Morgunblaðið - 25.07.2022, Síða 12
Afköst Nígería ætti að geta aukið gasútflutning töluvert. Myndin sýnir
Bonny Island á suðausturströnd Nígeríu þar sem gasi er dælt á skip.
ESB vill fylla í skarðið
með gasi frá Nígeríu
Evrópusambandið hefur farið þess á
leit við stjórnvöld í Nígeríu að fá að
kaupa meira gas frá Afríkuríkinu.
Um 14% af því fljótandi jarðgasi sem
ESB-ríkin flytja inn í dag koma frá
Nígeríu og vonast sambandið til að
geta allt að tvöfaldað það magn af
gasi sem Nígería selur því.
Fulltrúi orkumálasviðs fram-
kvæmdastjórnar ESB heimsótti Níg-
eríu um helgina til að athuga að
hvaða marki nígerískt jarðgas getur
komið í stað gass sem fengið er frá
Rússlandi, en vaxandi líkur eru á að
rússnesk stjórnvöld stöðvi eða
minnki til muna útflutning á jarðgasi
til Evrópu til að mótmæla afskiptum
ESB af stríðinu í Úkraínu. Í síðustu
viku hvatti framkvæmdastjórn ESB
aðildarríki til að leita leiða til að
minnka gasnotkun sína um 15% á
tímabilinu ágúst til mars, en um 40%
af því jarðgasi sem Evrópa notar
koma frá Rússlandi.
Greinir Reuters frá því að það ætti
að vera mögulegt að meira en tvö-
falda jarðgasútflutning frá Nígeríu
til ESB en þjófnaður og skemmdar-
verk á gasleiðslum torvelda útflutn-
inginn og helsta dælustöð Nígeríu
fyrir gasflutningaskip, á Bonny Isl-
and, starfar í dag á aðeins 60% af-
köstum.
Árið 2021 fluttu ríki Evrópusam-
bandsins inn 23 milljarða rúmmetra
af gasi frá Nígeríu. Hefur magnið
farið minnkandi en árið 2018 nam
innflutningurinn 36 milljörðum rúm-
metra. Til samanburðar keyptu
ESB-ríkin 155 milljarða rúmmetra af
jarðgasi frá Rússlandi árið 2021.
Um hættuna á að Rússar loki fyrir
innflutning á gasi til Evrópu sagði
Ursula von der Leyen, forseti fram-
kvæmdastjórnar ESB, að ríki álfunn-
ar þyrftu að vera við öllu búin: „Rúss-
land er að nota eldsneyti sem vopn.
Hvort sem innflutningur á rússnesku
gasi mun minnka eða hverfa með öllu
þá þarf Evrópa að vera reiðubúin.“
ai@mbl.is
- Gætu tvöfaldað innflutning á nígerísku jarðgasi í ljósi óvissu
AFP/Pius Utomi Ekpei
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 2022
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Allar almennar bílaviðgerðir
STUTT
« Á fundi stjórnar Volkswagen Group á
föstudag voru allir tuttugu meðlimir
stjórnarinnar sammála um að reka Her-
bert Diess úr starfi forstjóra. Að sögn FT
var boðað til fundarins með stuttum fyrir-
vara og var Diess ekki gefinn kostur á að
halda uppi vörnum.
Diess, sem er 63 ára gamall og hefur
stýrt samsteypunni í fjögur ár, mun láta af
störfum 1. september næstkomandi en í
hans stað kemur hinn 54 ára gamli Oliver
Blume sem frá árinu 2015 hefur verið for-
stjóri Porsche, eins af mörgum dóttur-
félögum samsteypunnar.
Stjórnartíð Diess einkenndist m.a. af
miklum metnaði á sviði framleiðslu raf-
bíla en honum gekk misvel að eiga í góðu
samstarfi við valdamikil stéttarfélög
starfsmanna Volkswagen Group.
