Morgunblaðið - 20.07.2022, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2022
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Málarar
MÁLARAR
Tökum að okkur alla
almenna málningarvinnu.
Unnið af fagmönnum með
áratuga reynslu,
sanngjarnir í verði.
Upplýsingar í síma
782 4540 og
loggildurmalari@gmail.com
Atvinnuauglýsingar
HÚNAÞING
VESTRA
Byggðaráð Húnaþing vestra samþykkti þann
12. júlí 2022 tillögu að óverulegri breytingu á
aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014–2026 sam-
kvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í fjölgun á nýjum efnistökusvæðum
ásamt eldri námu við Laugarholt og er þegar
raskað svæði við Laxárdalsveg, sem nýta á til
lagfæringa á Laxárdalsvegi.
Greinagerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags.
11. júlí 2022 í mkv 1:100.000.
Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til
staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga
geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Húnaþings
vestra Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga.
Skipulagsfulltrúi Húnaþings vestra
Bogi Kristinsson Magnusen
Raðauglýsingar
Auglýsing um skipulagsmál
í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að
breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028
Rimakotslína 2. breyting á aðalskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 18.7.2022 að auglýst yrði tillaga að breytingu á
aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem lagnaleið Rimakotslínu ásamt legi hjólreiðastígs yrði
færð inná aðalskipulag. Verkefni Landsnets nefnist Rimakotslína 2 (RI2) og snýr að lagningu nýs 132
kV jarðstrengs sem mun liggja frá tengivirkinu á Hellu að tengivirki á Hvolsvelli og þaðan að tengivirki
Rimakots í Rangárþingi eystra, alls um 36 km. Þaðan verður lagður strengur áfram til Vestamannaeyja.
Lýsing hefur verið kynnt og bárust engar athugasemdir.
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að
eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
Ægissíða 1, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 18.7.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir
tvær lóðir úr landi Ægissíðu 1. Gert verði ráð fyrir tveimur lóðum með heimild til byggingar á íbúðarhús,
skemmu/hesthúsi og gestahúsi á hvorri lóð. Aðkoma að svæðinu er frá Þjóðvegi 1 um Bugaveg (273).
Króktún, Nátthaga, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 18.7.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir
lóðina Króktún, Nátthaga. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir byggingu íbúðarhúss og bílskúrs, alls 220 m².
Aðkoma að svæðinu er frá Landvegi (26).
Maríuvellir, Klettur, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 18.7.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi
fyrir lóðina Klett úr landi Maríuvalla. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að heimilt verði að byggja íbúðarhús,
bílskúr, skemmu og gestahús. Aðkoma að svæðinu er frá Rangárvallavegi um Gilsbakkaveg framhjá
Klettamörkum.
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu
Rangárþings ytra, www.ry.is
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 31. ágúst 2022
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra
í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra
RANGÁRÞING YTRA
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.8:30-15:45, nóg pláss - Morgun-
spjall - heitt á könnunni milli 9:00-11:00 - Bíó í miðrými kl.13:15,
DAUÐINN Á NÍL - popp og kók í boði - Kaffi kl.14:15-15:00 - Nánari
upplýsingar í síma 411-2702 - Allir velkomnir
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa milli kl.9:00-15:45, nóg pláss -
Morgunspjall, heitt á könnunni milli kl.9:00-11:00 - Dansað með Auði
Hörpu kl.10:30 - Kaffi kl.14:15-15:00 - Nánari upplýsingar í síma
411-2702 - Allir velkomnir
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Útileikfimi kl. 10. Pílukast
kl. 13. Dansleikfimi kl. 14:15. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl.
14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími: 411-2600.
Garðabær 9.00 Pool-hópur í Jónshúsi 10.00 Gönguhópur frá
Jónshúsi 13.00 Gönguhópur frá Smiðju 13.45-15.15 Kaffiveitingar
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á
könnunni. Félagsvist frá kl. 13:00. Verið öll velkomin.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Handavinna
– opin vinnustofa 13:00-16:00. Bridge kl. 13:00. Hádegismatur kl. 11:30
– 12:30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður.
Korpúlfar Borgum Gönguhópar frá Borgum og inni í Egilshöll.Tveir
styrkleikaflokkar svo að allir finna göngu við sitt hæfi kl. 10:00. Bridge
kl. 12:30. Opið frá kl. 08:00 til 15:00 og heitt á könnunni frá kl. 08:30,
frjáls spilamennska og handavinna.Tilvalið fyrir vina og vinkven-
nahópa að hittast. Hittumst í sumarskapi, gleðin býr í Borgum.
