Morgunblaðið - 20.07.2022, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.07.2022, Blaðsíða 15
hann ekkert að flækja þá, þeir voru bara eins og þeir voru. Það lýsti sér vel þegar við Fjölnir vorum eitt sinn í desem- ber á leið vestur í jarðarför afa með eldri strákana okkar tvo, þá 2 og 4 ára, frá Höfn í Horna- firði. Við ætluðum að koma við hjá Árna og Diddu til að nálg- ast lykla að gististaðnum okkar en veðrið á leiðinni tafði mjög ferðina þannig að í staðinn fyrir að banka eftir lyklunum að kvöldi var klukkan orðin tvö að nóttu. Brattakinnin var þá upp- ljómuð og Árni og Didda tóku ekki annað í mál en að við kæmum inn og fengjum okkur eitthvað að borða eftir langt ferðalagið. Það væri nú ekki mikið mál að taka á móti okkur um miðja nótt og áður en við vissum af var eldhúsborðið fullt af mat. Við vorum veitingunum fegin eftir langa keyrslu og strákarnir töluðu lengi um heita kakóið sem þeir fengu um nótt- ina hjá Árna frænda og Diddu. Margar minningar á ég um Árna í heimsókn á Ísafirði um verslunarmannahelgina í ár- legri fjölskylduveislu í Birki- hlíð. Hefð er að draga fram gít- arinn þegar líða tekur á kvöldið og syngja. Alltaf varð að syngja Blakk fyrir Árna, uppáhaldslag- ið hans. Árni söng það ekki eins og við hin, innlifun hans var af allt öðrum toga og það var ynd- islegt að fá að fylgjast með hon- um syngja lagið. Ég veit að við munum áfram syngja Blakk, honum til heiðurs, en lagið verður aldrei eins. Ég hitti Árna frænda síðast um miðjan maí sl. Hann var þá nýbúinn að greinast með langt gengið krabbamein og ég ákvað að kíkja í heimsókn með uppá- hald okkar beggja, lúðurikling. Þar sem við mauluðum saman harðfiskinn með smjöri rædd- um við um veikindin sem Árni tók af miklu æðruleysi en um leið af raunsæi. Hvorugt okkar átti þó von á að tíminn væri svo stuttur sem eftir væri. Elsku Árni frændi, takk fyrir góða og ljúfa samfylgd, ævin- lega. Elsku Didda, Leifi, Sigga, María og fjölskyldur, megi góð- ur Guð styðja ykkur og styrkja í sorginni. Minningin um góðan mann mun lifa. Heiðrún Tryggvadóttir. ✝ Árni Sig- tryggsson fæddist á Ísafirði 9. desember 1949. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 10. júlí 2022. Foreldrar Árna voru Sigtryggur Kristmundur Jör- undsson, f. á Flat- eyri 5. ágúst 1909, d. 10. desember 2004, og Hjálmfríður Sigurást Guðmundsdóttir, f. í Vatnadal, Súgandafirði 19. ágúst 2014, d. 19. janúar 2006. Systkini Árna eru Guðjón Gísli Ebbi, f. 22. september 1935, d. 16. júlí 2017; Guð- mundur Annas, f. 24. desem- ber 1937, d. 10. mars 1961; Alda Erla, f. 24. júní 1939; Jörundur Sigurgeir, f. 29. júní 1942, d. 11. júní 2005; Anna Guðrún, f. 5. september 1944; Tryggvi Marías, f. 9. mars 1946; Hólmfríður, f. 26. októ- ber 1947; andvana fæddur drengur 1951; Jón Björn, f. 15. nóvember 1954; Hreiðar, f. 6. júlí 1956, og Katrín, f. 11. ágúst 1959. Árni kvæntist Guðbjörgu Maríu eru Alexander Logi, f. 19. júní 1998, og Agnes Tinna, f. 30. maí 2000. Unnusta Alex- anders er Birgitta Lind Ólavs- dóttir, f. 6. nóvember 1998. Árni ólst upp á Ísafirði. Hann hóf ungur sjómennsku og var á ýmsum bátum frá Ísafirði. Seinna gerðist hann háseti hjá Ebba bróður sínum á Örvari frá Skagaströnd. Ár- ið 1973 