Morgunblaðið - 25.07.2022, Síða 2

Morgunblaðið - 25.07.2022, Síða 2
Brúará Frá vettvangi í gær. Maður sem féll í Brúará við Miðfoss á Suðurlandi í gær lést. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Suðurlandi voru við- bragðsaðilar kallaðir út um klukk- an tvö að degi til. Hafði maðurinn hafnað í ánni og borist niður eftir henni. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og fannst maðurinn eftir skamma leit. Maðurinn var látinn og báru end- urlífgunartilraunir ekki árangur. Maður lést við fall í Brúará við Miðfoss 2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 2022 COSTA DEL SOL 11 DAGAR SAMAN Í SÓL 01. - 11. ÁGÚST FLUG OG GISTING VERÐ FRÁ 109.900 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN VERÐ FRÁ 187.500 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA INNIFALIÐ Í VERÐI, FLUG, VALIN GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR. BÓKAÐU ÞITT SÆTI Á UU.IS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. BAKSVIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is Dómsmálaráðherra vill ekki svara til um hvort gallar hafi verið á fram- kvæmd sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík í vor og bendir á sveitar- félagið, Landskjörstjórn og úrskurð- arnefnd um það, þrátt fyrir að þær stofnanir hafi vísað málinu frá sér. Jón Gunnarsson dómsmálaráð- herra segist ekki hafa lagaheimildir til að fara yfir framkvæmdina hjá einstökum yfirkjörstjórnum og svara því hvort rétt hafi verið farið að eða ekki, líkt og Morgunblaðið spurðist fyrir um. Gramsað í kjörgögnum Daginn eftir kjördag í vor birti Páll Hilmarsson, starfsmaður í Ráð- húsi Reykjavíkur, Twitter-færslu með sundurgreindum atkvæðatölum framboða í Reykjavík eftir því hvort atkvæði voru greidd á kjörfundi eða utan. Páll var kosningastarfsmaður og sat fundi yfirkjörstjórnar. Það að utankjörfundaratkvæðum hafi verið haldið til hliðar, talin sér og sérstaklega sundurgreind er hvorki í samræmi við kosningalög, reglugerð um talningu atkvæða né framkvæmdina fram að því. Ólíkur skilningur kjörstjórna Þegar leitað var skýringa á þessu skömmu eftir kosningar kom fram grundvallarmunur á afstöðu kjör- stjórna sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu, svo framkvæmd kosninga var mismunandi eftir sveitarfélögum. Ein afstaða kom fram hjá Evu Bryndísi Helgadótt- ur, formanni yfirkjörstjórnar í Reykjavík, en allt önnur hjá öðrum yfirkjörstjórnum. Þegar Morgunblaðið leitaði skýr- inga hjá ráðuneytinu í vor bandaði það málinu frá sér og sagði það á borði Landskjörstjórnar. Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri hennar, kvað talningu og birtingu niðurstaðna á ábyrgð yfirkjör- stjórna sveitarfélaga, sem Lands- kjörstjórn hefði hvorki eftirlits- né úrskurðarvald yfir. Það lægi hjá úr- skurðarnefnd kosningamála. Berg- lind Svavarsdóttir, formaður henn- ar, sagði í svari til blaðsins að nefndinni hefði engin kæra borist vegna talningar utankjörfundarat- kvæða í Reykjavík á vikulöngum kærufresti eftir kosningar og því hefði hún ekkert aðhafst. Kosningar í uppnámi Um áramót tóku gildi ný kosninga- lög með auknu regluverki og nýrri ríkisstofnun. Af fyrrgreindum svör- um blasir við að ábyrgð og formfestu um framkvæmd kosninga er áfátt, líkt og frumkvæðisskyldu um athugun á misfellum. Eftir situr óvissa um hina réttu aðferð, sem stjórnvöld veigra sér við að skera úr um. Nauðsyn óað- finnanlegrar framkvæmdar kosninga ætti að vera öllum ljós eftir vandræðin í Norðvesturkjördæmi 2021, sem eru fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Ýmsar breytingar á lögunum eru fyrirhugaðar, enda hafa þau reynst gölluð. Ekki verður þó séð í Samráðs- gátt að þessi álitaefni séu þar á meðal, en á hinn bóginn var í janúar skipaður starfshópur til að fjalla um atkvæða- greiðslu utan kjörfundar, sem skal skila af sér fyrir haustið. Morgunblaðið/Eggert Ráðherra Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í gáttinni að skrifstofu sinni. Kosningaframkvæmd enn á reiki - Ósamræmi í framkvæmd sveitarstjórnarkosninga - Vafi leikur á um meðferð