Samfélagshúsið Vitatorgi Heitt á könnunni - Opin handverksstofa
9:00-12:00 og 13:00-16:00 - Síðdegiskaffið á sínum stað frá 14:30-
15:30. Allar nánari upplýsingar í síma 411 9450. Öll hjartanlega ve-
lkomin til okkar :)
Seltjarnarnes Kaffi í króknum frá kl. 9:00. Boccia í salnum á
Skólabraut kl 10:00. Samsöngur í salnum á Skólabraut kl. 13:00. Á
morgun kl. 13:30 er Félagsvist í salnum á Skólabraut. Þátttökugjald er
250 kr.
Vantar þig
dekk?
FINNA.is
alltaf - alstaðar
mbl.is
✝
Bryndís Jónas-
dóttir hjúkrun-
arfræðingur fædd-
ist 5. maí 1934 og
ólst upp á Lauga-
vegi 91 í Reykjavík.
Foreldrar hennar
voru Mínerva Mál-
fríður Jósteins-
dóttir (1896-1971)
frá Rípurheppi í
Skagafirði og Jón-
as Jónasson skó-
smiður (1897-1964) frá Hellu-
vaði á Rangárvöllum.
Systkini Bryndísar voru Elín
Jónasdóttir (1914-2005), Theo-
dór Jónasson (1921-2013), Mar-
grét Jónasdóttir (1925-2014) og
Hjördís Jónasdóttir (1934-2016).
Bryndís giftist 1. desember
1954 Haraldi Jónassyni lögfræð-
ingi (1930-2001). Þau skildu
1966. Börn þeirra: Mínerva Mar-
grét, tónlistarkennari og músík-
þerapisti, f. 1955. Börn hennar:
Guðrún Eva, Heiðdís Anna, Kol-
beinn Helgi. Guðríður, blaða-
maður og prófarkalesari, f.
1958. Sonur hennar, Einar Þór,
lést 2018. Svanhildur Sif fé-
lagsráðgjafi, f. 1959, börn henn-
ar: Ellen Sif og Davíð. Guð-
mundur Jónas, leikari, leikstjóri
og leiðsögumaður, f. 1962. Börn
hans: Eyjólfur
Bragi, Margrét
Vala, Kristian Em-
il. Langömmubörn-
in eru átta.
Síðari eigin-
maður Bryndísar
var Sigurður Eg-
ilsson, húsasmiður
og síðar húsvörður,
fæddur 1934 á
Grenivík. Þau
skildu. Sigurður
lést 14. febrúar 2020.
Bryndís útskrifaðist frá
Hjúkrunarkvennaskóla Íslands í
desember 1956. Hún starfaði
um árabil sem yfirhjúkr-
unarkona við Sjúkrahúsið á
Akranesi. Síðar sem yfir-
hjúkrunarfræðingur á Barna-
deild Landakotspítala, um tíma
á Barnageðdeild Landspítala,
BUGL, þá á Háls-, nef- og
eyrnadeild Borgarspítalans og
endaði starfsævina við hjúkrun
á Kleppsspítala.
Hún bjó lengi í Asparfelli 6 en
síðast á hjúkrunarheimilinu Eir.
Hún lést 13. júlí sl. og verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni í
dag, 20. júlí 2022, kl. 15.
Streymi:
tinyurl.com/43pp2wn2
mbl.is/andlat
Margt rifjast upp við fráfall
mömmu. Skemmtilegu barnaaf-
mælin, pylsupartíin þar sem hún
spilaði á gítar og söng en tónlistin
lék ætíð stórt hlutverk í lífi henn-
ar. Hún sendi okkur systkinin í
tónlistarnám, spilaði sjálf á píanó
og gítar, og það var líka gaman að
skottast með henni á kóræfingar í
Akraneskirkju. Við áttum líka
sameiginlegan áhugann á góðum
glæpasögum og almennilegu kaffi.
Ekki var sérlega slæmt að eiga
svona sæta mömmu á unglingsár-
unum, og fá stundum frítt í strætó
hjá bílstjórunum á leið eitt út á
skyldleikann við hana. Sumir tóku
stundum á sig góðan krók og
skutluðu henni í vondum veðrum
alla leið í vinnuna á Landakoti,
nokkuð úr leið, og við mismikla
hrifningu hinna farþeganna.
