Morgunblaðið - 25.07.2022, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 5. J Ú L Í 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 172. tölublað . 110. árgangur .
HÁTÍÐAR-
HÖLD UM
LAND ALLT ÞÖRF Á UPPBYGGINGU
VINGEGAARD
SIGURVEGARI
Í PARÍS
MÝRDALUR 11 TOUR DE FRANCE 27HELGIN Í MYNDUM 4
Jón Gunnarsson
dómsmálaráð-
herra segist ekki
geta tekið afstöðu
til þess hvort
gallar hafi verið á
framkvæmd taln-
ingar atkvæða við
sveitarstjórnar-
kosningarnar í
Reykjavík í vor.
Fyrir liggur að gögn um sundur-
liðun atkvæða eftir því hvort þau
voru greidd utankjörfundar eða á
kjörfundi og hvernig þau féllu voru
birt á netinu daginn eftir kjördag.
Heimild fyrir skráningu slíkra
gagna, utanumhald þeirra og taln-
ingu er hvergi að finna í kosninga-
lögum. Fyrirspurn Morgunblaðsins
um hvort talning utankjörfundar-
atkvæðanna sérstaklega hafi sam-
rýmst kosningalögum hefur verið
vísað á milli kjörstjórna sveitarfé-
laga, Landskjörstjórnar, dóms-
málaráðuneytis og úrskurðar-
nefndar kosningamála án
niðurstöðu. »2
Vill ekki tjá
sig um hnökra
á kosningum
Jón Gunnarsson
Sýningin Hringátta stendur nú yfir í tónlistar- og ráðstefnu-
húsinu Hörpu. Sýningin er gagnvirk og sækir innblástur í
hraunið, bergið, vatnið, gróðurinn, þörunga og örverur. Er
henni ætlað að fanga krafta náttúru Íslands með framsækinni
tækni í myndrænni miðlun og skemmtilegri gagnvirkri tón-
list. „Meðan á sýningunni stendur eru áhorfendur umvafðir
þessum litríka og kvika heimi þar sem töfrandi tónlist Högna
Egilssonar magnar upplifunina,“ segir um sýninguna á vef
Hörpu.
Morgunblaðið/Hákon
Hringáttan heillar
Karlotta Líf Sumarliðadóttir
karlottalif@mbl.is
Sigurður Hannesson, framkvæmda-
stjóri Samtaka iðnaðarins, segir já-
kvætt að samkomulag hafi náðst milli
Rússlands og Úkraínu um að hefja
flutning á korni á ný. Það sé þó
áhyggjuefni ef samningurinn nær
ekki fram að ganga í ljósi árásar
Rússa á Ódessa-höfn degi síðar, þar
sem korn er unnið til flutnings.
„Það er auðvitað áhyggjuefni ef
ekki verður hægt að flytja út þessar
vörur, þá er hætt við því að þessi
óstöðugleiki á markaðnum dragist á
langinn, verð verði hærra lengur og
það taki lengri tíma fyrir markaðinn
að jafna sig. Það eru þó vonir um að
það sé að komast á jafnvægi. Við höf-
um séð hvernig hrávöruverð hefur
lækkað og markaðirnir eru að ná
jafnvægi, en verðlagsáhrifin eru að
koma fram núna og verða jafnvel eitt-
hvað meiri.“ Innrásin í Úkraínu hefur
haft mikil áhrif á hrávöruverð í heim-
inum. „Áhrifanna gætir út um allan
heim og við sjáum það mjög glöggt í
verðbólgumælingum.
Þetta kemur við sögu út um allt,
neytendur og atvinnurekendur finna
fyrir þessu og framleiðslufyrirtæki og
fyrirtæki í byggingariðnaði verða
mjög vör við þessar hækkanir. Þetta
hefur mjög mikil áhrif á þeirra rekst-
ur,“ segir Sigurður og bendir á að í
sumum tilvikum hafi orðið erfiðara að
fá aðföng. „Vegna stríðsins hafa ein-
hverjir markaðir lokast, timbur og
stál kemur að einhverju leyti frá
Rússlandi og Hvíta-Rússlandi, en
þeir markaðir lokuðust. Þá þurfti að
finna nýja markaði samhliða hækk-
andi verði.“
Nýlega var greint var frá því að
bakarar á Íslandi vildu sjálfir flytja
inn hveiti vegna verðhækkana. „Ég
held að þetta sýni vel að það eru allir
að leita allra leiða til að takast á við
stöðuna, til þess að þurfa ekki að velta
öllum þessum hækkunum út í verð-
lagið til neytandans, og það á við í allri
framleiðslu,“ segir Sigurður. »13
Áhyggjuefni ef ekki er
hægt að flytja út kornið
- Hætt við því að óstöðugleiki á markaðnum vari lengur
AFP/Borgarstjórn Ódessa
Árás Úkraínskir slökkviliðsmenn
reyna að slökkva eld í báti sem log-
ar við höfnina í Ódessa eftir árásina.
Svandís Svavars-
dóttir matvæla-
ráðherra segir að
vel megi hugsa
sér að skipta því
aflamarki sem
ætlað er strand-
veiðum hlutfalls-
lega á milli veiði-
svæða eftir fjölda
skráðra báta inn-
an svæðis.
Þetta kemur fram í pistli hennar í
Morgunblaðinu í dag.
Svandís hefur áður boðað breytt
fyrirkomulag á skiptingu strand-
veiðipottsins og endurkomu svæða-
skiptingar. Segir í pistli Svandísar
að það sé miður að ekki hafi tekist
að tryggja 48 daga til strandveiða
fyrir hvern bát í sumar en strand-
veiðar voru stöðvaðar fyrir helgi.
Þá hafi veiði rétt svo verið að fara
að taka við sér fyrir norðan land.
Með hugmyndinni segist Svandís
horfa til nýtingar á verðmætasta
tímanum og sem jafnastrar skipt-
ingar. »14
Pottinum
skipt eftir
fjölda báta
Svandís
Svavarsdóttir