Diess gekk til liðs við samsteypuna árið
2015 og stýrði framan af framleiðslu
Volkswagen-bifreiða, en hann uppskar
litlar vinsældir hjá stéttarfélögunum þegar
hann hófst handa við að minnka útgjöld
Volkswagen um fimm milljarða evra á ári.
Ekki hefur verið upplýst opinberlega
hvers vegna Diess var látinn fara en frétta-
skýrendur telja líklegast að brottrekstur
Diess megi skýra með því að 52 milljarða
evra fjárfesting samsteypunnar í þróun og
smíði rafmagnsbíla hefur ekki enn styrkt
reksturinn með þeim hætti sem vonast
var til, og að hugbúnaðardeild félagsins –
sem Diess bar persónulega ábyrgð á –
hafi ekki staðið sig sem skyldi og orðið
dragbítur á félagið.
Blume verður áfram forstjóri Porsche
og benda markaðsgreinendur á að það
geti flækt fyrirhugaða skráningu Porsche
á hlutabréfamarkað. Var skráningin sögð
til þess gerð að auka sjálfstæði Porsche,
og yrði hlutabréfaútboð Porsche það
stærsta í Þýskalandi í marga áratugi ef af
því verður. ai@mbl.is
Herbert Diess látinn
taka pokann sinn
Herbert Diess Oliver Blume
25. júlí 2022
Gjaldmið ill Gengi
Dollari 136.9
Sterlingspund 163.85
Kanadadalur 106.45
Dönsk króna 18.739
Norsk króna 13.744
Sænsk króna 13.371
Svissn. franki 141.88
Japanskt jen 0.9999
SDR 180.29
Evra 139.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.9832
Logi Sigurðarson
logis@mbl.is
Horfur á verðbréfamörkuðum heims
fóru skyndilega að súrna í lok desem-
ber. Verðbólgan virtist vera þrálátari
en gert var ráð fyrir og með innrás
Rússa í Úkraínu jókst óvissan um
stöðu heimshagkerfisins til muna.
Tæknivísitalan Nasdaq 100 hefur
lækkað um 25%
það sem af er ári
og S&P 500 vísi-
talan hefur lækk-
að um 17%.
Már Wolfgang
Mixa, lektor í fjár-
málum við Há-
skólann í Reykja-
vík, segir að
leiðréttingin sem
hefur orðið á verð-
bréfamörkuðum hafi aðallega verið
bundin við ákveðinn flokk verðbréfa,
vaxtar- og tæknifyrirtækja.
„Þessi bréf voru mikið keypt í von
um langvarandi gróða og það eru að-
allega þau sem hafa lækkað mikið í
virði. Vaxtastig fer upp og minna
ókeypis fjármagn er að koma frá
ríkisstjórninni inn um lúguna hjá
fólki. Þá hafa þessar miklu verðhækk-
anir gengið til baka. Amazon er dæmi
um fyrirtæki sem hefur lækkað um
þriðjung í virði,“ segir Már í samtali
við Morgunblaðið.
Mætti líkja við netbóluna
Gengi bréfa í framleiðslugeiranum
hafi staðið í stað eða jafnvel hækkað
en tæknifyrirtækin tekið að lækka.
„Það má líkja þessu við netbóluna
en ég held að netbólan á sínum tíma
hafi víða verið meiri, ef bitcoin er und-
anskilið,“ segir Már. Augljóst sé að
stríðið í Úkraínu og verðbólguþrýst-
ingur tengdur því hafi áhrif á mark-
aði. Þegar ávöxtunarkröfur hækki þá
lækki jafnframt eignaverð á lang-
tímaeignum. „Hækkandi vaxtastig
hefur mest áhrif á fyrirtæki sem eru í
miklum vexti. Vöxtur er reiknaður í
gengi þeirra. Hækkandi verðbólga
dregur úr neyslu fólks á vörum sem
hægt er fresta kaupum á.“
Verðbólgan muni hjaðna
Aðspurður segist Már telja að
markaðsaðilar reikni með því að
verðbólgan verði ekki langvinn, held-
ur frekar að verðbólguskotið muni
hjaðna hratt. En hvenær mun
áhættusækni fjárfesta aukast?