Skömmu eftir aldamótin tókst
mér að plata mömmu til að gefa
uppskrift að fjölskyldutertunni
okkar í kökublað Vikunnar. Þá
játaði hún ekki bara fyrir alþjóð,
heldur líka okkur rígfullorðnum
börnum sínum, að Nammi,
nammi, gott, gott-tertan væri í
raun bara venjuleg peruterta. Það
var óvænt. Við mamma gátum
hlegið mikið saman og ekki síst
eitt gamlárskvöldið fyrir áratug-
um þegar við fylgdumst með í
miklu hvassviðri prúðbúnu, mis-
drukknu og skellihlæjandi fólki
fjúka um glerhált bílaplanið í Asp-
arfellinu þar sem hún bjó í íbúð á
sjöundu hæð síðustu áratugina.
Ég verð alltaf þakklát fyrir að-
stoð hennar í kjölfar fæðingar
Einars, sonar míns, árið 1980 og
umvefjandi ástina þegar hann lést
í slysi 2018. Hún nánast þaut upp
og niður stigana hjá mér á fjórðu
hæð, samt komin á níræðisaldur
og átti orðið erfitt með gang.
Krossgátur voru líf hennar og
yndi eftir að hún hætti að vinna og
hún sagði alltaf að þær héldu
heilabúinu góðu sem sannaðist
aldeilis á henni. Hún var alla tíð
mikið jólabarn og sá iðulega um að
brúna kartöflurnar á aðfanga-
dagskvöld heima hjá Hildu systur,
ásamt því að gera uppstúfið góða
hjá mér á jóladag. Ef jörð skalf
hringdum við mamma hvor í aðra
en þótt mamma óttaðist fátt má al-
veg segja að jarðskjálftar hafi
ekki verið líf hennar og yndi, frek-
ar en kóngulær. Það er svolítið
skrítið að mæta ekki framar til
hennar á Eir með rjúkandi pappa-
mál af cappuccino og sérbakað
vínarbrauð sem var eitthvað það
besta sem hún vissi, en hún var al-
veg til í að kveðja þessa jarðvist
núna, orðin södd lífdaga. Ég mun
ætíð hugsa hlýlega til hennar við
lestur krassandi glæpasagna í
framtíðinni, drekka gott kaffi í
leiðinni og láta okkar ástkæra
Stabat Mater eftir Pergolesi
hljóma undir á meðan. Takk fyrir
allt, elsku mamma.
Guðríður Haraldsdóttir.
Elsku besta amma Bryndís fékk
loksins kærkomna hvíld. Hún var
yndisleg amma og var mér afskap-
lega góð. Við áttum skemmtilegt
samband, hún kenndi mér mikið og
ég er þakklát fyrir það. Hún var
líka ótrúlega skemmtileg amma.
Spilaði á gítar og söng fyrir okkur
og ég mun aldrei gleyma hvernig
hún söng lagið Þegar Lalli fór langt
út á tjörn. Hún laumaði iðulega að
mér (og vinum mínum) pening,
gerði mig að krossgátunördi og var
alltaf að kenna mér góða íslensku.
Við spiluðum mikið og gátum
hangið endalaust saman. Meira að
segja þegar ég var unglingur og
upptekin við að hanga með vinun-
um þá hittumst við samt reglulega í
pizzu heima hjá henni og horfðum
á popp tíví.
Hún tók mig líka stundum með
sér í vinnuna á Kleppsspítala þeg-
ar ég var barn og hamraði á mik-
ilvægi þess að koma fram við sjúk-
lingana af virðingu og að tala alltaf
við þá eins og þeir væru jafningj-
ar, enda eru þeir það. Hún þoldi
ekki heilbrigðisstarfsfólk sem
setti sig á háan hest og sýndi van-
virðingu þegar einhver átti bágt
eða gerði einhverjar gloríur í sín-
um veikindum. Hún var hjúkka í
húð og hár og þegar hún var farin
að gleyma aðeins sökum aldurs
gat hún samt alltaf rætt hjúkk-
umál eins og ekkert væri.
Hún lá ekki á skoðunum sínum
og maður fékk alveg að heyra ef
henni fannst eitthvað glatað, þá
var hennar uppáhaldsorð „við-
bjóður“ og ég held að öll fjölskyld-
an noti þetta orð með hlátur í huga
og minningu um hana. Þegar hún
var ánægð var hún líka mjög
ánægð, þá var maturinn sá besti
sem hún hafði á ævinni smakkað,
trefillinn sá mýksti sem hún hafði
á ævinni snert og tónlistin sú fal-
legasta sem hún hafði á ævinni
heyrt. Ég held að það megi taka
hana til fyrirmyndar með að upp-
lifa hlutina sem þá bestu á ævinni
nokkrum sinnum í viku. Það gerir
lífið skemmtilegra.
Takk fyrir allt, amma mín, ég
mun sakna þín.
Ellen Sif.
Bryndís
Jónasdóttir