Morgunblaðið - 25.07.2022, Síða 14

Morgunblaðið - 25.07.2022, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Umhverf- isráðherra Kanada tjáði sig á laugardag um loftslagsmark- mið landsins og sagði til skoðunar að fresta þeim. Hann sagði ríkis- stjórnina hafa áttað sig á að sumt af því sem þyrfti að gera til að ná þeim markmiðum sem til stóð fyrir 2030 gæti tekið heldur lengri tíma en svo að sú tíma- setning væri raunhæf. Hann sagði fyrirtækin mögulega þurfa lengri tíma til að ná markmið- unum, en þar er meðal annars um að ræða olíuframleiðslufyr- irtæki því að Kanada er meðal stærstu olíuframleiðenda heims. Ríkisstjórn Justins Trudeau forsætisráðherra Kanada lýsti því yfir í fyrra að Kanada mundi fara að Parísarsamkomulaginu og stefna á 40-45 prósenta sam- drátt gróðurhúsalofttegunda árið 2030 frá árinu 2005. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að ríkisstjórn Kanada skuli nú farin að undirbúa lands- menn og umheiminn undir það að þessum markmiðum verði ekki náð. Kanada hefur aldrei náð markmiðum sínum í þessum efnum og hið sama má raunar segja um flestar aðrar þjóðir sem skrifa hátíðlega undir sátt- mála sem öllum má ljóst vera að eru óraunsæir og verða aldrei annað en óuppfylltar yfirlýs- ingar enda fyrst og fremst hugs- aðir til að veita þeim sem undir- rita stundarfrið frá háværum gagnrýnendum. Jafnvel við bestu aðstæður hafa slík mark- mið ekki náðst, en nú eru fjarri því bestu aðstæður og þess vegna er sjálfsagt að viðurkenna tímanlega, líkt og Kanada, að tímasetningarnar haldi ekki. Sunnan landamæranna eru tengslin við raunveruleikann minni, sem varð til þess að skömmu áður en Kanada kynnti fyrirhugaða stefnubreytingu sína steig Joe Biden forseti í ræðustól í gamalli kolaverk- smiðju og lýsti þeirri skoðun sinni að loftslagsbreytingar væru neyðarástand og að hann hefði í hyggju að gera meira í því en gert hefði verið og þingið væri tilbúið í. Hann daðraði við að lýsa formlega yfir neyðar- ástandi, hvað sem það mundi fela í sér, en sagðist vera með það til skoðunar. Repúblikanar hafa eflaust fagnað þessu, vitandi að kjós- endur í nóvember gerðu það ekki og hefðu að auki litlar áhyggjur af loftslagsmálum. Allar líkur eru á að þetta tal Bidens verði til að setja enn meiri þrýsting á olíuverðið sem bifreiðaeigendum þykir þegar orðið allt of hátt. Og lái þeim hver sem vill. En það er með miklum ólík- indum að Biden skuli í liðinni viku hafa ákveðið að halda ræðu um neyðarástand og hóta hert- um aðgerðum í loftslagsmálum, nýkominn frá því að reka hnefa í hnefa prinsins í Sádi-Arabíu og biðja hann um að auka olíufram- leiðslu sína. Þetta hlýtur að vera til marks um stefnu- og ráðaleysi af alveg nýrri stærðargráðu. Biden er þó ekki einn um að vera ráðvilltur þegar kemur að orkumálum. Ástandið batnar ekki þegar horft er til megin- lands Evrópu og þeirrar örvænt- ingar sem þar ríkir vegna rangr- ar orkustefnu undanfarin ár. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins og fyrrverandi varnarmálaráðherra Þýska- lands, sagði í liðinni viku að Rússland væri að reyna að kúga Evrópusambandið. „Rússland er að nota orku sem vopn,“ sagði hún og að þess vegna, hvort sem Rússland drægi úr gasafhend- ingu að hluta eða öllu leyti, yrði Evrópusambandið að vera tilbú- ið. Meðal þess sem Evrópusam- bandið vill geta gert er að beita orkuskömmtun næsta vetur, en óttinn við veturinn vex með hverjum deginum. Viðskiptaráðherra Þýska- lands, Robrert Habeck, segist taka styttri sturtur um þessar mundir til að minnka orkunotk- un og segir að fyrirtæki og neyt- endur verði að gera sitt til að draga úr orkuþörfinni. Illa þvegnir Þjóðverjar eru þó varla svarið við orkuvanda álfunnar, mun meira þarf til. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefur rétt fyrir sér um það að Rússar halda á orkuvopni og beina því að ríkj- um Evrópusambandsins, en það sem hún nefndi ekki er að það voru ríki ESB sem afhentu Rúss- um þetta vopn. Von der Leyen var sjálf ráðherra í ríkisstjórn Þýskalands þegar Angela Mer- kel kanslari ákvað skyndilega og án frambærilegrar ástæðu að loka öllum kjarnorkuverum landsins. Þrjú eru eftir og á að loka þeim innan skamms nema stjórnvöld þar í landi sjái að sér. En þó að Þýskaland beri mesta ábyrgð í þessum efnum innan Evrópusambandsins eru önnur ríki ekki undanskilin. Þar hefur öll áhersla verið á að upp- fylla óraunsæ loftslagsmarkmið og algerlega verið litið framhjá hættunni sem það veldur en nú er orðin svo augljós. Ætli Vesturlönd sér að geta staðið á eigin fótum og þurfa ekki að ótt- ast það stöðugt að orkuvopni verði beint að þeim, þá þarf að taka upp raunsærri stefnu. Mögulega hefur Kanada nú stig- ið fyrsta skrefið í þá átt, en þó er engu að treysta í þeim efnum. Ofstækið og óttinn við hávaða- mennina hefur náð slíkum tökum á mörgum stjórnmálamönnum að ef til vill dugir ekkert minna en orkulausar vetrarhörkur til að tengingin við veruleikann ná- ist að nýju. Rússar beita því vopni sem Vesturlönd hafa afhent þeim} Orkuvopnið S trandveiðipotturinn tæmdist fyrir helgi, fyrr en nokkru sinni áður, þrátt fyrir að aldrei hafi stærri hluta af leyfilegum þorskafla verið ráðstafað í hann. Það er afar miður að ekki náðist að tryggja 48 daga til strand- veiða þetta sumarið. Í þetta hefur stefnt í nokk- urn tíma og alveg ljóst, miðað við hvernig veið- arnar hafa gengið, að mörg þúsund tonn til viðbótar hefði þurft til að tryggja veiðar í ágúst, tonn sem ekki eru til ef fara á að ráðgjöf Hafró, sem ég hyggst gera. Þrátt fyrir að margt hafi gengið vel í sumar að því er viðkemur strandveiðum er það þó svo að verðmætum hefur ekki verið skipt á rétt- látan hátt. Þangað til hægt er að tryggja að all- ir fái 48 daga þarf að passa að því sem er til skiptanna sé skipt á réttlátan hátt milli strand- veiðisjómanna. Til að koma í veg fyrir að það endurtaki sig næsta sumar hyggst ég leggja fram frumvarp í vetur sem heimilar það að nýju að skipta þeim veiðiheimildum sem ráðstafað er til strandveiða niður á svæði í kringum landið. Jöfn skipting Frá upphafi hefur það verið markmið að þeim takmark- aða afla sem er til ráðstöfunar sé skipt sem jafnast, þannig eru takmörk á því hvað hver bátur má landa miklu, til þess að þeir sem eiga stærstu og bestu bátana fái ekki meira en aðrir. Bátarnir fá jafn marga daga til þess að veiða (12 daga í mánuði) og því væri niðurstaðan jöfn ef það væru ekki aðrir þættir sem hafa áhrif á skiptinguna, m.a. veður og fiskgengd. Stjórnvöld hafa ekki áhrif á veðrið og geta því lítið gert í því þegar brælur koma í veg fyrir að bátar komist á sjó. En fisk- gengd er ekki eins duttlungafull og veðrið. Það er staðreynd að fiskgengd er misjöfn milli landsvæða og það er rót þess óréttlætis sem ég sé í skiptingu pottanna í dag. Sum landsvæði eiga mest undir því að geta veitt seinni hluta sumars; tími sem nú er runninn þeim úr greip- um, tími þegar þorskurinn er stærstur og verðmætastur. Verðmætin skipta mestu máli Tonn af stórum þorskum er mun verðmæt- ara en tonn af litlum þorskum. Af því leiðir að strandveiðisjómenn og fjölskyldur þeirra á ákveðnum svæðum hafa minna upp úr krafs- inu. Mér finnst mikilvægt að við hlustum á þá strandveiðisjómenn sem verða fyrir þessari skerðingu. Við verðum að skipta þessu jafnar. Þannig mætti hugsa sér að þegar upplýsingar liggja fyrir um hversu margir eru skráðir á hvert strandveiðisvæði þá sé aflanum skipt jafnt á þau svæði eftir fjölda báta. Slíkt er einfalt í fram- kvæmd. Ef 50% báta eru á einu svæði, þá fá þeir 50% af heimildunum. Með þeim hætti væri tryggt að aðstæður eins og í dag skapist ekki aftur, að stór svæði verði af verð- mætasta veiðitímanum vegna þess að ekki var tekið tillit til fiskgengdar. Og að allir fái sem jafnastan hlut. Svandís Svavarsdóttir Pistill Við eigum að skipta jafnt Höfundur er matvælaráðherra. svandis.svavarsdottir@mar.