Morgunblaðið - 20.07.2022, Page 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2022
✝
Guðmundur
Magnússon
fæddist á Reyð-
arfirði 9. janúar
1926. Hann lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 8. júlí 2022.
Foreldrar hans
voru Magnús Guð-
mundsson versl-
unarmaður, f. 23.
apríl 1893, d. 28.
mars 1972, frá Felli
í Breiðdal og Rósa Jónína Sig-
urðardóttir húsfreyja, f. 6. nóv-
ember 1898, d. 20. maí 1939, frá
Seyðisfirði. Ungu hjónin kynnt-
ust og settu saman heimili á
Reyðarfirði. Þau eignuðust níu
börn, sem öll eru látin: Aagot,
1919-1983, Emil Jóhann, 1921-
2001, Rannveig Torfhildur, 1922-
2002, Aðalbjörg, 1923-2018, Stef-
anía ,1924-2007, tvíburasystir
hennar sem lést í fæðingu, Guðný
Ragnheiður, 1927-2019 og Sig-
urður, 1928-2011. Árið 1949
kvæntist Guðmundur Önnu Arn-
björgu Frímannsdóttur, f. 15. jan-
úar 1930. Þegar börnin komust á
legg var hún ritari í Hvassaleit-
isskóla og síðar fulltrúi á Fræðslu-
skrifstofu Austurlands. Foreldrar
Önnu voru Sigríður Þorsteins-
námi á tveimur árum frá Kenn-
araskóla Íslands vorið 1948.
Veturinn 1948-1949 var Guð-
mundur ráðinn til að leysa skóla-
stjórann á Reyðarfirði af. Haust-
ið 1949 varð hann kennari við
Laugarnesskóla og starfaði þar
til 1960. Þá varð hann skólastjóri
við hinn nýstofnaða Laugalækj-
arskóla og síðan við Breiðholts-
skóla, sem tók til starfa haustið
1969. Árin 1977-1996 var Guð-
mundur fræðslustjóri á Austur-
landi, en embættið sinnti um-
dæmi sem náði frá Bakkafirði í
norðri og suður í Öræfasveit.
Guðmundur sat í fjölda nefnda
og stjórnum félaga og studdi
starf Reyðarfjarðarkirkju og ým-
issa félaga í heimabyggð og var
um árabil fulltrúi leikmanna á
Austurlandi á Kirkjuþingi. Hann
ritaði fjölda greina í blöð og
tímarit, skrifaði „Skólasögu
Reyðarfjarðar“ sem kom út 1998
og bókina „Saga Reyðarfjarðar
1883-2003“ samkvæmt samningi
við Menningarnefnd Fjarða-
byggðar. Í ritinu „Litríkt land –
lifandi skóli“ sem kom út í tilefni
af sextugsafmæli Guðmundar
1986, rituðu 16 höfundar fjöl-
breyttar greinar er varða störf
hans, baráttumál og áherslur í
skólamálum. Guðmundur stjórn-
aði kórum og samsöngshópum
og spilaði á píanó og harmonikku
við margvísleg tækifæri.
Guðmundur verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju í
dag, 20. júlí 2022, klukkan 13.
dóttir frá Þuríðar-
stöðum í Fljótsdal, f.
9. júlí 1901, d. 24.
ágúst 1974, og Jó-
hann Frímann Jóns-
son frá Bessastöðum
í Fljótsdal, f. 2. júní
1898, d. 23. ágúst
1960. Börn Guð-
mundar og Önnu: 1)
stúlka, f. 26. nóv-
ember 1949, d. 26.
nóvember 1949. 2)
Sigríður, f. 1950, maki Hermann
Hermannsson, f. 1948, þau eiga
tvö börn, sex barnabörn og eitt
langömmu/afabarn. 3) Magnús, f.
1952, maki Anna Dóra Árnadótt-
ir, f. 1955, þau eiga tvö börn og
átta barnabörn. 4) Rósa Hrund, f.
1954, maki Jóhann Guðnason, f.
1952, þau eiga eitt barn og eitt
barnabarn. 5) Guðmundur Frí-
mann, f. 1962, maki Anna Heiða
Gunnarsdóttir, f. 1964, þau eiga
þrjú börn og fimm barnabörn. 6)
Arnbjörg, f. 1965, maki Leó Geir
Arnarson, f. 1963, þau eiga tvö
börn. Guðmundur stundaði ýmis
störf víða um land frá 14 ára
aldri, einkum á vetrarróðrar- og
síldarbátum. Hann útskrifaðist
frá Héraðsskólanum á Laugar-
vatni 1946 og lauk þriggja ára
Einn fagran vormorgun fyrir
margt löngu fékk pabbi sér
göngutúr inn fjörðinn sinn, Reyð-
arfjörð. Hann hreifst svo af feg-
urðinni, að þegar heim var komið
orti hann eftirfarandi ljóð sem
hann kallaði „Vor við Reyðar-
fjörð“.
