirra og hamingju. Elsku
Helga, góða ferð, þú skilur eftir
stórt skarð í hóp okkar Saum-
systra. Við höfum haldið hópinn
frá því í september 1968. Við hitt-
umst fyrst í Gagnfræðaskóla
verknáms Brautarholti í sauma-
deild. Frá þeim tíma höfum við
verið tengdar vináttuböndum og
þau slitna ekki þó svo þú farir
fyrst á næsta tilverustig. Við
munum hittast að nýju og gleðjast
saman.
Guðdómlegur geisli blíður
greiðir skuggamyrkan geim.
Á undravængjum andinn líður
inn í bjartan friðarheim.
(Hugrún)
Með þakklæti fyrir allt, stórt
og smátt, sem við eigum í minn-
ingasjóðnum okkar, þá er það
nánast ómögulegt að eiga ekki
eftir að sjá brosið þitt og heyra
hlátur þinn og geta faðmað þig.
Það er erfitt að hugsa sér lífið án
þín og kærleika þíns elsku Helga.
Við dáðumst að hugrekki þínu og
æðruleysi í baráttu þinni. Nú
færð þú að láta gleði þína og bros-
ið lýsa þeim sem þú verður sam-
ferða á nýjum stað. Megi allar fal-
legu og góðu minningarnar um
þig hugga og strykja börnin þín
og barnabörnin. Við vissum að þig
langaði að vera lengur hjá þeim
og taka þátt í framtíð þeirra. En
áhrif þín verða til staðar í hjörtum
þeirra og huga um ókomin ár. Við
vottum þeim öllum innilega sam-
úð. Elsku Helga, við þökkum þér
fyrir minningarnar sem hugga
okkur og biðjum algóðan Guð að
geyma þig í faðmi sínum. Far þú í
friði, friður Guðs þig blessi, hafðu
þökk fyrir allt og allt. Við erum
ríkari vegna þín og þess sem þú
skilur eftir hjá okkur.
Deyr fé, deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Dagný, Erna, Eygló,
Jórunn, Kristín,
Sesselja og Valgerður.
Elsku mamma, það er erfitt að
trúa að þú sért farin. Eins og við
töluðum um fyrir ekki svo löngu
þá munt þú ávallt fylgja okkur í
hjartanu og lifa í minningum okk-
ar. Það er eitt af því sem ég dáðist
að síðustu mánuði, hvað þú gast
talað við okkur um allar hliðar á
þessari erfiðu vegferð sem þú
gekkst í gegnum. Við rifjuðum
einnig upp gleðistundir, hlógum,
dönsuðum og nutum hverrar
stundar saman. Styrkur þinn og
æðruleysi gaf okkur styrk í gegn-
um þessi veikindi. Ég hef alltaf
dáðst að sjálfstæði þínu og getu til
þess að gera, að mér finnst, allt
sjálf. Þú varst útsjónarsöm og
lausnamiðuð, eitthvað sem ég
lærði af þér út frá ýmsum
skemmtilegum uppákomum í
gegnum lífið. T.d. þegar ég ca. 10
ára ákvað að búa til drulluköku,
þú komst heim og í stað þess að
skamma mig segir þú; þetta er
eins og hið besta lummudeig,
bættu bara við smá hveiti. Það
reyndist vera alveg rétt, bestu
lummur sem ég hef smakkað.
Stuttu síðar var ég að fullkomna
lummugerðina þegar reykskynj-
arinn fer af stað, ég hafði skilið
snúruna af handþeytaranum eftir
á hellunni sem var enn í gangi. Þú
kipptir henni úr sambandi þar
sem hún var byrjuð að sviðna í
sundur og segir; við styttum bara
snúruna, Íris mín. Lítið mál, enda
var hann notaður í mörg ár með
pínulítilli snúru. Til eru margar
svona sögur í gegnum árin og eru
ófá skipti þar sem strákarnir mín-
ir hafa komið með brotinn hlut
eða rifna flík og sagt: „Við þurfum
að hringja í ömmu Helgu, hún
getur örugglega lagað þetta.“ Þú
varst alveg einstaklega hjálpsöm,
alltaf reiðubúin að aðstoða okkur
Óla og vera til staðar fyrir okkur.