flutti Árni til Húsavík- ur þar sem hann lærði húsa- smíði. Á Húsavík kynntist hann verðandi eiginkonu sinni, Guðbjörgu. Þau fluttu til Reykjavíkur árið 1984 og síð- an til Hafnarfjarðar. Árni vann við almennar smíðar en sérhæfði sig seinna í parketlögn. Árni var snilld- arsmiður og átti mörg hand- tökin í híbýlum ættmenna sinna í gegnum árin. Árið 1988 eignaðist Árni hlut í trillu sem Tryggvi bróðir hans átti. Saman endurbyggðu þeir trilluna og gerðu út frá Ísa- firði. Árni tók seinna við út- gerðinni og eignaðist sinn eig- in bát og gerði hann út frá Hafnarfirði í mörg ár. Árni sameinaði lengi vel sjó- mennskuna og smíðarnar og stundaði sjóinn á sumrin og smíðaði á veturna. Árni fór í sína síðustu sjóferð þann 28. apríl síðastliðinn. Árni verður jarðsettur frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 20. júlí 2022, klukkan 13. Skúladóttur, f. 17. júlí 1956, á afmæl- isdegi hennar árið 1976. Fyrir hjóna- band átti Árni soninn Guðleif, f. 2. mars 2073, móð- ir hans er Signý Ástmarsdóttir, f. 18. desember 1950. Maki Guð- leifs er Gísla Rún Kristjánsdóttir, f. 5. júlí 1981. Sonur hennar er Viktor Breki Þórisson, f. 10. apríl 2008. Dóttir þeirra er Emma Árný, f. 10. nóvember 2016. Guðleifur gekk Aymu Lillian Siegstrand, f. 22. nóv- ember 1994, í föðurstað, þá í sambúð með Kathrine Siegs- tad, f. 26. apríl 1976. Börn Árna og Guðbjargar eru: 1) Sigríður, f. 29. apríl 1976. Börn hennar eru Guðbjörg Anna, f. 26. maí 2015, og Árni Birgir, f. 9. mars 2018. 2) María Anna, f. 9. mars 1982. Maki hennar er Magnús Ósk- arsson, f. 12. október 1977. Börn þeirra eru Júlíana Mist, f. 14. september 2005, og Óli- ver Aron, f. 19. maí 2007. Börn Magnúsar og fósturbörn Nú þegar sólin er hæst á lofti og sumarið skartar sínu feg- ursta fylgjum við Árna bróður síðasta spölinn í þessu jarðlífi. Hann háði harða og snarpa bar- áttu við krabbamein sem lagði hann að velli á rétt rúmum tveimur mánuðum. Margar minningar skjóta upp kollinum. Við sjáum töff- arann Árna á leið út á lífið. Táning í nælonskyrtu, dökkum jakkafötum með lakkrísbindi og í vel burstuðum, támjóum skóm. Aldrei skyldi hann hneppa að sér jakkanum. Áður hafði hann látið okkur „þjóna sér“ eins og hann orðaði það með því að fá okkur til að bursta skóna sína gegn nokk- urra króna greiðslu. Árni hafði vart lokið gagn- fræðaskólanum þegar hann réði sig á bát frá Ísafirði og lagði þar með grunn að sjómennsk- unni og seinna trilluútgerð. Eft- ir nokkur ár á sjó ákvað Árni að venda sínu kvæði í kross. Hann fluttist til Fríðu systur og Árna Gunnars mágs síns á Húsavík og hóf nám í húsasmíði undir handleiðslu nafna síns. Á Húsa- vík kynntist Árni eiginkonu sinni, Guðbjörgu Skúladóttur, eða Diddu eins og hún er alltaf kölluð, og stofnaði fjölskyldu. Þau fluttu til Reykjavíkur 1984 og eftir nokkur ár til Hafn- arfjarðar. Árni var mikill fjöl- skyldumaður, ljúfur og hlýr. Börnin og barnabörnin fengu sannanlega að njóta þess. Hann fylgdist vel með ættinni, hafði áhuga á ættfræðinni og upp- færði ættarskrána þegar nýir meðlimir bættust í hópinn. Árni hélt vel utan um fólkið sitt, börnin sín og ekki síst barna- börnin sem áttu í honum hvert bein. Árni var snilldarsmiður og það er vart til hús í