Nú er vor um veröld alla,
vermir sólin kalda jörð.
Stillt og kyrrt um strönd og hjalla,
stafalogn við Reyðarfjörð.
Inni á leirum litlir fætur
léttan stíga vorsins dans.
Í morgunsárið grasið grætur
gullnum tárum skaparans.
Ríktu kyrrð um veröld víða,
vorsins friður signi jörð.
Út um sjó og upp til hlíða
ársól gylli Reyðarfjörð.
Einnig samdi hann fallegt lag
við ljóðið. Þetta ljóð lýsir afar vel
sýn pabba á lífið og tilveruna. Þar
birtist vonin og trúin á ljósið og
kærleikann. Einnig kemst svo vel
til skila hversu undurvænt honum
þótti um heimahagana, fjörðinn
sinn Reyðarfjörð.
Daginn fyrir andlátið fór hann
með fyrstu tvær hendingarnar í
þessu ljóði eftir Freystein Gunn-
arsson, kennara sinn úr Kennara-
skólanum.
Tíminn líður furðu fljótt,
fölna hár á vanga,
söngvar þagna, nálgast nótt,
nóttin hljóða langa.
Ljósið dvín og lokast brá,
lætur vel í eyrum þá
ómur æsku söngva.
Þetta segir meira en mörg orð.
Gæfa okkar systkina felst í því að
hafa átt svona kærleiksríkan
pabba, með mömmu sér við hlið.
Blessuð sé minning hans.
Sigríður, Magnús,
Rósa Hrund, Guðmundur
Frímann og Arnbjörg.
Elsku afi.
Þegar við hugsum til baka þeg-
ar við vorum lítil í heimsókn hjá
ömmu og afa í Kópavogi fyllist
hugurinn af skemmtilegum minn-
ingum. Á þeim tíma varstu líka að
skrifa bókina um Reyðarfjörð og
við hreinlega skildum ekki hversu
mikið væri hægt að skrifa um
sögu Reyðarfjarðar! En þrátt fyr-
ir það gafstu þér alltaf tíma til
þess að taka okkur með í sund,
fara með okkur í leiðangra um
bæinn og spila fyrir okkur svo fal-
lega á píanóið og syngja með.
Þú varst alltaf svo barngóður
og við sáum það svo vel eftir að
okkar stelpur fæddust og fóru að
koma í heimsókn til þín í Hafn-
arfjörðinn. Það er okkur minnis-
stætt þegar þú vildir taka Júl-
íönnu og Glóeyju í skoðunarferð
um ganginn og gerðir þér lítið fyr-
ir og skelltir Glóeyju upp á göngu-
grindina og arkaðir af stað. Lauf-
eyju leist nú ekki alveg á blikuna
en sá svo fljótt að það höfðu allir
mikið gaman af. Fanndís Harpa
fann alltaf þegar hún kom í Hafn-
arfjörðinn að þér væri hægt að
treysta og rétti iðulega fram
hendurnar og bað um að koma í
fangið þitt. Okkur þótti líka alltaf
gaman að hlusta á sögurnar þínar
um gömlu tímana og kíkja með
þér og ömmu niður í rjómapönns-
ur.
Minning þín mun lengi lifa og
við erum þakklát fyrir tímann sem
við og börnin okkar höfum fengið
að eiga með þér. Það eru ekki allir
sem fá að eiga afa sem nær 96 ára
aldri og því erum við afar þakklát.
Gylfi, Laufey og Abba Bára.
Guðmundur
Magnússon
- Fleiri minningargreinar
um Guðmund Magnússon
bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.
✝
Guðrún
Tómasdóttir
söngkona fæddist á
Hólum í Hjaltadal
13. apríl 1925. Hún
lést á dvalarheim-
ilinu Hrafnistu
laugardaginn 9.
júlí 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Tómas Jó-
hannsson, kennari
við Bændaskólann
á Hólum, f. 3. mars 1894, d. 4.
sept. 1929, og Ástríður Guð-
munda Magnúsdóttir frá Mos-
felli, prestsdóttir, f. 18. sept.
1904, d. 3. apríl 1990. Systir
Guðrúnar hét Valdís Salvör
Caltagerone, f. 13. júní 1928, d.
