Morgunblaðið - 20.07.2022, Síða 23

Morgunblaðið - 20.07.2022, Síða 23
Morgunblaðið/Eggert Evrópumótið Dagný Brynjarsdóttir skoraði þriðja og síðasta mark Íslands á Evrópumótinu á Englandi 2022 þar sem íslenska liðið tapaði ekki leik. miðlar, stuðningsmenn né leikmenn eða starfslið landsliðsins. Mikil spenna var í loftinu á fyrsta leik liðsins gegn Belgíu, hinn 10. júlí á akademíuvelli Manchester City í Manchester. Evrópumótið átti auð- vitað að fara fram á Englandi á síð- asta ári, árið 2021, en því var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufarald- ursins. Biðin var því orðin ansi löng. Leikmenn íslenska liðsins voru lengi í gang gegn Belgum, sem má eflaust skrifa á hátt spennustig, enda um fyrsta leik liðsins á mótinu að ræða. Liðið fékk hins vegar víta- spyrnu í fyrri hálfleik en boltinn vildi ekki inn. Það reyndist saga ís- lenska liðsins á mótinu. Leiknum lauk með 1:1-jafntefli, þar sem Ís- land var mun sterkara, og leikmenn liðsins voru því að vonum svekktir með úrslitin. Jafnteflin reyndust dýr Í öðrum leiknum gegn Ítalíu var sagan svipuð. Þorsteinn Hall- dórsson, þjálfari íslenska liðsins, gerði eina breytingu á byrjunarliði sínu frá leiknum gegn Belgum hinn 14. júlí í Manchester, þar sem bak- vörður kom inn fyrir bakvörð. Ís- land skoraði snemma í leiknum og það einkenndi leikinn svolítið. Á 61. mínútu fékk íslenska liðið dauðafæri til að klára leikinn en skotið fór framhjá. Ítalir brunuði svo fram í sókn og skoruðu mínútu síðar. Ís- land fékk dauðafæri undir restina til að vinna leikinn en skotið geigaði og niðurstaðan 1:1-jafntefli. Ísland þurfti því á sigri að halda í lokaleiknum gegn Frakklandi hinn 18. júlí á New York-vellinum í Rot- herham til þess að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitunum. Landsliðsþjálf- arinn gerði þrjár breytingar á byrj- unarliði sínu frá leiknum gegn Ítal- íu, þar af tvær á varnarlínunni. Ísland fékk á sig mark eftir einungis eina mínútu. Íslenska liðið lét hins vegar ekki slá sig út af laginu, þorði að halda í boltann og spila honum sín á milli. Frakkar skoruðu tvö mörk sem voru réttilega dæmd af undir lokin, áður en Dagný Brynj- arsdóttir jafnaði metin fyrir ís- lenska liðið með marki úr víta- spyrnu og þar við sat; lokatölur 1:1. Töpuðu ekki leik Með sigri gegn Frakklandi hefði Ísland tryggt sér sæti í 8-liða úrslit- unum en fyrir leikinn í Rotherham hefði íslenska liðið einnig getað komist áfram á jafntefli, eða tapi, gegn hagstæðum úrslitum í leik Ítalíu og Belgíu í Manchester. Belg- ar unnu nauman 1:0-sigur. Ísland féll því úr leik á Evr- ópumótinu án þess að tapa leik og er það í fyrsta sinn í sögu keppninnar sem það gerist. Tilfinningin, eftir að liðið féll úr keppni í Hollandi árið 2017 með 0 stig, var sú að liðið hefði átt lítið sem ekkert skilið úr mótinu. Tilfinningin sem maður fékk eftir að liðið féll úr leik á mánudaginn var allt önnur. Stolt er fyrsta orðið sem kom upp í hugann. Liðið var mikið gagnrýnt eftir frammistöðuna í Hollandi en það er erfitt að gagnrýna leikmenn eða upplegg þjálfarans eftir úrslitin í ár. Staðreyndin er sú að liðið var grát- lega nálægt því að komast áfram en hlutirnir féllu ekki með okkur. Stöngin út. Framtíðin er björt Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir voru að leika á sínu