eigu ætt- arinnar þar sem hann hefur ekki komið við sögu með ham- arinn að vopni. Það var gott að leita til hans. Hann var alltaf ráðagóður og lausnamiðaður. Hann tók gjarnan upp blýant og blað og teiknaði þegar þurfti að útskýra eitthvað smíðaverk- efni. Útskýringar sínar ítrekaði hann gjarnan með að segja „það er alltaf gert“. Hafið og sjómennskan togaði alla tíð í Árna. Árið 1988 eign- aðist hann hlut í trillu sem Tryggvi bróðir átti. Saman end- urbyggðu þeir trilluna og gerðu út frá Ísafirði. Árni tók seinna við útgerðinni, eignaðist sinn eigin bát og gerði hann út frá Hafnarfirði í mörg ár. Hann sameinaði lengi vel sjómennsk- una og smíðarnar, stundaði sjó- inn á sumrin og smíðaði á vet- urna. Árni undi sér vel á sjónum, einn með sjálfum sér, frjáls eins og fuglinn. Á bryggj- unni átti hann líka góða samleið með hinum trillukörlunum og varði þar drjúgum stundum þegar ekki gaf á sjó. Eitt af uppáhaldslögum Árna var lagið Blakkur við texta Jóns Árnasonar. Þegar gítarinn var tekinn upp á ættarmótum eða útilegum stóð hann gjarnan upp og söng hástöfum með viðeig- andi látbragði „Mitt úlfgráa höfuð hátt ég reisi – og held í norður þína slóð“. Elskulegur bróðir hefur reist sitt úlfgráa höfuð og haldið sína slóð. Elsku Didda, Guðleifur, Sigga, María og fjölskyldur. Megi minningar um góðan eiginmann, föður, tengdaföður og afa vera huggun í sorginni og ylja ykkur um ókomna tíð. F.h. systkinanna Hreiðar Sigtryggsson. Ein gæfa mín í lífinu er að hafa alist upp í góðri stórfjöl- skyldu og eiga níu föðursystk- ini. Eitt þeirra systkina var Árni sem nú er látinn eftir stutta baráttu við krabbamein. Árni föðurbróðir minn var einn mesti ljúflingur sem ég þekki. Gott samband var milli pabba og Árna alla tíð og mikill samgangur milli fjölskyldna þeirra. Við gistum oft hjá Árna og Diddu eiginkonu hans í Reykjavík og þau voru dugleg að koma í heimsóknir vestur. Þegar við fjölskyldan bjuggum um nokkurra ára skeið í Reykjavík varð samgangurinn enn meiri og sömuleiðis þegar Árni var nokkur sumur á skaki fyrir vestan. Undanfarin ár hef- ur stundum liðið nokkuð á milli þess sem ég hitti Árna en samt var alltaf eins og ég hefði hitt hann síðast í gær. Hann fylgd- ist vel með mér og mínum og var jafn hlýlegur við Fjölni og strákana mína fjóra og hann var alla tíð við mig. Gleðin og brosið voru aðals- merki Árna og hann átti auðvelt með að sjá það góða og skemmtilega í lífinu. Hann var verkmaður, vildi alltaf vera að. Hann hugsaði hlutina vel áður en hann byrjaði en síðan var Árni Sigtryggsson - Fleiri minningargreinar um Árna Sigtryggsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2022 ✝ Guðmundur Kristinn Gunn- arsson fæddist 30. ágúst 1930 á Gests- stöðum í Sanddal í Borgarfirði. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Hlíð á Akur- eyri 9. júlí 2022. Foreldrar Guð- mundar voru Krist- ín Jóhannsdóttir, f. 22.6. 1894, d. 25.8. 1987, og Gunnar Daðmar Guð- jónsson, f. 7.9. 1899, d. 5.1. 1949. Systur Guðmundar eru Jóhanna, f. 22.10. 1931, Guðrún, f. 7.9. 1933, d. 23.7. 2016, og Sesselja Þorbjörg, f. 17.11. 1934. Eiginkona Guðmundar er Þórhildur Arnfríður Jónasdóttir, f. 1.6. 1930. Þau gengu í hjóna- band 21.12. 