Við eigum margar góðar minning-
ar þar sem þú flaugst um allar
trissur, bókstaflega: Tulsa, Flór-
ída, New York og Las Vegas til að
heimsækja okkur og aðstoða.
Minnisstætt er þegar við eignuð-
umst frumburð okkar. Við vorum
ung og vildi ég koma til Íslands til
að eiga. Við fengum að búa hjá
þér fyrstu vikurnar sem foreldr-
ar. Óli fékk mjög stutt frí úr vinnu
svo hann fór fyrr út, þú flaugst því
með mér og Mikael heim til Las
Vegas. Þið Óli áttuð það saman að
hafa unun af góðri matseld, það
var svo gaman að heyra ykkur
ræða ýmsar aðferðir í elda-
mennskunni í gegnum árin og
ekki má gleyma rauðkálinu fína
sem enginn borðaði nema þið tvö.
Það var einstaklega gaman að
fylgjast með þér með barnabörn-
unum, gleðin sem skein úr augum
þínum þegar þú varst með þeim.
Þú varst alltaf til staðar fyrir
strákana, bæði í gleði og sorg, það
var alltaf hægt að treysta á þig og
áttu þeir allir einstaka tengingu
við þig. Oft eru það litlu hlutirnir
sem standa upp úr eins og þegar
þú fórst í vatnsbyssustríð með
þeim, þeir fengu að gista hjá þér
og þið fóruð á KFC eða þegar þú
komst í heimsókn til að fara með
strákana og Jack okkar í göngu-
túr. Besta veganestið sem þú hef-
ur gefið mér er að ala mig upp í
þeirri trú að ég geti gert allt sem
ég ætla mér. Þú varst mín stærsta
klappstýra í þessu lífi og ég væri
ekki þar sem ég er í dag ef ég
hefði ekki haft þig til að styðja við
bakið á mér. Takk fyrir að vera
mamma mín, ég elska þig.
Þín
Íris Björk.
Helga
Aðalsteinsdóttir
- Fleiri minningargreinar
um Helgu Aðalsteins-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝
Börkur Bene-
diktsson fædd-
ist 15. nóvember
1925. Hann lést 20.
júní 2022.
Börkur fæddist
á Barkarstöðum í
Miðfirði í Vestur-
Húnavatnssýslu
og ólst þar upp.
Þar bjuggu for-
eldrar hans,
Benedikt Björns-
son og Jenný Karólína Sig-
fúsdóttir. Eiginkona Barkar
var Sólrún Kristín Þorvarð-
ardóttir sem lést 22. janúar
síðastliðinn. Þau giftust 25.
maí 1957.
Börn þeirra: 1) Sigrún
Kristín, f. 23.9. 1964, svæðis-
arsdóttir, f. 29.11. 2001. 2)
Björn Helgi, f. 28.12. 1968,
skrifstofustjóri. Kvæntur
Ólöfu Ásdísi Ólafsdóttur
hjúkrunarfræðingi, f. 8.2.
1974. Börn þeirra eru: a)
Margrét Júlía, f. 6.7. 2001. b)
Birna Kristín, f. 16.2. 2004. c)
Valtýr Gauti, f. 9.11. 2009.
Börkur hlaut barnafræðslu í
farskóla í Fremri-Torfustaða-
hreppi, stundaði nám í Reykja-
skóla í Hrútafirði 1944-1945
og nam búfræði við Hólaskóla
1947-1948. Börkur og Sólrún
fluttu til Reykjavíkur árið
1959. Þau keyptu jörðina
Núpsdalstungu í Miðfirði og
hófu þar búskap árið 1973
sem stóð allt til ársins 2015
þegar þau fluttu aftur til
Reykjavíkur.