25. maí 2001, eiginmaður And-
rew Caltagerone, f. 21. feb.
1913, d. 3. des. 1983.
Guðrún giftist hinn 6. júlí
1956 Frank Ponzi listfræðingi,
f. 18. maí 1929 í New Castle,
Pennsylvaníuríki í Norður-
Ameríku, d. 8. feb. 2008. For-
eldrar hans voru Josephina
Ponzi, f. 10. feb. 1902, d. 1985,
og Attilio Ponzi, f. 2. júní 1889,
d. 1964, innflytjendur frá Ítalíu.
Hann var elstur þriggja bræðra
maður hennar var Ólafur Árni
Bjarnason, f. 18. júní 1962. Þau
skildu. Börn þeirra eru þrjú:
Ástríður Jósefína, f. 17. júlí
1990, í sambúð með Eyþóri
Laxdal Arnalds, f. 24. nóv.
1964. Bjarni Jósef, f. 23. júlí
1993, sambýliskona hans var
Anita Lisa Colombo, f. 15. maí
1992. Dóttir þeirra er Deva Au-
rea, f. 27. okt. 2019. Frank
Nikulás, f. 20. nóv. 1995, í sam-
búð með Jessicu Visani, f. 21.
júlí 1998.
Guðrún útskrifaðist sem
stúdent frá Menntaskólanum á
Akureyri 1948. Hún hóf söng-
nám á Íslandi en fór síðan utan
til náms við söngskóla dr. Mir-
kos Pugels í New York. Fyrstu
opinberu tónleikar Guðrúnar
voru í Gamla bíói 1958. Á
löngum ferli söng Guðrún hér-
lendis og erlendis, í útvarpi og
sjónvarpi og flutti mestmegnis
íslensk einsöngslög og þjóðlög.
Einnig starfaði hún við söng-
kennslu og raddþjálfun kóra.
Guðrún kenndi söng í Tónskóla
þjóðkirkjunnar í 26 ár frá 1977.
Söngur Guðrúnar hefur komið
út á hljómplötum og hún hlaut
fálkaorðu fyrir störf sín að tón-
list. Ásamt því að lifa litríku
listalífi var hún húsmóðir og
sveitakona á heimili sínu í
Brennholti í Mosfellsdal.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Áskirkju í dag, 20. júlí 2022, kl.
13.
en hinir eru David
William Ponzi, f. 2.
maí 1930, d. 20.
júní 2014, og Rich-
ard Ponzi, vínbóndi
í Oregon, f. 26.
mars 1934.
Börn Guðrúnar
og Franks eru: 1)
Tómas Atli, f. 10.
júní 1959, í sambúð
með Björk Bjarna-
dóttur, f. 16. apríl
1974. Sonur þeirra er Egill
Mikael, f. 21. júní 2019. Börn
Tómasar úr fyrri sambúð með
Kristjönu Björgu Benedikts-
dóttur, f. 3. sept. 1966, eru:
Guðrún Theodóra, f. 21. des.
1991, og Gabríel, f. 10. ágúst
1993. Eiginmaður Guðrúnar
Theodóru er Jóhann Ingi Guð-
mundsson, f. 18. okt. 1988. Son-
ur þeirra er Gabríel Dagur, f.
17. maí 2015. Sonur Guðrúnar
Theodóru frá fyrri sambúð með
Söndru Rós Hrefnu Jónsdóttur,
f. 1. apríl 1990, er Fenrir Þór, f.