1954. Dætur Guð- mundar og Þórhildar eru: 1) Kristín Hólmfríður, f. 21.9. 1954, maki Sölvi Jónsson, f. 25.1. 1954, d. 10.9. 2013. Börn þeirra eru: 1) fræðaskólanám í Reykjavík og fór síðan í Menntaskólann í Reykjavík þaðan sem hann lauk stúdentsprófi vorið 1951. Að stúdentsprófi loknu flutti Guð- mundur norður í Laugar í Reykjadal þar sem hann starf- aði sem kennari við héraðsskól- ann til ársins 1973 er fjöl- skyldan flutti til Akureyrar. Eftir það var Guðmundur starfsmaður Skattstofu Norður- landsumdæmis eystra, eða allt þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Meðfram störfum sínum á skattstofunni og eftir að hann fór á eftirlaun vann Guðmundur sem leiðsögumaður og far- arstjóri íslenskra og erlendra ferðamanna. Hann fór margar ferðir sem fararstjóri hjá Ferðafélagi Akureyrar og hjá því félagi gegndi hann einnig stjórnarstörfum. Fyrir störf sín hjá Ferðafélaginu var Guð- mundur útnefndur heiðurs- félagi. Guðmundur tók þátt í ýmsum öðrum félagsstörfum, til dæmis söng hann um árabil í karlakórum og var félagi í Lionsklúbbum. Útför Guðmundar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 20. júlí 2022, klukkan 13. Arnhildur Eyja, f. 15.1. 1980, maki Ólafur Guðmunds- son, f. 25.10. 1979, þeirra börn Krist- ófer Sölvi og Katrín Lea. 2) Borghildur Ína, f. 7.3. 1984, maki Guðlaugur Rúnar Jónsson, f. 17.2. 1981, þeirra börn Eyja og Sær. 3) Gunnar Óli, f. 1.11. 1986, börn hans Arnar og Halldóra. 2) Elín Gunnhildur, f. 21.11. 1959, maki Lúðvík Eck- ardt Gústafsson, f. 14.5. 1951. Börn þeirra eru: 1) Dagmar Þór- hildur, f. 21.7. 1996, sambýlis- maður Þangbrandur Húmi Sig- urðsson, f. 30.11. 1996. 2) Benedikt Máni, f. 18.12. 2001. Dóttir Lúðvíks af fyrra hjóna- bandi er Ásdís Berglind, f. 9.8. 1980, maki Ólafur Þorsteinsson, f. 13.9. 1977, þeirra börn Styrm- ir Bergur og Hekla Guðrún. Guðmundur stundaði gagn- Í dag kveð ég ástkæran föður minn, Guðmund Kristin Gunn- arsson. Við slík tímamót reikar hugurinn til baka. Mínar fyrstu minningar eru tengdar Laugum í Reykjadal þar sem við bjuggum þar til ég var 14 ára. Gott var að vera kennara- barn og alast upp á Laugum. Þar var margt um manninn, mikið af börnum og alltaf eitthvað um að vera. Á þessum árum voru hér- aðsskólar menningarsetur dreif- býlisins þar sem íslenskar hefðir voru í hávegum hafðar. Pabbi naut þess að starfa við slíka stofn- un og var enginn svikinn af vinnuframlagi hans. Ýmsar sam- komur voru fastir liðir í skóla- starfinu, svo sem skólasetning, útskrift, 1. desember-hátíð og þorrablót, að ógleymdum böllun- um. Tónlistarfólk úr skólanum og nágrenni fékk tækifæri til að stíga á svið á þessum uppákom- um. Þar gat pabbi ræktað tónlist- aráhuga sinn. Einnig fengu aðrir fjölskyldumeðlimir að sækja þessa viðburði sem var upphefð fyrir alla. Ferðalög voru ætíð ofarlega í huga pabba. Pabbi var mikill unn- andi íslenskrar náttúru, kunnátta hans var ótæmandi þannig að alltaf var nóg að segja frá. Fjöl- skyldan fór í ótalmargar ferðir um landið. Oft voru farnar illfær- ar slóðir á hálendinu, enda átti pabbi ávallt jeppabifreiðar á þeim árum. Sumar ferðir voru talsvert glæfralegar, til dæmis þegar pabbi þurfti næstum að skríða eftir hengibrú yfir Tungná til að ná í bílakláfinn sem þá var