Morgunblaðið - 20.07.2022, Síða 21

Morgunblaðið - 20.07.2022, Síða 21
DÆGRADVÖL 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2022 SAMTÖK ÁHUGAFÓLKS UM SKYNDIKYNNI, FUNDUR NÚMER TVÖ. „AÐSTOÐ ÓSKAST Á GANGI ÞRJÚ!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að einoka ekki sængina! Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann KÆRI JÓLI, MIG LANGAR EKKI Í NEITT SÉRSTAKT Í ÁR… ALLTAF AÐ HUGSA UM HAG ANNARRA… ÞANNIG ER ÉG BARA TIKK TIKK TIKK TIKK TIKK TIKK TIKK TIKK EN PÚKA LANGAR Í 10 KLEINUHRINGI OG 100 PÍTSUR MEÐ PEPPERÓNÍ HA! PÓSTKORT! Á ÞESSU STENDUR „VILDI ÓSKA ÞESS AÐ ÞÚ VÆRIR HÉR“! SENDU ÞESSUM BÖLVAÐAÓNYTJUNGS- LÖGFRÆÐINGI MÍNUM ÞAÐ! PÓST- KORT 10 AURAR PÓST- KORT 10 AURAR austan þar sem við getum farið og verið yfir sumartímann. Maðurinn minn á rætur að rekja þangað en hann ólst upp á þessari jörð og móð- ir hans átti þar heima. Stjúpfaðir hans býr þar í dag og er með fjárbú- skap á jörðinni. Þetta tekst hjá okk- ur einn daginn. Það er dásamlegt að vera þarna og finna kraftinn frá jökl- unum allt í kring.“ Þorbjörg er upptekin kona en finnur sér þó tíma fyrir áhugamál og snúa þau helst að útiveru, ferðalög- um og samveru með fjölskyldu og vinum. „Ég var komin með mikla hlaupadellu á tímabili og vonast til að geta stundað náttúruhlaup að nýju en ég tók pásu frá hlaupum þegar ég gekk með þriðju dóttur okkar sem nú er orðin 16 mánaða gömul.“ Fjölskylda Eiginmaður Þorbjargar er Ólafur Páll Vignisson, f. 3.10. 1984, lögmað- ur. Þau eru búsett í Úlfarsárdal og eiga þrjár dætur: Ragna Maren, f. 24.4. 2013, Aldís Anna, f. 5.5. 2015, og Katrín Elva f. 15.3. 2021. Fyrir á Ólafur tvo syni, Arnar Hrafn, f. 6.7. 2005 og Vignir Valur, f. 17.11. 2006. Systkini Þorbjargar eru: Dagbjört Þorsteinsdóttir, f. 10.8. 1971, kenn- ari í Reykjavík, og Styrmir Þor- steinsson, f. 1.2. 1974, stálsmiður, búsettur á Þórarinsstöðum í Hruna- mannahreppi. Foreldrar Þorbjargar eru hjónin Þorsteinn B. Jónmundsson, f. 4.8. 1944, húsgagnasmiður, og Ragna Jó- hannsdóttir, f. 17.3. 1948, hjúkrunar- fræðingur. Þorbjörg Inga Þorsteinsdóttir Jenný Guðmundsdóttir húsfreyja á Skárastöðum, síðast búsett í Reykjavík Jón Sveinsson bóndi á Skárastöðum í Fremri-Torfstaðahr., V-Hún. Jóhanna Dagbjört Jónsdóttir var í Hnausakoti, Fremri-Torfastaðahr., V-Hún. Jóhann Helgason bjó lengst af í Hnausakoti í Miðfirði en flutti síðar til Reykjavíkur Ragna Guðrún Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur Ólöf Jónsdóttir húsfreyja í Hnausakoti, síðast búsett í Reykjavík Helgi Jónsson bóndi, lengst í Hnausakoti í Miðfirði, síðast búsettur í Reykjavík Halldóra Björnsdóttir húsfreyja á Geithömrum Þorsteinn Þorsteinsson bóndi á Geithömrum Þorbjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja í Ljótshólum Jónmundur Eiríksson bóndi á Ljótshólum, síðar starfsmaður hjá Fasteignamati ríkisins Ingiríður Jónsdóttir húsfreyja í Ljótshólum Eiríkur Grímsson bóndi í Ljótshólum Ætt Þorbjargar Ingu Þorsteinsdóttur Þorsteinn Björgvin Jónmundsson húsgagnasmiður Á Boðnarmiði yrkir Guðmundur Arnfinnsson og kallar Rófur: Í garðinum var gróður fagur, greru þarna alls kyns blóm sólu vermd á sumardegi, sumir töldu þetta hjóm. Þarna ætti að rækta rófur, rósir vildu ekki sjá. Af rófum magafylli fengu, fölnuðu svo blómin smá. Á morgungöngu um Höfðaskóg komst Anton Helgi Jónsson á frá- bæra tónleika: Engin nóta reynist röng róin fyllir hugann þegar ástarsælusöng syngur hunangsflugan. Jón Jens Kristjánsson um veðr- ið: Langt er í vetur og langt í hret er ljóst þeim sem betur vita fullyrt að geti fyrri met fallið hjá Bretum hita Hér yrkir hann hvatningu til kvennalandsliðsins sem leikur við Frakka í hitaviðvörun: Þær munu ei berjast í bökkum er binda á sig skóna með tökkum hér sé þeim lof þó helst verði um of heitt til að spila í frökkum. Guðmundur Beck fann þessa á blaði, – Kannski hef ég stolið þessu eða gert í svefni? Vita skaltu víst til sanns vert er á að minna að blessun ríka burgeisans er bölvun allra hinna. Friðrik Steingrímsson um lífsins gang: Ólafur bóndi var oft með raus þó aldrei hann vissi neitt í sinn haus. Var alltaf í basli og búið í drasli, dag nokkurn dó hann svo ráðalaus. Magnús Halldórsson orti á sunnudag: Það er ekkert hjá ýmsu hinu, eins og jú margur sér, en lofsvert hvað lúsmýinu, líkar að smakka á mér. Þessi boðskapur Kristjáns H. Theódórssonar líkar mér enda á níræðisaldri: Hófsöm drykkja heilsu eflir, haft er fyrir satt. Ungdómurinn tæpt þó teflir, ef teygar ölið hratt. Öldungur úr bauk og bikar, bergja veigar má. Frá því marki ef hvergi hvikar, hvern dag, sér að fá. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Síður rós en rófu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.