8. okt. 2010. Gabríel er í sam-
búð með Þóreyju Sigur-
mundsdóttur, f. 21. des. 1997. 2)
Margrét Jósefína, f. 2. maí
1961, d. 18. mars 2010. Eigin-
Á meðan þú flaugst í burtu, þá
fóðraði maríuerlan í Brennholti
börnin sín smá, köngulóin við eld-
húsgluggann spann sinn vef,
hænurnar vöppuðu um móann,
spóinn söng sinn söng og engjam-
unablómið í bæjarlæknum
blómstraði. Blómabrekkan þín í
Brennholti skartar nú burnirót,
gulmöðru, ljónslappa og birki,
berjalyngið er krökkt af kræki-
berjum og bláberin eru að byrja
að þroskast. Fuglarnir voru þínir
vinir, þú þekktir þá alla og alltaf
gafstu þeim að borða vetur sem
sumar. Góð og falleg. Þannig
hugsa ég ávallt um þig. Þú elsk-
aðir að lifa. Í þér bjó ólýsanleg
fegurð og það lýsti af þér hvar
sem þú varst. Fegurðin í að elska
og fylgjast með okkur öllum í fjöl-
skyldunni, þú hafðir ómældan
áhuga á öllum okkar verkum. Að
mæta í öll afmæli, veislur og á
sem flesta tónleika fannst þér
með því skemmtilegra. Aldrei
gleymdir þú neinum, gjafir fengu
allir. Á sumrin naust þú þess að
tína blóm í vasa, alltaf skyldu vera
blóm. Skrautblágresið við heita
gróðurhúsið blómstrar nú og eyr-
arrósin blómstrar einnig á eyrinni
okkar, eitt af þínum uppáhalds-
blómum. Beitilyngið tíndir þú æv-
inlega úr brekkunni í Brennholti í
ágúst og settir í fallegar skálar
inni í stofu, allt húsið ilmaði
dásamlega. Þegar mætt var í boð
voru ævinlega með í för rósir frá
Dalsgarði. Þú vildir alltaf vera
með í öllu matarstússi, mest gam-
an fannst þér að búa til pizzur
með okkur og ávallt hrósaðir þú
öllum mínum bakstri og elda-
mennsku, þótt stundum mætti
bæta ýmislegt. Matur, minningar
og samvera, svo mikilvægt. Nú
kennum við börnunum okkar að
njóta hinna ýmsu rétta sem þú út-
bjóst ævinlega. Það er lýsandi
fyrir persónu þína sagan af því
þegar við fengum okkur kött sem
neitaði að koma til okkar í margar
vikur. Hann hafði átt erfiða ævi
og vildi engum treysta. Faldi sig í
kjallaranum daga og nætur sem
olli okkur miklum áhyggjum, en
einn morguninn þegar við vorum
farin að halda að við myndum
aldrei vinna traust kattarins,
hringdir þú í mig í vinnuna og
segir mér að kötturinn sem heitir
Moli hefði komið til þín. Ég hopp-
aði hæð mína af gleði. Traust
dýrsins vannst þú með allri þinni
góðmennsku og þolinmæði. Moli
kom síðan til okkar allra og er enn
hjá okkur í dag. Þú áttir gæfu-
ríka, merkilega og langa ævi sem
innihélt einnig ýmsa erfiðleika en
alltaf hélst þú áfram með sönginn,
bjartsýnina og gleðina að vopni.
Þegar Egill Mikael, sonur okkar
Tómasar, fæddist fyrir þremur
árum sagðir þú að við hefðum
yngt þig um mörg ár, „það eru
ekki margar konur sem verða aft-
ur ömmur 94 ára“, sagðir þú oft
og brostir þínu fallega brosi. Þið
Egill áttuð einstakt og fagurt
samband. Hann fór í dásamlega
stemningu að vera með þér og
alltaf áttir þú nóg af ást og tíma
fyrir „litla herramanninn“, eins
og þú kallaðir hann alltaf. Þú
kenndir mér svo margt um lífið
með þínu heilbrigða lífsviðhorfi
og fallegri framkomu við alla sem
þú hittir. Þú flaugst í burtu með
alla þína birtu og ást. Nú er það
okkar að kenna litla herramann-
inum.
Takk fyrir alla þína yndislegu
hlýju, elsku tengdó mín.
Þín
Björk.
Guðrún Tómasdóttir, Dúna
eins og við öll kölluðum hana, var
stórkostleg kona. Fyrirmynd
margra, ekki síst kvennanna í
fjölskyldunni. Leiðarljós fyrir
mig. Hún kenndi mér margt: að
vera bjartsýn og kvarta aldrei. Að
taka tillit til náttúrunnar og fólks.
Hún kenndi mér að njóta hvers
dags og að lífið sjálft er gjöf. Hún
kenndi mér praktíska hluti líka
eins og þurrka vel á milli tánna
eftir sund, að baka eplaköku og
bananaköku í stað þess að henda
þroskuðum ávöxtum, að ganga
vel frá hlutum með umhyggju, að
hugsa um aðra og gefa frekar en
að þiggja. Og síðast en ekki síst;
að hafa alltaf áhuga og virðingu
fyrir lífinu sjálfu.
Þegar hún varð 80 ára, þá var
ég 15 og byrjuð að spá í líf og
dauða, mér fannst það vera mikill
aldur og spurði hana: „Amma,
ertu ekki hrædd um að deyja?“
Óþægileg spurning, en svarið
hennar var: „Ég lifi kannski tutt-
ugu ár í viðbót.“ Mér fannst það
gott svar og hélt bara að hún
myndi alltaf svara svona og lifa
alltaf tuttugu ár í viðbót. Hún var
að minnsta kosti búin að lofa að
verða hundrað ára og ég held að
hún hafi reynt eins mikið og hún
gat til þess að halda loforðið, enda
eru árin níutíu og sjö komin fast
að hundrað.