Útför verður frá Melstaðar-
kirkju í Miðfirði miðvikudag-
inn 20. júlí kl. 14.
Athöfninni verður streymt á
vef Melstaðarkirkju:
https://tinyurl.com/2ccvsscn
stjóri. Gift
Kristni Garð-
arssyni fram-
kvæmdastjóra, f.
11.6. 1964. Börn
þeirra eru: a)
Börkur Smári, f.
12.12. 1990,
kvæntur Söru
Björk Lárus-
dóttur, f. 30.12.
1990. Börn þeirra
eru Breki Freyr,
Ylfa Dögg og Atli Snær. b)
Sigurður, f. 23.3. 1990,
kvæntur Sunnevu Rán Pét-
ursdóttur, f. 9.3. 1994, börn
þeirra eru Yrja Katrín og
Tindur Huginn. c) Björn Rún-
ar, f. 16.6. 2000, unnusta
hans er Fanney Elfa Ein-
Nú eru þau bæði farin yfir
móðuna miklu, elsku mamma
og pabbi, með rétt fimm mán-
aða millibili. Það er skrítið,
þótt mig hafi grunað að ekki
yrði langt á milli þeirra enda
voru þau einstaklega samheld-
in hjón.
Mamma var ung, aðeins 15
ára, þegar hún kynntist þess-
um myndarlega bóndasyni inn-
an úr Miðfirði. Ömmu leist
ekkert allt of vel á þennan
ráðahag þar sem hann var að-
eins átta árum yngri en hún
sjálf eða 28 ára. Hverjum hefði
svo sem litist á það í dag? Í
sambandi foreldra minna skipti
aldursmunurinn aldrei máli.
Mamma var þroskuð og ábyrg
og pabbi léttur í lund og fasi og
gerði eins og Solla hans vildi.
Þau bjuggu um tíma í Reykja-
vík eða þar til ég var á níunda
ári og Bjössi bróðir á því
fimmta. Þá fluttu þau í sveit-
ina. Mér fannst það óspennandi
að fara úr blokkinni með öllum
krökkunum í sveitina þar sem
ekkert var um að vera, – eða
það hélt ég. Sveitin okkar,
Núpsdalstunga í Miðfirði, hafði
verið í eyði í nokkur ár.
Húsakostur var ekki upp á
marga fiska, fjós og fjárhús úr
torfi og íbúðarhúsið bárujárns-
klætt að hluta, annars úr torfi
og með torfþaki. Kalt vatn í
krana, aladdínlampi, kolakynd-
ing og hænurnar í kjallaranum
var lífið okkar fyrsta árið og
svo kom rafmagn, ljós og hiti.
Einhverjum hefði þótt þetta af-
leitar aðstæður fyrir börn en
það er ekki mín upplifun. Ást-
ríkir og umhyggjusamir for-
eldrar sem pössuðu upp á að
öllum liði vel vekja aðeins góð-
ar minningar. Næstu árin fóru
í gífurlega uppbyggingu á
húsakosti og ræktun á túnum.
Þvílík elja og ósérhlífni, þraut-
seigja og útsjónarsemi. Allt
gert heima sem hægt var að
gera, brauð, kökur, kleinur,
kæfa, slátur, reykt kjöt, saltað,
súrsað, siginn fiskur. Saumuð
rúmföt, anorakkar, buxur, smí-
ðasvunta á pabba, prjónaðir
vettlingar, sokkar, húfur og
lopapeysur.
Minningarnar streyma í
gegnum hugann. Pabbi fór út
eftir morgunmat, klæddi sig í
anorakk og stígvél og ég tölti á
eftir í anorakk og stígvélum að
hjálpa til í girðingavinnu,
smyrja heyvinnuvélarnar, gefa
í fjárhúsunum eða hvað það nú
var sem þurfti að gera.