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is K eisarafiðrildi, stórt fiðrildi sem ferðast reglulega á milli Norður-Ameríku og Mexíkó, er nú flokkað sem tegund í hættu á nýjum válista Alþjóðanáttúruverndarsambands- ins, IUCN, sem birtist í síðustu viku. Eru helstu ástæður þess loftslags- breytingar og eyðing búsvæða fiðr- ildanna. Válisti IUCN var fyrst birtur árið 1964 og á honum eru nú 147.517 tegundir dýra, fugla og plantna, þar af eru 41.459 tegundir taldar vera í útrýmingarhættu. Af þeim eru 9.065 taldar vera í bráðri hættu og 16.300 í hættu. 902 tegundir eru útdauðar og 82 eru útdauðar í náttúrunni. Tígrisdýr er meðal tegunda í hættu, IUCN segir nú, að stofninn sé heldur stærri en áður var talið, eða nærri 5.600 dýr. Segir sam- bandið, að ástæða þess að stofn- stærðin hafi verið endurmetin sé ná- kvæmara eftirlit og einnig virðist stofninn vera heldur að stækka. Segja sérfræðingar IUCN nú mögu- legt, að það takist að bjarga tígris- dýrastofninum frá útrýmingu í nátt- úrunni. Það sem einkum ógnar tígris- dýrastofnunum er veiðiþjófnaður, þar á meðal á tígrisdýrunum sjálf- um, og veiðar á dýrum, sem eru helsta bráð tígrisdýranna. Einnig hefur verið gengið á búsvæði dýr- anna með landbúnaði og stækkun borga. Farfiðrildi Keisarafiðrildið er nýtt á lista yfir tegundir í hættu. Keisarafiðr- ildið er eina skordýrið sem ferðast reglulega eins og farfuglar milli svæða. Það fer frá Mexíkó og Kali- forníu á sumrin til mökunarsvæða víðsvegar í Bandaríkjunum og Kan- ada. IUCN áætlar að fiðrildastofn- inn hafi skroppið saman um 22-72% á síðasta áratug, einkum vegna skógarhöggs sem hefur eyðilagt stóran hluta af vetrarstöðvum fiðr- ildisins. Þá hefur notkun skordýra- eiturs og jurtaeiturs í landbúnaði einnig haft áhrif á fiðrildin og jurtina sem fiðrildalirfurnar nærast á. Einnig eru loftslagsbreytingar vax- andi ógn við fiðrildastofnana. Anna Walker, sem stýrði stofn- mati keisarafiðrildanna, segir þó við AFP-fréttastofuna að hún vonist til að hægt verði að bjarga keisarafiðr- ildinu með aðgerðum, svo sem að draga úr notkun skordýraeiturs og vernda vetrarstöðvar fiðrildanna. Á nýja válistanum eru allar styrjutegundir heimsins, 26 talsins, taldar í hættu en fyrir rúmum ára- tug voru 85% tegundanna talin í hættu. Stofnunum hefur hnignað hraðar en búist var við. Ein tegund- in,sem kennd er við Yangtze-fljót í Kína, er nú flokkuð sem útdauð í náttúrunni og 17 tegundir eru taldar í mikilli hættu. Rányrkja um aldir IUCN segir, að styrjur hafi ver- ið ofveiddar um aldir vegna hrogn- anna og kjötsins. Hvetur sambandið til þess að gripið verði til hertari að- gerða til að vernda styrjustofnana og stöðva rányrkju og veiðiþjófnað. En önnur mannanna verk, svo sem stíflugerð, hafa einnig haft áhrif á styrjur. Þá hefur hitastig í ám þar sem styrjurnar lifa hækkað vegna loftslagsbreytinga og það truflar æxlunarferli þeirra. „Það segir sitt um mannkynið þegar dýrategund, sem lifði áfram þegar risaeðlurnar dóu út, er komin á brún útrýmingar af völdum mannsins, sem hefur til saman- burðar aðeins verið til í örskots- stund,“ sagði Beate Striebel- Greiter, talsmaður Alþjóðanátt- úruverndarstjóðsins, en talið er að styrjan hafi fyrst komið fram fyrir um 250 milljónum ára. „Við hvetjum ríki heims til að hætta að líta fram hjá útrýmingu styrjunnar.“ Keisarafiðrildi í hættu 1 000 km Fiðrildið, sem nú er flokkað í hættu, fer yfir 4.000 km vegalengd milli Norður-Ameríku og Mexíkó Áætlaður fjöldi : 44,3 milljónir árið 2020 HeimildirWWF, IUCN, talning keisarafiðrilda, National Commission of Natural Protected Areas (Mexíkó) Keisarafiðrildi Danaus plexippus plexippus Vænghaf: 10 cm Mökunarsvæði Dvalasvæði Flutningar CR EW EXREENVUNTLC Ekki í hættu ÚtdauttÍ hættu Válistaflokkun IUCN HÆTTA BANDA- RÍKIN MEXÍKÓ KANADA Ógnir • Skógarhögg • Skordýraeitur •Mikill hiti • Stækkun borga Búsvæði : skógar, fjöll, sléttur Næring: blómasafi *Flokkað eftir svæðum á vestur- eða austur- hlutum Klettafjalla Vestur- keisari* Austur- keisari*

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.