Dúna var einstök kona, sífellt í
góðu skapi, tilbúin með góð ráð að
gefa, alltaf með bros á vörum.
Hún sá alltaf það jákvæða, jafnvel
þegar á móti blés. Hún var mjög
skipulögð og minnug fram á síð-
asta dag. Mundi ljóð og sögur og
símanúmer fjölda fólks.
Dúna átti til tvær hliðar. Hún
var sveitakonan og söngkonan.
Einu sinni sagði hún mér frá því
þegar hún var að syngja á
skemmtiferðaskipi. Þá fór hún úr
sveitinni, hennar elskaða Brenn-
holti, klædd eins og auðmjúk
sveitakona (kannski ennþá með
mold á fötunum), tók rútuna til
Reykjavíkur og fór beint inn á
bað í skemmtiferðaskipinu til
þess að klæða sig í fínu söngkonu-
fötin. Á þeirri stundu breyttist
hún og kom út sem glæsileg
Hollywood-stjarna sem sjarmer-
aði alla með fegurð og söng.
Ég myndi gefa mikið fyrir að
heyra hana segja einu sinni enn
„Mikið er þetta dásamlegt!“ eins
og hún gerði svo oft. Það þurfti
svo lítið til þess að gera hana
glaða: fallegt blóm, syngjandi
fuglar, sólskin í gegnum
gluggann. Hún vildi aldrei að fólk
þyrfti að „hafa fyrir sér“, en hún
var sjálf alltaf tilbúin að hafa mik-
ið fyrir öðrum. Hún tók alltaf vel á
móti gestum og kom alltaf með
blóm eða konfektkassa í boð.
Hún talaði aldrei illa um neinn
og ég sá hana aldrei rífast við
nokkurn mann. Hún leyfði fólki
að vera eins og það var. Það var
helst að hún væri krítísk þegar
kom að söngnum. Hann var líka
hennar líf og yndi. Hennar ævi-
starf og ástríða sem hún gaf allt
sitt í, bæði með tónleikum og í
kennslu alla tíð.
Ég sé Dúnu fyrir mér eins og
engil, syngjandi engil sem kemur
með frið og fegurð á jörð. Ég er
ótrúlega þakklát fyrir að hafa haft
svona einstaka ömmu. Takk,
amma Dúna, ég elska þig.
Ástríður J. Ólafsdóttir.
Guðrún
Tómasdóttir
- Fleiri minningargreinar
um Guðrúnu Tóm-
asdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns
míns, föður okkar og tengdaföður,
ÞÓRIS ÓLAFSSONAR,
prófessors og fyrrv. rektors KHÍ.
Ingunn Valtýsdóttir
Kristín Þórisdóttir
Sigríður Þórisdóttir
Böðvar Þórisson Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir
Valtýr Þórisson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, kærasti og
sonur,
JÓN BRÚNÓ INGVARSSON,
Markaskarði, Rangárþingi eystra,
varð bráðkvaddur sunnudaginn 10. júlí.
Útför hans fer fram frá
Breiðabólstaðarkirkju laugardaginn 23. júlí
klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á styrktarreikning yngstu dóttur hans:
0182-26-2080, kt. 100996-2949.
Oddur Helgi Jónsson
Katrín Ósk Jónsdóttir Sigurjón Þór Davíðsson
Svanhildur Marta Jónsdóttir
Vive Henchel Madsen
Ingvar P. Þorsteinsson
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT ÁSGERÐUR
BJÖRNSDÓTTIR,
lést á HSN Blönduósi föstudaginn 15. júlí.
Útför hennar fer fram frá Blönduóskirkju
laugardaginn 23. júlí klukkan 14. Hægt verður að nálgast
streymi frá útför á facebooksíðu Blönduóskirkju. Einnig verður
hægt að nálgast hlekk á streymi á mbl.is/andlat.
Gunnþórunn Jónsdóttir Halldór Sverrisson
Björn Björgvin Jónsson Margrét Jóhannsdóttir
Kristján Þröstur Jónsson Guðbjörg Sigurðardóttir
Júlíus Helgi Jónsson Snæfríður Íris B. Kjartansd.
Guðrún Ásgerður Jónsdóttir
Ingibjörg Eygló Jónsdóttir Guðmundur Sæmundsson
Magnús Ómar Jónsson
Þorsteinn Kristófer Jónsson Hrefna Aradóttir
barnabörn og barnabarnabörn