Morgunblaðið - 20.07.2022, Side 22

Morgunblaðið - 20.07.2022, Side 22
22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2022 Besta deild karla KR – Fram ................................................ 1:1 Staðan: Breiðablik 13 11 1 1 38:14 34 Víkingur R. 13 9 1 3 31:18 28 KA 13 7 3 3 25:16 24 Stjarnan 13 6 5 2 24:17 23 Valur 13 6 2 5 22:21 20 Keflavík 13 5 2 6 24:23 17 KR 13 4 5 4 17:20 17 Fram 13 3 5 5 22:30 14 FH 13 2 4 7 16:23 10 Leiknir R. 13 2 4 7 11:22 10 ÍBV 13 1 5 7 15:26 8 ÍA 13 1 5 7 13:28 8 Meistaradeild karla 2. umferð, fyrri leikir: Midtjylland – AEK Larnaca ................... 1:1 - Elías Rafn Ólafsson lék allan leikinn í markinu hjá Midtjylland. Linfield – Bodö/Glimt............................. 1:0 - Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt. Zalgiris – Malmö ...................................... 1:0 Pyunik Jerevan – Dudelange .................. 0:1 Qarabag – Zürich ..................................... 3:2 Ludogorets – Shamrock Rovers............. 3:0 Dinamo Zagreb – Shkupi......................... 2:2 Sambandsdeild karla 2. umferð, fyrri leikir: Hibernians – Levadia Tallinn ................. 3:2 Tirana – Zrinjski Mostar ......................... 0:1 La Fiorita – Ballkani................................ 0:4 Noregur B-deild: Örgryte – Brommapojkarna.................. 1:1 - Brynjar Björn Gunnarsson er þjálfari Örgryte. Norður- og Mið-Ameríkumót kvenna Úrslitaleikur: Bandaríkin – Kanada ............................... 1:0 Leikur um 3. sætið: Kostaríka – Jamaíka .......................... frl. 0:1 50$99(/:+0$ EM U20 karla B-deild í Georgíu A-riðill: Lúxemborg – Ísland............................. 55:97 Staðan: Ísland 7, Eistland 6, Holland 4, Rúmenía 4, Lúxemborg 3. 57+36!)49, Morgunblaðið/Árni Sæberg Meistaravellir Már Ægisson úr Fram eltir KR-inginn Atla Sigurjónsson á Meistaravöllum í gærkvöldi. KR nú ekki unnið í síðustu fimm leikjum sínum og virðist ekkert ganga upp í Vesturbænum,“ skrif- aði Kristófer Kristjánsson m.a. um leikinn á mbl.is. KR hefur aðeins unnið einn leik af sjö á heimavelli í sumar og að- eins skorað sex mörk, sem er afleit uppskera hjá eins stóru félagi. Sæti Rúnars Kristinssonar gæti verið orðið heitt, en kröfurnar eru miklu meiri í Vesturbænum. Þar vilja menn berjast um titla. Flestir spáðu Frömurum beint aftur niður í 1. deildina, en eftir leikinn í gær er Fram sex stigum fyrir ofan fallsæti eftir þrettán leiki. Þá er liðið nýbyrjað að spila á glænýjum og glæsilegum heima- velli í Úlfarsárdal og á fínni sigl- ingu í deild þeirra bestu eftir langa veru í næstefstu deild. Þetta er góður tími til að vera Framari eftir mögur ár. Enn tapa KR-ingar stig- um í Vesturbænum - Jafnt á Meistaravöllum - Aðeins einn sigur á heimavelli - Stígandi hjá Fram FÓTBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Reykjavíkurstórveldin KR og Fram skildu jöfn, 1:1, í lokaleik 13. umferðar Bestu deildar karla í fót- bolta á Meistaravöllum í Vest- urbænum í gærkvöldi. KR er því áfram í sjöunda sæti, nú með 17 stig, og Fram í sætinu fyrir neðan með 14. Úrslitin voru heilt yfir sanngjörn í frekar jöfnum leik. Ægir Jarl Jónasson jafnaði snemma í seinni hálfleik fyrir KR eftir að Magnús Þórðarson hafði komið Fram yfir undir lok fyrri hálfleiks. Leikurinn var allt öðruvísi en þegar liðin mættust í fyrstu umferðinni. Þá keyrðu KR-ingar yfir nýliðana, sköpuðu sér fullt af færum og unnu 4:1. Þá átti góð byrjun að leggja grunninn að sterku tímabili hjá KR en nýliðarnir virtust vera í vand- ræðum. Síðan þá hefur Fram vaxið töluvert í deild þeirra bestu á með- an KR-ingar hafa verið í nokkru basli. KR átti í stökustu vandræð- um með að skapa sér færi á móti skipulögðu Framliði, sem hefur gert vel í að styrkja sig í fé- lagaskiptaglugganum. Almarr og Brynjar styrkja Fram „Fyrirliðar, þjálfarar og forráða- menn úrvalsdeildarinnar spáðu KR 4. sætinu í sumar en í þar var ný- liðum Fram spáð 12. og neðsta sætinu. Það var í ágætis takti við þann spádóm að KR vann sannfær- andi 4:1-sigur er liðin mættust í fyrstu umferðinni en síðan þá hefur betur ræst úr tímabili Framara, sem spiluðu vel í kvöld. Með innkomu Almarrs Ormars- sonar á miðjuna og Brynjars Gauta Guðjónssonar í vörnina er komin reynsla og yfirvegun í lið nýlið- anna, sem fékk á sig alltof mörg mörk í fyrstu umferðum mótsins. Framarar hafa bara tapað einum af síðustu sex leikjum sínum og eru að spila sinn besta fótbolta til þessa í sumar. Að sama