kjörgagna í Reykjavík - Hin rétta aðferð í lausu lofti - Stofnanir vísa hver á aðra - Gölluð kosningalög verða endurskoðuð Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Miðasala á Þjóðhátíð er sambærileg og undanfarin ár. Búist er við fjöl- mennri Þjóðhátíð um helgina og finna hátíðarhaldarar fyrir miklum spenningi. „Miðasalan gengur vel. Við bú- umst við stórri Þjóðhátíð,“ segir Hörður Orri Björnsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, í samtali við Morgunblaðið. „Það sem er flöskuhálsinn eru auðvitað samgöngur. Þjóðhátíðin eins og við þekkjum hana verður ekkert stærri, það bara er ekki hægt,“ segir Hörður Orri enn frem- ur. Veðurspáin góð Síðustu tvö ár hefur Þjóðhátíð verið aflýst vegna heimsfaraldursins Covid-19. Hörður segir tilhlökk- unina því mikla. „Það er mikil tilhlökkun. Það er langt síðan síðast og allir bara mjög spenntir. Langtímaveðurspáin í dag er líka mjög góð, það gefur okkur byr undir báða vængi að þetta verði bara stórkostleg Þjóðhátíð.“ Í fyrsta skipti verður VIP- tjaldsvæðið á Þórsvelli en svæðið sem hafði áður verið notað undir það var ekki í boði þar sem þar nú er ris- in íbúðabyggð. Hörður segir eftir- spurnina eftir svæðinu alltaf mjög mikla en það er vaktað og kemst enginn inn á það án armbands. Þá tekur Þjóðhátíð þátt í nýju for- varnarátaki í ár, en það er átak ríkis- lögreglustjóra og Neyðarlínunnar, Verum vakandi. Áður hafði verið samstarf við forvarnarhópinn Bleika fílinn. Búast við fjöl- mennri Þjóðhátíð - VIP-tjaldsvæðið nú á nýjum reit Morgunblaðið/Ófeigur Verslunarmannahelgi Þjóðhátíð fer fram núna um helgina. Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Rafbílasamband Íslands gefur lítið fyrir niðurstöður Hagfræðistofnunar HÍ um að ívilnun vegna kaupa á rafbíl- um sé óhagkvæmasti kosturinn til að draga úr losun en þar er gert ráð fyrir að ríkið verði af tæpum 39 milljörðum haldi stuðningur þess við rafbílakaup áfram fram til ársins 2030. Tómas Kristjánsson, formaður sambandsins, segir margar forsendn- anna sem þar eru gefnar ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum – dæmið sé því skekkt. Fyrst og fremst sé afar ólíklegt að ríkisstuðningurinn muni vara fram til ársins 2030 og því ólíklegt að kostn- aðurinn reynist eins mikill og raun ber vitni. Í nýjustu löggjöfinni segir að niðurgreiðslan varði allt að 20 þúsund bíla og gildi til loka árs 2023. Rafbílasambandið gerði nýverið umsögn við nýjustu lagabreytinguna, þar sem óskað var eftir langtíma- stefnu. „Við gerðum þarna líkan þar sem við gerðum ráð fyrir áframhaldandi óbreyttum stuðningi til ársins 2024 og tveimur árum eftir það myndi hann falla niður í skrefum.“ Þar sé því gert ráð fyrir að stuðningi verði hætt árið 2027, heilum þremur árum fyrr en skýrslan gerir ráð fyrir. „Þetta verður svona svart hjá þeim af því að þau eru að miða við árið 2030, sem enginn ann- ar er að gera. Þau eru í raun og veru að gefa sér kolrangar forsendur.“ Miða við 225 krónur á lítrann Til viðbótar við það hafi Hagfræði- stofnun gefið sér það, án þess að hafa vísað í neina heimild, að rafbílar séu hlaðnir heima í sjö af hverjum tíu skiptum, annars á hraðhleðslu- stöðvum. Þá reiknar hún tímakaup fólks sem bíður á hraðhleðslustöðvum með álagi. Tómas bendir á að bróður- partur fólks hlaði bílana heima hjá sér og sé hraðhleðsla notuð nýti fólk tím- ann í annað. „Svo miða þau við að elds- neytisverð sé 225 krónur á lítrann sem við getum auðvitað hlegið að í dag,“ segir Tómas en lægsta verð í dag stendur í 314 krónum. Til viðbótar bendir Tómas á að raf- bílar hafi fallið í verði og reiknað er með því að rafbílar verði orðnir 50% ódýrari en eldsneytisbílar árið 2030. Það verði því lítill hvati að lækka verð, séu bílarnir þegar ódýrari. „Að sjálf- sögðu verður þessi stuðningur löngu dottinn út fyrir árið 2030.“ Dæmi sem er verulega skekkt - Rafbílasamband Íslands ekki sammála nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ - Gefi sér „kolrangar forsendur“ - Rafbílar verði ódýrari en elsneytisbílar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.