fyrsta stórmóti. Þær blómstruðu og báru uppi sóknarleik Íslands. Alexandra Jóhannsdóttir, Amanda Andradóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Elísa Við- arsdóttir, Guðný Árnadóttir, Guð- rún Arnardóttir, Sandra Sigurð- ardóttir, Selma Sól Magnúsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir léku all- ar sína fyrstu leiki á stórmóti. Meirihlutinn af þessum leik- mönnum er að stíga sín fyrstu skref með íslenska landsliðinu og þær fengu dýrmæta reynslu á stærsta sviðinu. Það sem meira er, þá stóð- ust þær allar pressuna og skiluðu góðri frammistöðu. Frammistaða liðsins gegn Frakk- landi var sérstaklega eftirtekt- arverð þar sem íslenska liðið þorði að halda boltanum og spila fótbolta gegn einu besta landsliði heims, ef ekki því besta. Eins kliskjukennt og það hljómar, þá fer þetta mót í reynslubankann og liðið mætir sterkara til leiks næst. Framtíðin er björt hjá kvennalandsliðinu og leik- menn liðsins geta borið höfuðið hátt eftir frammistöðuna á Englandi. Leikmenn geta gengið mjög stoltir frá borði - Fyrsta þjóðin til að falla úr leik án þess að tapa - Ungir leikmenn blómstruðu Í CREWE Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Ég var hrikalega bjartsýnn þegar ég hélt af stað til Manchester á Englandi hinn 6. júlí, til þess að fylgja eftir íslenska kvennalands- liðsinu í knattspyrnu á Evr- ópumótinu á Englandi. Ólíkt mörgum fjölmiðlamönnum tók ég með mér stóra tösku, sem ég bókstaflega fyllti af dóti. Ég var bú- inn að sjá það fyrir mér, að ef allt gengi upp hjá íslenska liðinu, þá yrði ég á Englandi í að minnsta kosti þrjár vikur. Það er kannski allt í lagi að taka það sérstaklega fram að ég fylgdi liðinu einnig til Hollands árið 2017 en þá tók ég talsvert minni ferða- tösku með mér. Undirbúningurinn fyrir þetta mót var allt öðruvísi en fyrir fimm árum síðan. Það var mikið áreiti í kring- um liðið og væntingarnar voru skrúfaðar upp í hæstu hæðir. Í ár var þetta allt öðruvísi. Yfirlýst markmið liðsins var að vinna leik á mótinu. Spenna í loftinu Leikmenn liðsins voru yfirvegaðir í viðtölum sínum við fjölmiðla strax frá byrjun og það var ekkert endi- lega verið að hugsa um næsta leik, heldur meira verið að spá í næstu æfingu og næstu dögum framundan. Enginn fór fram úr sér, hvorki fjöl- ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2022 _ Hollenska kvennalandsliðið í fót- bolta varð fyrir áfalli í gær, þegar ljóst varð að Lieke Martens, lykilmaður liðsins, verður ekki meira með á Evr- ópumótinu á Englandi vegna meiðsla. Martens meiddist gegn Sviss í lokaleik Hollands í riðlakeppninni og verður ekki leikfær fyrr en eftir mótið. Áfallið er ekki það fyrsta sem hollenska liðið verður fyrir á mótinu, því Vivianne Miedema, markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi, greindist með kórónuveiruna á dögunum og að- almarkvörðurinn, Jacintha Weimar, lék aðeins fyrsta leikinn vegna meiðsla. Holland mætir Frakklandi í átta liða úrslitum á föstudag. _ Enska knattspyrnufélagið Totten- ham hefur gengið frá kaupum á bak- verðinum Jed Spence frá Middles- brough. Kaupverðið er um 20 milljónir punda og gerir leikmaðurinn fimm ára samning. Hinn 21 árs gamli Spence lék sem lánsmaður hjá Nottingham Forest á síðustu leiktíð og lék 46 leiki. Hann er sjötti leikmaðurinn sem