skapi hefur Íslenska U20 ára landslið karla í körfubolta vann 97:55-stórsigur á Lúxemborg í B-deild Evrópumóts- ins í Georgíu í gær og tryggði sér í leiðinni sæti í átta liða úrslitunum. Íslenska liðið var með mikla yfir- burði frá upphafi til enda en staðan í hálfleik var 49:17. Ólafur Gunn- laugsson fór á kostum hjá íslenska liðinu og skoraði 27 stig. Þorvaldur Árnason gerði 15 og Ólafur Styrm- isson 11. Ísland leikur annaðhvort við Norður-Makedóníu eða heimamenn í Georgíu í átta liða úrslitum. Ísland í átta liða úrslit í Georgíu Ljósmynd/FIBA Stigahæstur Ólafur Gunnlaugsson átti góðan leik fyrir Ísland í gær. Svíinn Martin Sjögren hefur sagt upp störfum sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í fótbolta eftir vonbrigðin á Evrópumótinu á Eng- landi. Noregi mistókst að fara upp úr riðlakeppninni eftir 0:8 tap fyrir Englandi og 0:1-tap fyrir Austur- ríki. Sjögren tók við norska liðinu árið 2016 og fór með það í átta liða úrslit á HM 2019. Undir hans stjórn hefur norska liðinu hinsvegar mis- tekist að fara upp úr riðlakeppninni á tveimur Evrópumótum í röð. Að- stoðarmaður hans, Anders Jacob- sen, hefur einnig látið af störfum. Hættur með norska liðið AFP Hættur Martin Sjögren er hættur þjálfun norska landsliðsins. KR – FRAM 1:1 0:1 Magnús Þórðarson 44. 1:1 Ægir Jarl Jónasson 47. M Grétar Snær Gunnarsson (KR) Pálmi Rafn Pálmason (KR) Sigurður Bjartur Hallsson (KR) Ægir Jarl Jónasson (KR) Almarr Ormarsson (Fram) Delphin Tshiembe (Fram) Magnús Þórðarson (Fram) Tiago Fernandes (Fram) Dómari: Sigurður H. Þrastarson – 8. Áhorfendur: Um 850. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot- bolti. hron HC árið 2018. Haukar og KA eru einnig í keppninni en þau sitja hjá í fyrstu umferðinni. Karlalið ÍBV var eina íslenska liðið sem fékk fyrri leikinn á heimavelli en leik- irnir verða leiknir helgarnar 8. og 9. október og 15. og 16. október. Það gæti þó breyst því ekki er óalgengt að félög kaupi útileikina og báðir leikir verði spilaðir á sama stað tvo daga í röð. Íslensku kvennaliðin sem kepptu í Evrópu- bikarnum á síðustu leiktíð léku til að mynda báða leiki sína á útivelli í 1. umferðinni á síðasta ári. Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Löng ferðalög bíða íslensku liðanna fjögurra sem voru í pottinum er dregið var í fyrstu umferð Evrópu- bikars karla og kvenna í handbolta í gær. Í kvennaflokki voru bikarmeist- arar Vals í efri styrkleikaflokki og mætir liðið Dunajská Streda frá Slóvakíu en liðið endaði í þriðja sæti í deildinni heima fyrir á síðustu leiktíð. ÍBV og KA/Þór voru í neðri styrkleikaflokki og dróst ÍBV gegn Ionias frá Grikklandi. Liðið hafnaði í öðru sæti grísku A-deildarinnar á síðustu leiktíð. KA/Þór dróst gegn Gjorche Petrov Skopje frá Norður- Makedóníu en liðið er ríkjandi meistari í heimalandinu. ÍBV fór alla leið í átta liða úrslit keppninnar á síðustu leiktíð. Í karlaflokki dróst ÍBV gegn MK Holon frá Ísrael en liðið fór í undan- úrslit meistarakeppninnar í heima- landinu á síðustu leiktíð. Eyjamenn þekkja það vel að mæta liðum frá Ísrael því liðið mætti Hapoel Ramat Gan árið 2015 og SGS Ramhat Has- Löng ferðalög íslensku liðanna Morgunblaðið/Eggert Slóvakía Elín Rósa Magnúsdóttir og Valskonur fara til Slóvakíu. _ Þýskalandsmeistarar Bayern Münc- hen hafa gengið frá kaupum á hol- lenska knattspyrnumanninum Matt- hijs de Ligt frá Juventus. Bayern greiðir 80 milljónir evra fyrir leik- manninn, sem var í þrjú ár hjá Juvent- us. Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára er leikmaðurinn reynslumikill en hann sló kornungur í gegn hjá Ajax. Þá hefur hann leikið 38 landsleiki fyrir Holland. _ Juventus mun að öllum líkindum fylla í skarðið sem de Ligt skilur eftir sig með kaupum á Gleison Bremer frá nágrönnunum í Tórínó. Juventus greiðir 40 milljónir evra fyrir brasilíska varnarmanninn og mun hann skrifa undir fimm ára samning við stórliðið. Hann lék 98 leiki með Tórínó. _ Nýliðar Hattar í efstu deild karla í körfubolta hafa fengið til liðs við sig hinn 38 ára gamla Obie Trotter sem mun leika með liðinu á komandi leik- tíð. Trotter er bandarískur leikstjórn- andi en er með ungverskt vegabréf og því skráður sem Evrópumaður. _ Ensku úrvalsdeildarfélögin Arsenal og Manchester City hafa komist að samkomulagi um kaupverð á Oleks- andr Zinchenko, landsliðsmanni Úkra- ínu í fótbolta. Arsenal greiðir 32 millj- ónir punda fyrir bakvörðinn. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.