Morgunblaðið - 25.07.2022, Page 15

Morgunblaðið - 25.07.2022, Page 15
Hvað henti Srí Lanka? HAMBORG | Nú er lag að spyrja hvað or- sakaði það högg sem efnahagur Srí Lanka hefur mátt þola, lands sem þekkt hefur verið að lífsgæðum og stöð- ugleika. Landsfram- leiðsla Srí Lanka er 70 prósentum meiri en nágrannanna á Ind- landi og lífslíkur 77 ár sem telja má öllu betri en 73, 70 og 67 ár í Bangladess, á Indlandi og í Pakistan. Nú ber hins vegar svo við að efnahagur Srí Lanka er í frjálsu falli. Hvers vegna? Jú, þar má tína til heimsfaraldur kórónuveiru, inn- rás Rússa í Úkraínu og önnur al- þjóðleg kollrök. Þá er ekki hægt að útiloka að stjórnvöld í Srí Lanka hafi ekki staðið í stykkinu, forset- inn Gotabaya Rajapaksa, sem að lokum forðaði sér frá eigin landi, lækkaði skatta svo skór ríkissjóðs kreppti verulega. Ríkisstjórn Rajapaksa bannaði innflutning frjóvgandi áburðar og meindýraeiturs árið 2021 með þeim afleiðingum að innlend mat- vælaframleiðsla tók skarpa dýfu og hafði sín áhrif á innlent matar- framboð í landinu nú í ár. Stjórnvöld í Srí Lanka hófu samtímis átak sem ætlað var að stemma stigu við óþróuninni. Hafði það lítið að segja þar sem veikur gjaldeyrir landsins gerði stöðuna engu betri hvað sem stjórnvöld ætluðu sér til að bæta stöðu þegna sinna. Björgunarhringur ekki ókeypis Hagfræðingurinn Noah Smith hefur bent á að tilraunir seðla- banka Srí Lanka til að styrkja gjaldeyri landsins, rúpíuna, hafi litlu skilað, í raun lauk þeim með hruni hennar í aprílmánuði nú í vor. Gjaldmiðill sem hafði lengi vel lagt sig á 175 til 200 rúpíur gagn- vart dalnum almáttuga kostar nú 350 fyrir hvern bandarískan dal auk þess sem forði seðlabanka Srí Lanka af ameríkudölum er því sem næst horfinn. Er hér var komið sögu þurfti að bjarga málunum. Hvað gerðu stjórnvöld í Srí Lanka þá? Leituðu þau til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins? Nei. Hann getur bjargað ríkjum en sá björgunarhringur er ekki ókeyp- is. Aldeilis ekki. Þá var leitað til Kína. Jú, þar mátti vel fá lán en það lán jók skuldir Srí Lanka um þrjá milljarða bandaríkjadala og tryggði að ríkið á vart eftir að sjá til sólar um stund. Kemur einhverjum þetta á óvart? Varla. Amit Bhaduri benti í sígildri og góðri grein sinni í Cam- bridge Journal of Economics árið 1977 á að alþjóðlegir lánardrottnar óttast síst að lántakar þeirra standi ekki í skilum. Ótti þeirra snýst mun frekar um að þeir standi í skilum þar sem þá er þeim ekki kleift að grípa til innheimtuað- gerða sem oftar en ekki snúast um að taka auðlindir lántakandans upp í skuldina. Þarf ég nokkuð að minna hér á gæluverkefni forseta Srí Lanka sem snerist um hafn- armannvirki í Hambantota árabilið 2005 til 2015? Kínverjar greiddu reikninginn eftir að vasar rík- issjóðs Srí Lanka tæmdust og hafa nú leigt höfnina til 99 ára. Hvað voru stjórnvöld að hugsa? Hvernig má það vera að þjóð, sem farist hefur svo vel, geri önnur eins mistök? Í stuttu máli klúðraði Rajapaksa málunum einfaldlega. Stjórnvöldum í Srí Lanka steig sig- urinn í tamílska borgarastríðinu til höfuðs. Þau töldu sig hafa himin höndum tekið, minnihlutahópar landsins héldu dapurri stöðu sinni sem minnihlutahópar auk þess sem stjórnendur Srí Lanka létu ásak- anir um stríðsglæpi sem vind um eyru þjóta. Slík framkoma leggur efnahag þjóða að lokum í rúst þrátt fyrir að sumar einræðisstjórnir heimsins hafi auðvitað getað látið smjör drjúpa af hverju strái. Á tímabili mátti ætla að stjórn Rajapaksa ætlaði að auðnast þetta. Lýðhyll- isstefna hennar varð henni hins vegar að falli. Ljóst varð að þegar stjórn Raja- paksa komst til valda á ný gekk stuðningur hennar einfaldlega fyr- ir illa ígrunduðum fjárveitingum. Hollusta kjósenda verður aðeins keypt um skamma hríð og að lok- um voru stjórnvöld Srí Lanka komin á síðustu metra blindgötu sem þeim reyndist dýrkeypt. Sömu stjórnvöld hefðu líkast til getað tekið U-beygju á þeirri blindgötu og sótt betri vegu. Stór- lækkaðir skattar voru hins vegar ekki leiðin þangað og þegar Man- gala Samaraweera, fyrrverandi fjármálaráðherra, las forsetanum pistilinn á samfélagsmiðlinum Twitter í október 2019 var það ein- faldlega of seint. Öll þjóðin sá þá fyrir bannið við áburðarinnflutn- ingi sem þótti óttalega fyrir- sjáanlegt. Spyrjum að leikslokum Hvernig lýkur þessu þá öllu saman? Vandi er um slíkt að spá. Vel má vera að Rajapaksa knýi þjóð sína til kyrrðar. Hvort það auðnist er þó langt í frá hans eini vandi. Hvernig á Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn að ná samningum við ríkisstjórn sem er fallvaltari en hrungjörn lauf í haustskógi? Vissulega geta sjóðurinn og Par- ísarklúbburinn svokallaði, félags- skapur alþjóðlegs auðmagns og fúsra lánveitenda, hugsanlega létt undir með Srí Lanka. En kjósa þeir það eða treður Srí Lanka ein- faldlega helveg þar sem himinn að lokum klofnar? Eftir Kaushik Basu »Hvað gerðu stjórn- völd í Srí Lanka? Leituðu þau til Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins? Nei. Hann getur bjargað ríkjum en sá björg- unarhringur er ekki ókeypis. Kaushik Basu Höfundur er fyrrverandi hagfræð- ingur Alþjóðabankans og efnahags- ráðgjafi indversku ríkisstjórnarinnar, hagfræðiprófessor við Cornell- háskólann og stjórnarmaður Brook- ings-stofnunarinnar. © Project Syndicate, 2022 15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 2022 Útsýni Ungt par hefur komið sér vel fyrir á gömlu vélbyssuhreiðri við Nauthólsvík þar sem það situr í fallegu sumarveðri og nýtur samverunnar. Nauthólsvík er sérstaklega vinsæl á sumrin. Hákon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.