stað- settur hinum megin við ána. Meirihluti fjölskyldu pabba býr á höfuðborgarsvæðinu. Lítil dreifbýlisstúlka hlakkaði alltaf til árvissra ferða suður til að heim- sækja ættingjana. Ég naut þess að fá að skoða í búðir „stórborg- arinnar“ og jafnvel kaupa eitt- hvert lítilræði. Slíkt var ekki sjálfsagður hlutur á þeim árum og fæstir skólafélaganna norður á Laugum höfðu heimsótt höf- uðborgina. Seinna varð ég þess aðnjótandi að ferðast erlendis með foreldrum mínum. Einnig heimsóttu pabbi og mamma mig tvisvar til Berl- ínar þar sem ég var við nám. Pabbi gat alltaf komið manni á óvart með þekkingu sinni á stað- háttum, mönnum og málefnum á erlendri grundu. Pabbi átti mörg áhugamál. Hann las mikið og á heimili okk- ar var til mikið af bókum. Þar mátti finna alls konar bókmennt- ir, allt frá flóknustu fræðibókum til spennandi glæpasagna. Einnig gerði hann sér far um að lesa bækur á sem flestum tungumál- um. Enska, Norðurlandamál, þýska og jafnvel franska voru engin hindrun en hann gerði sér far um að viðhalda sinni mennta- skólatungumálakunnáttu og not- aði orðabækur óspart. Foreldrar mínir heimsóttu mig og fjölskyldu mína reglulega hér fyrir sunnan meðan heilsan leyfði. Fyrst komu þau ávallt ak- andi en eftir að heilsu pabba hrakaði varð flug fyrir valinu. Við leituðumst við að fara með þeim á tónleika eða aðra menn- ingarviðburði. Ég man vel að það var glaður öldungur sem í fyrsta sinn heimsótti Hörpu og hlýddi á Sinfóníuhljómsveit Íslands spila undurfagra klassíska tónlist. Pabbi minn, nú ertu lagður af stað í þitt hinsta ferðalag. Hvíl í friði. Þín dóttir, Elín Gunnhildur (Ella Gunna). Guðmundur K. Gunnarsson - Fleiri minningargreinar um Guðmund K. Gunn- arsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar yndislegrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, BRYNHILDAR J. BJARNARSON, Hjúkrunarheimilinu Mörk, áður til heimilis á Klapparstíg 5a, Reykjavík. Sturla Rafn Guðmundsson Eyrún Ísfold Gísladóttir Ingibjörg Guðmundsdóttir Bergþór Guðjónsson Elín Guðmundsdóttir Páll Þormar Hafsteinn Guðmundsson Soffía Káradóttir Jón Bjarni Guðmundsson Brynhildur Ósk Pétursdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLDÓRA LÁRA SVAVARSDÓTTIR, Reyrengi 31, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans miðvikudaginn 13. júlí. Útförin fer fram í Grafarvogskirkju 26. júlí klukkan 13. Hjálmar Kristjánsson Elísabet Jenný Hjálmarsd. Kristján Vignir Hjálmarsson Jón Ragnar Hjálmarsson Hjálmar Þór Hjálmarsson Telma Waagfjörð Róbert Steinar Hjálmarsson Anna Björk Kristjánsdóttir og barnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, PÁLÍNA GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR húsfreyja, frá Skörðum, Miðdölum, lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni, Búðardal, laugardaginn 16. júlí. Útförin fer fram frá Kvennabrekkukirkju sunnudaginn 24. júlí klukkan 14. Streymt verður beint frá athöfninni á slóðinni www.kvikborg.is. Einnig má nálgast hlekk á streymi á www.mbl.is/andlat. Sigríður Jóna Svavarsdóttir Jóhann Eysteinn Pálmason Guðgeir Svavarsson Kristín Ármannsdóttir Sigmar Svavarsson Valborg Reisenhus Margrét Svavarsdóttir Sigurður Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.