Morgunblaðið - 20.07.2022, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 20.07.2022, Qupperneq 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2022 Bætt hreinlæti í nýjum heimi Fáðu ráðgjöf fyrir þitt fyrirtæki www.hreint.is s: 589 5000 hreint@hreint.is 30 ÁRA Alexandra fæddist í Reykjavík á Landspítalanum en flutti svo ásamt fjölskyldu sinni til Noregs þar sem þau bjuggu í nokkur ár áður en þau sneru aftur til Ís- lands. Alexandra stundaði nám á myndlistarbraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og síðar í hreyfimyndagerð og teiknun (e. Animation Production) við Listahá- skólann í Bournemouth á Englandi og vann meðal annars við teikningu og hönnun fyrir breskt fyrir- tæki í tvö ár. Alexandra býr nú í Reykjavík og vinnur hjá hönnunarversl- uninni Epal þar sem hún selur listaverk eftir sjálfa sig og hannar myndir auk þess að sinna afgreiðslustörfum. „Ég byrjaði að vinna að eigin verkum í Co- vid-faraldrinum og seldi þá plaköt hjá Kyrrlandi, en það er fyrirtæki sem býður upp á vönduð veggspjöld og eftirprent eftir ýmsa listamenn. Ég fékk svo tækifæri hjá Epal. Ég hef alltaf verið mjög sjálfstæð og stefnan er að vinna fyrir sjálfa mig einn daginn.“ Alexandra starfar einnig sem verktaki þar sem hún hannar persónur og teiknar. Hún notast mest við forritin Adobe Suite, Illustrator, Photoshop og After Effects þar sem hún vinnur hreyfi- myndir ásamt teikningum. Hún heldur úti netversluninni Artaly, sem selur ýmsar vörur eins og teikningar og ljósmyndir. „Ég setti upp netverslunina Artaly til að selja myndirnar mínar og það hefur gengið vonum framar.“ FJÖLSKYLDA Móðir Alexöndru er Margrét Ragna Lýðsdóttir, f. 22.8. 1963, starfsmaður í umönnun á Droplaugarstöðum. Eldri systir Alexöndru er Isabelle Nordskog, f. 1986, starfsmaður í umönnun á Droplaugarstöðum, og yngri systir hennar er Yvonne Rós Becker, f. 1996, nemi í vélaverkfræði og alþjóðlegum viðskiptum, búsett í Þýskalandi. Alexandra Lýðsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Að vera sterkur er mál málanna hjá hrútnum. Nóg er af góðum tilfinningum og þú ættir að koma öðrum til hjálpar. 20. apríl - 20. maí + Naut Til þess að koma hlutunum á hreyf- ingu þarft þú að leggja þig allan fram. Mundu bara, hvar þinn raunverulegi fjár- sjóður er falinn og þá mega fjármálin víkja. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Hugmyndirnar flæða og þú tjáir þig án nokkurra hafta. Að ná sér á strik er jafn mikill hæfileiki og að hrasa aldrei. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Öll mál eiga sér fleiri en eina hlið en samt getur endirinn aðeins orðið á einn veg. Reyndu að koma skipulagi á hlutina. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú finnur nýjar leiðir til tekjuöflunar, en gömul vandamál skjóta upp kollinum. Ekki geta allir verið sammála og því verður að vera sátt um ósamkomulagið. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Áskoranir lífsins eru oft leið al- heimsins til þess að fá mann til þess að beina sjónum sínum inn á nýjar brautir. Reyndu að sættu þig við það sem þú færð ekki breytt og njóta svo lífsins. 23. sept. - 22. okt. k Vog Það er eitt og annað sem veldur þér sérstakri kátínu þessa dagana. Dagurinn hentar vel til skemmtana og tilhugalífs. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Mundu að oft er skammt á milli hláturs og gráts. Reyndu að ná jafn- vægi í félagslífinu jafnt sem einkalífinu til að geta haldið áfram að framleiða. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Það er alltaf hægt að læra eitt- hvað af öðrum hvort sem það eru nú hlutir sem gott er að nota eða ber að forðast. Sjálfshjálparbækur eru upplagt lestrarefni. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Júpíter er í vogarmerki á tólf ára fresti og dvelur um það bil ár í senn. Ekki dæma verk þín eftir því hvort þau falli öðr- um í geð heldur hvort sköpun þeirra veiti þér ánægju. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú gætir orðið fyrir óvæntum fjárútlátum og ættir að ræða það við fjöl- skylduna. Lífið leikur við þig og þú ættir að nota tækifærið til að reyna að hrinda draumum þínum í framkvæmd. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú munt líklega lenda í deilum um trúmál og heimspeki í dag. Aðrir sjá mann oft greinilegar en maður sér sjálfan sig. fyrir austan sem annast daglegan rekstur.“ Þorbjörg er í talsmannaþjónust- unni og starfar nú sem talsmaður hælisleitenda. Hjónin eru að ýmsu leyti enn að jafna sig eftir áhrif heimsfaraldursins en sjá fram á bjarta tíma. „Við sjáum um öll sam- skipti og bókanir við viðskiptavini gang. Ég skráði mig í bakvarða- sveitina og var síðan kölluð inn í smitrakningarteymi almannavarna og fór strax á fullt í það. Maðurinn minn fór út í lögmennsku og sinnir því enn þann dag í dag. Ferðaþjón- ustan er aftur komin af stað og gisti- húsið okkar er þéttbókað. Við erum svo heppin að hafa gott starfsfólk Þ orbjörg Inga Þorsteins- dóttir fæddist 20. júlí 1982 í Reykjavík. Hún ólst upp í Ártúnsholtinu en þangað flutti hún fjögurra ára gömul ásamt foreldrum sínum og systkinum. Þorbjörg lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 2002 og hóf þá nám við hjúkrunarfræðideild Háskóla Ís- lands og útskrifaðist þaðan 2006. Meðfram grunn- og menntaskóla stundaði Þorbjörg píanónám við Nýja tónlistarskólann og lauk fram- haldsgráðu í píanóleik árið 2004. Hún vann sem hjúkrunarfræð- ingur á Landspítalanum en árið 2007 hóf hún laganám við Háskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan 2012. „Meðfram laganáminu starfaði ég sem hjúkrunarfræðingur á Land- spítalanum. Að laganámi loknu hóf ég störf hjá umboðsmanni skuldara og starfaði þar fram að mínu fyrsta fæðingarorlofi.“ Undanfarin ár hafa Þorbjörg og eiginmaður hennar, Ólafur Páll Vignisson, verið í eigin rekstri en þau eiga og reka gistihús fyrir austan, á Hornafirði. Gistihúsið heitir Lilja Guesthouse og eru þau þar með 26 herbergi auk veitinga- þjónustu. „Gistiheimilið er á Hóla- brekku, jörð sem maðurinn minn ólst upp á og okkur stóð til boða að byggja þarna viðbót við húsið sem var fyrir en tengdamóðir mín rak þar sambýli. Hún hafði hætt rekstr- inum og húsið stóð autt með níu her- bergjum svo við ákváðum að byggja til viðbótar við það og eru þar sam- tals 26 herbergi í dag. Við sögðum upp okkar störfum og ákváðum að reka þetta saman. Reksturinn hófst 2017 og hefur gengið vonum framar en heimsfaraldurinn setti vissulega strik í reikninginn og þegar Covid skall á snerum við til annarra starfa.“ Stuttu eftir að heimsfaraldurinn skall á hóf Þorbjörg störf í smitrakn- ingarteymi almannavarna og sótt- varnalæknis og var ein þriggja stjórnenda teymisins. „Bókanirnar hrundu niður um þetta leyti og við þurftum að finna okkur aðra vinnu. Við lokuðum hins vegar aldrei fyrir fullt og allt og héldum alltaf í vonina um að þetta myndi hrökkva aftur í okkar en erum ekki tilbúin til að sleppa takinu á störfum okkar í borginni að svo stöddu. Það var róm- antísk hugsun hjá okkur í byrjun að flytja austur í rólegra umhverfi og rútínu en það gekk ekki þar sem við fengum hvorki húsnæði né leikskóla- pláss fyrir börnin okkar. Það er okk- ar draumur að eiga afdrep fyrir Þorbjörg Inga Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, lögfræðingur og eigandi Lilju – 40 ára Fjölskyldumynd Rán Bjargar, ljósmyndari, tók þessa mynd af hjónunum Þorbjörgu Ingu og Ólafi Páli og börnum. Þau eiga þrjár dætur: Rögnu Maren, Aldísi Önnu og Katrín Elvu. Ólafur á tvo syni fyrir: Arnar Hrafn og Vigni Val. Draumur að eiga afdrep fyrir austan Hólabrekka Gistiheimilið Lilja sem hjónin Þorbjörg og Ólafur eiga og reka er á jörðinni Hólabrekku í Hornafirði þar sem Ólafur ólst upp. Útsýnið Gistihúsið Lilja er með 26 herbergi auk veitingaþjónustu. Ljósmynd/Rán Bjargar Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.