Mamma inn í eldhúsi með
svuntu og hnoðskálina og er að
undirbúa brauðbakstur. Það er
komið inn í tíu-kaffi og aftur í
hádegismat. Lagt sig. Besti
tími dagsins – frjáls tími. Mið-
degiskaffi og kvöldmatur og
loks kvöldkaffi. Allt í röð og
reglu, enginn skortur og ekk-
ert óhóf. Við Bjössi förum út
með snjóþoturnar og finnum
okkur góðar snjóhengjur til að
renna niður.
Löngu síðar komum við með
strákana í heimsókn í sveitina,
þau standa úti á stétt og taka á
móti okkur með sterku innilegu
faðmlagi, brosi og kossum.
Gúllasið og kartöflumúsin bíða
á borðinu ásamt rabarbarasultu
og grænum baunum. Strák-
arnir taka út búrið og hvort
ekki sé allt eins og síðast. Það
er svo gaman, það eru allir svo
glaðir.
Sigrún K.
Barkardóttir.
Börkur
Benediktsson
- Fleiri minningargreinar
um Börk Benediktsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝
Elín Guðlaugs-
dóttir fæddist í
Vestmannaeyjum
21. apríl 1930. Hún
lést á Hraunbúðum,
dvalarheimili aldr-
aðra, Dalhrauni 3 í
Vestmannaeyjum.
Foreldrar henn-
ar voru Ragnhildur
Friðriksdóttir frá
Rauðhóli, Dyrhóla-
hreppi, f. 12. júní
1902, d. 16. ágúst 1977, og Guð-
laugur Halldórsson frá Stóra-
bóli á Mýrum, f. 20. maí 1898, d.
2. apríl 1977. Systkini Elínar:
Friðþór, f. 1926, Alda, f. 1928,
Guðbjörg (tvíburasystir Elínar),
f. 1930, og Vigfúsína, f. 1934.
Maki Elínar var Jóhann Ár-
mann Kristjánsson, f. 29. desem-
ber 1915, d. 6. desember 2002.
Börn Elínar og Jóhanns Ár-
manns eru: Guðlaugur, f. 29.4.
1948, maki Margrét Jenný
Gunnarsdóttir, f. 17.5. 1951.
Börn þeirra eru a) Sigríður El-
ín, f. 18.4. 1973, maki Bjarnhéð-
inn Grétarsson, þau eiga þrjú
börn. b) Agnes, f. 2.5. 1977,
maki Þorbjörn Víglundsson, og
eiga þau þrjú börn. c) Jóhann
Ármann, f. 18.9, 1981. Ragna, f.
6.11. 1949, maki Jørn Bukdahl
Boklund, f. 8.10.
1946. Börn þeirra
eru a) Erik Jóhann,
f. 6.10. 1969, b)
Anette Ella, f. 15.6.
1971, maki Jan
Idor Jacobsen
Boklund, f. 1971,
og eiga þau þrjú
börn. Guðný Krist-
ín, f. 7.6. f. 1953.
Jóhann Ellert, f.
8.10. 1956, maki
Solveig Inger Tresselt Krus-
holm, f. 27.4. 1958. Börn þeirra
eru a) Simon, f. 26.11, 1983, b)
Sarah, f. 3.10. 1986, maki Liv-
Irén Westnes og eiga þær tvö
börn.
Elín ólst upp í Vest-
mannaeyjum og bjó þar allt sitt
líf að undanskildu í gosinu 1973-
1974. Hún fór þá í sjúkralið-
anám og útskrifaðist sem
sjúkraliði haustið 1974. Elín
vann framanaf við fiskvinnslu í
Fiskiðju Vestmannaeyja, en
stærstan hluta starfsævi sinnar
starfaði hún sem sjúkraliði á
Sjúkrahúsi Vestmannaeyja þar
til hún fór á eftirlaun 1998.