Tottenham fær fyrir leiktíðina en félagið hafði áð- ur samið við Ivan Perisic, Fraser For- ster, Yves Bissouma, Richarlison og Clement Lenglet. _ Portúgalski knattspyrnumaðurinn Fábio Silva, dýrasti leikmaðurinn í sögu enska úrvalsdeildarfélagsins Wolves, hefur gert eins árs lánssamn- ing við Anderlecht í Belgíu. Wolves greiddi 37 milljónir punda fyrir Silva fyrir tveimur árum en hann hefur að- eins 17 sinnum verið í byrjunarliði Wolves og skorað fjögur mörk. _ Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur gert samning við Bandaríkja- manninn Keith Jordan og mun hann leika með liðinu á næstu leiktíð. Hann er 24 ára og 200 sentímetra hár fram- herji. Jordan skoraði 29 stig og tók 11 fráköst að meðaltali í leik í írsku B- deildinni á síðustu leiktíð. Skallagrím- ur endaði í sjöunda sæti 1. deild- arinnar á síðasta tímabili. _ Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fundaði í gær og úrskurðaði fjóra leik- menn úr Bestu deild karla í bann. Brynjar Hlöðversson úr Leikni í Reykjavík er kominn í eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í 0:5-tapinu fyrir KA á sunnudag. Þá eru þrír leikmenn komnir í bann vegna uppsafnaðra áminninga. Oliver Sig- urjónsson hjá Breiðabliki, Eggert Gunnþór Jónsson úr FH og Aron Jó- hannsson hjá Val eru allir komnir í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda á tímabilinu. _ Sébastien Haller, knattspyrnumað- ur hjá Dortmund, hefur yfirgefið æf- ingabúðir félagsins í Sviss eftir að hafa greinst með æxli í eista. Haller gekk í raðir Dortmund fyrir þessa leik- tíð frá Ajax. Hinn 28 ára gamli Haller kvartaði undan óþægindum á æfingu á mánudag og eftir læknisskoðun kom æxli í eista í ljós. Ekki er ljóst hvort um illkynja æxli sé að ræða. Dortmund greiddi Ajax 31 milljón evra fyrir Haller og átti hann að fylla í það skarð sem Erling Braut Haa- land skildi eftir þegar hann gekk í raðir Manchester City. Hall- er skoraði 34 mörk fyrir Ajax á síðustu leiktíð og þar af ellefu í átta leikjum í Meistara- deild Evrópu. Eitt ogannað Yulimar Rojas, ólympíumeistarinn í þrístökki kvenna, varð í gær heims- meistari í þriðja sinn er hún stökk 15,47 metra á HM í Oregon í Banda- ríkjunum. Stökkið er það lengsta á árinu en þó 20 sentímetrum styttra en heimsmetsstökkið frá Ólympíu- leikunum í Tókýó í fyrra. Mutaz Barshim frá Katar varð heimsmeistari í hástökki í þriðja sinn er hann stökk 2,37 metra, sem er hæsta stökk ársins. Hann reyndi við 2,42 metra, sem hefði verið mótsmet, en hætti eftir eina mis- heppnaða tilraun. Stukku hæst og lengst á árinu AFP Þrístökk Yulimar Rojas átti lengsta stökk ársins á HM í Oregon. Vestri, sem féll úr efstu deild karla í körfubolta á síðustu leiktíð, leikur í 2. deild á næstu leiktíð í stað þeirrar fyrstu, að ósk félags- ins. ÍA, sem átti að falla úr 1. deildinni, heldur sínu sæti í næst- efstu deild í staðinn. Vestri hefur verið að draga inn seglin í körfuboltanum en félagið dró lið sitt úr keppni í 1. deild kvenna á dögunum. Karlalið Vestra hafnaði í ellefta sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og kvennaliðið í neðsta sæti 1. deildarinnar. Ljósmynd/Þórir Tryggvason Vestri Rubiera Rapaso tekur víta- skot fyrir Vestra á síðustu leiktíð. Vestri niður um tvær deildir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.