„Ég held að við séum að nálgast
þann tímapunkt að það verði gerðar
auknar kröfur um hagnað miðað við
markaðsvirði og að væntingar um
vöxt verði ekki eilífar. Gott dæmi um
það er Netflix sem hefur ekki aðeins
horft fram á minni vöxt, heldur er
hreinlega samdráttur í tekjum
Netflix og gengi hlutabréfa Netflix
hefur lækkað hressilega.“
Rótgróin gildi fái meira vægi
Már segir marga hafa brennt sig á
skyndifjárfestingum og svokölluðum
jarmfjárfestingum (e. meme invest-
ing). Þar hafi verðbréfasmáforritið
Robinhood leikið stórt hlutverk, en
það leikjavæðir fjárfestingar, sem ýt-
ir undir aukin viðskipti. Robinhood-
fjárfestar hafa, að sögn Más, séð
tækifæri í fallandi bréfum og með því
snúið við gengi bréfanna.
„Nú mætti segja að fullvissan um
að það yrði alltaf einhver til að grípa í
taumana þegar fall á sér stað sé ekki
lengur fyrir hendi. Ég held að það
hafi skapað þessar miklu sveiflur nið-
ur á við. Ég tel að bæði almennir fjár-
festar og þessir jarmfjárfestar fari að
gefa gamalgrónum gildum, stærðum
og hlutföllum meiri gaum en áður.“
Gengið ennþá of hátt
Hlutabréfaverð Tesla hefur fallið
um tæplega 40% á árinu, en þrátt
fyrir þetta fall eru bréfin tæplega tíu
sinnum hærri en við upphaf farald-
ursins. Inntur eftir því segir Már að
það hafi verið erfitt að réttlæta gengi
fyrirtækisins þegar það var sem
hæst. Þá nefnir hann rússíbanareið í
gengi hlutabréfa GameStop, en geng-
ið var fjórir dalir við upphaf faraldurs
og hækkaði hæst í um 400 dali.
Gengið stendur nú í um 150 dölum.
„Ég held að gengi Tesla sé enn of
hátt. Ég er ekki viss um að þótt jarm-
bréfin hafi mörg hver fallið mikið í
virði séu þau endilega ódýr eða komin
á eðlilegar slóðir. Vissulega eru ein-
hverjir að grípa bréfin á leiðinni niður
í von um að þetta sé tímabundið.“
Spurður hvaða áhrif áframhaldandi
vaxtahækkanir hafi á markaðinn
svarar Már því að hann telji að þær
séu nú þegar komnar fram í gengi
bréfa á markaði. „Ef vaxtahækkanir
verða umfram væntingar myndi það
vissulega hafa neikvæð áhrif. Þetta er
mikið komið í gengi bréfa.“
Beina fjármagni í innlán
Már tekur einnig fram að líklegt sé
að fólk muni í auknum mæli setja fjár-
magn í innlán eða skammtímaskulda-
bréf, þar sem vextir á löngum skulda-
bréfum hafi ekki hækkað jafn mikið.
„Markaðurinn sýnir skýr merki um
að gert sé ráð fyrir að þetta háa
vaxtastig sem nú ríkir á skammtíma-
mörkuðum sé ekki viðvarandi.“
Tæknifyrirtæki lækkað
mikið á síðustu mánuðum
- Lektor segir peningaprentun ríkisstjórna hafa ýtt undir verð á hlutabréfum
Tesla, Netflix, Coca-Cola og Kellogg's
Breyting á hlutabréfaverði frá áramótum
0%
-20%
-40%
-60%
-80%
15%
10%
5%
0%
-5%
-10%
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí
216,44
742,5
70,51
61,5
597,37
1.199,78
64,68
59,3
Tesla Netflix
Coca-Cola Kellogg's
+3,7%
+9,0%
-38,1%
-63,8%
Már Wolfgang
Mixa
Allt um
sjávarútveg