Útför Elínar fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
i dag, 20. júlí 2022, og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Ella frænka mín verður borin
til grafar í dag. Ég næ eiginlega
ekki utan um hugsunina að það sé
engin Ella frænka í Vestmanna-
eyjum. Mér er þungt fyrir brjósti
þegar ég sest niður og reyni að
setja saman nokkur orð til að
minnast hennar frænku minnar.
Það er svo margt sem kemur upp í
hugann.
Það var ekki sjaldan sem ég
hringdi í Ellu frænku til að ræða
um lífið og tilveruna og eins kom
fyrir að hún hringdi til að fylgjast
með hvernig lífið gengi hjá mér og
var hvatning hennar mér mikils
virði.
Ella frænka missti manninn
sinn, Jóhann Á. Kristjánsson, í des-
ember 2002. Þetta var mikill missir,
því þau tókust á við lífið í samein-
ingu, gleði þess og sorgir, af slíkri
rósemi og styrk, sem þeim einum
er fært sem mikið er gefið. Mér er
það í barnsminni að fólkið mitt
nefndi nöfn þeirra hjóna alltaf sam-
an. Ella og Jói í Vestmannaeyjum.
Ég var ein af þeim fjölmörgu
sem voru svo heppin að eiga ávallt
stað á Bessastígnum, hvort sem
það var gisting, matur, kærleikur
eða hvetjandi orð.
Hlátur þeirra og lífsgleði var
ástæðan fyrir því að það var alltaf
líf og fjör á heimilinu, enda hjónin
einstaklega gestrisin. Ávallt
veisluborð með öllum þeim dýr-
indis kræsingum sem hugsast
geta. Nú tilheyrir kaniltertan for-
tíðinni.
Það var svo aðdáunarvert hvað
þau bæði tvö gáfu sér mikinn tíma
fyrir okkur krakkana. Það var
mikið hlegið og sprellað og var
hún jú stundum kölluð Ella
sprella.
Ég minnist hennar með hlýju í
hjarta og ég er þakklát fyrir að
hafa fengið að eiga hana sem
frænku. Hún var einstök mann-
eskja og alltaf til staðar, alveg
sama hvað var. Ég mun ávallt
muna góðmennsku hennar og
kærleika. Hugur minn er fullur af
minningum sem munu lifa áfram.
Hún var fyrirmynd og mun ég
hafa minningar um dugnað henn-
ar og hlýju að leiðarljósi í lífi mínu.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast
ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
(Tómas Guðmundsson)
Gulli, Ragna, Guðný, Jóhann og
fjölskyldur, ég votta ykkur samúð
mína.
Aníta Hamar Thorarensen.
Þegar við hjónin fluttum til
Eyja árið 1974 voru ytri aðstæður
þar ekki eins og í dag. Gosið hafði
gjörbreytt Heimaey, vikursandur
var um allt og fauk hann svo eins
og hríðarkóf þegar hvessti. En
þarna leið okkur einstaklega vel
og var það sérstaklega að þakka
öllu því góða fólki í Aðventkirkj-
unni sem hélt utan um okkur,
hreinlega dekraði við okkur með
„bílalánum“, heimboðum og alls
konar stuðningi. Þar í hópi voru
Ella og Jói, þessi indælishjón, sem
ætíð var svo gaman að koma til.
Þau voru alltaf svo lífleg, hjálpfús
og rausnarleg. Það var veisla í
hvert skipti sem kíkt var í heim-
sókn! Ella var lífsglöð, gamansöm
og einstök húsmóðir. Dýrmætt er
að eiga minningar um samskipti
við svona eðalfólk! Og nú þegar
lífshlaupi Ellu er lokið er mér efst
í huga þakklæti og virðing í garð
hennar og þeirra hjóna.
Guð blessi og styrki börn El-
ínar, fjölskyldur og ástvini alla.
Einar Valgeir.
Elín
Guðlaugsdóttir
- Fleiri minningargreinar
um Elínu Guðlaugsdóttur
bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.